Leita í fréttum mbl.is

BLOGGVINAHEIMSÓKNIR (NB EKKI HREINSANIR)

Muhahahahaha

Er búin að fara einn bloggvinahring eða tvo og allsstaðar ýtt á "óviðeigandi tenging við frétt" þar sem boðið er upp á þann möguleika.  Um að gera að nota fídusana.  Segi svona.  Dásamlegt að geta hlekkjað sig við tölvukvikindið þegar kona nennir ekki að gera skyldu sína á heimilinu.  Ég er með matarboð fyrir familíuna mína í kvöld (matarboð er asnalegt orð í þessu tilfelli bara sam-snæðingur væri nærri lagi) og hef alveg nóg að gera.

Ég elska ástríðukokka.  Ég get ekki logið því upp á sjálfa mig að ég sé mikill átsríðukokkur en ég er nokkuð góð samt.  Meðfæddur hæfileiki sem ég hef ekki lagt neina sérlega rækt við frekar en marga af öllum mínum dásamlegu hæfileikum.  Ég hef ekki tíma í þá alla.    Hvað um það, aftur að kokkunum og núna þeim á blogginu.  Ég veit ekkert skemmtilegra en að lesa blogg ástríðukokkanna.  Það er svo mikil innlifun í matargerðinni hjá þeim en þeir eru alls ekki nógu margir.  Ég get ekki sagt að ég hendist beint í eldhúsið og eldi samstundis allt sem þeir eru að gefa okkur uppskriftir að, en ég tileinka mér margt og ég spinn líka út frá hugmyndunum þeirra.

Matglaði læknirinn (www.ragnarfreyr.blog.is) er sá duglesti í matarblogginu.  Ég hef notað margar uppskriftir frá honum fyrir nú utan nautnina sem ég fæ af því að lesa bloggið hans.  Maðurinn er ástríðukokkur par exilance. 

Bloggvinkona mín hún Stína í Kananda (www.stinajohanns.blog.is)  er rosalega skemmtilegur matarbloggari.  Ég hef tekið eitt og annað til handargangs frá henni (kjúklingasalat og sænskt kartöflusalat toppar flest).  Hún bloggar líka um allskonar annað og er bara skemmtileg.

Edda Agnars, æskuvinkona mín bloggvinkona (www.eddaagn.blog.is)  er geggjaður kræsingabloggari.  Hún er með ótrúlega einfaldar uppskriftir af mat og bakstri sem klikkar aldrei.  Algjör barnaleikur enda konan hússtjórnarkennari.

Þetta er byrjunin góðir gestir.  Bon apitít og enga öfund.  Við getum ekki öll verið meistarar allsstaðar.

Nananabúbú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

  

Ragnheiður , 19.7.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki varstu að heimsækja mig  í blogghringnum.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristín Katla róaðu þig. Líttu á bloggvinalistann.  Ég fer hann amk. þrisvar á dag af skiljanlegum ástæðum. ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hehehe

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 17:33

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég veit ég verð efst á lista þegar kemur að fólki því sem ástríða felst í að éta það sem aðrir kokka. Og bera þess merki.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.7.2007 kl. 19:04

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir hólið elsku Jenný. Gott að þú hefur notið matarins. Bráðum ætla ég að setja inn uppskrift af Picadillo sem er kúbanskur réttur og einn af mínum uppáhalds. Og ég kem alltaf í heimsókn til þín á hverjum degi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:58

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég bíð spennt Stína mín og þegar við Jóna förum til Kanada (nánar tiltekið í heimsókn til þín híhí) þá býður þú okkur í mat.  Kjéddlan talar reyndar alltaf um sig eins og hún sé feit en ég hef nýlega séð mynd af vinkonunni og hún er eins og banani í laginu, sko óþroskaður.  Muhahahahahahha

Jóna mín þú ferð efst á listan fyrir svo margt.  Bíddu bara

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 23:53

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég heimsæki Kristínu reglulega og hef gaman af!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 23:56

9 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

takk fyrir að benda á þessa frábæru kokka........enn er ég lítil að læra!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 20.7.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987325

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband