Fimmtudagur, 22. mars 2007
UNGLINGSSTELPUR
Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið af hverju ég sé ekki með þessa venjulegu "heimurversnandifer" skoðun á unglingum eins og mér skilst að sé náttúrulögmál þegar maður hefur fjarlægst sjálfa sig á táningsaldri næganlega mikið. Tilfinningin er ekki til staðar og mér finnst unglingsstelpur, sem ég þekki betur til en stáka á þessum aldri, vera betri ef eitthvað er, stilltari, meðvitaðri og rólegri en við vorum hérna í denn. Auðvitað eru þær í hóp, flissandi og hvíslandi en þær virðast vera vissari um hvað þær vilja og hvert þær stefna. Ég er náttúrulega bara að tala um þann hóp sem ég þekki vel til.
Ég var unglingur í bítlaæðinu. Áður en það brast á voru ekki til unglingar, það voru til smástelpur sem síðan stökkbreyttust í kerlingar, með slæður, í nælonsokkum svakalega líkar mæðrum sínum og það var ekkert unglingalegt við þær. Við bítlastelpukynslóðin, við gerðum uppreisn. Hárið var ofan í augu, maskarinn "House of Westmore" var aldrei skilinn eftir heima og varirnar voru málaðar með hvítum sanseruðum varalit eða zinkpasta. Við vorum í útvíðum buxum sem flöksuðust um allt, í leðurjökkum og vorum ógnvænlega flottar að okkur sjálfum fannst. Ekki máttum við mála okkur heima, þar sem fjölskyldan var í losti yfir breytingunni sem hafði orðið á "barninu" þannig að við máluðum okkur í Njálsgötu-Gunnarsbraut-strætó... án spegils.
Við fórum í Æskulýðsráðið á Opið Hús og dingluðum augnahárunum og gerðum okkur smá til við bítlastrákana. Það hét reyndar að vera á föstu, að haldast í hendur við einhvern gæja. Ég náði að vera á föstu með einum í þrjár vikur og halda í hendina á honum og hann sagði hæ.. og bæ.. og ekkert meira, en það var eitthvað svo mikil útgeislun frá honum þegar hann sagði þau og KRAFTUR. Eftir þriggja vikna handahangs sagði ég viðkomandi upp, ég var ekki svona saklaus.
Við gerðum allskonar af okkur. Stálumst í borð í Akraborgina og héldum upp á Skaga, skruppum upp í bæ og sjá.... við misstum af bátnum. Engin ferð í bæinn fyrr en daginn eftir og við trylltumst úr gleði (en ég vældi smá því ég vissi hvað biði mín, straff í amk. viku), foreldrar mínir brjáluðust á sinn rólega og yfirvegaða hátt en gátu ekkert gert, á þessum tíma var meiriháttar mál að fara upp á Skaga. Við skemmtum okkur konunglega og enn í dag má ég ekki heyra Mr. tambourine man án þess að tárast úr gleði.
Við lugum því vinkonurnar að við ætluðum á skíði og vera eina nótt í KR-skála. Ferðinni var heitið í Stapann og skv. foreldrum okkar þá voru bara kanamellur í Stapanum (landafræðikunnátta foreldranna ekki alveg að gera sig). Við héldum því með útigallana og vel nestaðar (svið og sollis) í Keflavíkurrútuna og djömmuðum kröftuglega en áttum í vandræðum með skíðanestið og plebbafötin svona "geymsluwise". Daginn eftir klipum við okkur í kinnarnar til að sýnast útiteknar. Þetta er í eina skiptið sem svona lygaplott heppnaðist. Það var svo mikil spenna fólgin í öllum þessum undirbúningi, sektarkennd auðvitað líka en við urðum sérfræðingar í að ná okkar fram.
Við vorum of ungar í Glaumbæ, við komumst að því að með því að mæta kl. 20.00 var okkur hleypt inn og við létum fara lítið fyrir okkur upp á efstu hæð þar til að húsið fylltist um kl. 23,00
Iss ég verð að stoppa núna. Sögurnar eru óteljandi. Þetta verður RITRÖÐ. Nóg sagt í bili og ef að þú pabbi slysast hér inn, þá máttu vita að mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Hm... fyrirgefðu og ekki segja mömmu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
...við fórum í Klúbbinn, með falsaða passa.....
....svo föttuðu dyraverðirnir það, þá buðum við þeim í partý! Maður varð nú að þekkja vini sína Man enn hvað ég var skotin í einum - kannski var það gagnkvæmt.... alla vega hleypti hann mér alltaf inn!!!!
Ætti kannski að zjekka á því?
hahahahahahah
Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 08:15
Hehe Hrönnsla, þetta voru skemmtilegir dagar, svo spennandi og allt óráðið. En mig langar ekki til baka bara svo það sé á hreinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 10:25
nebbs - ekki mig heldur! Hef aldrei verið á jafngóðum stað í lífinu
Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 10:42
Þú ert dr...... Dúa Dásamlega hehe. Það er ekki verið að bíða eftir lífinu ha?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.