Fimmtudagur, 27. september 2007
Ofbeldisdómur III - Skilorðsbundinn
Ég reyndist sannspá þegar ég taldi að ég fengi nóg að gera þegar ég einsetti mér að blogga um skilorðsbundna dóma fyrir ofbeldi. Nú er það Héraðsdómur Reykjaness sem leggur í púkkið.
Að þessu sinni er um að ræða heimilisofbeldi. Árásin sem átti sér stað á þáverandi heimili málsaðila í nóvember á sl. ári var með þeim hætti, að maðurinn tók konuna kverkataki og henti henni í framhaldinu í gólfið. Konan marðist og tognaði á hálsi, baki og yfir bringspölum. Hún fór ekki fram á miskabætur.
Ofbeldishundurinn fær tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tiltækið. Mér finnst eins og dómarinn sé að segja blíðlega við hann; dona dona, gúkkulaðidrengurinn minn, ekki lemja kjéddlinguna, það kallar á töluvert vesen. Hættessu strákur.
Síðan er manninum gert að greiða 10 þús. krónur í sakarkostnað.
Vó Héraðsdómur Reykjaness, rólegir á sektunum. Það er óþarfi að rýja manninn inn að skyrtunni!
Hm, en ég held áfram á dómavaktinni.
Skilorð fyrir árás á sambýliskonu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hneyksli, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ótrúlegur andskoti!
Heiða Þórðar, 27.9.2007 kl. 14:28
Ég veit um einn sem mig langar til að lemja duglega, kannski ég framkvæmi þann verknað snöggvast fyrst ég þarf ekki að hafa áhyggjur af afleiðingunum Þetta er fáránlegt!!
Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 14:44
Ætli ég fái þá hrós og viðurkenningu ef og ég skyldi berja Byrgisperrann ( eftir dóm að sjálfsögðu) og í vesta falli smá skilorð og borga 10 þús ef ég reyni að kirkja kvikindið Ég asnaðist til að lesa dóm og gögn yfir lögfræðingsperranum og er reið og svo er ég með flensu svo gremjan er tvöföld í dag. Og dómar í ofbeldismálum á Íslandi eru fáránlegir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:42
Er ekki tími til kominn að breyta lögum og reglum til að þyngja dóma yfir ofbeldisfólki?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 27.9.2007 kl. 15:43
Svona er Ísland í dag
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:35
Ég gæti gargað og geri það hér með.
Laufey Ólafsdóttir, 27.9.2007 kl. 16:58
Það er svo merkilegt að ég hef einmitt verið að lesa um hvernig ofbeldei á konum er vafið inn í samfélagsgerð okkar á þann hátt að það er einhvern veginn ekki talið neitt athugavert við það af karlaveldi samtímans. Ég var að skrifa pistil um kúgun kvenna og þar segir ef ég má vitna í eitt atriði, þar sem verið er að vísa í criteriur þegar meta á hvort að kúgun á konum sé til staðar:
Kerfisbundið ofbeldi: Ofbeldi gegn konum er ekki oft séð sem ofbeldi gegn grundvallar mannréttindum. Heldur er það oftar en ekki sagt, vera tilkomið vegna þess að konan á sök á því sjálf, eða er orsök ofbeldisins að finna í hennar eigin veikleikum. Komið er illa fram við konur, líkamlega, andlega, kynferðislega og trúarlega. Þær eru beittar kynferðislegu ofbeldi, sveltar, pyntaðar, barðar og drepnar eingöngu vegna þess að þær eru konur.
Ég held einmitt að á meðan við búum við þessa heimsmynd þar sem drottnandi vald er það sem að er aðlaðandi og eftirsóknarvert og um leið er ofbeldið vafið inn í menningarheiminn okkar að þá munum við búa við svona dóma. Það er bara þannig. Það þurfa ansi margir þættir að breytast í samfélaginu til að almennt verði fari að líta ofbeldi gegn konum öðrum augum.
bk. Sunnasemgeturaldreiskrifaðneittístuttumáli !
Sunna Dóra Möller, 27.9.2007 kl. 17:37
Ég nátturlega veit ekki hvað átti sér stað í þessu máli en ég get fullvissað þig Jenný um að raunveruleg breiting á þyngingu dóma hæsta rétts og héraðsdóms er vegna þess að almenningsálitið hefur snúist svo mikið gegn vægum dómum þeirrra. Að blogga um svona mál skiptir gríðarlegu málli sem og umtal innan samfélagsins.
Ég vil samt enn og aftur ítreka að þyngri refsing er ekki alltaf lausnin á þessum málum heldur að gerandinn læri að taka ábyrð á gjörðum sínum og að þolandin fái þá ummönnun sem hann þarfnast. Fyrir mér er það miklu mikilvægara að tryggt sé að þolandi ofbeldis og nauðganna lendi ekki aftur í geranda og refsivistin stuðli að því að gera glæpamanni af óvirkum glæpamanni.
Það verður að ræða um svona málefni af skynsemi . Auðvitað má þyngja refsirammann í ofbeldismálum og hafa þá í samræmi við glæpin en aðal málið er að þolandin fá uppreisn og æru. Bæði í réttarsal og svo í þeirri ummönnun sem æskliegur væri hverju sinni.
Brynjar Jóhannsson, 27.9.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.