Leita í fréttum mbl.is

JÓN KEMUR BÓKSTAFLEGA AF FJÖLLUM

Jón Sig. formaður Framsóknar, fullyrðir að ekki hafi viljandi verið vegið að Steingrími J. í kosningabaráttu flokksins.  Þetta kom fram í Kastljósi kvöldsins en Steingrímur J. krafði Jón um afsökunarbeiðni vegna persónulegra árása á sig í kosningabaráttu flokksins.  Jón sem er ábyggilega hinn mætasti maður, ætlar samt að kynna sér málið á grundvelli staðhæfinga Steingríms J.  Það voru ekki bara við VG sem ofbauð t.d. "grænakarlsauglýsingin" þar sem Steingrímur var hálfafmyndaður í framan.  Vel flestum sem ég hef talað við fannst þetta í hæsta máta óviðeigandi og þarna var stigið út úr þeim ramma sem íslenskar kosningaauglýsingar hafa verið í.  Þarna var í fyrsta skipti ráðist að persónu einstaklings og mér fannst það ömurlegt.  Þetta má benda Jóni á til glöggvunar nú þegar hann ætlar að kanna málið.

Mikið skelfilega er annars gott að þessi kosningabarátta skuli vera að baki.  Hún er eins og jólin.  Kona ætlar að springa úr tilhlökkun í töluverðan tíma, hamagangurinn tekur á sig geðveikislegar myndir, jólin koma og líða með hraða ljóssins og svo.... úff andlegir timburmenn fram í febrúar.

Síjúgæs!


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Jenný Anna.

Veistu, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er að persónu einstaklings í kosningabaráttu - aldeilis ekki. Hins vegar er þetta trúlega í fyrsta skipti sem það er gert með jafn myndrænum hætti og þarna. Ég tek undir með þér að það er óviðeigandi.

Með kveðju,

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.5.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ok Ólína það getur verið rétt en ég man ekki eftir öðru eins tilviki. Takk fyrir innlitið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Nei, þetta var ekki í fyrsta skipti. Það var jafnan mjög óvægnar persónulegar árásir á Alfreð Þorsteinsson þegar Reykjavíkurlistinn var að bjóða fram fyrst. Það voru mjög ósmekklegar auglýsingar. Þessi auglýsing er nú ekki þannig. Steingrímur sagði sjálfur þetta með netlöggurnar, það er enginn að ljúga því upp á hann. En ég held nú að það sé sniðugt að hafa siðareglur milli stjórnmálaflokka að taka ekki ákveðna menn og stilla þeim svona í skrípó. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sagði ekki Salvör að það væri verið að ljúga upp á Steingrím en þér hlýtur að vera ljóst hvað Steingrímur átti við með netlöggu og það var í sambandi við niðurhalningu á klámi (barnaklámi). 

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég var að sjá þessa auglýsingu í fyrsta sinn og hélt ég væri komin til Bandaríkjanna. Það eru einmitt svona ógeðslegar árásir sem þar tíðkast. Hélt Íslendingar væri fyrir ofan þetta hafnir.

Og að fólk skuli enn vera að tala um netlögguna. Veit þetta fólk hversu mörgum börnum hefur verið nauðgað af mönnum sem nota netið til þess að finna fórnarlömb? Það vita það allir að það þarf að gera eitthvað í málinu og það eru nú þegar deildir innan lögreglunnar víða um heim sem vinna að  netglæpum. Þannig að fólk skuli ráðast að Steingrími fyrir það sem hann sagði er ekkert nema barnaskapur. Þetta fólk myndi segja eitthvað annað ef þeirra eigin börn yrðu fyrir skaða af völdum barnaníðinga. Eða ætla þeir að segja mér annað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.5.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já þetta er líklega slæmt. Þó finnst mér það illskárra en samlíking á rasisma, holdsveiki og frambjóðendum Frjálslynda flokksins. Að ógleymdu ýmsu öðru afar undarlegu umræðuferli um innflytjendahatur sem dró með sér og skildi eftir fremur hvimleiðan þef.

Árni Gunnarsson, 13.5.2007 kl. 23:26

7 identicon

Kristín: Netlögregla hefur verið fyrst og fremst í löndum eins og Íran, Kína og Írak (undir Saddam) þar sem stjórnvöld vilja fylgjast með þegnunum, til þess að takmarka uppreisn eða tjáningarfrelsi. Það er auðvitað skelfilegt að barnaníðingar misnoti netið með þessum hætti, hinsvegar er það ekki réttlæting fyrir því að setja það allt í einhverskonar síu. Á götum úti væri það sambærilegt að hafa regluleg lögregluhlið á vegunum, þar yrði spurt mann hvert maður sé að fara og af hverju, svo auðvitað myndavélar á hvert einasta götuhorn.

Steingrímur vill svo sigta út fleira en bara barnaníðinga, t.d. bara hefðbundið klám þar sem ekki er brotið á neinum og allir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Netlögreglan myndi ekki bara vernda börn heldur þvinga vissa siðferði yfir alla, um leið og fyrsta skrefið er tekið þá er stutt í það næsta. Sleppum netlögreglunni og fræðum frekar börnin um hættur netsins, ásamt því að takmarka aðgang þeirra að því. Vinstrimenn hafa verið duglegastir að gagnrýna stefnu Bandaríkjanna að minnka frelsi í nafni öryggis, stríðið gegn hryðjuverkum er þeirra afsökun fyrir því að fylgjast með netnotkun. Ekki vera hræsnarar!

Geiri (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:58

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíddu, bíddu, Geiri?  Sá á Goldfinger?

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2986834

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.