Leita í fréttum mbl.is

HÚN GUÐ SAGÐI MÉR AÐ TJILLA

22

Ég svaf yfir mig.  Ekkert lítið bara til klukkan 1 í dag.  Ég vaknaði í fári.  Guðmíngóð ég er orðin of sein.  Guð sem er lesbísk, gagnkynhneigð, bisexuell, húmanisti, kærleiksrík og alltumvejandi orka og elskar konur og karla jafn mikið (líka Jón Val) hvíslaði í eyra mér huggunarorðum og sagði mér að hún hefði veitt mér þennan svefn því ég hafi þurft að hvíla mig á blogginu.  Hún sagði mér líka að ég ætti ekki að vera reið út í fólk sem ætti erfitt með að skilgreina kærleikann því það væri atvinnuvandamál mannkynsins og yrði þannig enn um hríð eða þar til við vöknuðum hvert og eitt til vitundar um að við værum öll frá sömu uppsprettuni, það er uppsprettu hinnar miklu orku skilyrðislauss kærleika.  Guð gef mér þolinmæði STRAX! Hm..ég dró sem sagt þá ályktun að ég þyrfti að bíða soldið lengi.

Ég missti af:

Læknisheimsókn á sykusýkis en blóðsykurinn er að falla ískyggilega oft og mikið og ég þarf sennilega að auka við insúlínið eða sprauta mig oftar á dag.

Mínum lífnauðsynlega bloggvinahring sem heldur mér gangandi.

Fréttunum í hádeginu

Þeim fimm sem höfðu hringt í mig í morgun

Minni hefðbundu bænastund þar sem ég bið fyrir stjórnarflokkunum (segi sonna)

Morgunmat, millisnarli, hádegismat og hinu millisnarlinu

AA-fundi

Yndislegri samverustund með ryksugunni og skúringartuskunni aðalsmerki hinnar frómu húsmóður

Ég misti af einhverju smotteríi til viðbótar en eins og sjá má af lista þá er ég ófrávíkjanlega merkileg persóna.  Vó hvað ég er heppin að ég þurfti ekki að þvo gluggana í dag (jeræt).

Ég er viss um að með mikilli elju tekst mér að vinna þetta allt upp.Whistling.  Ég fékk í staðinn deit með Guði og það er ekki á hverjum degi.  Þegar komið var á hana fararsnið þarna í morgun þá spurði ég hvort Jónína Bjartmarz væri nokkuð að "plataokkur" hina krakkana þarna í tengdamóðurlögheimilisríkisborgaramálinu og Guð svaraði mér af sinni djúpu visku, dró augað í púngWink og sagði: MUHAHAHAHAHAHAHAHA!

SúmígæsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefur örugglega verið vel að svefninum kominn Jenný mín.   Gangi þér svo vel með allt hitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha...Þú og hún Guð eruð örrgla systur ín kæra. Svefn hinna réttlátu er lengri en okkar hinna...svo njóttu þess að fá að sofa út örðu hverju. átt það bara skilið fyrir svona bloggelju og úrsagnir hér og þar. Það tekur á að yfirgefa kirkjuna áður en hún kyrkir...ha?

Réttlætiskennd konu með eina á háu stigi. Hugsaðu niður blóðsykur og njóttu helgarinnar krittan mín. Bið að heilsa henni Guð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Mér finnst að Guð megi vera hún og hann líka :) bara svo allir fái að vera með. En ekki "það" Guð heldur bara eftir hentugleika hvers og eins, hverju sinni.

Þú ert sillingur. Ég elska að lesa pistlana þína.  

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 27.4.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

snillingur átti það víst að vera :)

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 27.4.2007 kl. 18:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk allar þið eruð ekki svo galnar heldur.  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 18:52

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Pant hafa þinn/þína guð! Meiri efasemdir um kirkjuna. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.4.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband