Leita í fréttum mbl.is

LIFANDI VEÐURVARAR

 1

Ég hef oft velt því fyrir mér, hvaða menn það eru sem sjást stundum í fréttunum, haldandi á regn- eða sólhlífum fyrir fræga og mikilvæga fólkið.  Þá er ég að pæla í því hvort það sé beinlínis auglýst sem sérstakt starf að vera veðurhlíf fyrir menn eins og Bush og Travolta, svo dæmi sé tekið.  Fyrir ekki svo löngu komu einhverjir bankanáungar til landsins og það kom auðvitað í fréttunum.  Einhverjir dropar komu úr lofti þennan dag og í fréttinni mátti sjá einn regnhlífarhaldara á mann, fylgja mógúlunum út í bíl.

Ég er svakalega mikill aðdáandi Johns Travolta.  Ég beinlínis elska myndirnar Pulp Fiction og Get Shorty.  Hef horft á þessar ræmur aftur og aftur.  Nú er þessi megatöffari búinn að ráða til sín veðurvara sem heldur á sérútbúinni sólhlíf svo goðið fái ekki á sig útfjólubláa geisla frá Gula fíflinu.  Travolta er að vinna við gerð kvikmyndarinnar "Gömlu brýnin" en þar er hann í aðalhlutverki ásamt Robin Williams, sem er svo alþýðlegur að honum fylgir enginn maður með sólhlíf.

Hárið á mér er fer í tjón þegar rignir.  Líka þegar snjóar.

Ætti ég........?

Ædóntnó!

Jeje


mbl.is Travolta viðkvæmur fyrir sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað borgarðu á tímann?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef þig vantar veðurvara við fínni tilefni, t.d. þegar Óli og Dorrett hringja næst, hóaðu þá bara í mig, ég fæst frítt, cheap woman.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 10:50

3 identicon

hahahaha ég verð nú að viðurkenna það að það sem fólki dettur í hug .. !!!  æ seyjnómor

Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 11:13

4 identicon

Hahahaha Góðar. Ég féll fyrir Travolta í Grís hérna um árið. Ég sá svo myndina um daginn eftir margra ára hlé og OMG maðurinn er eins og gelgja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 11:30

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

sólarvörn hlýtur að vera nóg! Úff erfitt að vera frægur

Huld S. Ringsted, 12.8.2007 kl. 11:37

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hahahaha, jú, endilega að fá sér veðurvara bara, allavega við sérstök tilefni. Ætli karlmaður sé ekki upplagður í verkið? Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 12.8.2007 kl. 11:53

7 identicon

Eitt kvöld ákvað ég að rölta útí sjoppu í grenjandi rigningu. Fyrstu skrefin var ég með hettu á hausnum, hárið í tagli og grúfði mér oní bringuna til að fá alveg örugglega ekki einn einasta regndropa framan í mig eða í hárið.
Síðan sá ég að mér, tók af mér hettuna og teygjuna úr hárinu, og gekk með nefið uppí loftið alla leið í sjoppuna og heim aftur.
Ef það er rigning, þá er rigning. Ef það er sólskin, þá er sólskin.
Ef við þolum þetta ekki höfum við ekkert að gera út yfirhöfuð.

Og hana nú!

Maja Solla (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:23

8 identicon

Ég kem með regnhlífina mína þegar við förum á kaffihúsið, er að leggja drög að rigningu Hmmm .... Þessi fyrirhugaða ferð mín suður er þá ekki bara skemmtileg hugmynd heldur líka þræl ábatasöm $$$$€€€€€ (nuddandisamanfingrumkarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:29

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En Anna það gengur ekki, ég borga þér frekar fyrir að halda sólhlífinni.  Ekki getum við lengið í kjaftatörn án þess að sumir (skömmustukall) fái að reykja smá, HA?

Þið eruð svo skemmtilegar stelpur, að færslan er hallærisleg miðað við kommentin ykkar.  Þið þjáist ekki af skorti á ímyndunarafli (aðdáunarkall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 12:42

10 identicon

ég skal halda á regnhlíf, já og tveim stálskjöldum fyrir Einar Vilberg ef hann birtist aftur. Erum við þau einu í heiminum sem munum hvað Starlight var gegnheilt góð plata, og ekki var hún verri hjá Jónasi og Einari; Gypsy Queen rokkaði. En eftir þetta samdi Einar smávegis fyrir aðra.  En John Revolting þoli ég ekki. ´'Eg hef ekki horft á Face off þrátt fyrir að dýrka bókina og Nicholas Cage, og raunar bara hálfa Saturday night fever sem orsakaði varanlegt ógeð á tappanum

Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 13:00

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Þóleifur, ég skila þessu til tónskáldsins, bíddu bara, hann kemur alltaf aftur, alltaf aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 13:23

12 identicon

´'Eg er búinn að bíða lengi lengi lengi eftir að fá Starlight og Jónas og Einar á geisladiskum. ´'Eg þyrði að leggja pening í það dæmi . Það sem vefst fyrir mér er hvernig jafn stórkostleg plata og Starlight, náði ekki eyrum fleiri, ég teipaði hana á sínum tíma og gaf Amerískum vini mínum sem deildi aðdáun minni á akústíska Haight-Ashbury dæminu, Grateful Dead, Jefferson Airplane, Buffalo Springfield, Crosby Stills & Nash etc. og hann taldi hana jafnast á við það besta í softhippatónlist. Ljúf og leikandi, en umfram allt afar metnaðarfull tónlist.   Jónas og Einars plötuna á ég ekki lengur hún lenti í heitavatnsflóði þegar ofn sprakk, ásamt öðrum gersemum, plötum og bókum

( Starcollector á plötuspilaranum, mjög slitið)

Er Einar ekki Hjartarson? ´'A ekki umslagið af Starlight, hún bjargaðist því hún var sem oftar á fóninum.

Kveðja

Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 14:51

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Júbb Leifur, hann er Hjartarson.  Það er mynd af manninum í myndaalbúminu.  Annars er Starlight og Jónas og Einar inni á musik.is

Leiðindi að þú skulir hafa glatað Jónas og Einar plötunni.  Hún er að seljast dýrt hjá söfnurunum núna.

Kveðjur frá Einari til þín

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 21:01

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég meina tonlist.is Þórleifur.  Það er ekki í lagi með mig stundum.  hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.