Fimmtudagur, 13. september 2007
Og litla gula hænan sagði ekki ég...
Skelfing verð ég hallærislega mikill almúgi þegar ég les fréttirnar af því að Randver Þorláksson, verði ekki með í Spaugstofunni í vetur. Ég er sum sé að drepast úr forvitni sem hinn nafnlausi sjónvarpsáhorfandi. Mig langar í alvörunni að vita hvað það er sem stendur ekki í fréttunum af þessu máli.
Það vísar hver á annan hérna. Randver segir ekkert, Örn vísar á Þórhall og Þórhallur á Randver. Kommon, hver er ástæðan fyrir því að Randver, sem mér finnst einn af þeim betri í Spaugstofunni, er látinn fjúka? Og fyrirgefið, má ekki setja upp leikverk, leikþátt, gamanþátt, fjölskylduþátt eða bíómynd án þess að Hilmir Snær skreyti þá með nærveru sinni?´
Mér finnst Hilmir Snær magnaður leikari en þeir eru bara svo margir góðir sem við eigum og suma sjáum við allt of sjaldan.
Ég tek fram að þetta er svo sem ekkert hitamál hjá mér, enda enginn sérstakur Spaugstofufan síðustu árin, en ég horfi samt þegar ég hef ekki eitthvað annað spennandi að gera. Mér finnst stelpnahúmor skemmtilegri, enda hefur maður fengið óverdós af karlahúmor í gegnum árin. En Randver er flottur. Hvað er í gangi?
Þegar maður segir A þá er það náttúrulögmál að á eftir fylgi B.. og
Komasho
Randver hættir í Spaugstofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hamfarablogg, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sammála....mér fannst líka ansi skrýtið hvernig allir vísuðu þvers og krus á hvern annan í blöðunum í morgun......en eiga bræður ekki að standa saman og hætta bara allir sem einn í mótmælaskyni og til að sýna einum af stofnendum spaugstofunnar stuðning.......bara smá hux hérna! Njóttu dagsins annars.....kveðja frá Magdölum þar sem ég dvel þessa dagana !
Sunna Dóra Möller, 13.9.2007 kl. 11:50
Uh, það er nú kannski ekki alveg á svo vísan að róa með störf í staðinn, eða mynduð þið segja upp ykkar aðalstarfi ef náunginn á næsta bás yrði rekinn?
Var annars ekki aðallega vísað á Þórhall Gunnarsson og hann neitaði að tjá sig, enda í fullum rétti með það. Þeir vilja lífga eitthvað við þarna, og reyna að fá yngra liðið til að horfa. Ég þekki eiginlega engan lengur sem horfir á Spaugstofuna (jú, mamma og pabbi en varla mikið fleiri).
En það verður eftirsjá í Boga og Örvari...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 11:56
Ég er að dreeeeeeepast úr forvitni! Segi það sama og þú koma svo!.....knús og kveðja í kotið þitt darling.
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 12:29
Já ég hvað er í gangi og mér finnst þetta skrýtið.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 12:30
Ákvörðun dagskrárstjóra RÚV!!??? hmmm... skrýtið.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 12:31
Boycott the bastards.
Æhópúagríandjóínmíinsælentprótest.
Ingi Geir Hreinsson, 13.9.2007 kl. 12:36
Bara af því að ég sé að hér er fólk að fara með staðlausa stafi.
Aðeins fleiri en mamma og pabbi Hildigunnar horfa á þáttinn. Að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar og oft vel það horfir á Spaugstofuna í hverri viku. Þátturinn er meðal þeirra vinsælustu á vetrardagskránni.
Ibba Sig., 13.9.2007 kl. 13:04
Það er gífurlegt áhorf á Spaugsstofuna, það er hárrétt hjá Ibbu.
Ég er ekki að fara fram á að ekki séu gerðar breytingar hjá sjónvarpi eða öðrum stöðum yfirhöfuð, mér finnst bara að þarna liggi eitthvað að baki sem ekki er sagt og ég er að drepast úr forvitni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 13:21
Já ég gæti alveg trúað því líka að þarna sé ekki allt með felldu á ferðinni. En ég er nú bara að sjá þetta hér fyrst.
Edda Agnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:26
jájá, að sjálfsögðu var ég með heilmiklar ýkjur. Var hreint ekki að segja að enginn horfði, en Spaugstofan er nær gersamlega búin að tapa yngri kynslóðinni. Meira að segja krakkarnir mínir (7, 11 og 15 ára) nenna ekki að horfa, og alls ekki fólk á aldrinum 18 ára til þrítugs eða svo. Vel skiljanlegt að sjónvarpið vilji reyna að hrista upp í þættinum, sem oft hefur gert mjög góða hluti, til þess að ná þessum stóra hóp aftur.
Kannski tekst það, sérstaklega vegna þess að þættir eins og Strákarnir hafa algerlega gengið sér til húðar og það á mun skemmri tíma en Spaugstofan, þó þar hafi óneitanlega verið þreytumerki að sjá stundum.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:27
En getur verið að markhópur þeirra sé bara alls ekki yngra fólkið?
Fólkið sem hefur gaman af Sveppa og Strákunum er ekki sá hópur sem horfir á Spaugstofuna. Spaugstofan er með svona "eldri húmor" þar sem gert er grín að pólitíkusum og málum sem eru í gangi í samfélaginu. Krakkarnir sem horfa á Sveppa eru ekkert að pæla í svoleiðis málum eftir því sem mér hefur sýnst.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 13:43
jú, samkvæmt þessum aðgerðum eru a.m.k. forsvarsmenn dagskrárdeildar Sjónvarpsins ekki sáttir við að missa þennan hóp frá aðalskemmtiþætti þeirra.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:50
(hvað svo sem Spaugstofumenn sjálfir sjá sem sinn markhóp...)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:51
Vá, þetta verður þjóðinni erfitt. Nú þurfum við að læra að hlægja að nýjum bröndurum.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.9.2007 kl. 14:30
Hef sagt það annars staðar og segi það líka hér: Þetta er samsæri, eitt risastórt samsæri sem gengur út á það að koma einshverjum Norsurum að í spaugstofunni!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:27
Hildigunnur. Hvenær hefur Spaugstofan haft þennan aldurshóp sem markhóp? Aldrei. Markhópurinn hefur alltaf verið annar, og ef RÚV vill endilega ná til aldurshópsins sem finnst Sveppi æðislegur þá er lausnin ekki sú að þynna út Spaugstofuna. Lausnin er þá bara sú að búa til þátt fyrir þá sem dýrka Sveppa.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:16
hnuss! er búið að reka mig útaf bloggvinarúntinum? maður er bara orðinn ansi fúll hérna
halkatla, 13.9.2007 kl. 16:34
Þar get ég vel verið sammála, Guðrún, en þetta er greinilega ekki stefna dagskrárdeildar.
Við skulum sjá til hvort þetta verður útþynning eða ekki, það er nú útséð um það. Kannski ég nenni aftur að fara að horfa á Spaugstofuna... ;-)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 17:04
Anna; góð. Hahaha, annars hef ég ekki á móti því að það sé endurnýjað í sjónvarpi, þvert á móti, ég er bara að drepast úr forvitni fyrst og fremst. Muahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 17:15
KAFFIÐ ER AÐ VERÐA KALT HEIMA Á MINNI SÍÐU...............................og ég sármóðguð!
Þykir samt undurvænt um þig.
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 17:38
Við vitum ekki hver ástæðan er. Það er samt smá svona undirliggjandi eitthverjar glæður. Það að Randver vill ekki tjá sig, segir manni að annað hvort hefur honum verið lofað einhverju öðru, eða hanna veit upp á sig skömmina. það er bara mannlegt.
Að hver vísi á annan segir manni líka að þarna sé eitthvað á ferðinni sem allir séu í raun sammála um að sé rétt að staðið, bara má ekki segja það.
Ég heyrði einu sinni konu sem vann í verslun þar sem Randver verslaði, segja að hann væri sá versti fýlupoki sem kæmi inn í verslunina. Það segir mér að þessi ágæti maður eigi erfitt með skapið á sér. Svo ef til vill er þetta bara mannleg samskipti sem ekki eru alveg að ganga upp, svona endalaust. Og þessi leið farinn. Þeir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að um þetta yrði fjallað og það mikið, þannig að þetta er ekki eitthvað léttvægt eða skyndiákvörðun. Þannig blasir þetta við mér. Annars mun ég sakna Randvers úr hópnum, hann var einn af þessari heild, svo mismunandi sem gæðin voru, þá held ég upp á þáttinn og dáist að því hve lengi þeir hafa getað haldið honum úti og ennþá jafn vinsæll. Eins og Evróvision enginn þykist horfa, en allir fylgjast með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 17:46
Er komin í "unglingahúmorinn" og horfi örsjaldan á Spaugstofuna en finnst Randver takast vel upp í hlutverkum sínum. Skrýtið að láta hann hætta!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2007 kl. 17:52
Skelfing verð ég hallærislega mikill almúgi þegar ég les fréttirnar af því að Randver Þorláksson, verði ekki með í Spaugstofunni í vetur.
Hvað ertu að meina?????
Patrekur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:01
Takk elskan. Þú ert á toppnum og ég var farin að halda að þú hefðir yfirgefið mig....fékk þvílíka höfnunartilfinningu svo sveið undan......elsku músasúkkulaðirúsína.
Ég tók þó allavega eftir því að þú kíktir ekki við......knús í bæinn.
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 18:01
Það er oft talað um "almúgann" sem andlitslausan massa sem hafi sjúklegan áhuga á frægu fólki. Ég var að fíflast með það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 18:16
Ég er líka forvitin. Það getur ekki verið að hann hafi verið látinn hætta til að búa til pláss fyrir yngra fólk. Enda var þremur bætt við og þótt Randver sé mikill karakter þá er hann varla þriggja manna maki. Þarna er eitthvað annað á ferð. En hvað er...veit ekki.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.9.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.