Föstudagur, 25. maí 2007
AFTUR AÐ NAUÐGUNARLEIK
Hinum nýja heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni er ofboðið vegna japanska þrívíddartölvuleiksins RapeLay sem ég og fleiri blogguðum um í gær. Þetta er haft eftir heilbrigðisráðherra:
"Guðlaugur Þór sá fréttina á sínum fyrsta starfsdegi í ráðherrastól í gær og er hann þeirrar skoðunar að banna eigi fyrirbærið. Mér brá afskaplega mikið þegar ég sá þessa frétt og finnst gersamlega fráleitt að svona lagað skuli þrífast á Netinu," sagði Guðlaugur Þór nokkrum andartökum eftir að hann tók við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum hans. Þetta tekur auðvitað engu tali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna."
Það eru greinilega ekki bara VG sem telja að koma verði böndum yfir svona óþverra á netinu þar sem börnin okkar og unglingar hafa greiðan aðgang að efninu.
Svavar Lútersson eigandi torrent.is reiknar ekki með að leikurinn verði fjarlægður nema það komi í ljós að leikurinn sé ólöglegur. Það er gamla spurningin um siðferði. Ætli sumir eigi aldrei erfitt með svefn?
Kona spyr sig!
"Afar ósmekklegur leikur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 17
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 2987148
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Guðlaugur Þór fær prik fá mér, hann er líka í einlægu viðtali í einhverju blaðanna í morgun. Það verður bara gaman að fylgjast með hans embættisfærslum.
Ragnheiður , 25.5.2007 kl. 08:30
"Svavar Lútersson eigandi torrent.is reiknar ekki með að leikurinn verði fjarlægður nema það komi í ljós að leikurinn sé ólöglegur. Það er gamla spurningin um siðferði. Ætli sumir eigi aldrei erfitt með svefn?"
Svavar setur greinilega sínar siðferðisreglur sjálfur. Vonandi eins og þú sjálf.
Það er kannski eina vitið hjá ykkur VG að setja saman bara samræmda siðferðisreglugerð, þar sem allir landsmenn fari í einu og öllu eftir nákvæmlega ykkar siðferði.
Þá fyrst væri þjóðfélaginu bjargað !
Það sem einum finnst viðbjóður, finnst öðrum tepruskapur.
En ég held að þið ættuð að koma með fréttatilkynningu um nýjar siðferðisreglur fyrir sótsvartan almúgan, ekki seinna en á mánudaginn !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 09:39
Ætlar hann þá að banna ofbeldislieiki í leiðinni?
Arfi, 25.5.2007 kl. 09:53
Hver og einn velur fyrir sig sjálfan en vonandi megum við hafa okkar skoðanir í friði fyrir þér Ingólfur. Það er óþarfi að blanda VG í þetta mál, ég er ekki t.d. þaðan en hef sömu skoðanir og Jenný á málinu.
Ragnheiður , 25.5.2007 kl. 09:54
Guðlaugur Þór....takk segi ég nú bara. Einhvers staðar verður að setja mörk fyrir því hvað manni finnst ásættanlegt og það er fyrir löngu kominn tími á að fólk þori að setja þeim stólinn fyrir dyrnar sem fæddust án samvisku og siðferðis og vaða uppi með skít og skömm um víðan völl og alls enga tilfinningu um hvað er ok og hvað ekki. Lághvatamannverur mega alveg eiga von á að fá mótbyr. Punktur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 10:24
Takk Keli og Katrín fyrir frábær innlegg
Ragnheiður , 25.5.2007 kl. 10:33
Hrossið í haganum: Þið megið hafa ykkar skoðanir alveg í friði, en ég fæ þá kannski að hafa mínar líka ? Það er kannski ekkert inní myndinni að skoðanaskipti geti átt sér stað, kannski ein opinber skoðun megi bara fá að vera í þessu ? Ég bendi á VG vegna þess að í greinarskrifum hér að ofan kom eftirfarandi fram :"Það eru greinilega ekki bara VG sem telja að koma verði böndum yfir svona óþverra á netinu þar sem börnin okkar og unglingar hafa greiðan aðgang að efninu. "
Hrafnkell: Nákvæmlega sammála með standar í siðferðismálum, hver hefur sinn. Þessvegna segi ég, það sem einum finnst vera viðbjóður finnst öðrum tepruskapur, og á það ekkert endilega við um þetta mál. Væri ekki sniðugt að gera greinamun á tölvuleik og raunveruleikanum. Eru skilin kannski engin þarna á milli ? Það eru til tölvuleikir sem koma inná alla skapaða hluti, og endurgerða öll möguleg scenario í lífinu.
ég vill til að mynda nefna þennan leik -> Ethnic Cleansing (2002) (http://en.wikipedia.org/wiki/Ethnic_Cleansing_%28computer_game%29 ) Gríðarlega óvinsæll leikur framleiddur af nýnasistum.
Svo er það hinn klassíski -> Cluster´s Revenge (1982) (http://en.wikipedia.org/wiki/Custer's_Revenge ) Þar sem markmiðið er að nauðga sem flestum indíánum.
og eru þá ótaldir allir þeir fjölmörgu leikir sem ganga útá að drepa og limlesta saklaust fólk. Vinsælasti leikurinn í því sambandi er án efa Grand Theft Auto 3 sem var vinsælasti leikurinn meðal barna og unglinga á Íslandi fyrir um 2-3 árum síðan (http://en.wikipedia.org/wiki/Grand_Theft_Auto_III) þar sem markmiðið er að drepa og limlesta sem flesta og sænga með og drepa vændiskonur.
Það er ekkert nýtt í þessu. Þetta mál verður búið í næstu viku, og fleiri leikir af þessu tagi fara að birtast. Kommon, leikir með þessu trendi eru búnir að koma inná markað síðan 1982, ef vilji er til að breyta og banna. Þá er um að gera að gera það. Láta kné fylgja kviði.
Þetta er að sjálfsögðu óheillaþróun, en ekkert sem er nýtt. og algjörlega ástæðulaust fyrir siðapostula landsins að koma með upphlaup í 2-3 daga, því eftir það gerist ekkert !! Allir halda áfram sínu normal lífi, og leikirnir halda áfram að streyma á markað.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 10:50
Ég verða að viðurkenna að ég skil alls ekki viðbrögð manna eins og Svavars Lúterssonar og Ingólfs Þórs Guðmundssonar. Það að þeir skuli verja svona viðbjóð í nafni frelsis er umhugsunarvert. Ég segi fyrir mig að ég myndi aldrei ráða menn í vinnu eða treysta þeim fyrir neinu sem opinberlega hafa sagt að siðferðisreglur skipti engu máli.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.5.2007 kl. 10:54
Ingólfur einhversstaðar má byrja að spyrna við fótum ..ekki satt?
Já það er allt flæðandi af ógeði um allan heim og á netinu en svona máttleysi og uppgjöf að það þýði ekkert er bara rugl. Auðvitað verður einhversstaðar að byrja...bretta upp ermar og fara að hafa skoðun á því hvernig veröld við viljum lifa í. Við hin...sem finnst þetta ógeð megum alveg gera það...hversvegna er alltaf látið undan lágmenningunni og siðleysi...eins og það megi og eigi bara að flæða yfir allt og alla?
Sé ekki neina heilbrigða skynsemi í því.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 10:54
Gott hjá Guðlaugi Þór! Ég er sammála því sem að Hrafnkell segir að stundum er afar lærdómsríkt að prófa að hugsa málin út frá sínu eigin samhengi.....setjast hinum megin við borðið! Einnig er ég sammála því sem að Katrín segir, það er allt í lagi að setja mörk og spyrna við siðleysi og samviskuleysi! Ég skil ekki þá umræðu sem að kom fram í fyrri færslu um þennan leik að það sé betra að menn fái útrás fyrir svona hvatir fyrir framan tölvuna heldur en að þeir fari út og fái útrás þar! Er það eðlilegt yfir höfuð að það sé til fólk sem vill nauðga eða beita ofbeldi....alveg sama hvort að það sé fyrir framan tölvu eða í húsasundi í miðbænum?? Mér finnst ekki hægt að réttlæta ofbeldi á þennan hátt með því að segja að það hafi alltaf verið til og við verðum bara að sætta okkur við það.....bara að finna því farveg þannig að við verðum minnst vör við það!
Svo finnst mér afar sérstakt að tengja þessa umræðu við VG.....ég held að mörgum misbjóði þessi leikur óháð flokkalínum!! Það sést nú á orðum nýs Heilbrigðisráðherra! Kveðja, Sunna
Sunna Dóra Möller, 25.5.2007 kl. 10:56
Ég harma að svona leikur er á netinu.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2007 kl. 11:11
Það væri algjörlega tvöfalt siðgæði og raunar mjög amerískt að ætla að banna umræddan leik á meðan krimmaleikir með morðingjum leyfast. Svo einfalt er það bara.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 11:18
Þessi hugmynd um hver við erum er líka ógnvekjandi....að við séum siðvillt og ofbeldisfull er mynd sem stöðugt er haldið á lofti. Við erum líka ljós og kærleikur og getum unnið bug á lághvötunum sem meiða og eyða. En meðan við trúum á þessa mynd sem margir vilja halda á lofti breytist ekkert og við fljótum sofandi með. Hugarfarsbreyting og dýpri skynjun á hvað við getum orðið er það sem þarf. Svona leikir og ofbeldisathafnir spretta ekki upp af sjálfu sér..þær eru einhversstaðar fyrst hugsun og tilfinning..þar þurfum við að vinna.Í hvaða átt setjum við ímyndir okkar og hverju gefum við líf???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 11:18
Mér finnst líka alveg furðuleg afstaða að það eigi ekki að axla siðferðilega ábyrgð nema hætta sé á að ,,löggan komi og taki þig". Sýnir að einhverjir vilja frekar netlöggu en sjálfstæða hugsun og ábyrgðartilfinningu. Auðvitað eiga netverjar að taka ákvarðanir og þegar lög hafa ekki séð ákveðna glæpi fyrir þá merkir það ekki að hlutirnir séu ok! Búin að skrifa langt mál um þetta á blogginu mínu ef einhver vill fá frekari umræður um þennan þátt málsins.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2007 kl. 11:20
gott komment já þér Ingólfur. skil bara ekkert í þér yfir höfuð að vera samt að svara þessu fólki, það er svo blint af siðferðisskoðunum sínum, að það getur aldrei horft á hlutina með gagnrýnni hugsun og litið á það hlutlægt.
ég er alveg sammála ykkur með það að hér er um ógeðslegan leik á ferð, en þeir eru mun verri til, t.d leikir sem ganga út á það að pína fólk á sem hrottalegastann hátt ofl.
en ég hef bara eina spurningu? hvað ætlið þið að gera í málunum, annað en að væla á bloggsíðum í 2-3 daga?
Keli Ar. (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 12:16
Án þess að geta útskýrt það fullkomlega þá finnst mér ekki hægt að leggja að jöfnu ofbeldisleiki (sem er auðvitað allt of mikið af) þar sem menn skjóta allt sem hreyfist og nauðgunarleik. Ef við spáum í þetta út frá sjónvarpinu; Algengt er að 12 ára krakki fái leyfi til að horfa á nokkuð blóðuga glæpamynd í sjónvarpinu en myndi varla fá að horfa á mynd sem gengi út á að nauðganir og myndrænar lýsingar á því. Sjá menn ekki muninn á þessu. Hversu svakalega siðferðislega rangt þetta er. En sennilega er það einmitt málið eins og þið talið um; þú þarft að hafa hæfileikann til sjá hlutina hinum megin frá. Til þess þarf siðferðislega eiginleika.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2007 kl. 12:33
Mér finnst líka athyglisvert að velta fyrir sér af hverju eru það blindar siðferðisskoðanir og skortur á gagnrýninni hugsun og hlutlægni að finnast óeðlilegt að fólk skemmti sér í tölvuleikjum við að nauðga og pynta?? Spyr sú sem ekki veit!
Sunna Dóra Möller, 25.5.2007 kl. 12:43
Matthildur: "Ég segi fyrir mig að ég myndi aldrei ráða menn í vinnu eða treysta þeim fyrir neinu sem opinberlega hafa sagt að siðferðisreglur skipti engu máli."
Ég segi fyrir mig, að mér er eiginlega slétt sama hvern þú myndir eða myndir ekki ráða í vinnu. En hitt er annað mál, að ég er ekki að verja þennan óhugnalega leik, heldur er ég að benda á það. Að það er bara svo dæmigert að það komi svona frétt um einhvern leik, upphlaup í fjölmiðlum og bloggsíðum í 2-3 daga á eftir og svo er það búið. Ekkert framhald, ekkert gert í málinu.
Það getur vel verið að það eigi að banna svona leiki, en þá þýðir lítið að hlaupa til handa og fóta í 1 sólarhring. Reyniði nú að gera eitthvað í málunum.
þessir leikir virðast ekki hafa gefið af sér nein vandamál í löndunum í kringum okkur, en það má vel vera að þessir leikir og reyndar aðrir leikir sem ég benti á, komi til með að knésetja þjóðfélagið á einum eða öðrum tímapunkti.
Hrafnkell: "Það er staðreynd sem hefur verið sönnuð aftur og aftur og aftur að ungir krakkar taka svona leiki með sér út í lífið eftir að hafa spilað þá lengi. "
Þetta er einfaldlega þvæla...og ég held að þú vitir það. Nú hafa íslenskir krakkar spilað hvern ofbeldisleikinn á fætur öðrum, íslenskir foreldrar (margir hverjir) leyft börnum sínum að horfa á myndir bannaðar innan 16 ára, þegar krakkarnir eru 10 ára. Er þetta ástæðan fyrir fíkniefnavanda þjóðarinnar og ofbeldis í miðbænum ?
Mig langar að vita hvaða heimild þú hefur fyrir þessu og þá í framhaldinu benda á aukningu í manndrápum á Íslandi í forhold til aukningu á ofbeldisleikjum ?
Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 12:46
Að auglýsa ósóman. Stundum veltir maður fyrir sér hvað það er sem fólk vill ná fram með umfjöllun um það sem fer í taugarnar á því á netinu. Í mögum tilfellum mun þetta efni ekki hverfa af netinu hvað sem ráðamenn segja og gera, því miður. Þannig að þá er umfjöllunin einungis orðin til þess að fleirri munu sjá og prófa en annars?
Einar Þór Strand, 25.5.2007 kl. 13:16
Keli ar: Orð eru til alls fyrst. Þetta mál dettur ekki út þótt það verði ekki rætt endalaust á blogginu. Ég held að það verði fundin leið til að banna niðurhal á klámi og ofbeldi. Ég ætla að láta öðrum það eftir en fylgjast vel með.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 13:16
Einar Þór ertu að meina að það eigi að þegja sorann í hel? Það er þá vænlegt til árangurs eða hitt þó heldur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 13:18
Ég sé að Ingólfur fer mikinn í tilefni af nauðgunarleiknum. Ætli hann sé í uppáhaldi?
Þetta er maður sem réðst harkalega að mér fyrir að vera mjög sjúk í hausnum af því að ég hef lesið mér til um fræga japanska morðingja!!! hann vill meina að ég sé siðblind fyrir þekkinguna það er hægt að finnast þetta fyndið. Þeir vilja að sorinn sé þagaður í hel.
En gaman er að geta gefið nýja heilbrigðisráðherranum prik, ég ætla að gera það líka.
halkatla, 25.5.2007 kl. 13:27
Er auðvitað búin að vera að fylgjast með þessarri umræðu og skrifa um hana eins og aðrir. Eitt sem ég hef tekið eftir er að það virðast ofboðslega margir karlmenn ekki fatta hvað við konur og margir karlmenn menn erum að tala um. Ég er alveg viss um að svona leikir hafi áhrif á hugsunarhátt fólks og já viðurkenni fúslega að mér er ekki rótt. Veit vel að það er fullt af fólki þarna úti sem er gjörsamlega klikkað en að það er ekki hægt að lifa lífinu í einhverri hræðslu alla daga og sömuleiðis að það er ekki hægt að banna alla skapaða hluti. Það er hinsvegar staðreynd að ég og vinkonur mínar göngum helst ekki einar heim að kvöldi til, og ef við t.d. göngum heim úr miðbænum, að þá erum við með lyklana okkar í höndunum og helst göngum nálægt einhverju pari sem okkur finnst líta út fyrir að vera í lagi. Við erum alltaf á varðbergi - meðvitað eða ómeðvitað. Hefur þú Ingólfur (og fleiri) einhvern tíman upplifað þetta ? Hefur þú einhvern tíman beðið kærustu/systur/vinkonu um að labba ekki eina heim t.d af djamminu? Getur þú í fullri alvöru sagt mér að þessu brengluði nauðgarar og ofbeldismenn hafi ekki fengið hugmyndir einhverstaðar frá? Og má þá kannski ekki reyna að fækka einhverjum af þessum ógeðslegu miðlum?
Ósk Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 13:30
Eitt orð, þetta er "siðógn"!
Edda Agnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 14:08
Margir eru svo hræddir við boð og bönn að þeir láta frekar svona viðbjóð ganga yfir sig í nafni "frelsisins". Man alveg hvað margir voru brjálaðir yfir banninu á því að vera í bíl án öryggisbelta.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.