Leita í fréttum mbl.is

MEÐ LJÓS Í LILLE VENN

81

Lampar í byssulíki og nýstárleg kynlífshjálpartæki eru meðal verka á franskri hönnunarsýningu eftir nokkra af fremstu hönnuðum Frakka. 

Í fréttinni er talað um "kynlífs- og klámmenningu"!  Getur verið menning í klámi?  Hvernig ætli hún birti sig?  Ég er orðlaus, veit ekkert í höfuðið á mér.  Ef einhver sem dettur hér inn á síðuna mína og getur útskýrt fyrir mér hvað klámmennig þýðir, yrði ég afar þakklát.

Kannski eru það lampar með klámívafi á sýningunni eða hjálpartækis "lillevenner" með ljósi í. Æi ég veit það ekki, kannski bara hvorutveggja.

703


mbl.is Byssulampar og kynlífshjálpartæki á hönnunarsýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hummmmm klámmenning..... hummmm..... þarf að hugsa það aðeins.

En þetta með ljósið er soldið töff

Heiða B. Heiðars, 30.3.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sammála því - þetta með ljósið er soldið töff - spáðu í að hafa einn svona úti í eldhúsglugga......

Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 08:48

3 Smámynd: Jens Guð

Klámmenning: 

Klám = Þegar athygli er beint að klúru kynlífi án tilfinningalegs eða listræns samhengis.

Menning = Þroskaður andlegur/verklegur eiginleiki manneskjunnar er hefur áunnist sem sameiginlegur arfur frá fyrri kynslóðum,  sbr. menningararfur.  Menning er eitt af því sem greinir manneskjur frá dýrum.  Hafa ber þó í huga að menning greinist í lágmenningu og hámenningu.

Flókið?  Háfleygt?  Já.  En svarar þetta spurningunni um klámmenningu?  Veit það ekki. 

Jens Guð, 30.3.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það gerir það reyndar Jens en þetta tvennt er ósamræmanlegt að mínu mat.  Takk kærlega fyrir að setja þetta inn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.