Leita í fréttum mbl.is

ALLT Í LUKKUNNAR VELSTANDI

 

..hjá London familíunni og dóttir mín hefur lofað að fara ekki út fyrir hússins dyr.

Hm.. fyrr en í fyrramálið.  Neitar algjörlega að taka þátt í hysteríu móður sinnar varðandi hryðjuverkaógnina í Londres.  Æi mikið skelfing er ég fegin að börnin mín láti ekki hræða sig til hlýðni.  En auðvitað fer fólk varlega.

Síjú um miðnætti eða svo.  Jenny Una Errriksdóttir er í heimsókn og ætlar að sofa í nótt.  Þá er amman auðvitað bissí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dóttir mín segist oft vera hrædd um okkur þannig að við séum kvitt og það þýði ekkert að detta í móðursýki, kannski eru þetta rétt hjá stelpunum okkar, við erum bara orðnar "eldri". Knús til Jennýar Unu.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hef aldrei heyrt um Íslending sem hefur farist eða farið illa út úr sprengjuárás í útlöndum, samt erum við alls staðar.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég bjó í London þegar IRA var alltaf að sprengja en varð aldrei vör við neitt, einu sinni sprakk sprengja ekkert langt frá þar sem ég bjó og vissi ekki af því fyrr en mamma hringdi alveg frávita af hræðslu, hún hafði heyrt þetta í fréttunum.

Huld S. Ringsted, 30.6.2007 kl. 23:38

4 identicon

Æi voða er gott að vita að dóttirin er ekki á einhverju randi þarna úti í nóttinni.

Verð að viðurkenna að þegar Glasgow bættist við varð ég nú bara verulega skelkuð. Ég þekki umhverfið þarna á flugvellinum nánast eins og lófana á mér og það var nöturlegt að horfa á þetta í fréttunum. Úff!!!  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég væri geðveik úr hræðslu ef ég ætti börn í London. En Jenný mín, vinkona okkar Inga á son sem bjó ásamt kærustu í nokkur ár í Hollandi og einn góðan veðurdag varð sprenging í flugeldaverksmiðju rétt hjá þar sem þau bjuggu og það fórust fjölda manns sem bjuggu í nágrenni verksmiðjunnar en þau sluppu. Þannig að slysin eru alls staðar.

Edda Agnarsdóttir, 1.7.2007 kl. 00:39

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég þarf til London um miðja næstu viku og fer þangað sallaróleg.  Fór líka til London 3 dögum eftir sprengingarnar í undergroundinu. Það var reyndar ekki margt fólk á ferli en samt...það þýðir ekkert að láta undan óttanum. Ég bara trúi því að minn tími kemur þegar hann kemur. Það er ekki hægt að eyða lífinu í ótta við dauðann...þá er eins gott að vera bara dauður.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.