Fimmtudagur, 22. mars 2007
AF HÚS-LÆKNI
Nú er komið að því. Í kvöld kemur Hús-læknir í heimsókn. Flest allar konur sem ég þekki geta ekki vatni haldið vegna löðrandi kynþokka þessa manns. Hann er haltur, fúlskeggjaður, viðskotaillur við samstarfsfólk sem og sjúklinga, lýgur, lætur brjótast inn til fólks og er almennt til ama og leiðinda. Sjálf missi ég helst ekki af lækninum, þó kynþokki hans þvælist ekki mikið fyrir mér, finnst attitjúdið agjört törnoff. En þessi læknir sem engu eirir hefur slegið í gegn hjá konum.
"The bad boy syndrome"
Það er rannsóknarefni í sjálfu sér hvers vegna konur laðast að kúkalöbbum. Þetta er alþekkt. Því andstyggilegri sem þeir eru þess meira spennandi. Undarlegur ári. Glæsilegasta mannflak í heimi, þe. Keith Richards virkar eins og segull þegar kemur að kvenfólki, líka áður en hann átti cent inni á banka og þegar hann var tannlaus af heróínneyslu. Hm...
Björgunarheilkennið
Þessi dularfulla löngun sumra kvenna til að elska vonda menn hefur verið útskýrt með þörf þeirra til að bjarga viðkomandi, ala hann upp að nýju og gera hann að góðmenni. Það tekst víst sjaldan en oft er haldið áfram að reyna alveg þangað til að kona rankar við sér og sjá.. æfin er að renna sitt skeið á enda. Það ku vera eitthvað svo spennandi við svona ónkyttastráka segir sagan, svo mörg verkefni sem bíða úrlausnar, rosalega mikið að takast á við.
En kannski er þetta bara enn ein mýtan. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það. Ég veit bara með fullri vissu að margar konur, heill hópur af þeim munu sitja límdar fyrir framan sjónvarpið í kvöld og horfa á Dr. House haltra um ganga, móðga gesti og gangandi á báða bóga, ljúga, svíkja og pretta til að komast fyrir mein hjá dularfullum sjúklingum sem segja ekki satt til um sjúkrasöguna. Allt af því að hann er svo fjandi góður læknir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hey!!!!!!!!!!!! Þetta er mín færsla. Ég ætla að teipa hann - as in taka hann upp og horfa á hann á morgun. Er lítið fyrir að deila - hvort sem eru menn eða aðrir hlutir
sjáðu? búin að varalita mig!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 16:49
...gvuuuuuð hvað ég er hneyksluð - að þú skulir tala svona um manninn í lífi mínu
Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 16:49
Já hjúkrunarkonueðlið er ótrúlega ríkt hjá konum.
Tómas Þóroddsson, 22.3.2007 kl. 16:54
Hrönnsla, sorry ég skal vera almennileg við hann þegar þið eruð farin að búa saman og þú býður mér í deil.... ég meina mat.
Tommi: The Florence syndrome hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 16:58
heitir það ekki næturgalaheilkennið?
Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 17:01
þið megið eiga Hús lækni hann höfðar ekki til mín, en ég hef tekið eftir því að hann þykir rosa hot. John Locke í Lost finnst mér meira aðlaðandi
halkatla, 22.3.2007 kl. 17:08
Hm...Lost.. hugs..hugs.. ég er bara alveg lost
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 17:11
Tja.. hann hefur alveg sexy- tendensum. En fyrir mig er það sjálfstraustið og hrokinn.
Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 17:53
Oh jú hann er ekkert smá flottur náungi Ætli sé hægt að fjöldaframleiða hann?
Sædís Ósk Harðardóttir, 22.3.2007 kl. 17:57
Ekkert björgunarsyndróm hér. Ég fíla bara gæja með brein og eins og Heiða segir, gott sjálfstraust. Fátt meira sexý en það, sérstaklega þegar það er byggt á öðru en lofti.
Ibba Sig., 22.3.2007 kl. 19:10
Ekki nóg með þetta, þá eru laglausir gaurar jafn mikils metnir og greindarlegar stúlkur í tónlistarheiminum. Ég er að tala um muninn á Leonard Cohen og Jennifer Warnes, Henriki í Singapore Sling (Summer Garden gott dæmi) og Herunum báðum, Barða í Bang Gang og Diönu Ross (hlustið á útgáfu beggja af Stop in the Name of Love). Mér finnst þau öll frábær, en ég get ekki mátað laglausar kvenraddir við lögin sem ég dáist að hjá strákunum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.3.2007 kl. 19:34
Hef aldrei séð lækninn umtalaða en lít ekki við sykurpúðum og kyntröllum nema þeir hafi geðveikt flottan heila..sjálfstraustið er svo alltaf mesti kynþokkinn. Í næstum hvaða umbúðum sem er virkar hann. og peningar og vald hefur mikið aðdráttarafl fyrir sumar konur. Tímanum betur verið fyrir konur með björgunarheilkenni að ganga frekar í Björgunarsveitnina og spara sér þannig tíma og erfiði. Þar er allbaega fólk sem vill láta bjarga sér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 20:01
Veit ekki hvort maður eigi að blanda sér í kvennaumræðuna en þetta eru mínir uppáhaldsþættir og hann hefur alltaf verið uppáhaldsleikari. Alveg síðan í Jeeves og Wooster.
Ragnar Bjarnason, 22.3.2007 kl. 21:02
Um að gera Ragnar að blanda sér í kerlingarumræðuna. Fínt að fá sjónarmið karlmanns um Húsið. Já mér finnst þessir þættir þrælgóðir en maðurinn er nánast sociopat. Hann hlýðir ekki reglum og fær ekki móral þó hann sé yfirmáta andstyggilegur híhí
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 21:18
Ég ætlaði að setja inn athugasemd dérna en hún varð bara svo löng að ég bloggaði í staðinn...
Víðir Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 22:39
Ég get bara ekki horft á House vegna þess að Hugh Laurie er einn breskasti Breti sem ég veit um og bara kaupi hann ekki með ameríska hreiminn. Ég ólst upp með þessum leikara í Black Adder og Jeeves and Wooster og hann er holdgerfingur ríka yfirstéttarplebbans og ég vill ekki sjá hann með amerískum hreim.
Hef aldrei skilið þetta bad boy skot hjá stelpum. Hef alltaf horft upp á stelpur sem maður var skotin í slefa upp í fávitana sem maður hataði í æsku. Hef samt tekið eftir því að þegar maður þykist vera hrokafullur og leiðinlegur þá hópast þær að manni. Afhverju í andskotanum?
Ómar Örn Hauksson, 22.3.2007 kl. 22:54
Bad boy syndromið er landlægur fjandi.... og alveg sama hvað hver segir þér, það eldist ekki af okkur. Eina sem breytist er að við erum bara fjarska-skotnar í bad-boyinu en viljum eiga góðu gæjana.
Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 23:53
Af hverju þurfa framleiðendur þáttanna að gera þau leiðu mistök að senda aðstoðarlæknana í vettvangsferðir til að brjótast inn á heimili sjúklinga sinna. Þetta er svo mikið turn-off við þessa þætti. Að öðru leyti eru þeir snilld, sérstaklega sjálfur House sem er svo kaldhæðinn.
Jón Einar Sverrisson, 23.3.2007 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.