Laugardagur, 15. september 2007
Bloggarar hafa áhrif í umræðunni!
Ég var afskaplega glöð þegar ég sá þessa frétt í Mogganum í morgun. Þar er verið að skrifa um viðbrögð bloggara við mildun dóms yfir nauðgara. Þessum sem fór svo illa með konuna að ekki var hægt að gera á henni hefðbundna skoðun á kynfærum vegna áverka.
Það ver vitnað í hana Birnu Dís, bloggvinkonu mína (www.skralli.blog.is) , ásamt fleiri bloggurum.
Ég held að ég hafi bloggað um hvern einasta nauðgunardóm sem hefur fallið, síðan ég byrjaði að blogga. En í þetta skiptið sat ég hjá. Það þyrmdi svo yfir mig og ég varð svo reið að ég hugsaði með mér að í þetta skipti ætlaði ég að telja upp á tíu.
Það má vera að dómar í nauðgunarmálum séu farnir að þyngjast, en það er ekkert að þakka fyrir og að dómurinn skuli mildaður þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi líka fundið manninn sekan um munnmök, er viðurstyggilegt og honum til skammar. Virðing mín gagnvart Hæstarétti er ekki að sliga mig, það verð ég að segja. Er þetta fólk sem skipar dóminn af þessum heimi?
Annars bendi ég á góða umfjöllun um málið hjá fleiri bloggurum:
Ég gleðst yfir því að bloggarar virðast hafa áhrif á umræðuna í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir að við förum svakalega í taugarnar á sumum, sem telja sig eina bæra til að fjalla um þjóðfélagsmál.
Ójá!
Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hneyksli, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já ég gleðst yfir að bloggarar hafi áhrif í svona málum það er mjög gott mál og öllum öðrum málum.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 10:29
Já, ég gleðst líka yfir áhrifum bloggara á umræðuna í þjóðfélaginu. Þessi dómur er einstaklega fáránlegur og gefur ofbeldismönnum veiðileyfi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2007 kl. 10:44
ég hef líka bloggað margoft um svona hallæris dóma, þessi var og , en núna er ég bara hætt að nenna því! það er stórkostlegt að umræðan hafi haft þessi áhrif, þeir sem tóku þátt í henni og létu hana skipta máli eiga heiður skilinn - og við líka Jenný fyrir að kommenta þó amk -
halkatla, 15.9.2007 kl. 11:06
Bloggið þitt var á forsíðu mbl.is og var það fyrsta sem ég las. Hentist svo frá tölvunni og á náttfötunum að sækja pappírsmoggann og hugsaði á leiðinni hvað gerði ég nú af mér? En svo var þetta ok. Dómurinn er fáránlegur og ótrúlegur. Algjört hneyksli. Gott að bloggarar geti haft áhrif.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:02
Áfram stelpur, þetta er ánægjulegt og gott að skrif kvenna hefur áhrif. Þetta eru svívirðilegir dómar, og alltaf eru þeir styttir í hæstarétti. það er eitthvað að í dómskerfi okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 12:04
Nú fékk einn krimminn 13 mánaða skilorð fyrir að stela kjötlæri í Bónus. Að vísu var lærið úrbeinað sem að líkindum hefur þyngt dóminn að mun.
Viðfelldinn sómamaður sendi fyrrum eiginkonu reipi með hengingarhnút í jólagjöf! Síðan reyndi hann að drepa hana með því að keyra hana niður á bílnum sínum.
Dómarar komust að þeirri niðurstöðu að svona ættu menn líklega ekki að gera. Sú skýring var þó talin á athæfi mannsins að hann hafði lengi borið þungan hug til konunnar. Dómarar ákváðu að aðvara manninn vegna drápstilraunarinnar.(þó að náttúrlega hefði þetta átt sínar eðlilegu skýringar, nefnilega þær að hann hafði lengi borið þungan hug til konuvargsins)
Niðurstaðan var að meta líf kellingarinnar á rúmlega hálft hangiketslæri frá KS kjötvörum.
Ekki kæmi mér á óvart þó maðurinn beri núna "þungan hug" til þessara dómara fyrir dónaskap og skilningsleysi.
Árni Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 12:21
Í fljótfærni nefndi ég hálft í staðinn fyrir þriðjung úr hangikjötslæri.
Árni Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 12:24
Já, fínt að það heyrist í okkur! Þessir dómar eru svo gersamlega út í hött.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:32
Hvað heita þessir dómarar. Ég vildi gjarnan setja nöfnin þeira út um allt blogg í svörtum stöfum. Hafa svona skömmustudómaradag. Þessi vægðardour kemur ekki til af því að það sé ekki lagalega hægt að dæma manninn í lengra fangelsi. Þannig að þetta eru vinnubrögð fólks sem hefur ákveðna skoðun á hvað sé í lagi að gera við konur og hvað ekki.Mér finnst bara betra að vita hverjir hugsa svoleiðis.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 12:55
Árni: Ég gat ekki annað en brosað að þessu frábæra dæmi sem þú setur hér upp, þó auðvitað sé þetta tragikomiskt og því miður satt og rétt. Það er mun alvarlegra mál að stela sér til matar en að nauðga eða ógna lífi konu.
Katrín: Gjörsvovel: Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 13:39
Óborgarleg færsla frá Árna þarna!
Rosalega er ég til í svona svartan- skömmustu- hæstaréttar- dómara- bloggheima -dag eins og Katrín stingur uppá!
Marta B Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 15:18
Setti ég ekki inn athugasemd inn á þetta blogg? Eða var það einhvers staðar annars staðar?
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.9.2007 kl. 17:42
Hann Árni er snillingur!! Kominn með nýja viðmiðun í dómum, hversu mörg kjetlæri fékkstu góurinn ?
Ég er ekki búin að lesa dómana, hvorki héraðs né hæstaréttar. Mér skilst að hæsti hafi aukið við sektina en lækkað refsinguna....
Ragnheiður , 15.9.2007 kl. 19:49
Maðurinn er núna frjáls ferða sinna, hann er farinn úr landi. Er "í fríi erlendis" segir lögmaður hans!
Farbann sem hann var úrskurðaður í, rann út áður en Hæstiréttur staðfesti dóminn yfri honum. Lögmaður hans segir að hann sé "í fríi" erlendis.
Hvernig samfélagi búum við í, hvernig dómskerfi er það, þar sem fádæma hrottaskapur er ekki tekinn alvarlegar en svo að menn fá svo bara að skreppa í frí.
Þessi portúgali mun auðvitað aldrei koma til Íslands aftur og aldrei afplána dóminn.
Marta B Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.