Leita í fréttum mbl.is

Á EKKI AÐ TAKA ÓLAF BARA...

 

..og slá honum utan í vegg fyrir að taka 20 flóttamenn frá Líbýu og flytja fólkið til Möltu?  Nú er búið að gefa út handtökuskipun á Ólaf Ragnarsson skipstjóra en hann er staddur á Möltu.  Um að gera að skella honum í járn fyrir glæpi gegn mannkyninu, sko mannkyninu sem við forréttindafólkið tilheyrum.

Algjör ósvífni að vera að koma flóttamönnum til hjálpar.  Í greininn stendur m.a.

"Flóttamennirnir voru frá Líbýu og kröfðust þarlend yfirvöld að farið yrði með fólkið aftur þangað og undir þá kröfu tóku yfirvöld á Möltu. Útgerð Eyborgar harðneitaði þessu og á því byggist handtökuskipunin, samkvæmt vef RÚV."

Getið þið ímyndað ykkur hvað bíður þessa fólks ef það verður flutt nauðungarflutningum til heimalandsins?

Ég tek ofan fyrir skipstjóranum á Eyborgu og útgerðinni líka.

Súmíifjúder.


mbl.is Handtökuskipun gefin út á hendur skipstjóra Eyborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, uss, taka svona menn og lemja þá bara..!
Voðalega eru góðir menn illa liðnir í samfélaginu.

Maja Solla (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já MS merkilegur andskoti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ji minn. Ég hélt fyrst að þú ætlaðir að fara að taka Óla grís og slengja honum utan í veggi. Létti mikið þegar ég sá að þú ert ekki í þann vegin að fremja landráð.

Já, þetta er andstyggilegt. Sammála því.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2007 kl. 00:21

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innilega innilega sammála þér!

Heiða Þórðar, 23.7.2007 kl. 00:23

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

bara hnakkaskjóta svona lið.....

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 09:10

6 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Hæ, hæ Jenný ;)

Auðvitað hefði maður hjálpað líka, eins og Ólafur - EN,  það verður samt að skoða stöðu þessarra landa þarna suðurfrá. Á síðasta ári voru t.d. 636.000 flóttamenn sem komu til Spánar, og ansi margir þeirra á bátum frá Afríku. Það er auðvitað ekkert grína að þurfa að segja nei við þetta fólk og svo er líka spurning hvort við gætum gert eitthvað fyrir þau í þeirra heimalandi?

Ósk Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 09:15

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heimalöndin eru mörg með þannig stjórnarfar að þar er mannslífið einskis virði.  Pyntingar, dráp, hungur og óáran gerir það að verkum að fólk flýr út í óvissuna.  Það kallar á aðgerðir.  Ég hef zero tolerans fyrir þjóðernishyggju og vildi helst sjá landamæralausan heim, þó ég geri mér grein fyrir að það sé fjarlægur draumur.

Alþjóðasamfélagið á að taka ábyrgð. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 09:26

8 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Já, það er draumurin að allir geti verið jafnir...og að allar þjóðir geti tekið á móti flóttafólki, boðið þeim upp á mannsæmandi húsnæði, kennt þeim tungumálið, að börnin þeirra geti strax gengið inn í skólana og að þau gömlu fá strax pláss á elliheimilinu og að allir geri fengið góða og vel borgaða vinnu :) SOME DAY vonandi.....

Ósk Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband