Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ENDALAUSAR KEPPNIR
Það er mín tilfinning að karlmenn séu meira fyrir að keppa í allskonar, fremur en konur. Það er auðvitað alls ekki algilt, en mér finnst þeir oft mun keppnisglaðari. Mér hefur stundum þótt þeim hafa tekist að gera keppnir allskonar að listformi, svo útsjónarsamir eru þeir að finna sér tilefni.
Í dag var heimsmeistaramót haldið í gufubaðssetu. Þar sýnist mér á meðfylgjandi myndbandi, bæði kynin vera að gera sig að fíflum. Hvaða tilgangi þjónar að hálfdrepa sig til að lenda í fyrsta sæti í gufubaðshæfileikum? Hvers krefst það? Að sitja á rassgatinu, blóðrauður í framan og bíða eftir hjartaáfalli, ofhitnun, heilablæðingu eða öðrum ömurlegum uppákomum?
Hvað hefur sigurvegarinn svo, sér til ágætis fram yfir keppnissystkini sín? Jú, hann er þrásetnastur í hita. Vá!!!!! Og hann er ekki með akút hjartavandamál. Hefði þó getað komið sér því upp, meðan hann sat og svitnaði við nokkurra hundruð gráða gufu leikandi um boddíið á sér.
Ég sting upp á hárvaxtarkeppni næst. Hún getur verið haldin á Þingvöllum frá vori og fram á haust. Þar eru hæfileikarnir líka þráseta. Að geta setið og einbeitt sér að því að hárið vaxi krefst svona álíka hæfileika og útsjónarsemi og gufubaðssetan.
Ég skrái mig í þá keppni.
Öntillnextæmemæfrends!
Heimsmeistaramót haldið í gufubaðsetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Lífstíll, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvernig gekk með extreme makeover-aðgerðina?
Brynja Hjaltadóttir, 5.8.2007 kl. 22:39
Brynja mín, takk fyrir að spyrja. Ég vann Muhahahahah
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 22:39
Einu sinni voru þættir í sjónvarpinu um fólk sem var að reyna að koma sér í Guinness-heimsmetabókina. Það var nú meiri hryllingurinn. Játa að ég treysti mér ekki til að horfa á nema fimm mínútur af fyrsta þættinum. Kannski er keppnisandinn sterkari í körlum, þeir eru jú aldir þannig upp, þessar dúllur. Stelpur þegja og eru stilltar ... ef þær leysa vind kemur blómailmur. Las þetta síðasta á einhverju bloggi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.8.2007 kl. 22:40
Já held að það hafi verið hjá Heiðu sem blómailmurinn varð til. Kallar eru defenitívt kappsamari en konur
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 22:42
Pissukeppnir endalaust . pfiff.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 22:52
... ég væri alveg til í að taka þátt í svona gufubaðskeppnni... þetta snýst um einbeitingu og viljastyrk og að lesa úr andlitum keppinautana... ég skal vera með auglýsingu fyrir bloggið þitt, um mittið ef þú vilt Jenný, ókeypis...
Brattur, 5.8.2007 kl. 23:08
LOL. Já, meiriháttar afrek og mjööööög eftirsóknarvert.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 23:13
Takk Brattur, ekki verra að láta gufubaðskarlana lesa á meðan þeir svitna eins og svín. Þá meina ég lesa auglýsinguna um bloggið mitt. Heldurðu að þeir kunni að lesa? Viðurkenni að ég hef ákveðna fordóma gagnvart piss-, kúk- og gufubaðskeppnum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 23:32
... sko Jenný, ég hef gaman af því að horfa á t.d. fótbolta og alvörukeppni...(!?)... en finnst svolítið skemmtilegt þegar fólk finnur upp á alskonar nýjungum í keppni... bara til að sprella... einu sinni æfði ég mig í að lesa "Einu sinni á ágústköldi" mjög hratt... fannst það fyndið að keppa í ljóðalestri... hver væri fljótastur að lesa texann... mælt með skeiðklukku, eins og lestrarprófin voru tekin í gamla dag... en n.b.... ég er nú hálfgerður ruglukollur...
Brattur, 5.8.2007 kl. 23:47
Styð hárvaxtarkeppnina - sé þá alveg fyrir mér, þessa sköllóttu rembast - múhhhhaaaa
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 23:51
Brattur þú ert ofurkrútt.
Já Anna sérðu kallana fyrir þér? (alvegaðlekaniðurkall arg svo krúttlegt tilfinningatákn). Omæ.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 00:23
Þetta eru svona men-thingkeppnir. Annars er ég svo ánægð með mínar 3 mínútur í gufu. Ég skelli mér í gufu eftir sundið. Einu sinni fékk ég sjokk þegar ég kom inn í gufuna, lá ekki eldgamall og horaður kall á gólfinu. Ég snérist á hæl og ætlaði að ná í hjálp við að lífga beinagrindina við. Alla vega fá aðstoð við það þegar beini byrjaði að gera armbeygjur og stundi og rumdi. Ég stoppaði og kíkti "undir"beina. Ég hélt að það væri einhver undir honum. Kannski kona sem þyrfti aðstoð. Hljóðin í beina voru nefnilega svoleiðis. Nei, engin lá undir beina. Allt í einu spratt beini á fætur,barði kjúkunum á horaða bringuna, stundi hátt og leit í kringum sig stoltur og skæklaðist út úr gufunni mér og öðrum sundlaugargestum til mikils léttis. Ég er sannfærð um að þetta sé eitthvað men-thing.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 09:10
Hahaha Birna Dís. Þetta er men-thing það er alveg á hreinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 09:49
Við kallarnir í sveitinni sitjum nú oftast lengur en í 12 mínútur í gufunni í Skeiðalauginni (að vísu er hitinn líklega lægri), en við erum ekkert að keppa; við erum bara að spjalla.
Sigurjón, 6.8.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.