Leita í fréttum mbl.is

MEÐ TÁR Í AUGUM

83

Í Sunnudagskastljósinu áðan var höfundur bókarinn Launhelgi lyganna, gestur Evu Maríu.  Ég náði ekki fullu nafni konunnar en veit að hún er kölluð Linda.

Ég sat með tárin í augunum og hlustaði á frásögn Lindu.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hlusta á frásögn konu sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn, hvert skipti er nýtt,  en sársauki þeirra allra er sá sami. Í þetta skipti er það Linda sem gengur fram fyrir skjöldu og leggur sitt lóð á vogarskálarnar til að búa börnum sem búa við kynferðisofbeldi, öruggari framtíð.  Mér fannst hún flott og hugrökk. Hreint aðdáunarverð kona.

Ég get ekki hætt að furða mig á því hvernig allt umhverfi barna bregst þeim æ ofan í æ, þegar þau búa við þann hrylling að vera misnotuð inn á heimilinu.  Það er hvergi skjól fyrir barnið, traust þess á lífinu er malað mélinu smærra, útleiðirnar engar, virðist vera.  Fullorðnir eiga það til að standa saman gegn barninu.  Betra að þegja en hræra upp í fjölskyldunni.  Uss. uss.. Þega Linda sagði frá rétt um tólf ára aldur var hún lokuð inni á klósetti á meðal fullorðna fólkið æpti og gargaði.  Mig verkjar í hjartað yfir þeim sársauka sem þessi litla telpa hlýtur að hafa fundið til innilokuð eins og sakamaður.  Síðan var hún, fyrir framan ofbeldismanninn, látin sverja við Biblíuna að ofbeldið hafi átt sér stað.  Manni langar að fara og brjóta eitthvað.

Það þarf mikið hughreysti til að koma fram og segja frá opinberlega.  Eins og Linda núna sem og Thelma Ásdísardóttir.  Ég er svo viss um að með því að rjúfa þöngnina leggja allar þessar konur  sem ákveða að segja frá, nýjan grunn fyrir börn framtíðar, þannig að erfiðara verði að meiða börn og nánast eyðileggja líf þeirra í barnæsku.  Það virðist kannski langsótt markmið að útrýma ofbeldi á konum og börnum en ekkert minna en það á að vera á stefnuskránni hjá okkur öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Ég finn mig knúna til að koma athugasemd að. Var ekki samþykkt lagafrumvarp á lokafundi Alþingis nú fyrir skömmu sem meinar ofbeldismanni að koma inn á heimili sitt aftur? Nú er ég ekki pólitísk manneskja, en ég rak augun í þetta. Að mig minnir lagði Kolbrún hjá VG frumvarpið fram.

Djísus, help me out here. En þetta þingskjal fann ég í öllu flóðinu þegar ég fletti upp á síðasta þingfundi Alþingis núna fyrir skömmu, meðan ég var að gramsa í vændisfrumvarpinu.

Sé þetta rétt, Jenný, hefur mikilvægum áfanga verið náð í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Hversu oft hafa konur ekki einmitt endað réttlausar úti á götu með börn í fangi um miðja nótt, meðan ofbeldismaðurinn sjálfur situr sem fastast inni á lögheimili sínu ... enda með lögin sín megin?

Ég þarf að leggjast betur yfir mál. Vona að ég hafi ekki rangt fyrir mér - ég er svo fljótfær í eðli mínu að ég buna þessu bara út úr mér áður en ég leggst yfir heimasíðu Alþingis aftur.

Hafi ég aftur á móti rétt fyrir mér; hefur mikilvægum áfanga verið náð.

Klara Nótt Egilson, 25.3.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég vona þetta sé rétt hjá Klöru. Ég hef ekki heyrt um þetta en gaman væri að heyra frá einhverjum sem þekkir til. Þetta eru stór tíðindi og mjög gott mál ef rétt er.

Kristján Kristjánsson, 25.3.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er svo mikið kraðak af málum sem runnu í gegn núna í þinglok.  Ef þetta er rétt hjá Klöru þá hefur mikilvægum áfanga verið náð.  Ekkert réttlæti í því að konur og börn þurfi að fara af heimilinu á meðan karlinn situr eftir eins og kóngur í ríki sínu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: bara Maja...

Sit með tárin í augunum og kökk í hálsi þegar ég heyri af svona fjölskylduharmleikum þar sem barnið þjáist... vona innilega að Klara sé að muna þetta rétt.

bara Maja..., 25.3.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Sá ekki þáttinn þar sem ég var akkúrat að fljúga, en las bókina á sínum tíma og það var ekki falleg lesning.

Man ekki eftir þessu frumvarpi sem Klara talar um, en vona að það sé rétt að það hafi verið samþykkt.

Svala Jónsdóttir, 25.3.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég var að lesa um það hérna í bretlandi að konur sem berjast gegn heimilisofbeldi hafi sett á laggirnar nokkur neyðarskýli fyrir ofbeldismenn sem þeir geta leitað til og dvalið þar meðan þeir vinna með reiði eða ofbeldi sitt. Það þýðir einmitt að kona fær frið á heimili sínu og þarf ekki að leggja á flótta í skýli með börnin og raksa þannig öllu lífi þeirra. Mér finnst þetta frábær hugmynd sem felur í sér lausn fyrir konuna og börnin og meðferð fyrir ofbeldismanninn. Vonandi að Klara hafi rétt fyrir sér...og ef svo er að við berum gæfu til að taka svo næsta skref sem er meðferð  og úrræði fyrir ofbeldismenn sem vilja vinna í sínum málum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 22:46

7 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Hér er að finna allar upplýsingar sem ég gat grafið upp á vef Alþingis. Og það er rétt hjá mér, það er hún Kolbrún í samráði við félaga sína í VG sem leggur þessar breytingar fram.

Sjálft frumvarpið má lesa um hér.

Þetta er mikið réttindamál og veruleg þörf á lagabreytingu í þessum efnum. Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þetta mál, en mér er virkilega heitt í hamsi.   

Nú sýnist mér á öllu að málið hafi ekki náð í gegn á síðasta þingfundi. Nema yfirborðskennd þekking mín á vef Alþingis og afgreiðslu frumvarpa hafi slegið ryki í augu mín. Einhver pólitískur refur sem getur hjálpað mér að lesa í stöðu málsins?  

*ringlaður augnsvipur*

Já, stelpur mínar. Það drukknaði ýmislegt í kraðakinu á lokafundi Alþingis ...

Klara Nótt Egilson, 25.3.2007 kl. 23:00

8 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Afsakið þennan mikla æðibunugang allt í einu; vísar þetta skjal til þess að málið hafi verið samþykkt?  Djö, ég þarf að skella mér í Lestur þingskjala 101 bráðlega.

Klara Nótt Egilson, 25.3.2007 kl. 23:06

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Því miður sýnist mér ekki, mál þurfa að fara í 3. umræðu til að komast í endanlega kosningu

Baldvin Jónsson, 25.3.2007 kl. 23:21

10 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Takk Baddi minn. Þá er bara að velta upp hugmyndinni með hvaða hætti er hægt að styðja við frumvarpið og knýja fram samþykki í krafti fólksins? Ég er vongóð. En þið?

Klara Nótt Egilson, 26.3.2007 kl. 00:26

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er að hlusta á viðtalið. Ég get bara alls ekki sætt við mig að nokkur, nokkurntíman, þurfi að upplifa svona hluti, vildi að ég gæti einhverju breytt, finnst ég samt vanmáttug. Af hverju gerast svona hlutir? Mikið vildi ég geta hjálpað einstaklingum sem lenda í svona, get bara beðið fyrir ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 00:35

12 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Ég ætla að halda vanmáttugu pípi mínu áfram ... og varpa nú fram spurningunni: hvað varð þess valdandi að frumvarp Kolbrúnar náði ekki i gegn? Vék það fyrir umræðunni um vændismálið? Voru þingmenn svo uppteknir að ræða "brennivín í búðir" að ofbeldismenn voru einfaldlega settir til hliðar? Umræðan í Kastljósinu og staða kvenna sem búa við ofbeldi, tengjast órjúfanlegum böndum.

Mér er skapi næst, gott fólk, að rölta mér upp í Alþingi og óska eftir upptökum af síðustu fundarhöldum fráfarandi ríkisstjórnar. Fá mér popp og kók og taka "video session" á frambjóðendur fyrir 12 maí.

Ofbeldi varðar alla. Heill sé Kolbrúnu fyrir að taka málið upp á þingi.

Klara Nótt Egilson, 26.3.2007 kl. 04:45

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Klara þú ert megababe!  Ég hafði ekki einu sinni heyrt af þessu máli. En miðað við áhugann og eljuna sem fór í brennivínið, þá er ekki skrýtið að önnur mál og nauðsynleg fái að bíða betri tíma.

Jabb bókina þurfa allir að lesa DD og góðan dag

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 07:53

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ennþá ekki fundið kjark til að hlusta á þáttinn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.