Leita í fréttum mbl.is

Biluð spákona, bloggvinaþrif, undarlegheit og alkar.

 1

Ég var í rannsóknum í morgun og þá bíður maður á biðstofu.  Ég er voða glöð með að ég les aldrei glanstímarit nema á biðstofum, þannig að biðin verður ljúf.  Ég las völvuspána í Ísafold fyrir yfirstandandi ár og komst að því að völvan sú er ekki starfinu vaxin og ætti að skipta um djobb.  Fór Margrét Sverrisdóttir fram fyrir Samfylkinguna í vor? Eða dró Árni Johnsen sig af lista Sjálfstæðisflokks? Tók Frjálslyndi flokkurinn inn ógissla mikið fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og það út á innflytjendamál?  Æ dónt þeink só.  Reka konuna.

Ég tók heldur betur til í bloggvinalistanum mínum í dag (Whistling).  Tók Ajax rúðuvökva á skjáinn og pússaði fésið á hverjum einasta bloggvina minna, þar til þeir glönsuðu allir.  Hí á ykkur sem hélduð að ég væri að henda út mínum eðal vinum í bloggheimum.  

Dagurinn hefur verið undarlegur eins og allir mínir dagar.  Ég bókstaflega á ekki til orð yfir skringileika þessa dags.  Ég týndi eiturgulu gúmmíhönskunum mínum, Bördí og veskinu mínu, en fann aftur fuglinn og veskið.  Hefur einhver rekist á gúmmíhanskana?  Þetta er aldurinn, eftir að ég varð miðaldra, man ég ekkert stundinni lengurW00t.  Var ég búin að spyrja ykkur (djók)?

Sáuð þið vitalið við hann Einar Ágúst í Kastljósinu í kvöld?  Mikið rosalega fannst mér hann flottur að koma fram með sína baráttu við alkahólismann og öllu sem því fylgir.  Flott fyrirmynd strákurinn.  Það þarf ábyggilega töluvert hugrekki til að koma fram fyrir alþjóð og tala af hreinskilni og heiðarleika um þennan hroðalega sjúkdóm.  Látið mig þekkja viðkomandi sjúkdóm. Já, já.

Annars er ég góð, bara. 

Úje 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Sá Einar Ágúst og fannst þetta gott hjá honum. Ekki bara að hann talaði um sjúkdóminn sjálfan heldur líka það sem hann hafði gert af sér.

Er bara montinn að vera þriðji efsti kallin á nýpússaða listanum.

Sem merkir örglega ekki neitt hjá þér, en leyfðu mér bara að halda það samt.

Þröstur Unnar, 17.9.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur ég hífi þig upp um 2 kalla, ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hjúkkettt ég hélt ég hefið endaði i delete

Sædís Ósk Harðardóttir, 17.9.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég glampa og glansa Takk Jenný.

Laufey Ólafsdóttir, 17.9.2007 kl. 22:48

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst alltaf pínu gaman að svona spádómum.....en tek þá alveg mis-alvarlega !

Maður þarf ekki að vera miðaldra til að týna hlutum....ég er alveg úti á þekju stundum og man ekki hvar neitt er.......!

Ég er ótrúlega glöð að vera á listanum þínum ennþá....

p.s. ég á gula hanska sem að ég er ekki að nota ef að þínir finnast ekki !

Sunna Dóra Möller, 17.9.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Úúúújeha

Þröstur Unnar, 17.9.2007 kl. 22:49

7 Smámynd: Rebbý

Jenný mín, kíktu í frystinn .... kannski eru hanskarnir þar

Rebbý, 17.9.2007 kl. 22:52

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tek undir með Þresti, varðandi Einar Ágúst.

Ja, allavega hentir þú ekki út húmoristanum í þér.

Flott færsla og takk fyrir mig.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 17.9.2007 kl. 22:53

9 Smámynd: krossgata

Jedúdda mía!  Er þetta sjokkstöðin?  En takk fyrir pússninguna.

Þessi völva virðist ekki alveg vera að gera sig og hefði kannski átt að fara út í þessar venjulegu stjörnumerkjalýsingar.  Árni Johnsen er í merkinu Kleptikó og fær hluti lánaða eins og einkennir fólk í því merki, osfrv.

krossgata, 17.9.2007 kl. 22:57

10 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Úff, mér var alveg orðið illt strax og komin með sparkfar því ég var viss um að mér hefði verið sparkað út. Búin að vanrækja elsku bloggvina mína svo undanfarið.

Björg K. Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 23:00

11 identicon

Hjúkkert. Það finna þá fleiri en ég fyrir þessu miðaldra syndrómi. Sammála þér með spákonuna. Rekana barasta. Þegar þú minnist á bloggvinatiltekt. Ég hef aldrei spáð í hvað hægt væri að gera með þennan bloggvinalista þangað til núna um helgina  Byrjaði samviskusamlega að raða. Gekk voða vel fyrst og ég var með jafnréttisáttavitann á hreinu, kona og karl til skiptis. Að vísu var þetta með fyrsta og annað sætið soltið erfitt, en keddlingin vann. Held að jenfó mín geti nú alveg lifað á því í smátíma . Þegar ég var komin í númer ... ég man ekki hvað (af því ég er svo miðaldra) þá gafst ég upp að raða og það er tómt mess hjá mér þar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 23:04

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, krakkar, ég elska ykkur til tunglsins og til baka aftur.  Hvað hefur maður gert til að fá svona gesti eins og ég fæ á mína einka síðu á hverjum degi.  OMG!

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 23:10

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hjúkkit að Birdie fannst. Það er það eina sem skiptir máli

Jóna Á. Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 23:16

14 Smámynd: halkatla

norðfirðingar eru alltaf langflottastir, ég hélt að það vissu það nú allir

og vinir þeirra, eru sko líka flottir

halkatla, 17.9.2007 kl. 23:20

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu ekki með plus á hönskunum Jenný mín? Það er gott að skulir komast í "lífsblöðin" en það segir mér bara eitt, hvernig er heilsan?

Ég sá bara seinasta hluta viðtals við Einar og leist ljómandi vel á hann og ímyndina, ekki það að mér leist líka vel á hann þegar hann söng fyrir okkur í pilsinu, eitt það flottasta sem við höfum sent frá okkur í búningamúnderingu. Góða nóttþ

Edda Agnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:31

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fórstu í tékkun um að fara í rannsókn ,já SÁÁ. Ég er mjög stolt af þér, ég er sjálf búin að vera edrú í 16 ár. Gangi þér vel Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 23:31

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hjá SÁÁ meinti ég.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 23:32

18 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Vonandi finnast gulu hanskarnir. Ég vona líka að ekkert alvarlegt finnist í rannsókninni þinni. Kannski gengur völvunni bara betur næst, eða kannski er bara málið að hleypa annarri, sannspárri í sætið. Knús.

Bjarndís Helena Mitchell, 17.9.2007 kl. 23:40

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristín mín, ég var í CT-skanni.  Bráðum ár síðan ég var í meðferð dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 23:48

20 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Sko, ég týni bíllyklunum mínum annan hvern dag, ljósritum úr vinnunni hinn daginn, úrinu mínu af og til, og ef einhver hefur séð sögubók sonar míns eða bókina sem ég var að lesa í vor látið mig endilega vita. Og ég er bara 34 ára. Ergó: Þetta er eitthvað annað en aldurinn, Jenný mín!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 18.9.2007 kl. 00:05

21 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ætli sé til pilla við þessu?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 18.9.2007 kl. 00:06

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað völva Vikunnar hefur verið sannspá miðað við þessa völvu Ísafoldar! Það hefur vissulega ekki allt ræst, Kastró er t.d. ekki död og heldur ekki Gorbashov. Stundum hafa spádómar hennar ræst örlítið seinna ... en hva, hún var flott í sambandi við stjórnmálin og fleira ... t.d. sagði hún að Britney Spears væri alveg búin á því, líka Lindsay Lohan. Þarf endilega að kíkja á spána og rifja upp. Ég er hreykin af keddlunni okkar á Vikunni. Hún er æði! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2007 kl. 00:48

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fékk nett panikk! Hélt að þú ætlaðir að henda mér út fyrir öll K-orðin.......hjúkk!

Já ég sá Kastljós, hann er náttúrulega æðislegur gaurinn. Þvílíkt hugrekki. Las líka viðtalið við hann í síðasta tbl. ahhhhh(orðin sybbinn.....man ekki) held Ísafold. Á bókasafninu.

En svo er það þetta; búið að subbast með nafnið hans á forsíðum DV. Sjúkdómurinn sá alveg um sinn hluta líka, hvað varðar þáttöku hans í allskyns athæfum...undir áhrifum og í algjöru stjórnleysi.

Fólkið í landinu dæmdi hann hart!

Í enda dags; er hann sigurvegarinn að tala svona opinskátt um sinn sjúkdóm.....vona að hann fái uppreisn æru....og annan sjéns frá aðdáendum sínum...og þjóðinni.

MÉR FINNST HANN ÆÐI, er að hugsa um að negla hann..... 

Heiða Þórðar, 18.9.2007 kl. 03:05

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað maður er fínn og glansandi.  Þetta er nú aldeilis munur.   Sá ekki Einar, en mér lýst vel á strákinn að koma fram og ræða þessi mál.  Ég held að allt svona hjálpi til að lyfta hulunni og opna umræður.  Ekki veitir af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 08:18

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þuríður: Sjúkkitt, djö.. sem mér léttir.  Það er þá ekki endilega aldurinn.

Ljónynja: Myndi aldrei henda þér út dúllan mín.

Gurrí: Kastró gæti verið död.  Hann hefur ekki sést og það eru margir sem halda því fram að hann sé dauður.  Völvan er ekki svo vitlaus á Vikunni.

Heiða: Nelgdu hann endilega.  Það er svo mikið öryggi að byrja með alka í bataferli.  Muhahha.  En án gríns þá er fólk tekið af lífi hægri-vinstri í þessu landi stundum og hann hefur ekki farið varhluta af því.

Ásthildur:  Það lýsir af ykkur bloggvinum mínum sakleysið og manngæskan eftir að ég pússaði ykkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:28

26 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hanskarnir eru bókað hjá búálfunum, sjá í gær hjá mér...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.9.2007 kl. 08:35

27 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þegar ég tíni mínum hönskum eða öðru þess háttar finnst það stundum í ísskápnum.  Það virðist vera svo að þegar ósjálfráða kerfið, sjálfsstýringin eða hvað við viljum kalla það, fer í gang fari allt í ísskápinn hjá mér.  Eina undantekningin er mjólkin, hún hefur farið á hilluna inn á baði við hliðina á tannkreminu.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 18.9.2007 kl. 08:41

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Matthildur mín, mjólkin hefur lent inni í pottaskáp og fannst ekki fyrr en daginn eftir.  Það heitir að vera í síðhvörfum ef maður er alki eins og ég en hjá venjulegu fólki heitir þetta sennilega að vera annars hugar eða hvað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.