Leita í fréttum mbl.is

SKEMMTILEG HELGI

blogg32

Eins og ég hef áður minnst á er elskuleg dóttir mín hún Maysa á landinu yfir helgina og með henni hann Oliver, yngsta barnabarnið.  Í gærkvöldi komu Oliver og Jennslan til næturdvalar hjá okkur og það var fjör! Mikil gleði, mikið gaman. Það var hlaupið um allt, drukkinn safi, smakkað á ís, farið í bað, hoppað í sófa og hangið í gluggatjöldum (ég segi sonna). Síðan voru þau lögð til svefns hvort á eftir öðru.  Fyrstur var Oliver við lásum fyrir hann bók sem hann hafði með sér, hann sofnaði svo í fanginu á ömmunni.  Síðan var röðin komin að Jenny og við ætluðum að lesa söguna af henni Emmu þegar hún datt og fékk blóð á ennið á leikskólanum.  Jenny sagðist vera þrrreytt og bað ömmuna að fara frrrram og slökkva ljósið. Var ekki í stuði til að hlusta.  Jenny ER þreytt þegar hún hefur ekki áhuga á blóðinu sem kom úr sárinu á henni Emmu sem var að príla.

Þau vöknuðu úthvíld og í framkvæmdaham fyrir kl. 08,00 í morgun og fjörið upphófst að nýju.  Oliver hljóp svo hratt að hann datt og fékk kúlu.  Hneyksli! Smádrengur kemur til ömmunnar frá útlöndum og hlýtur áverka.  Ég fór í víðtækt rusl og fár.  Hann var hins vegar hinn rólegasti.

Núna eru dúllurnar mínar farnar heim.  Oliver verður eina viku í viðbót á landinu og við Amma-Brynja erum afskaplega ánægðar með það. Við Amma-Brynja erum vellauðugar konur bara svo þið vitið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú ferð mann til að hlakka til að komast í ömmuhlutverkið. Krakkarnir mínir eru ekkert að flýta sér að fjölga mannkynininu og ekkert rekið á eftir þeim, en það verður gaman þegar að því kemur, sé það ótvírætt í blogginu þínu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.3.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það  er ekkert sem gerir mann eins ríkan og yndisleg börn og barnabörn ( og góður kall) yndisleg börnin þín. Ég var í fermingarveislu í dag hjá ættingjum sem ég hitti sjaldan, þar var mikið af litlum ungum sem ég hafði ekki séð lengi, guð hvað það var gaman, sum voru nærri ný, og það var svo gaman að fullorðna fólkið leyfði börnunum að njóta sín svo vel, ekkert suss og vesen bara gleði

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 17:40

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Þú mátt hlakka til.  Bætir amk. einni vídd við tilfinningaflóruna og maður verður aldrei samur aftur.

Ásdís: Gott þegar börn fá að vera til og láta heyra í sér.  Við erum ríkar kjéddlunar.  Fermingarveisla hm!

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 18:01

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið hefur þetta verið skemmtilegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 20:04

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er búin að sópa upp cornflakes oftar en ég hef tölu á síðasta sólarhringinn.  Oliver var svo þreyttur eftir sólarhringinn hjá ömmunni að hann sofnaði löngu fyrr en áætlað var.  En þetta var skemmtilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 20:28

6 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Almáttugur minn  þvílíkar og aðrar eins dúllur!

Óskaplega hlakka ég til að verða amma ...

Klara Nótt Egilson, 25.3.2007 kl. 21:38

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Klara mín þú ert enn bara "móðir ungmennis" og á fertugsaldri eins og þú skjálf svo skemmtilega orðar það.  Í fyllingu tímans muntu verða "gegt töff" amma alveg eins og ég.  Vildi að ég væri erindreki eins og Amma-dreki í Jón Oddur og Jón Bjarni.  Rosalega töff að vera dreki

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.