Leita í fréttum mbl.is

NÚ HLÓ ÉG UPPHÁTT..

p

..þrátt fyrir að vera nýlega vöknuð og með annan fótinn í draumheimum.  Sala á sígarettum jókst um 6,3% frá því í fyrra, í júní og júlí.  Reykingabannið á skemmtistöðunum gekk í gildi 1. júní.  Bannið virðist hvetja fólk enn frekar til reykinga.

Ég er auðvitað ekki að hlægja að því að fólk skuli reykja, yfirhöfuð, heldur vegna vantrúar minnar á þessum reykingafasisma og að einhver skuli í alvörunni halda að þetta bann muni skila einhverju.  Vissulega er ekki lengur reykt á kaffihúsum og skemmtistöðum, en því meira er reykt utandyra, með öllum þeim sóðaskap og ónæði sem því fylgir.

Heimildarmaðurinn í hringiðunni ásamt fleirum sem ég hef talað við, segja að ekki sé þverfótað fyrir fólki á gangstéttunum, með glös, þjónarnir hanga líka úti í smók og skemmtistaðirnir eru núna reknir fyrir utan lögheimili sitt.

Hjá Bretunum drógust reykingar saman um 7% í júlí, en það tók bannið í upphafi þess mánaðar.  En auðvitað vitum við að þar hefur ringt syndaflóði, þannig að mér finnst það ekki marktækt.

Vonandi verður þetta endurskoðað, veitingamenn fái að koma sér upp reykherbergi og svo hættir fólk að reykja svona smátt og smátt.  Alveg eins og ég, sem ætla að drepa í á ársedrúafmælinu mínu, í október.

Bætmí!

Úje


mbl.is Sala á tóbaki jókst í júní og júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Móðir mín býr á Klapparstíg og hún segir að hávaðinn í miðbænum hafi aukist svo mikið eftir að bannið hófst að hún verður fyrir svefntruflunum um helgar vegna þess að fólk er alltaf að góla og öskra eitthvað fyrir utan staðina! Hún segir þetta marktækan mun eftir að reykingarbannið tók gildi! Jams....heimildarmennirnir hafa oftast rétt fyrir sér! Góðan daginn annars !

Sunna Dóra Möller, 27.8.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn sjálf mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 08:45

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að yfirvöld sjái sóma sinn í því að bæta þetta ástand og fundinn verði millivegur, m.a. reykherbergi á skemmtistöðum. Þetta virkar greinilega ekki svona.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.8.2007 kl. 08:47

4 identicon

Það má ekki reykja inni og ekki drekka úti. Ennþá má borða úti (held ég) og inni en það er spurning hvenær við verðum því verði breitt líka og kæliskáparnir okkar teknir úr umferð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 08:58

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að þetta sé svona: Það má drekka inni en ekki reykja; Það má reykja úti en ekki drekka!

OMG.....bara til að æra óstöðugan og skapa vandamál

Sunna Dóra Möller, 27.8.2007 kl. 09:06

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég legg til að dyr veitingastaða verði stækkaðar þ.e. breykkaðar, svo fólk geti setið bæði inni og úti, drukkið með vinstri og reykt með hægri hehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 09:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Breikkaðar auðvitað

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 09:10

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þetta er svo öfugsnúið þjóðfélag, LOL

Bjarndís Helena Mitchell, 27.8.2007 kl. 09:19

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

lol....Ásthildur sé þetta alveg fyrir mér. Glasarekki öðru meginn og öskubakkalengja hinu megin og svo sitja allir í langri röð hver fyrir aftan annan...hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 09:32

10 identicon

Verð nú bara að segja fyrir minn smekk að mér finnst einstaklega þægilegt að geta farið út á lífið eða á kaffihús og þarf ekki lengur að koma heim angandi eins og öskubakki. Væri samt sniðugt að koma upp reykherbergjum fyrir fólkið inn á stöðunum.

Var þetta reykingabann með það í huga að minnka reykingar? Var þetta ekki meira hugsað til að minnka óbeinar reykingar?  

Jon Hrafn (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 09:47

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Katrín þetta er myndrænt  Inni verður svo bara fyrir púrítanana þessar elskur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 10:04

12 identicon

Ekki get ég séð að þurfi að vera einhver tengsl milli reykingabanns á veitingastöðum og aukina reykinga þessa tvo mánuði.

Hef aldrei reykt sjálfur, en mín reynsla af reykingafólki er sú að það reykir meira þegar að ekki er verið að vinna, og eru einmitt ekki flestir í sumarleyfi þessa tvo mánuði ?

Svo þarf að taka með í reikninginn að það hefur orðið gríðarleg fjölgun á erlendu vinnuafli hér á landi og þeir fjölmörgu Pólverjar sem vinna með mér reykja nánast allir og mikið.

Hafliði (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 10:48

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta hlýtur að verða endurskoðað svona gengur ekki lengur eitthvað verður að gera.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 11:13

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

þar sem Jenny er svo assgoti vinsæl og ótrúlega margir lesa bloggið hennar (ég skil ekki hugmyndaflugið) langar mig að misnota aðstöðu mína. Þannig er að ég er nokkuð kokhraustur  hér, (viljandi) um vanda miðbæjarins, reykingar utandyra og annað, en það sem mig langar að vekja máls á þessu máli og er að reyna koma síðunni minni í "heitar umræður" en þar sem ég er svo latur að kommentera hjá öðrum uppsker maður náttúrulega eins og maður sáir, ég veit það, en vilduð þið vera svo væn að vera á móti, með eða hlutlaus eða senda einn broskalla eða fýlukall á síðuna mína svo málið sem ég brydda upp á detti ekki dautt niður. Afsakið frekjuna! Afsakaðu Jenny að ryðjast svona inn á þitt blogg með þetta mál!

Benedikt Halldórsson, 27.8.2007 kl. 11:20

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Í veðri sem þessu sem verið hefur, þá bæði reykja og drekkkur fólk meira.  Þessi mæling í júní og júlí er því algjörlega ómarktæk í mínum huga.  Ég skal hundur heita ef tóbakssala dregst ekki saman í vetur. 

Þeir sem vilja afsanna það, kaupið endilega sem mest af sígarettum, burtséð hvort þið viljið reykja þær eður ei.

Það er næstum grátbroslegt að heyra frá þeim fáu sem enn reykja.

Sendi ykkur ljós og bið þess að þið sleppið undan þessu oki.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.8.2007 kl. 11:39

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við þessi fáu sem enn reykjum Ingibjörg, eru hokinn af þreytu eftir ofsóknir fólks eins og ykkar, sem ætlar að neyða okkur til að vera eins og þið.  Ég mæli með að þið beinið kröftum ykkar að sjórnvöldum sem hagnast gríðarlega á sígarettusölu og vilja svo ekki kannast við kaupendurna.  Ef það er ekki tvöfeldni, þá heiti ég Vindhæna.

Benidikt gjörðu svo vel.  Um að gera að nota þessa "undarlega vinsælu síðu" til góðra verka.  Alltaf velkominn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 12:07

17 identicon

Hafliði - mér finnst líklegt að flestir hafi þá líka verið í sumarfríi á þessum tíma í fyrra þannig að það ætti að vera samanburðarhæft.

Anna (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 13:37

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

kannski voru fleiri í útlöndum í fyrra, veðrið var miklu verra þá og allar skyndiferðir seldust upp. Keyptu þá sitt tóbak þar.

Ætli salan í Fríhöfninni sé talin með í þessu dæmi?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 13:56

19 identicon

Jenný, þú skrifar: "Hjá Bretunum drógust reykingar saman um 7% í júlí, en það tók bannið í upphafi þess mánaðar.  En auðvitað vitum við að þar hefur ringt syndaflóði, þannig að mér finnst það ekki marktækt."

Þú segir semsagt að bretar reyki minna vegna regns? Reykja íslendingar þá ekki meira vegna óvenju margra góðviðrisdaga?

Kjartan (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:13

20 identicon

Mikið óskaplega er ég hlynntur þessu reykingabanni á krám og skemmtistöðum. Það var svo sannarlega kominn tími til að láta þetta reykingafólk éta það sem úti frýs þ.e. standa úti í öllum veðrum og skammast sín fyrir ósómann. Nú er sóknartækifæri fyrir yfirvöld að ganga enn lengra og útrýma öðrum ósiðum eða alla vega þjarma að fólki sem ekki er í húsum hæft. Vil ég þar nefna fólk einsog plássfreka (feitt fólk), svitagjarna, leiðinlega, allt of gamla, hvítlauksneytendur og þá sem eru svo ófríðir að raun er fyrir annað fólk að þurfa að horfa uppá það. Legg ég til að þessu fólki verði ekki leyft að vera inná skemmtistöðum nema svona í korter í einu og síðan látið standa úti jafn lengi. Ætli það myndi þá ekki fara að hugsa ráð sitt og gera eitthvað í sínum málum. Þá getum við heilbrigt og fallegt fólk á besta aldri loks farið að njóta okkar.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987272

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.