Leita í fréttum mbl.is

SKÍRNIN Í BOÐI VÍS

332

Í morgun las ég í Blaðinu að nú fá skírnarbörn Grafarvogskirkju áritaðan smekk að gjöf frá VÍS.  Þetta er pínu fyndið og rosalega "smekklaust".  Nú teygja fyrirtækin anga sína inn í prívatathafnir fjölskyldnanna í Grafarvogi og nágrenni, ekkert tækifæri til auglýsingamennsku skal látið ónotað.

Í praxis lítur þetta svona út: Hvítur smekkur með rauðri rönd og á honum stendur: "Þakkið Drottni því að hann er góður" og undir mynd af Grafarvogskirkju stendur "Með kveðju frá Grafarvogskirkju"  Með smekknum fylgir svo auglýsingabæklingur um bílstóla frá VÍS.

Í staðinn fyrir auglýsinguna fær kirkjan styrk frá VÍS. 

Skyldi bresta á með fjöldaflótta úr Grafarvogssókn þegar skíra á börn?  Smekkurinn er nefnilega forljótur og kannski vill fólk halda auglýsendum utanvið sínar helgustu stundir eins og þegar barni er gefið nafn. Æi ég vona það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

úff NEI what???

halkatla, 21.3.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Agalegt. Sammála þér í þessu. Kvitt fyrir mig.

Ragnar Bjarnason, 21.3.2007 kl. 14:25

3 identicon

asnalegt ... trú og auglýsingar eiga ekki saman

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrst og fremst finnst mér þetta umhugsunarefni.  Það er allt orðið auglýsinga- og kostunarhæft.  Svo er þetta bara fáráðnlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 14:32

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guð í biði Vís. Hva...er þetta ekki þjóðfélgaið sem er kostað aftur og bak og áfram? Af hverju má ekki alveg eins kosta blessun drottins..ég meina einhver verður að borga..því allt..og þá meina ég ALLT kostar greinilega.

Markaðurinn ræður alls staðar og öllu. Einhver hissa  á því?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 14:38

6 Smámynd: Klara Nótt Egilson

*tekur bakföll af einskærum hlátri* HAHAHAhahaHAHAHA!

Afsakið, ég get ekki hætt að hlæjaHAHAHAHAAHHAHAHAHAHA NEI!!!!! hahahahahahha :)

Guð ég get ekki einu sinni verið málefnaleg ég hlæ svo mikið  

Klara Nótt Egilson, 21.3.2007 kl. 21:45

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér ofbýður eilítið, og er ég þó kapítalistasvín fram í fingurgóma, sem eru að sjálfsögðu baðaðir í blóði verkalýðsins.

Hvenær verður jólaguðspjallið í boði Vífilfells - "af hverju ekki Guð með zero boðorð?"

Ingvar Valgeirsson, 21.3.2007 kl. 21:55

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Asni...jólaguðspjallið yrði í boði Ölgerðarinnar!!! Egils appelsín og malt darling.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband