Leita í fréttum mbl.is

GOTT SEM ENDAR VEL

1

Þessi dagur hefur verið erfiður.  Sara mín (sú yngsta mamma Jennýjar Unu, sú sem gengur með strákinn) var lögð inn á Lansann í dag, vegna ákveðinna vandamála sem upp komu í meðgöngunni.  Hún mun liggja inni til morguns en allt er í lagi núna.  Á meðan það var ekki á hreinu hélt ég í mér andanum og beið frétta. 

Mikið rosalega verður maður aumur þegar eitthvað hendir börnin manns, ekki síður þó þau eigi að heita fullorðin.  Ég fór á tauginni, ég sver það og ég sem hélt að ég væri orðin vonkúlmama.

Jenny Una er hér hjá okkur í nótt, en pabbinn er búinn að vera uppi á spítala í dag.  Jenny bjargaði auðvitað deginum og kvöldinu og nú er hún sofnuð þessi elska.  Hún var svo þreytt að við komust bara í gegnum hálfa Emmu ógurlegu, nei djók, Emmu sem eignast litla bróður, en það er reynsla sem sú stutta er að ganga í gegnum þó hún skilji ekki alveg hvað er í gangi.

Jenny ætlar að passa bróður sinn stundum og svo á amma að geyma hann líka smá.  Hún ætlar að lána honum dótið sitt, stundum (uppáhalds orðið þessa dagana) en bara stundum og þá má hann fara að grenja eins og bróðir hennar Emmu og fá snuddan sín bara, amma.  Svo borðaði hún á sig gat í kvöldmatnum daman þangað til hún var "alleg svöng" en hún ruglast á að vera saddur og svangur, sem er svo krúttlegt að ég vona að sá misskilningur endist sem lengst.

Jæja, hlutirnir redduðust fyrir horn og ég anda léttar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gangi ykkur vel í þessu, ég held að maður komist aldrei yfir að vera hræddur um börnin sín.....það væri eitthvað skrýtið ef alltí einu manni færi að standa á sama, bara vegna þess að þau væru orðin fullorðin. Ég vona ég þér og dóttur þinni líði betur og bið Guð um að senda ykkur styrk!

Sunna Dóra Möller, 7.9.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elskan ég þekki svona vandamál það er gott að það endaði vel knús

Kristín Katla Árnadóttir, 7.9.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sendi ykkur knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Ragnheiður

bestu kveðjur til ömmunnar á tauginni, manni verður seint sama og aldrei nærri nógu kúl ...Knús á línuna

Ragnheiður , 7.9.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Það er gott að þetta gekk vel á endanum. Vonandi helst það alveg út meðgönguna hjá henni. En mikið er Jenný mikið krútt með að hafa þetta "stundum" mál á hreinu og yndislegur misskilningurinn með svöng/södd málið. Ég fæ bara krúttkast af því að lesa þetta. Knús og sofðu rótt í nótt.

Bjarndís Helena Mitchell, 7.9.2007 kl. 22:00

6 Smámynd: krossgata

Já, þau verða víst alltaf börnin manns hversu gömul sem þau verða, sérstaklega ef eitthvað bjátar á.  Ömmustelpan sem ég var að bíða eftir fæddist á miðvikudaginn og ég sat við símann með farsímann og sendi sms á 10 mínútna fresti.  Það var varla tími til að koma barninu í heiminn vegna smsflóðs frá ömmu. 

Stóri bróðir ömmustelpu er þriggja ára og á það til að orða hlutina aðeins öðru vísi en við hin - eins og Jenný Una.  Hann segir t.d. í spurnartón:  "Þetta er ekki fallegt" en er að spyrja "Er þetta ekki fallegt".    Fyrir utan hvað hann er mikill nýyrðasmiður og býr hiklaust til orð yfir hluti ef hann vantar.

krossgata, 7.9.2007 kl. 22:15

7 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Sendi góða strauma fyrir mína parta. Bestu kveðju, bestu óskir, bestu vonir.

Ingi Geir Hreinsson, 7.9.2007 kl. 22:16

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að allt fór vel. Vonandi heldur það sér

Knús

Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 22:27

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

knús og kremja til þín og litlu Jennslu.. og Söru og Erik og Einars og...

Jóna Á. Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 22:28

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega öll sömul.  Það tók sig upp gamalt bros

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 22:48

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 23:01

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ hvað er gott að hún Sara þín er betri. Vonum að allt gangi vel. Hvenær er hú sett á tíma. Jenny nafna þín er náttl. bara yndisleg.  Skil vel að þú hafir verið aum. Eftir að ég frétti af syni mínum í fyrrakvöld og var svo komin heim í rúm þá bara sprakk á mér, ég svaf meira og minna í allan gærdar. Nú er ég öll að koma til. Sú ást lifir allt er ástin til barnanna minna, það er alveg á hreinu. Þannig erum við mæður. Kærleiksknús til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 23:18

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sara er sett á jóladag, hvorki meira né minna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 23:29

14 identicon

Elsku Jennslan mín - risaknús til þín frá mér Vona að Saran þín nái fullri heilsu aftur. Hugsa til þín stanslaust og trúi að jólabarnið sé bara að stríða smá - En mikið rosalega er litla stýrið þitt hún Jenný Una heppin að eiga svona ömmu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:57

15 identicon

Þetta eru nú meiru ömmudraumarnir sem þú átt. Þvílíku rúsínurnar.

Þú ert greinilega hörkuflott amma.

Knús Jenný mín, takk fyrir kveðjuna þína í dag.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 00:18

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, elskan ... held að áhyggjurnar fylgi manni stöðugt. Þetta heitir víst ást! Gott að allt virðist ætla að verða í lagi og lítill jólastrákur muni láta ömmsuna sína fá ófá krúttköst hérna á blogginu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 00:29

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi takk aftur öll, maður er bara með tárin í augunum. Frusssss

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 00:42

18 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Æi, alltaf vont að fá svona "scare" Gott að allt er í lagi! Segðu Sörunni að fara vel með sig! Sæt mynd af litlu dúllunum ykkar

Laufey Ólafsdóttir, 8.9.2007 kl. 02:31

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jebb... maður verður eins og maður hafi gleypt allt grjótið í fjörunni. Ömurlegt að verða skíthræddur um þessa orma sína!

En vonandi er allt komið í lag mín kæra.. ef ekki þá læturðu bara laga það!!!! Ertu byrjuð að klessa nefið utan í búðarglugga með litlum strákafötum? :) 

Heiða B. Heiðars, 8.9.2007 kl. 08:53

20 Smámynd: halkatla

úff, skerí! hjúkk að þetta endaði vel. Ég sendi ykkur mínar allra bestu kveðjur

halkatla, 8.9.2007 kl. 09:51

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég bíð spennt eftir að geta farið að kaupa strákaföt.  Takk fyrir stuðningin ljósin mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 10:57

22 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott að allt er í lagi. Það er ekkert heilagra fyrir manni en börnin manns, alveg sama þó þau verði fullorðin.

Mamma mín er 93 ára  og frumburðurinn hennar er 67 ára  hún er ekki minna umhyggjusöm við hann þó hann eigi 23 afkomendur þegar allt er talið, heldur en við mig sem er örverpið hennar sem hún eignaðist komin hátt á fimmtugsaldur og svo ég aftur við minn son sem er 23ja ára. Hún fylgist með öllu sem gerist hjá öllum í ættinni. 

Við hættum aldrei í mömmuhlutverkinu

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 12:16

23 Smámynd: Rebbý

vona að allt gangi vel næstu 100+ dagana.   
verður gaman fyrir Jenný yngri að eignast einn fallegasta bróður í heimi

Rebbý, 8.9.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband