Leita í fréttum mbl.is

Skammastín Jenný Anna

Ég verð 15 árum eldri en mér var upphaflega ætlað að verða.  Þvert ofan í öll karmalögmál.  Það kemur til af því að ég drakk í mig insúlínháða sykursýki og má ekki borða sælgæti.  Ég var ekkert svakalega hrygg yfir því að taka sælgætið út, enda ekki mikill nammiáhugamaður.  Það verkjaði auðvitað smá undan brúnuðum kartöflum og svona (svindlaði á jólunum), en annars fór ég í gegnum breytingar á mataræði nokkurn veginn sársaukalaust.

Hvað um það, af og til verður mér á í nammimálunum.  Ullabjökkin geta reynst of stór freisting fyrir konu.  Í gær fríkaði ég út, þegar skádóttir mín hún Ástrós kom með Lindubuff og Freyjurís í hús, hvorutveggja ekki á mínum haturslista.  Ég hoppaði á nammið og skutlaði því í mig, fljótar en auga á festi og sakbitin mældi ég blóðsykurinn og hann var himinhár.  Mér leið næstum eins og ég hefði skutlað í mig einum bjór.  Okokok, ég ýki, en sektarkenndin gagnvart mínu æðra sjálfi, var mögnuð.

Ég má ekki borða nammi en ég má blogga um það og setja inn myndir af varningnum.  Það er huggun harmi gegn.

Nú hef ég skriftað á blogginu og ég held að ég sé búin að fyrirgefa mér.  Ég skammast mín niður í hrúgu og mun ekki svindla fyrr en í fyrsta lagi á jólum.  Ef almættið gæti gert mér þann greiða að lækna mig af sykursýkinni meðan ég velti mér í vellystingum sælgætisins, praktuglega.

Hvað er að þér kona?  Þú ert ekki einu sinni fyrir sælgæti.  Haskaðu þér á lappir og fáðu þér gulrót.

Úje

 


mbl.is Sælgætisleysi lengir lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 12:01

2 identicon

Ohhh nú langar mig í Lindu-Buff.  ógissslega gott. En ég vill líka lifa lengur þannig að ég ætla ekki að borða það.

En annars er þessi færsla nú bara ansi skemmtileg sko..

Knús á þig Jenný mín.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 12:08

3 identicon

Elska Lindubuff!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 12:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur eigum við að koma í smá nammileik.  Gera hvor aðra hálf vitfirrtar af nammilöngun með að birta myndir af nammi fyrir okkur að skoða.  He, he, við endum í sjoppunni.  Nanananana

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Ragnheiður

tók áskorun og fékk skammir

Ragnheiður , 4.10.2007 kl. 13:08

6 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Mér finnst að það eigi að stofna netlöggu sem sér til þess að fólk bloggi ekki um nammi. Þetta er glæpsamlegt hjá þér Jenný

farin út í sjoppu - bless 

Björg K. Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 13:16

7 identicon

Ég þurfti nú að skófla í mig nokkrum Nóa-rjómakúlum áður en ég meikaði þessa færslu. Ég er nammigrís  - (þessar upplýsingar eru bara fyrir þig -svona svo það sé á hreinu)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:41

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

uss, hvað er sosum varið í að lifa ef maður má ekki leyfa sér neitt...?

sáuð þið ekki rannsóknirnar fyrir 2-3 árum þar sem líkum var leitt að því að ef manni er skammtaður allt of lítill matur en að öðru leyti hugsað vel um mann væri hægt að lifa talsvert miklu lengur.

Sé sjálfa mig fyrir mér, 120 ára, róandi fram í gráðið á elliheimilinu: Svööng, ég er svoooo svööööng...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 14:18

9 Smámynd: krossgata

Pff.  Mig langar ekkert í nammi.  Ekkert sérstaklega mikill nammigrís.  En fór aftur að hugsa hvað mig langaði í í staðinn fyrir nammi og umsvifalaust kom harðfiskur og smjör upp í hugann.

Nú langar mig óstjórnlega í harðfisk og smjör. 

krossgata, 4.10.2007 kl. 14:25

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Já, og mikið hrikalega er þetta annars illa orðuð og skrifuð frétt!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 14:25

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nammi, namm, þér er fyrirgefið. Ég skal alltaf borða tvöfalt og hugsa til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 14:28

12 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Já, það er fyrir löngu vísindalega sannað að maður getur lifað mikið lengur ef tilveru manns skortir allt það sem vert er að lifa fyrir.

Elías Halldór Ágústsson, 4.10.2007 kl. 14:46

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er á hraðri leið til himna....eða ******** miðað við nammið sem að ég borða um helgar.....annars er ég líka farin að kaupa Lindubuff....nokkur alla vega og ég ætla ekki að borða kvöldmatinn minn fyrst.. !

Sunna Dóra Möller, 4.10.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband