Þriðjudagur, 25. september 2007
Algjört törnoff.
Ég er stundum með alveg glataðan húmor. Mér finnst til dæmis alveg rosalega fyndið að Harvard háskóli í samvinnu við fleiri æðri menntastofnanir, skuli hafa verið að rannsaka hvort dimmraddaðir menn eignist fleiri börn en þeir mjóróma. Ég tel mig hafa nokkuð öflugt hugmyndaflug á góðum degi, en þetta hefði mér aldrei dottið í hug að einhverjum fýsti að vita.
Hvað um það. Þeir dimmrödduðu eignast fleiri börn, en börn mjóróma manna eru alveg jafn heilsuhraust. Ástæðan fyrir barnaláni strigabassanna er talin vera sú að þeir eigi auðveldara með að ná sér í konu. Þessar upplýsingar hefðum við stelpurnar getað boðið upp á, án þess að það kostaði krónu. Skrækir náungar eru algjört törnoff. Ég sá einu sinni einn öflugt flottan náunga úti í London og þegar hann gekk að mér, kiknaði ég í hnjáliðunum, missti glasið og sígarettuna á gólfið (ýkt, mínusið eftir þörfum) og hélt að þarna væri draumaprinsinn kominn ljóslifandi. Maðurinn horfði djúpt í augu mér, sagði eitthvað gáfulegt, sem ég er ekki til frásagnar um, því ég greip um eyrun vegna hátíðnihljóðsins sem kom úr barka hans. Hann var geldingur, ég sverða.
Það rann upp fyrir mér ljós, þegar ég las þessa frétt og nú skil ég hvers vegna SUMIR (www.jonaa.blog.is) eru glaðir með Bjögga Halldórs. Röddin í honum er á stöðugri niðurleið, í þulardjobbinu á Stöð 2. Samkvæmt umræddri rannsókn, þarf Björgin örugglega á lífvörðum að halda ef svo heldur fram sem horfir. Íslensk kvenþjóð á eftir að tapa sönsum ef karlinn fer niður um áttund til viðbótar.
Á sjó!
Dimmraddaðir menn eignast fleiri börn en þeir mjóróma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Dimmraddaðir karlmenn eru alveg æði........!
Sunna Dóra Möller, 25.9.2007 kl. 22:52
átti þetta að vera undir rós ... þetta sumir? Datt eiginlega um sjálft sig um leið og þú linkaðir inn á bloggið mitt asninn þinn addna
Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 22:53
- a ekkert í þessum pistli, trúi því öllu. Á sjö börn með sjö konum......muhhahahaha.
Þröstur Unnar, 25.9.2007 kl. 22:54
Við Einar lágum í hlátri yfir því hvað þetta var brilljant með sumir og linkinn beint fyrir aftan. Sýndi honum sérstaklega áður en ég setti færslu í loftið. Ég er KRÚTT
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 22:56
Jón Arnar: Sumir eru nú í því að gera sig dimmraðari en þeir eru júnó
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 22:57
Bjöggi er eins og 45 snúninga plata sett á 33 ... Þeir sem ekki skilja þetta geta verið úti. (Úps)
Það kom líka út úr öðrum rannsóknum að sköllóttir menn hafa miklu meira testó þannig að nú verðum við bara að finna sköllótta, dimmraddaða menn til að fjölga okkur með ... hvað næst?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.9.2007 kl. 23:02
Þú ert að djóka, er verið að rannsaka ÞETTA? Ég virði frumkvæði og mátt vísindanna, en ...
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.9.2007 kl. 23:03
stelpur mínar, þið megið sko eiga Bó í friði fyrir mér... :o
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.9.2007 kl. 23:04
en.. ég botna þetta fyrir þig Anna mín.. en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 23:05
hehehe gott að þið Einar skemmtið ykkur á minn kostnað. Þá finnst mér ég svo mikilvæg. Kannski misskilningur en stundum er gott að vaða í villu og svima um eigið ágæti muuuhaaaaaaaa
Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 23:16
Hver eru Villa og Svimi?
Þröstur Unnar, 25.9.2007 kl. 23:20
Þú ert líka krútt Jónsí mín. Þrölli, það er mitt að vita en þitt að komast að. Muahhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2007 kl. 23:32
já... David Beckham hangir uppi í ansi mörgum herbergjum... en hann missir allan sjarma greyið þegar hann opnar munninn... :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 06:54
Auðvitað Halldóra, hvernig gat ég gleymt David Beckham, Hr. Skræk!! Hann er jú víti til varnaðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 06:58
Ég elska testosteron..grrrrrrrr..... og dimmraddaða karlmenn. Algjört turn-on ef þetta tvennt fer saman. Mjóróma karlmenn eru hinsvegar ekki að virka ..ja nema þeir séu flottir og haldi kjafti.
Ester Júlía, 26.9.2007 kl. 08:31
Ég las líka einu sinni um bandaríska rannsókn sem sýndi að bandarískir lögreglu- og slökkviliðsmenn eignuðust mun fleiri stelpur en stráka. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ,,macho" menn (örugglega dimmraddaðir!) eignast frekar stelpur en hinir vöðvaminni og mjóraddaðri til að viðhalda jafnvægi náttúrunnar! Ég og minn maður eigum sko þrjár stelpur....
En eins og þú segir í upphafi þá er auðvitað fáránlegt að virðulegar menntastofnanir skuli eyða tíma og fjármunum í svona rannsóknir. væri ekki nær að reyna að finna lækningu við krabbameini og alzheimer í staðinn???
Aðalheiður Haraldsdóttir, 26.9.2007 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.