Leita í fréttum mbl.is

SVO LEIÐINLEGT..

22

..að þetta skuli hafa komið fyrir sagði Valgerður Sverrisdóttir í Silfri Egils í dag þegar verið var að ræða Impregilo málið og aðstæðurnar á Kárahnjúkum.  Mér finnst Valgerður reyndar töff kona og ég held ekki að hún hafi ekki ætlað sér að láta þetta álit sitt hljóma eins og um einangrað "slysatilfelli" hafi verið að ræða.  En þetta sagði hún samt.

Það hafa allir sem hafa kært sig um, vitað lengi að þarna fer fram ill meðferð á verkafólki og þar hafa verið margbrotin lög á því, bæði í launamálum, almennnum aðbúnaði og fleiru.  Þetta er eins og Ögmundur sagði réttilega í þættinum "svartur blettur á ríkisstjórninni".  Impregilo eru sökudólgarnir, þeir eru bófarnir í atvinnulífinu og fara ekki eftir þeim lögum og reglum sem hér gilda varðandi verkafólk.  Meira að segja stjórnendur fyrirtækissins hafa dregið í land með "rétt" sinn að fá prívat sjúkraskýrslur í hendurnar og gerðu hinum íslenska talsmanni Impregilo skömm til. Líklegast hafa þeir áttað sig á að frekari hroki væri fyrirtækinu ekki til framdráttar.

Allir fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem þarna sátu hörmuðu að sjálfsögðu þennan hroða sem þarna gerðist.  Slysatíðnin hefur verið óeðlilega há þarna, matareitranir, eiturgufurnar í göngunum og Guð má vita hvað fleira þetta alræmda fyrirtæki er ábyrgt fyrir.

Annars var það staðfest enn og aftur þarna í Silfrinu í dag að það kemst ekki hnífurinn á milli stjórnarflokkanna.  Það litla sem ég sá af Guðlaugi Þór var þegar hann var að mæla upp vitleysuna í Framsókn.

Vinstri græn hafa farið fram á opinbera rannsókn á öllum málefnum Impregilo hér á landi.  Í ljósi þess sem gerst hefur er það sjálfsögð og eðlileg krafa.  Ég er viss um að íslendingar vilja ekki láta koma svona fram við fólk.

P.s. Myndin sem fylgir pistlinum er af eitruðu kvikindi.  Mér fannst það svo passandi eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Halló darling...missti af silfrinu mér til ómældrar ánægju þar sem mín var á leið frá Akureyri eftir velheppnaða ferð.

Heiða Þórðar, 29.4.2007 kl. 19:15

2 Smámynd: Ibba Sig.

Gaman að allir hafi verið svona hissa yfir ástandinu. Sérstaklega vegna þess að allir aðrir í heiminum vita hversu mikið skítafyrirtæki Impregilo er.

Ibba Sig., 29.4.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er sammála síðasta ræðumanni um að þetta séu engar fréttir. Hversu augljóst er að allt sem þarna fer fram er verk illra afla út í gegn. Aðstaðan minnir helst á þrælabúðir og menn hafa misst þarna limi og jafnvel líf fyrir skítakaup. Eru skilaboðin virkilega ekki orðin skýr??? Ég verð svo reið þegar ég hugsa um að þessi vitleysa hafi orðið að framkvæmd.

Laufey Ólafsdóttir, 29.4.2007 kl. 21:08

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og hefur enginn látið sér detta í hug að segja upp þessum samningi við bófana þar sem þeir brjóta stöðugt á verkafólki sínu og þá um leið íslensk lög?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.