Leita í fréttum mbl.is

HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR...

4

...sá góði maður Jón Baldvin Hannibalsson sem í Silfri Egils kallaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu".  Eins og JBH er skemmtilegur maður og klár þá missti hann heldur betur andlitið og opinberaði kvenfyrirlitningu sína.

Fyrir utan þetta virtist sem JBH væri það ákaflega hugleikið að vinstri flokkarnir næðu að fella ríkisstjórnina en samt byrjaði hann á því að úthúða Steingrími J. og stefnu VG.  Jón ertu að koma eða fara?  Halló!!

Annars er alltaf gaman að hlusta á "gráhærða karlinn í Mosfellsbænum".  Hann er enginn geðluðra fyrir nú utan það hvað hann er fjári skemmtilegur.  Ég var þess heiðurs aðnjótandi að hafa hann sem kennara minn í íslensku og ensku við Hagaskóla í denn og ég bar fyrir honum óttablandina virðingu.  Honum tókst að fá mig til að læra zeturegluna þannig að hún hverfur mér ekki úr minni, með því að setja mig í skammarkrókinn og láta mig sitja þar og þylja zetu-fyrirkomulagið eftir að ég tilkynnti honum að ég þyrfti engar reglur að læra.  Til að fullkomna glæpinn lét hann mig syngja "Máríá mild og há, móðir Guðs á jörð" en þeir sem hafa heyrt mig syngja fórna höndum og langar að hverfa til Timbúktú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Guð hvað ég sakna Jóns  úr pólítíkinni... Ég renndi yfir þingmannalistann um daginn og þar er hver lognmollan við aðra... þeir eru ótrúlega fáir sem fá mann til að sperra eyrun í dag. Það verður í það minnsta aldrei sagt um Jón Baldvin að sé ekki spirit í kalli. Fluggáfaður skratti og mælskastur stjórnmálamanna míns samtíma. Þyrftum ólíkt fleiri slíka... hvort sem þeir væru með brjóst eða ekki.

Ég kalla Berg...,  nú man ég ekki hvað hann heitir rauðhausinn úr Eyjum... nei dokaðu... var ég að opinbera karfyrirlitningu mína eða...?

Óþarfi að vera svona viðkvæm fyrir háralit menntamálaráðherra.... Hvors kyns sem hann nú er.

Þorsteinn Gunnarsson, 23.4.2007 kl. 01:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jón Baldvin er skemmtilegur maður.  Hann á sína heimahöfn hér á Ísafirði blessaður.  Og hann á sinn þátt í menntaskólanum hér.  Hann var skólameistari  hér í 10 ár minnir mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jón er kannski skemmtilegur og allt það ... en maður segir ekki svona. Þetta er óvirðing ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.4.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband