Fimmtudagur, 29. mars 2007
FÓBÍURNAR MÍNAR
Ég fékk martröð í nótt. Jössess. Varð fyrir árás frá köngulóarplanetunni. Ég vankaði slegin köldum svita og ætlaði aldrei að ná mér. Martröðin var svo raunveruleg að ég skalf og nötraði. Það er ekki eðlilegt hvað ég get verið hryllilega og sjúklega hrædd við skordýr og aðstæður sem ég sjaldan eða aldrei þarf að standa frammi fyrir.
Fóbía er skilgreind sem ofsahræðsla við hluti eða aðstæður. Mínar fóbíur eru eftirtaldar (hm.. þær eriðustu sko):
Köngulær, því stærri því meira arg og garg, tryllingur og fyrirkomulag. Ef ég hef haft kjark til að kála þeim þá tryllist ég úr hræðslu við tilhugsunina um að þær gangi aftur og hefni sín (hm martröðin í nótt, rosalega hafa þessar tvær sem ég hef drepið stækkað og fjölgað sér).
Rottur og mýs, fékk einu sinni rottu í skúringafötuna þegar ég bjó á Laugaveginum. Er ekki búin að jafna mig enn.
Lofthræðsla, ef ég er hærra uppi en sem nemur þremur hæðum þá loka ég gluggum og ekki nokkur sála má koma nálægt þeim. Fólk gæti í "stundarbrjálæði" hent sér út, þám ég.
Innilokunarkennd, er ákveðin í að láta brenna mig þegar ég er ei meir, af hræðslu við að ég verði kviksett (hvenær ætli geðdeildin komi og nái í mig?)
Ég er með fleiri, lítilfjörlegar fóbíur en ætla ekki að fara að telja þær upp hér. Fólk spyr mig gjarnan að því hvers vegna ég taki ekki á þessu og ég yppi öxlum og verð "alltaf í boltanum". En án gamans þá hefur þessi árátta mín sett töluvert strik í reikninginn. Það eru ákveðnir hlutir sem ég forðast. Ég fer ekki á "köngulóarklósett" en þau eru gjarnan í gömlum húsum þar sem hátt er til lofts og leiðslur liggja hátt uppi, þar gætu verið heilu köngulóarráðstefnurnar. Ég færi aldrei í Frelsisstyttuna sem næmi hærra en kjólfaldi á þeirri eðlu styttu. Ég gæti aldrei orðið pípulagningarmaður eða meindýraeyðir. Ég get hvorki né vil drepið flugu hvað þá eitthvað stærra. Sjá má að þetta er svakalegt ástand. Mig hefur alltaf dreymt um að þvælast upp í styttur, eiga afgömul klósett og vinna við meindýradráp. Rosalegt ves.
Kjarni málsins er að fóbíurnar mínar gefa mér heilmikið öryggi. Ég geng að þeim sem vísum. Fyrir utan eina martröð af og til þá trufla þær mig ekki og ég ætla að halda í þær, hlú að þeim og láta þeim líða vel. Ég er fóbíuperri og er ánægð með það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
heheheh þú ert frábær! Mín martröð snýst um Himmler og hvernig ég geti stungið hann af í birkiskógum Noregs sem ég flúði til frá Svíþjóð....... Jamm hef líklega verið gyðingur einhverntíma og á enn eftir að vinna mig úr því. Get líka sagt þér hvar ég faldi mig en þá færðu líklega svo rosalega mikla innilokunarkennd OG ég fer aldrei í lyftu - labba frekar. Var á hóteli í Finnlandi í fyrra fékk herbergi á fimmtu hæð - dröslaði töskunni í lyftuna og hljóp upp til að ná henni. Plataði ferðafélagana til að a) passa töskuna og b) koma bara með mér upp stigann - það væri svo ROSA gott að fara bara stigann eftir að sitja svona lengi í flugvél. Þeir keyptu þetta alveg.......
Mikill er sannfæringamáttur minn!
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 10:59
Þú ert frábær Hrönnsla. Hm.. Húsið kemur í kvöld, lalalalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 11:13
Ég er aðallega með innilokunarkennd og lofthræðslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2007 kl. 17:30
Non fobias...var brjálæðislega hrædd við köngulær þar til ég fór að búa með þeim. Kippi mér svo sem upp við MJÖG STÓRAR SVARTAR..en fæ engin taugaáföll lengur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 18:59
fóbíur skóbíur, ég átt sko nóg af þeim hér fyrir ekki svo löngu, tók upp á alls kyns vitleysu eftir að ég eignaðist fyrsta barnið, en vitið hvað, þegar mín varð fimmtug og flott, þá bara hrundu þessar fóbíur hver af annarri og ég er bara miklu betri í dag en áður, það getur borgað sig að eldast
Ásdís Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 20:17
þetta eru svoldið margar fóbíur en það er ekkert verra, ég var svona lofthrædd og gat ekki einu sinni staðið uppá stól án þess að svima en það lagaðist, ég var líka myrkfælin en það lagaðist bara nýlega og núna er ég einungis hrædd við opinberar stofnanir og að hringja í einhvern sem ég þekki ekki - einsog ég þarf að fara að gera núna á eftir, hjálp!!!
halkatla, 30.3.2007 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.