Leita í fréttum mbl.is

Hamur!

01

Ég er í ham, veðurham.  Mikið skelfing líður mér vel í svona veðri.  Ég hef komið mér fyrir við tölvuna, innvafin í eiturgrænt flísteppi úr IKEA sem Jenný Una Eriksdóttir, færð mér á dögunum.  Ég sit hérna með tebolla, nikótínnefúða (er að byrja að trappa mig niður) og les blogg og annan fróðleik á netinu.  Úti hamast veðrið og ég er barnalega hamingjusöm yfir því.

Samt vona ég að veðrið valdi ekki óþægindum fyrir fólk.  Hm.. ekki eðlilegt hvað vel hefur tekist til með uppeldið á mér.  En vinafólk okkar er á leiðinni til Tenerif og það er búið að fresta brottför fram á kvöld, vegna væntanlegs veðurs.  Þorrí krakkar.

Var að velta fyrir mér megrunarkúrum, eftir að hafa lesið frétt í Mogga, um mann sem úðaði í sig bökuðum baunum í kílóavís og uppskar mikið þyngdartap.  Þar sem ég hef marga fjöruna sopið í megrunardeildinni, þá er ég afskaplega glöð yfir því að hafa ekki heyrt af þessari aðferð þegar ég stundaði hamfaramegranir af miklum móð hérna í denn.  Ég hefði stokkið á þetta, ég er dedd á því og bara tilhugsunin um bakaða BAUN veldur mér ógleði, hvað þá heldur viðkomandi kvikindi í stampavís.  Ég hefði þó sett mörkin við sláturmegrun.  Hefði heldur látist úr offitu en að láta þann bölvaða viðbjóð ofan í mig.

Mig rámar í hvítvínsmegrun, rámar í er rétta orðið, því ég fór í hana, og mér er sagt að hún hafi borið árangur í mínu tilfelli.  Ég er ekki til frásagnar um það.  Merkilegur andskoti hvað áfengi klæðir mig illa.Whistling

Jæja elskurnar, nú ríf ég mig upp af stólnum, hendi teppinu og geysist í hreingerningarhaminn, þvottahúshaminn og bökunarhaminn.  Var einhver að segja að ég væri manisk?  Hélt ekki?

Síjúgæs!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Slakaðu bara á ljúfan mín, þessi störf hlaupa ekki frá þér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Garún

Þú veist að það er bannað að gera hreingerningu fyrir klukkan 3 á daginn.   Jamm alveg satt.  

Garún, 26.9.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: krossgata

Ég elska svona veður líka... þegar ég get verið heima og komið mér fyrir á þægilegum stað með krossgátu eða bók.  Ég er ekki eins hrifin af því þegar ég þarf að fara til vinnu eða af bæ.  En ég er einmitt heima þessa vikuna og þá er þetta eðal.    En í öllum guðanna bænum vertu ekki að drepa þig á heimilisstörfunum, það fer betur með líkamann að hamhlaupa á blogginu.

krossgata, 26.9.2007 kl. 13:25

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Þú gerir þér grein fyrir því að um þessar mundir er fullt tungl. Það er nú samt full langt gengið að fara að þrífa.

Inmænotsóhumblópinjóngóhálattamún.

Ingi Geir Hreinsson, 26.9.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe manískt...? nei. Handa hverjum ertu að baka kona? Ekki éturðu þetta allt sjálf, það er nú alveg greinilegt á holdarfari þínu.

Mundu að ég er í vinnunni og þarf að komast heim til mín, sem og Gelgjan... hehe. það er reyndar líka notalegt að vera í vinnunni og heyra veðrið hamast á gluggunum. Kannski að ég bloggi eitt svona veðurblogg líka ef ég finn tíma.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.9.2007 kl. 13:30

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hætt við að þrífa.  Garún bannar það (btw velkomin heim ljósið mitt).

Jóna: Þú veist að þú ert boðin í brottflogin þú veist.  Annars baka ég handa lækninum mínum, ætla að vera með hlaðborð fyrir hann og fjölskyldu hans þegar hann lætur svo lítið að hringja í mig, bara í tilefni þess að hann átti sig á að ég er meira en kennitala og sjúkraskrá

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.