Leita í fréttum mbl.is

GÆLUDÝRAHORROR

Sumir fá sér risaköngulær (baneitraðar) sem gæludýr, aðrir eiturslöngur, beltisdýr eða eðlur.  Ég hef aldrei botnað í þessum áhuga.  Sá einhvertímann þátt í sjónvarpinu um náunga sem var með tarantúllu heima hjá sér, í lausagöngu, og kvikindið settist svo á öxlina, andlitið, lærið  eða hnakkann á gestunum, þeim til mikillar hörmungar.  Maðurinn viðurkenndi að heimsóknum til sín hefði snarlega fækkað. 

Nú er það úlfaldi sem bættist í gæludýrasirkusinn.  Konu í Ástralíu var gefinn úlfaldi í sextugs afmælisgjöf af því hún hefur svo gaman að framandi dýrum.  Hvað er athugavert við að skoða dýr í sínu náttúrulega umhverfi?  Furðulegt að fólk þurfi að EIGNAST alla hluti.

Konan getur ekki lengur séð sig um hönd.  Úlfaldinn varð henni að bana með mökunartilburðum. 

Stundum fæ ég þá tilfinningu að ég lifi á flippaðasta tíma mannkynssögunnar.

I´ll walk a mile for a Camel

Újeeee


mbl.is Gæludýr varð ástralskri konu að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi ég bara get ekki annað en hlegið. Samt er þetta náttúrlega alveg hræðilega sorglegt. Djöfulsins vitleysa er nú þetta. Hvernig ætli afmælisgjöfurunum líði?

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 12:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, sennilega eru þeir að pæla í hvort þeir geti skilað kvikindinu.  OMG hvað fólk getur verið ruglað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hefði ekki verið betra ef hún hefði fengið eðlu sem vildi eðla sig......ehhhh?  Æ blessuð sé minnning hennar..hlýtur að hafa dáið glöð í faðmi ástkærs gæludýsrs síns.

Jenný þar hefur þú sko rétt fyrir þér...þú ert að lifa flippaðasta tíma mannkynssögunnar ever. Ef þú bara vissir.......sumt sem ég veit. Dírírírí.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna. Stundum hefur verið haft á orði að konur hafi gaman af dýrum - en að halda að mannskepnan geti ráðið við öll náttúrufyrirbrigði dýra! Kinký eða þannig. 

Edda Agnarsdóttir, 20.8.2007 kl. 13:28

5 identicon

Omg en hallærislegur dauðdagi. Ekki svo að það sé einhver smart dauðdagi til. Ég þekki par sem á Tarantúllu-könguló fyrir gæludýr. OJ mér þykja köngulær ógeðsleg dýr. Þessi er að verða lófa stór viðbjóður og er brún og svört á litinn. Þegar ég heimsæki eigendurna get ég ekki hætt að stara á kvikindið og kvikindið starir á mig til baka.(eða það ímynda ég mér).

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 17:17

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það hefði kannski mátt hugleiða að vana kvikindið Fólk getur verið svo vitlaust.

Laufey Ólafsdóttir, 20.8.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987289

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.