Leita í fréttum mbl.is

OG ENN ÞRÁAST SELFOSSLÖGGAN VIÐ

 Það er alltaf að verða æ ljósara, hversu alvarleg og jafnframt óþörf framganga  löggunnar á Selfossi var í  "þvagleggsmálinu", alræmda. 

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, telur að nóg hefði verið fyrir lögregluna á Selfossi að ákæra konu þar í stað þess að þvinga þvaglegg upp í blöðru hennar, án samþykkis.  Sveinn Andri segir að valdbeitingin hafi verið fullkomlega óþörf en í 102. grein umferðarlaga stendur, að neiti einstaklingar að veita sýni leiði það til ökuleyfissviptingar.

Þetta mál sækir stöðugt á huga minn.  Mér finnst svo erfitt að trúa því að svona eigi sér stað, hér á litla Íslandi, þar sem ég hef alltaf haldið að mannréttindi væru í heiðri höfð af yfirvöldum. 

En Selfosslögreglan þráast við.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi, segir :„Það er alvarlegt mál að aka fullur og ber lögreglu að rannsaka málið með tilliti til þess að leiða í ljós hvað átti sér stað. Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða."

Ef þetta er satt og rétt hjá Ólafi Helga, að margoft hafi karlmenn verið teknir með valdi og settur í þá þvagleggur, þá er kominn tími á að kíkja aðeins nánar á vinnubrögð þessa lögregluumdæmis.  Hversu oft er þessi lögregla að taka fólk með valdi og gera á þeim þetta inngrip? Ég vil fá svör og svo er ábyggilega um fleiri. Þessir karlar þarna á Selfossi virðast skv. þessu vera ríki í ríkinu með allt önnur vinnubrögð en viðhöfð eru í öðrum lögregluumdæmum.

Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir að á sínum tuttugu ára starfsferli hafi hann aldrei áður heyrt af því að þvagleggur hafi verið settur upp með valdi.

„Ég get staðfest að það var óvanalega langt gengið og tíðkast ekki í öðrum lögregluumdæmum. Í þeim tilvikum sem ég veit af þá er talað um fyrir fólki og síðan er náttúrlega beðið eftir því að viðkomandi þurfi að losa þvag. Ég hef aldrei heyrt um að nokkrum manni hafi dottið í hug að framkvæma svona."

Mér finnst eftir því sem málið hefur orðið ljósara og nú þegar sú vitneskja liggur fyrir, að það er ekki óalgengt að settur sé upp þvagleggur, með valdi, í fórnarlömb löggunnar á Selfossi, að málið verði skoðað ofan í kjölinn.

Ekki seinna en á mánudaginn.

 

 

 


mbl.is Valdbeitingin var fullkomlega óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður verður bara að fara í gegnum bæinn með lappir í kross. Stór hætta af litlum gúmmíslöngum á Selfossi   úff, ég held ég mundi bara pissa sjálfviljug. Hér mun fólk örugglega steinhætta að keyra fullt, þetta verður svona eins og í umdæmi Blönduós löggunnar, aka hægt, hér, aka edrú, annars    það má setja skilti við sveitamörk, pölla og pippi og STÓRT skástrik yfir.  Kær kveðja inn í daginn hjá þér, ég ætla að leggja mig aftur.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 07:49

2 Smámynd: Daði Einarsson

Eins og ég bendi á í mínu bloggi þá á í öllu inngripi stjórnvalda og í raun annarra er, eða á a.m.k. að vera, alltaf meginreglan að beita skuli vægasta úrræði sem nær viðkomandi markmiði, sem í þessu dæmi hlýtur að hafa verið ökuréttindasvipting. 102. grein umferðarlaga virðist ná því markmiði í þessu tilviki.

Daði Einarsson, 24.8.2007 kl. 07:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Daði en þessar viðbótarupplýsingar frá  honum þessum, skelfa mig enn frekar.  Hann segir að það hafi margoft verið settur upp þvagleggur hjá karlmönnum.  Hvað er eiginlega í gangi þarna hjá þeim á Selfossi?

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 07:55

4 identicon

Úff þetta er svo ógeðfellt mál og niðurlæging konunnar er algjör. Það er ekkert sem afsakar ölvunarakstur og ekkert sem afsakar þvaglegginn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 08:06

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega Birna Dís, þetta er verulega ógeðfellt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 08:25

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég hef fulla trú á því að einhver hjá löggumann á Selfossi sér orðinn leiður á starfi sínu og þar af leiðandi pirraður á öllu óþarfa veseni. Held að við séum að tala um að einhver hafi misst stjórn á skapsmunum sínum og ákveðið á staðnum að framkvæma þessa valdbeitingu. 

Hvað varðar Ólaf Helga Kjartansson; hann lýgur því að margoft hafi verið settur þvagleggur með valdi í karlmann. Er að klóra í bakkann. Er að reyna að snúa þessu upp í ''móðursjúkar kellingar-mál''.

Ásdís góð með skiltið. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2007 kl. 08:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega Jóna, þá hef ég ekki trú á (vona amk ekki) að þeir séu með þvagleggsuppsetningar sem standard vinnubrögð þarna.  Þess vegna á að rannsaka þetta mál.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 08:31

8 identicon

Jú stelpur. Að athuguðu máli og eftir allt sem komið hefur fram er ég sammála því að þetta sé hið versta mál.

Ég held því miður að við Íslendingar séum engin fyrirmynd annara þjóða hvað varðar mannréttindamál. Við erum bara svo fá og smá að umheimurinn hefur hingað til ekki verið að gera sér mikla rellu af því hvað fáeinir eyjarskeggjar langt norður í Atlantshafi eru að bauka.

Í áratugi brutum við til dæmis á móti því ákvæði SÞ, sem við höfðum skrifað undir, sem bannar að sami aðili rannsaki mál sem saksóknari og stilli sér síðan upp hinum megin við borðið og dæmi í sama máli. En þetta gerðu sýslumenn á Íslandi þangað til fyrir sirka 10 árum að þrjóskur eldri hjólreiðamaður á Akureyrar neitaði að greiða sekt og fór með málið alla leið til Mannréttindadómstóls SÞ og vann og kom þá jafnframt í ljós þetta brot þ.e.a.s. að sýslumenn væru bæði saksóknarar og dómarar.

Og þetta hafði enginn af okkar hálærðu lögspekingum komið auga á í meira en fjörtíu ár.

Þá höfum við líka fengið alvarlegar athugasemdir við meðferð okkar á flóttamönnum sem sést best á því að fjöldi þeirra flóttamanna sem fengið hafa hæli hér á landi er hægt að telja á fingrum annarar handar.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:08

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála með flóttamennina og við aldrei tekið okkar "hlut" ef litið er til hinna Norðurlandana.  Skömm að því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 09:18

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er skömm  og ljótt mál.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.8.2007 kl. 10:04

11 Smámynd: Gísli Hjálmar

Afhverju veitt konan ekki lögreglunni bara þvagsýnið þar sem hún fullyrti að einhverjir vegfarendur, sem komu að henni, gáfu henni áfengi að drekka.

Það er allavega alveg á hreinu að það væri ekki mín fyrsta hugmynd að fá mér að áfengi að drekka ef þetta hefði verið ég sem keyrði útaf eftir tvö rauðvínsglös í matarboði.

Ég hefði miklu ferkar verið lögreglunni þakklátur fyrir að koma mér til aðstoðar og veitt henni allar þær upplýsingar sem hún óskaði eftir - svo framalega sem ég væri með hreina samvisku.

Gísli Hjálmar , 24.8.2007 kl. 10:16

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mikið væri nú gott ef maður hefði nú minnstu von um að einhver yrði dreginn til ábyrgaðar.... en það er víst ekki í tísku á Íslandi.

Mér finnst líka gleymast soldið í allri umræðunni að heilbrigðisstarfsmennirnir sem komu að þessu máli ættu að skammast sín fyrir að bregðast sjúklingi sínum

Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 10:24

13 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það verður gaman að fylgjast með hvort fjölmiðlarnir muni í framtíðinni hampa Ólafi Helga Kjartanssyni eins og þeir hafa gert fram að þessu. Það hefur verið eftirtektarvert, hin allra síðustu ár, hvað fjölmiðlar eru gjarnir á að titla vissa einstakliga stjörnu þetta og stjörnu hitt, án þess að nokkrar sérstakar ástæður liggi á bak við stjörnugjöfina.

Jóhannes Ragnarsson, 24.8.2007 kl. 10:36

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er alveg á því að hagsmunir yfirvalda voru ekki það miklir í þessu máli að það réttlætti þetta ofbeldi.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:52

15 Smámynd: Margrét M

sem betur fer þá hefur læknir bent á (í útvarsviðtali) í sambandi við þetta ,á að það sé stórhættulegt að setja upp þvaglegg í svona tilfellum þetta er með  ólíkindum

Margrét M, 24.8.2007 kl. 11:05

16 identicon

Ég kemst því miður ekki framhjá þeirri einföldu staðreynd að hefði blessuð konan ekki haft neitt að fela því var hún ekki samstarfsfúsari?

Mér finnst það vera svo sterkt sektarmerki.

Ég kanski bý við sérstakar aðstæður því í minni fjölskyldu átti sá hörmulegi atburður sér stað að drukkinn ökumaður settist upp í bílinn sinn, ók af stað og endaði líf frænku minnar löngu áður en hún hafði tækifæri til að fá einusinni bílprófið.

 Svo ég fæ mig ekki til að vorkenna fólki sem er það lítil manneskja að setjast ölvað undir stýri og hætta sínu lífi og limum og allra í kringum sig í tómu ábyrgðarleysi og eigingirni.

Hvað þarf til?  Þarf einhver byttan að aka yfir einhvern nákominn ykkur til að þið sjáið um hvað þetta mál snýst?

 Þvaglegg af stæstu og verstu gerð handa öllum stútum undir stýri segi ég.

 Sjálfur hef ég nokkrum sinnum verið stöðvaður við reglulegt umferðareftirlit í bænum um helgar.  Blæs með glöðu geði í apparatið þeirra og færi glaður með þeim í blóðprufu ef þeir vildu það.   Enda skil ég tilgang þessara aðgerða.

Hvað með annað umræðuefni sem er af sama meiði?  Fyrir ekki svo löngu var maður úti á landi, í annarlegu ástandi, heima hjá sér með haglabyssu og var að ógna að ég held konunni sinni. 

Lögreglan og víkingasveitin var send á staðin og þeir framkvæmdu þá gerræðislegu aðgerð að taka manninn höndum á eigin heimili.

Hvar er friðhelgi heimilisins, friðhelgi einkalífsins ?    Má maðurinn ekki veifa sinni haglabyssu að vild á eigin heimili í friði ?  

Eina skýringin sem ég kem auga á sem skýrir það að allir fylkjast til varnar einum væntanlegum morðingja en hinum ekki er að stútar undir stýri hafa myrt svo marga  í gegnum tíðina að okkur er farið að þykja það sjálfsagt og kanski réttur viðkomandi ?

Richard Allen (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 11:15

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Richard þú nærð ekki alveg umræðuefninu sýnist mér.  Og svo er líka líka ástatt um Gísla Hjálmar. Gísli þú einblínir á hegðun konunnar alveg eins og þeir gera sem einblína á hegðun fórnarlamba annars ofbeldis, eins og t.d. nauðgunar.  Kannist þið við frasann: Hvað var hún að þvælast bak við klúbbinn.

Arg. ég ætla ekki að diskútera þetta á þessum forsendium.

Heiða, mér finnst heilbrigðisstarfsmennirnir einn kapítuli út af fyrir sig og auðvitað jafn ábyrgir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 11:55

18 identicon

Ég held að við ættum að einblína okkur á þessa klusu frá honum Sveini Andra.

"Sveinn Andri segir að valdbeitingin hafi verið fullkomlega óþörf en í 102. grein umferðarlaga stendur, að neiti einstaklingar að veita sýni leiði það til ökuleyfissviptingar"

Hvað annað þurfti lögreglan að sanna.. Ég held að það þurfi að velta fleirum steinum við í þessu lögregluembætti.. Það eru örugglega mörg mál sem vert er að skoða nánar ef þetta eru þær vinnureglur sem þeir fara eftir.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 12:25

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fullkomlega sammála þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 12:28

20 identicon

Jenný, ég vil meina að ég nái því fullkomlega. Ef ég lít á þennan samanburð þinn á fórnarlömbum nauðgara og drukkinna ökumanna þá verð ég að segja að mér þykir hann í hæsta máta ósmekklegur.

Viltu semsagt meina að það eitt að vera utandyra sé að kalla það yfir okkur að drukkinn ökumaður komi og drepi okkur?

Minn punktur er sá að í mínum huga er konan umrædda hreint ekki fórnarlambið í sögunni heldur glæpamaðurinn. Fórnarlambið í þessari sögu er væntanlega blásaklaus vegfarandi sem slapp með skrekkinn í þetta skiptið.

Svo varðandi 102 grein umferðarlaga... Svo er víst að svipta megi fólk teininu fyrir að neita samstarfi og er það gott.

En án þess að vera lögfræðingur þá held ég að í lögum standi einnig að eftir ítrekuð drykkjutengd brot hverfi ökuréttindin endanlega sem ég efa ekki að þú sért sammála um að sé besta mál.

102 grein segir væntanlega ekkert um ítrekuð brot á samvinnu svo eina sem stútarnir þurfa að gera er að neita samvinnu og missa teinið fyrir það í smá tíma og eru svo komnir aftur undir stýri stuttu seinna.

Því er svo mikilvægt að sanna á þá drykkjuna held ég.

En eins og ég sagði í fyrra innleggi þá skekkir það kanski mína sýn á þetta mál sú staðreynd að ég hef persónulega reynslu af afleiðingum þess að fólk ekur undir áhrifum. Sama hvað ég reyni, þá get ég einfaldlega ekki fundið neina samúð með þesslags fólki í mínu hjarta.

Richard Allen (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:44

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Richard. Eins og komið hefur margsinnis fram í þessari umræðu þá er enginn að mæla broti konunnar bót. Alls ekki. Það er afar sorglegt að heyra að ástvinur þinn hafi látið lífið á þennan hátt. Því miður er þetta allt of algengt. Ég skil heift þína vel í ljósi þessarar reynslu. En þar er einmitt komin skýringin á því afhverju menn mega til dæmis ekki sitja sem dómarar/kviðdómendur í málum sem þeim eru skyld. Auðvitað viljum við dauða og djöful yfir þá sem særa okkar nánustu. Sama í hvaða formi það er. En að taka fólk og pynta það, sama hvert brotið er,  samræmist ekki íslenskum lögum. Og það er ekki það sem við viljum, er það?

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2007 kl. 14:19

22 identicon

Og svo er hún líka kærð fyrir að taka þessu ekki þegjandi. Ég hefði líka hótað þessum óþverum lífláti.

Örn (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 14:19

23 identicon

Það var þó nokkuð gott hjá sýsla þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali að ökukonan mætti þakka fyrir að hafa ekki örðið völd að því að einhver annar hefði þurft að vera með þvaglegg sem eftir væri lífsins.

PapaGolf (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 15:02

24 identicon

Það var þó nokkuð gott hjá sýsla þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali að ökukonan mætti þakka fyrir að hafa ekki orðið völd að því að einhver annar hefði þurft að vera með þvaglegg sem eftir væri lífsins.

PapaGolf (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 15:04

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tek undir með Jónu að það er enginn að mæla ölvunarakstri bót og allra síst ég. Enda hef ég bloggað mikið um bæði ölvunar- og hraðaakstur.  Það er ofbeldið sem er aldrei réttlætanlegt.  En vond gjörð réttlætir ekki aðra, eins og ég hef margoft bent á.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband