Sunnudagur, 22. júlí 2007
FLUGDÓLGUR Á FERÐ OG FLUGI
Ég er flughrædd kona. Ég hef ekki alltaf verið það en eftir að stelpurnar mínar fæddust byrjaði ég að reikna út líkur á hinu og þessu, stórbiluð eins og ég er, og varð hræddari og hræddari með hverju árinu sem leið. Sem betur fer hafa dætur mínar ekki orðið fyrir yfirfærslu á þessari fóbíu minni svo ég get andað léttar yfir því.
Ég held að hluti að minni flughræðslu eigi að einhverju leyti, uppruna sinn að rekja til innilokunarkenndar sem ég státa af líka. Ég verð svo meðvituð um það þegar ég flýg, að ég er lokuð inni í vindlahylkinu, kemst hvorki lönd né strönd og þegar flugfreyjurnar fylla út í ganginn á milli sæta með stálvagninum ógurlega, þrengist að hálsinum á mér og mig langar að öskra.
Ég hef haft martraðir um flugdólga. Hef reyndar aldrei lent í einum, enda sæti ég þá varla hér og skrifaði um flughræðslu. Ég hef hins vegar lesið um þá og ég veit hvernig ofurölvi fólk með attitjúd getur verið gjörsamlega óþolandi, dómgreindarlaust og bilað. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Talandi um hryðjuverk!
Af hverju er fólki undir áhrifum hleypt um borð í vélar? Nú eru takmörk fyrir því hversu mikið áfengi má selja um borð, en það dugir tæpast ef viðkomandi er kominn á skallann áður en farið er í loftið. Ég er á leið til London innan skamms. Plís geriði eitthvað í þessu.
Öpptædandvörríd.
Lét ófriðlega í flugi og veittist að lögreglumönnum við handtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987157
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það eru björgunarbátar undir öllum sætum í stærri vélunum.
Þröstur Unnar, 22.7.2007 kl. 21:55
Vá hvað ég skil þig vel mín kæra. Ég er flughrædd í meira lagi. Ætla að blögga um það á morgun. Ég drekk aldrei í flugi, vil vera alsgáð ef eitthvað kemur fyrir. Ég flaug í fyrra með vinkonu minni til Portugals og var alveg við það að hætta við - hún sagði við mig að mér væri alveg áhætt þar sem spákona hefði sagt henni að hún yrði allra kvenna elst og myndi ekki deyja í slysi. Þetta róaði mig ekkert niður, ég benti henni á hugsanlega fyrirsögn í mogganum daginn eftir flugslysið. "kona bjargast með því að fljóta á líki vinkonu sinnar eftir hrap!." En vinur minn er flugmaður og hann er sko búin að segja mér að þetta sé ekkert mál, þetta er hugsanlega tengt innilokunarkenndinni og aðgerðarleysinu sem þú finnur fyrir þegar þú flýgur. I am with you sister in spirit.....fly on the wings of love....
Garún, 22.7.2007 kl. 22:02
Ég elska að fljúga og er ekkert flughrædd..... myndi vilja gera meira af því.
Díta (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 22:12
Blessuð hafðu ekki áhyggjur. Stjarnfræðilega litlar líkur á að lenda í flugslysi...Meiri von um að vinna í lottóinu..kauptu miða og njóttu þess að fljúga kona.
Brynja Hjaltadóttir, 22.7.2007 kl. 22:35
Ég flýg sjaldan og hef aldrei hitt dóna, kannski það yrði tilbreyting og ég hefði þá ekki tíma til að vera hrædd.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 22:37
Hafðu ekki áhyggjur. Þú ert mikið öruggari í flugi en í bíl. Góða ferð.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 22:51
Hún Garún er sú eina sem skilur mig. Og ekki taka frá mér fóbíuna mína. Ég gæti sofnað á verðinum. Muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 22:58
Jenný, ég þekki eina sem "var" ofboðslega flughrædd, og þá sérstaklega í flugtaki og lendingu. Einhvernveginn tókst henni að vinna á þessu með því að tala nógu mikið við sessunaut sinn og/eða ráða krossgátur á meðan. Hún svo vandist þessu, og í dag er henni ekki sama, en hún höndlar þetta miklu betur.
Ég var nú oft með henni á þessum tíma og ég veit alveg að þetta er ekkert grín, en ég veit líka að það er hægt að vinna sig út úr þessu eins og öllu öðru. Knús á þig bara og ég vona að þetta leysist. Það er svo vont að vera bundin svona við jörðina, því þá kemst maður ekkert.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:02
Vá, hvað ég kannast við þessa tilfinningu þegar "þrengist að hálsinum"..
Ég var haldin ofsakvíða þegar ég var unglingur og þá leið mér akkurat svona í flugi.
Þú lýsir þessu nákvæmlega eins og þetta var hjá mér, en því miður veit ég nákvæmlega ekkert hvað varð til þess að þetta hætti. Kannski var það eftir að ég fór að sigla..
Maja Solla (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:12
Ég er mjög flughrædd en um daginn þegar ég fór út þá var kona við hliðina á mér sem var obbvíusslí flughrædd svo að ég skemmti mér í hljóð yfir eymd hennar. Svínvirkaði. Verst er að fljúga innanlands. Flaug einu sinni með einhverri dós sem tók svona 7-8 manns frá Höfn til Egilsstaða og MILLILENTI í einhverri afdalabyggð. Vélin hristist og skalf og útsýnið var svona eins og í flugslysamyndum, fjöll á alla vegu með snjó á toppnum. Skerí.
Var að spá á leiðinni heim í síðustu viku þegar ég horfði á Rocky vin minn í vélinni, af hverju flugstjórinn hefði ekki smá húmor og sýndi frekar einhverja flugslysamynd
Í mínu fyrsta innanlandsflugi til Vestmannaeyja þá keyrði bróðir minn mig út á flugvöll og rétti mér svo bók svo ég hefði eitthvað að lesa í vélinni til að dreifa huganum frá flughræðslunni. Ég tók hana og leit á forsíðuna : "Skýrsla flugslysanefndar". Furðulegur húmor í þessari familíu
Dúa (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:17
ROF þið eru æðisleg.
Auðvitað læt ég ekki hræðsluna hamla mér að því marki að ég hætti að ferðast. Áður dílaði ég við þetta með því að taka róandi og fá mér í glas og fannst ógisla gaman að fljúga auðvitað. En núna þarf ég að fara á eigin safa sem er fínt en það er í mér smá skjálfti. Dúa þú kemur meðmér og saman lesum við skýrslu flugslysanefndar krípið þitt addna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 23:26
Ég er í kasti. Gvöð hvað þetta fólk er fyndið. Með meiri ábyrgð (börnum og Breta) fór að bæra á flughræðslu hjá mér sem ég hafði aldrei fundið fyrir. Í hver skipti sem ég flýg núna finnst mér alltaf fáránlegra og fáránlegra að vera að taka á loft í einhverri blikkdós og fljúga upp fyrir skýin. Ég er ekki skyld Wright-brothers, það er á hreinu.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2007 kl. 00:18
Eins og ég sagði Jóna mín þetta kemur með "bretum" og börnum. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.