Mánudagur, 17. september 2007
Þegar skrattinn hittir ömmu sína!
Ég er svo illgjörn að ég get ekki annað en brosað að fólkinu sem daðraði hvort við annað á netinu og komust að því - of seint - að þau voru að dufla hvort við annað. Er hægt að fá betri lexíu í að haga sér?
Þegar ég var í námi í Svíþjóð, átti ein skólasystir mín í ástarsambandi við giftan mann. Við supum hveljur yfir sögunum sem hún sagði okkur, spenningurinn í lífi hennar var skelfilegur og ég fékk í magann þegar hún á mánudögum setti okkur vinkonurnar inn í atburði helgarinnar. Ekki misskilja mig, mér fannst spennan vond en sumum fannst hún góð, eins og gengur.
Svo kom vor. Vinkonan fór á kaffihús með elskhuganum. Þau stóðu á torgi Gustavs Adolf niðri í Gautaborg og hann kyssti hana bless. Þetta var fyrsti vordagurinn, sólin skein og fuglarnir sungu og ladídadída, allur sá væmnispakki (fyllið í eftir þörfum). Hún fór heim, hann eflaust líka.
Í GT daginn eftir var þessi yndislega vormynd á forsíðu blaðsins. Þau að kyssast á torginu og fyrirsögnin var: "Ástin og vorið blómstra í Gautaborg".
Kona elskhugans var ekki voða glöð með myndina af eiginmanninum og þau skildu. Vinkonan snarkólnaði þegar maðurinn var allt í einu á lausu. Hún snéri sér að næsta gifta manni.
Hún er enn að en hún forðast ljósmyndara eins og heitan eldinn.
Jag ringer på fredag!
Jajamensan!
Daður á netinu endar með skilnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Hneyksli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
jajamensan ! þetta er svakalegt, en máltækið "svik komast upp um síðir" hefur sko löngum sannað að svo sé....Ég þekki svona dæmi og finnst þetta, og frekar sorglegar aðferð að ná sér í félaga þeas.stinga undan...Ekki virðing fyrir eignarrétti annara og tilfinnungum.....Ljótt bara
Flicka (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 17:10
Mér finnst þetta eiginlega pínu gott á þau og eiginlega líka pínu fyndið......ég alla vega flissaði smá! Svona er margt skrýtið og óútreiknanlegt í henni tilveru !
Sunna Dóra Möller, 17.9.2007 kl. 17:12
LOL, bara fyndið og í raun gott á þau, er samt hálfpartinn að vona að þau finni samkenndina og ástina aftur hjá hvoru öðru og kveiki aftur í glæðunum á milli þeirra, ég meina það er augljóst að þau höfða til hvors annars....
Bjarndís Helena Mitchell, 17.9.2007 kl. 17:20
heheheh
en þetta lið þarna að fatta ekki að þetta er ídeal til að vinna úr sínum málum...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 17:26
Ef til vill gott á þau, en hvað með eiginkonuna, sem situr eftir með sárt ennið ? Í svona þríhyrningi er alltaf einhver sem fer illa út úr því. Vonandi hefur hún náð sér í betri mann, sem er ekki eins svikull og laus í rásinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:20
Ja, gerir ekki fjarlægðin fjöllin blá? Menn eru voða sjarmerandi í gegnum holt og hæðir en snarhætta að vera spennandi þegar þeir eru komnir í stofusófann! Öllu verri (og skemmtilegri) sagan um parið í Svíþjóð! En óheppilegt!
Laufey Ólafsdóttir, 17.9.2007 kl. 18:22
Ég var nú illgjarnari en þú því ég skellihló hló og hló,
við vorum akandi inn Aðaldalinn, engillinn að keyra og
það voru fréttir í útvarpinu og hann virtist ekki heyra neitt,
sagði svo hvað var að gerast, ég sagði honum það,
honum fannst þetta ekki fyndið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2007 kl. 18:27
Gott á þau ég hata hjónadjöfla.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 18:28
Ég hélt ég myndi kafna úr hlátri í kvikindisskap mínum þegar ég las þessa frétt. Ég dó líka nánast úr kvikindisskap þegar ég las söguna þína. Er ég kvikindi? OK, ég er kvikindi, miðaldra kvikindi
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:29
og sá ses vi pa lördag... lalala hló í mér púkinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:38
Flicka: Ég þekki svona dæmi og finnst þetta, og frekar sorglegar aðferð að ná sér í félaga þeas.stinga undan...Ekki virðing fyrir eignarrétti annara og tilfinnungum.....Ljótt bara.
Hvað með félagann sem er að halda framhjá? Konur virðast gleyma því að það er kærastinn sem er að halda framhjá þeim ekki konan sem er að "stinga undan" þeim.
Maggi (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 19:23
Ég er ein af kvikindunum --- ég hló. Mamma, sem alltaf er svo pen og lekker í orðum hefði sagt: Þeim er rétt í rass rekið...
krossgata, 17.9.2007 kl. 19:32
Úps, af hverju gerir fólk þetta? Arggggg!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 20:11
Eignarétti, Maggi IP tala?
Þröstur Unnar, 17.9.2007 kl. 21:59
Þessi bosnísku voru firringslega klikkuð geta ekki einu sinni notfært reynsluna í terapísku samhengi! ulla - eiga ekki skilið að lifa lífinu, bara gott á þau.
Gautaborgarhyskið er sjálfu sér samkvæmt, allt í ljósbláum setteringum og spennufíknin geislar með.
Edda Agnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 22:02
Haha, þið eruð alltaf jafn skemmtileg í athugasemdakerfinu mínu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 22:05
Ég er eitt af kvikindunum hehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:08
Ég man eftir sögu frá Bandaríkjunum þegar ircið var að ryðja sér til rúms. Þar lentu feðgin í svipuðu dæmi og bosnísku hjónin. Kallin laug því að hann væri töluvert yngri en hann var. Eftir margra vikna spjall á netinu - aðallega um kynlíf - ákváðu þau að hittast á hótelherbergi. Þar kom sannleikurinn í ljós.
Ég man ekki alveg hvernig sagan endaði. Mig hálf rámar í að stelpan hafi klagað í mömmu sína og gott ef ekki urðu málaferli í kjölfar skilnaðar eða eitthvað álíka.
Jens Guð, 17.9.2007 kl. 22:36
jakk. krípí saga þetta innlegg hjá Jens.
hvaða hvaða krakkar mínir. Það er fullt af fólki þarna úti sem er hundóánægð í samböndunum sínum en halda saman á fölskum forsendum. Við erum öll mannleg og getum hrasað. Það er líka fullt af fólki sem kemst að því eftir framhjáhald að það elskar makann sinn eftir allt saman og lifa happy ever after. Er samt engan veginn að mæla með framhjáhaldi.
Ég vona að þessi hjón sjái að sér og nýti sér þessar nýuppgötvuðu hliðar á hvort öðru. Haldi áfram að kynnast sálufélaga sínum en núna auglitis til auglitis. Mér finnst þetta reyndar gott dæmi um að fólk býr undir sama þaki en er ekki að tala saman. Þekkir ekki vonir og væntingar hvors annars. Þetta fólk fann út eftir krókaleiðum að þau eiga vel saman. ég vona að þau nýti sér það.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 22:44
Ji Jóna hvað ég er sammála þér. Og reyndar ykkur sem finnst að þetta fólk ætti að nýta sér þennan bráðfyndna skell sem það hefur fengið til að laga sambandið.
Í minni sögu er bara einn lúser, karlinn. Kjéddlunarn eru báðar lausar við hann. Hann sveik. Ekki spurning.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 22:47
Ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Ég sé engan þríhyrning. Voru þetta ekki bara hjón. Kona og maður sem eru gift en hittust upp á nýtt á netinu?
Jóna Á. Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 23:18
Jóna, fólk eru hér að tala í kross, um sitthvora söguna, netsöguna og svo sænska parið hjá Jennýju.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.9.2007 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.