Leita í fréttum mbl.is

MÍN EIGIN JARÐAFÖR - AUGLÝST SÍÐAR

Ég lít á sjálfa mig sem tilfinningavöndul.  Eitt stórt búnt af allskonar geðbrigðum sem ég reyni stöðugt að hafa hemil á þannig að ég verði ekki sett inn einhversstaðar.  Ég segi það nú kannski ekki en ég tekst á við tilfinningarnar oft á dag og reyni að halda í hemilinn á mér.  Það tekst oftast.  Ég er að öllu jöfnu glaðsinna, en ég get orðið illskeytt af minna tilefni en engu,  þegar þannig stendur á en ég er svo heppin að getað gusað úr þeim hlandkoppi út af svölunum bara, þannig að blásaklaust fólk verði ekki fyrir mér.  Ef á einhvern sullast, þá er það oftar en ekki mitt kæra húsband.  Seinni ár hef ég reynt að þróa með mér hæfileikann að biðjast fyrirgefningar og fjárinn sjálfur, ef það venst ekki bara nokkuð vel, eins og það getur verið erfitt að brjóta odd af oflætinu áður en maður kemst í smá æfingu, ekki að ég sé fullnuma í fyrirgefningardeildinni, svo langt frá því.

Hvað um það.  Í dag var ég ansi nálægt því að festast í sjálfsvorkunn.  Af því að tilfinningar mínar voru særðar.  Almáttugur minn hvað sjálfsvorkunn er ofmetið ástand.  Þegar ég var á gelgjunni, og fannst ég miðskilin og vanmetin, sviðsetti ég oft mína eigin jarðaför í huganum, réð Bítlana til að spila, leigði Péturskirkjuna í Róm, valinkunnir eðalmenn og konur sátu í hverju rúmi hinnar risavöxnu kirkju og hvert lag sem spilað var, valdi ég af djöfullegri útsjónarsemi þeirrar konu sem ætlar að láta mannkyninu blæða fyrir að hafa rekið sig, fórnarlambið í dauðann, blásaklausa.  Það eina sem skyggði á þessa unaðslegu hugmynd var að það var ákveðinn mínus falinn í því að vera dauður og geta ekki snúið aftur og  látið alla misgjörðarmennina kasta sér að fótum mínum og grátbiðja mig um fyrirgefningu.  Ég tók næst besta kostinn og lét alla falla harmþrungna á kistuna þar sem hún var borin út af lífverði bresku krúnunnar.  Kistan var falin undir hvítum liljum (blómum dauðans). 

Ég er sum sé hætt að sviðsetja jarðarfarir og þörfin til að láta fólki blæða er líka horfin.  Eftir stend ég í smá áhættu við að missa mig í helgreipar aumingjaleiksins.  Ég hef séð að mér.  Í þetta skipti.

Ég á svo margt að þakka fyrir, fullt af skemmtilegum vinum og yndislega fjölskyldu.  Ég get ekki kvartað yfir því.  Þeir sem dingla þar fyrir utan og meiða mig smá verða bara í því og ég vinka þeim héðan.  Þeir eru amk ekki boðnir í mína jarðarför, en það verður sko ekki amaleg uppákoma þegar þar að kemur, það er á tæru, þó ekki geti ég lofað lífvarðasveit bresku krúnunnar.  Það er of stórt gigg að standa í fyrir eina konu.  Restin er tertubiti.

Úje

Ekki nóg með að ég fari edrú að sofa, ég fer sátt að sofa án teljanlegs kala til nokkurs manns.  Muhahahahaha

Úje -aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ánægður með þig!!!!  

Kjartan Pálmarsson, 7.8.2007 kl. 02:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega Kjartan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 02:54

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þörf áminning til margra þ.m. talið mín. Þetta fer undir segulhnapp á ískápinn, útprentað en höfundarvarið.

Frábær pistill.

Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 08:18

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tær snilld Jenný mín. Vonandi vaknar þú hres og kát.

Edda Agnarsdóttir, 7.8.2007 kl. 08:26

5 Smámynd: Birna Dís

Ahh hvað það var gott að lesa þetta svona með fyrsta kaffibollanum í morgun. Góð byrjun á deginum. Takk Jenný og knús til þín

Birna Dís , 7.8.2007 kl. 09:26

6 identicon

Algjörlega frábær pistill - takk!! - það hefði verið frábært að lesa hann fyrir svefninn en hann er þó ekki síðra lesefni inn í nýjan dag. Þetta verður góður dagur, ég finn það 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:33

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistil hjá þér eins og alltaf.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2007 kl. 09:46

8 identicon

Gott að lesa þetta Jenný. Eigðu góðan dag!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:55

9 identicon

Jarðafarar-dagdraumar. Ég var einmitt að segja einni vinkonu minni frá mínum gömlu jarðarfarar-dagdraumum fyrir nokkrum dögum síðan.Hrikalega fyndið EFTIRÁ. Við hittumst kannski einhvertíma og deilum gömlum dagdraumum okkar. En höfum með okkur handklæði til að þurrka hlátur-tárin

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:40

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

skemmtileg lesning mín kæra. Ég þekki syndromið. En í dag skipulegg ég bara annarra manna jarðarfarir

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 11:01

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna ég elsaðig kvikindið þitt

Þessi var sendur til föðurhúsana seint í gærkvöldi með skömm

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987340

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband