Leita í fréttum mbl.is

AF MANSALI

51

Ég hef oft velt því fyrir mér þegar umræðan um mansal, klám og vændi er á borðinu (allt þetta sami hlutur), hvort góður slatti fólks sem talar um þessa hluti  geri sér í alvöru ljóst hversu nútíma þrælahald á konum og börnum er gífurlegt.

Ég var að glugga í Fréttablaðið og las dagbók Þráins Bertelssonar þar sem ma. koma fram sláandi tölur um mansal í nútímanum en Þráinn hefur verið að vinna rannsóknarvinnu sem lýtur að bók sem hann er að skrifa.  Ég rak augun í eftirfarandi tölur:

Á hverju ári eru meira en 10 milljónir manna, aðallega þó konur og börn, seldar mansali. Og í Thailandi einu starfa meira en ein miljón kynlífsþræla við að svala fýsnum Vesturlandabúa - nær eingöngu konur og börn!!!

Á sama tíma sem við lögleiðum vændi eru milljónir á milljónir ofan misnotaðir og í ánauð.  Svo verður fólk hissa á að þeir skuli ergja mann þessir "frelsiselskandi" menn sem reka upp ramakvein ef einhver leyfir sér að minnast á raunveruleikan svo ég tali nú ekki um ef við leyfum okkur að vera á móti klámi.

Við megum vera á móti mansali svo fremi að það hrófli ekki við því sem þeir telja "eðlilegt" klám.  ARG....ég ríf í hár mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Oj bara, arrrrrgggg! Ég arga sko með þér!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Grunnurinn að öllu þessu er ofbeldi í öllum sínum ljótustu og verstu myndum. Við þurfum að taka upp andofbeldisstefnu allsstaðar og byrja að fræða börnin okkar og auðvitað okkur sjálf um hvað ofbeldi er og hvernig maður lifir í andofbeldi á öllum sviðum mannlífsins..viðskiptum, samskiptum, trúarbrögðum og menningu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þakka þér athugasemdina Þrymur.  Ég veit að VG samþykktu þetta með fyrirvara.  Ég er ekki ánægð með það en þeir hafa lofað að taka málið upp í haust.  Reyndar er þetta stórslys.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hey....þetta er það sem ég er alltaf að segja. Samsekir allir sem einn. Hvar í flokki sem standa...þá eru það á endanum verkin og hvernig menn greiða atkvæði það sem ræður úrslitunum alveg sama hvað er svo röflað þar fyrir utan. Skömm er þetta!!!!!!!! Svo er talað um að eitthvað hafi sloppið í gegn..eins og frumvarpið hafi sjálfstætt líf og hreyfiafl og hafi á einhvern undarlegan máta náð að smeygja sér í gegnum atkvæðagreiðsluna öllum til mikillar undrunar sem stóðu eins og klettar til að verjast frumvarpinu. Common!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Katrín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: halkatla

ég var að lesa um mansal í Bretlandi á BBC, alger horror

halkatla, 26.3.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband