Föstudagur, 25. maí 2007
DÝRASMYGL
Einhver maður var handtekinn í Kaíró fyrir að ætla að smygla 700 lifandi snákum til Sádí-Arabíu. Það er nokkuð langt í burtu þannig að ég geri mér ekki grillur út af því. Auðvitað er þetta alvarlegt mál þegar verið er að smygla dýrum á milli landa. Ég er eins og komið hefur fram hér á blogginu mínu, rosalega hrædd við skordýr, köngulær t.d. eru skelfilegastar að mínu mati. Þótt þær séu hættulausar og mikið minni en ég. Það eru lappirnar sko og hvernig þær hlaupa sem geta ært mig að viðbjóði og hræðslu. Þegar ég var við nám í Gautaborg labbaði ég einu sinni inn á kaffihús sem oftar og var að lesa Göteborgs Posten. Á forsíðunni var mynd af Tarantúllu. Spikfeitri, kafloðinni og kvikindið var með attitjúd. Í greininni stóð að hún hefði "stokkið" frá lögreglu þegar hann var með hana á leið inn á lögreglustöð en henni hafði verið smyglað til Svíþjóðar. Lögreglustöðin var bara steinsnar þaðan sem ég var. Lappirnar á mér hentust upp á vegg ég urlaðist í sætinu, reyndi að gera mig ósýnilega og þá rann það upp fyrir mér að ég væri hvergi óhult. Ég komst heim við illan leik og það tók mig marga daga að hætta að svipast um eftir kvikindinu. Auðvitað er þetta geðveiki en eru fóbíur ekki brjálsemi af verstu sort? Þess vegna er ég að hugsa um alla dýrasafnarana sem smygla svona dýrum til landsins. Snákar, köngulær og fleiri ófreskjur. Jafnvel konan með viðhorfið í þvottahúsinu gæti verið sek um dýrasmygl. Hverjum á ég að treysta? Get ég farið í heimsóknir? Getur verið að það sé kominn tími á Bio-feedback meðferð, þe að horfast í augu við hræðsluna? Ónei ég fer til sálfræðings. Þar mun ég ekki þurfa að halda á óttaelementinu með lappirnar óteljandi, grimmdarglampa í augum og illkvittnislegt glott út í annað munnvikið.
Sofið rótt krakkar
Ætlaði með 700 snáka um borð í flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skil þig vel. Ég þjáist af HOBLOFÓBÍU (hræðslu við slökkviliðsbíla).
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 00:48
Hoblofóbía flott nafn á veikindum ég ætla að koma mér upp svona fóbíu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 00:52
Hvað segir þú þegar vinnuveitandinn spyr hvernig veikindi þetta eru? Eða gúglar? Heheheheheh! Þetta er í alvörunni hræðsla við slökkviliðsbíla. Er með bók hjá mér sem heitir BLA BLA, 600 ótrúlega gagnslausar staðreyndir. Margt hrikalega fyndið í henni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 00:55
Yndisleg lesning svona rétt fyrir svefninn þegar alls konar kvikyndi, af þessum heimi og öðrum, eiga svo gott að krípa upp að manni. Þakka þér fyrir Jenný.
Ég legg til að Gurrí deili með okkur einni og einni staðreynd úr Bla Bla öðru hverju.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2007 kl. 01:24
Heyrðu Jóna, ég geri það! Hef líka fengið beiðnir um fleiri dýrlinga (skelfilega dauðdaga þeirra) og hverra verndardýrlingar þeir séu ... alveg uppáhaldið hennar Jennýjar ... múahahahhaha. Það skal bloggað á morgun, maður minn, ég meina, kona mín!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 01:41
Af hverju að fara til sálfræðings og eyða trilljón mínútum i að reyna að losna við fóbíur þegar hægt er að "Tappa" þær burtu á nokkrum mínútum. Fara að lifa í nútímanum Jenný mín..nútímanum!!!! Þú verður töppuð vel og vandlega næst þegar ég kem til landsins. Hlakka svo til að sýna þér litlu sætu tarantúllurnar mínar. Vissiru að það er hægt að koma þeim fyrir í eldspýtustokkum þegar maður flytur á milli landa??? SÍJÚ
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.