Leita í fréttum mbl.is

"THREE FOR THE PRICE OF ONE"

22

Nú í dag dæmdi Hæstaréttur karlmann í 5 ára fangelsi fyrir líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu sína og húsbrot.  Hann var líka sakfelldur fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi unnustu sinni.    Sami maður hefur  frá því í desember setið í gæsluvarðhaldi grunaður um stórfellt kynferðisbrot gagnvart þriðju konunni sem einnig var sambýliskona hans.

Ég hef áður sagt að ég er yfirleitt ekki mjög refsiglöð manneskja.  Hér er hins vegar einbeittur brotavilji og mikil grimmd á ferðinni.  Þrjár konur amk., eru fórnarlömb þessa manns.  Ég myndi sætta mig við fimm ára fangelsi.  Fimm ár fyrir hverja konu.


mbl.is Dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 já Jenný ég er innilega sammála þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta eru hræðilegir glæpir.  Maðurinn er greinilega mjög veikur.  Svona menn ætti eiginlega að dæma í sálfræðimeðferð langa og stranga undir stöðugri gæslu.  Við skulum muna að það að loka fólk inni er enginn lausn í sjálfu sér, ef ekki fylgir með að gera allt til þess að lækna brotna sál.  Það er eitthvað mikið að þarna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Haukur Kristinsson

hvernig á að verja okkur sakleysingjana öðruvísi en loka svona ofbeldismenn inni? ef hann er veikur, sem ég veit ekkert um, þá verður bara að loka hann inni á sogni og ekki hleypa honum út fyrr en hann er of veikburða til að geta gert svona ofbeldisverk. en hver veit að svona menn séu veikir? eru þetta ekki bara menn sem líta á konu sem óæðri kynstofn sem má níðast á,

Haukur Kristinsson, 26.4.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Án þess að ég sé með einhverja heift þá verð ég að vera þér sammála Haukur.  Maðurinn er sannanlega búin að leggja líf þriggja kvenna í rúst.  Þær eiga langa leið fyrir höndum að byggja sig upp eftir þennan óþokka.  Guð má vita hversu margar konur aðrar hafa lent í honum.  Mér er meira umhugað um þolendur glæpamannsins sem greinilega er lífshættulegur konum.  Hann hefur fyrirgert rétti sínum til frjálsræðis.  Ég vil allavega ekki að honum standi til boða að fremja fleiri voðaverk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann ætti að fá þrefaldan dóm minnst fyrir svo hræðilega hluti, þessar manneskjur jafna sig aldrei alveg.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.4.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Já, það tekur víst tíma að hækka dómana úr engu í 2 mánuði !!! Það tók ekki svona langan tíma með fíkniefnabrotin, en sumir hafa sagt að þeir dómar hafa farið upp úr öllu valdi. En hvað með það....ég vil hækkun á dómum og vil að refsiramminn verði nú einhverntíman notaður þó ekki væri meira en það.

Ósk Sigurðardóttir, 27.4.2007 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.