Leita í fréttum mbl.is

SNÚRAN

Ég og fleiri vinir á snúrunni!

Snúruafmælið mitt (sjö mánuðir) var skemmtilegt og gefandi.  Átti langt samtal við Ingu-Lill sem er að koma næsta sunnudag og setti henni fyrir langan innkaupalista því mig vantar eitt og annað frá hinum Norrænu löndum.  T.d. surströmming, blodpudding, palt og annað smátt og gott.  Nebb er að ljúga.  Sem er bannað fyrir alka eins og mig. 

Ég gaf mér loksins tíma frá hátíðarhöldunum og fór bloggrúntinn.  Það er einhver húmor á flugi hér í bloggheimum því ég er búin að hlægja mig máttlausa fyrir tilstilli skemmtilegs fólks.  Þar sem síða þessi er ekki bönnum börnum fer ég ekki nánar út í þá sálma.

Það var önnur snúra sem hélt upp á afmælið sitt í dag.  Sko afmæli í árum, ekki edrúdögum.  Þórarinn Tyrfingsson, megababe varð sextugur í dag.  Ég elska hann Þórarinn.  Sko á hreinan og tæran máta.  Hann bjargaði lífi mínu ásamt fleirum í hans ranni.  Svo er hann svo sexý.  Stelpurnar segja að hann sé eins og óumbúið rúm.  Ef ég væri ekki svona asskoti glöð með húsbandið þá væri ég kannski dómbær á það. (Ellý plís ekki blogga um menn sem eru eins og óumbúin rúm, það er patent á því meðal alsgáðra kvenna, ekki að þú sért það ekki.  Hm að tala sig í flækju OMGW00t ég er sko að flýta mér að blogga, Boston Legal handan við auglýsingar).

SíjúgæsWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með afmælið, gæskan mín! Ég GLEYMDI að horfa á Boston Legal ... voða er ég orðin léleg í glápinu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:44

2 identicon

SÁÁ með Þórarin í broddi fylkingar bjargaði líka lífum í minni fjölskyldu svo að hann er líka mjög ofarlega á credit-listanum mínum. Til hamingju með áfangann mín kæra bloggvinkona 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingu með áfangann. Já maðurinn er dead-georgeus!

Heiða Þórðar, 20.5.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað er í gangi. Get alveg tekið undir með ykkur að mr. Tyrfingsson sé hetja en dropdeadgeorgeus. Stelpur kommon....

Jóna Á. Gísladóttir, 20.5.2007 kl. 23:48

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Annars held ég að þú sért þessi í bláu buxunum Jenný. Svo assgoti glaðleg eitthvað.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.5.2007 kl. 23:49

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna mín þú verður að HITTA manninn hann hefur nægjanlega útgeislun til að sjá heilu sveitaþorpi fyrir rafmagni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 02:44

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

kannski eins gott að maður hitti ekkert svona sjarmatröll. Er það ekki bara leikur að eldinum?

Jóna Á. Gísladóttir, 21.5.2007 kl. 11:49

8 Smámynd: Unnur R. H.

Tli hamingju með 7 mánuðina Þetta er frábært hjá þér og ég veit að maður þarf að hafa fyrir hverjum mánuði. Eldri dóttir mín á 3 mánaða edrúafmæli í dag og ég er rosa stolt af henni. Gangi þér allt í haginn  kv unns

Unnur R. H., 21.5.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband