Leita í fréttum mbl.is

MESTA RÖKLEYSA "EVER"

 

..er frasinn: "Það er undantekningin sem sannar regluna".  Hafið þið pælt í þessum?  Rosalegur stórisannleikur eitthvað.  Hvernig getur frávik sannað reglu svona almennt og yfirleitt?  Djísús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég einmitt hef aldrei þolað þennan frasa . Nota hann aðeins í hámarksgríni og mestu kaldhæðni. Þetta er örugglega eitthvað stærðfræðitengt eins og fleiri rökleysur sem ALDREI á að yfirfæra á lífið sjálft. Dæmi: Tveir mínusar gera einn plús. NEI! Þeir gera EINN STÓRAN FEITAN MÍNUS!!! Þoli ekki svon asnalegheit. Fuss.

Laufey Ólafsdóttir, 26.6.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Látið ekki sonna stelpur. Svakalega gott að slá þessu um sig þegar maður er staðinn af ósannindum.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.6.2007 kl. 19:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frasinn "það er engin regla án undantekninga" það er ekki satt vegna þess að það er til regla án undantekninga svo ergó "Undantekningin sannar regluna" varð til út frá því, en hvort þetta er gáuflegt ætla ég svo ekki að dæma um, typiskur svona frasi sem segir manni lítið, en menn halda að sé flott að nota. leim

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ansi merkilegt að þú skulir minnast á þetta, því ég var einmitt að skrifa stórfærslu um nákvæmlega þetta sama atriði - færslu sem ég strokaði svo samviskulega út, því hún varð of gáfuleg og hefði rústað réttarkerfinu eins og það leggur sig.
Hef ekki fleiri orð um það hér, því ég er á leið á barinn. Ég segi það svona oft því það eru stórfréttir.

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:00

5 identicon

Já, þegar þú segir það. Viðurkenni að ég hef aldrei pælt í því hvað þetta segir í rauninni lítið, eiginlega ... ekkert!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:20

6 identicon

Guð, ég hélt alltaf að ég væri svona vitlaus að finnast þetta öfugsnúið!
Takk fyrir að bjarga vitsmunum mínum, Jenný.

Maja Solla (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:36

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég viðurkenni það fúslega að ég nota þetta ansi oft þegar ég er að segja eitthvað sem á að vera rosalega merkilegt og gáfulegt......en á meðan ég segi þetta, þá hugsa ég oft: Hvað merkir þetta eiginlega annars.....hahaha....Það er alltaf skothelt að slá um sig með illskiljanlegum frösum !

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 20:58

8 Smámynd: Þórhallur Halldórsson

Þegar maður stendur frammi fyrir því að finnast einhver regla asnaleg (t.d. sem unglingur) ákveður maður oft að fylgja henni ekki. Seinna kemst maður svo að því, oft full keyptu, að það var góð ástæða fyrir þessari reglu og hún er ekki svo asnaleg eftir allsaman.  Þar hefu maður lent í aðstæðum þar sem undantekningin sannaði regluna. 

Þessi frasi er bara allt of oft notaður í röngu samhengi.

Þórhallur Halldórsson, 26.6.2007 kl. 21:20

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er doldið í höfðatölunum og statistikkinni líka Beta mín.  Hef oftast rangt eftir en það er gott og gilt að halda á lofti tölulegum sannleika.  Mitt klúður er hins vegar undantekningin sem sannar regluna

Þórhallur þú færð 10 fyrir viðleitni.  Þessi frasi er arfavitlaus (með örfáum undantekningum).

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 22:07

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gerður Rósa, OMG ertekkiaðdjókaímér??

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 22:14

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ænei, þetta var víst alveg satt :( Ég kann mig náttlega aldrei :/ Er til einkvur pilla?

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.6.2007 kl. 23:10

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það eru til margar tilgátur um hvað þessi frasi á í rauninni að þýða. Hér er svolítið skemmtileg umfjöllun um málið: http://www.worldwidewords.org/qa/qa-exc1.htm

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.6.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31