Færsluflokkur: Spil og leikir
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta
Ég hata úlpur og fótbolta.
Skömm að þessu, en mér gæti ekki verið meira sama um gengi stelpnanna "ykkar" þó auðvitað hugsi ég hlýlega til þessara valkyrja.
En að kenna dómara um þegar illa gengur er ekki stórkvenlegt og mikið þroskamerki.
Hvað þá að lýsa eftir ákveðnum líkamspörtum á milli fóta dómarans sem þá væntanlega gefur honum aukið vægi í djobbinu.
Dómarahæfnina er þá að finna í tittlingnum eða hvað?
"Ég vil fá dómara með typpi!", sagði bálreið íslensk landsliðskona eftir leikinn í gær þar sem þær töpuðu fyrir Frakklandi.
Málið er að kvennaíþróttir hafa ætíð verið settar skör lægra en karla þó nú sé sem betur fer að verða breyting þar á.
Það er því í hæsta máta ósmekklegt með tilliti til þessa að kyn dómarans sé gert að umtalsefni.
Ég hef húmor í allan fjandann.
En þarna er bullandi kvenfyrirlitning í gangi hjá kvennaliðinu.
Og mér stekkur ekki bros.
Í guðanna bænum segið ekki að þetta sé skiljanlegt í hita leiksins og blablabla.
Ég gef ekki aur fyrir svoleiðis röksemdafærslu.
Og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta.
EM: Ég vil dómara með typpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Ekki sama á hvaða fíl er ráðist
Þessi fíll tengist ekki fréttinni.
Rosalegir fordómar eru gagnvart samkynhneigðum fílum í Póllandi.
Ég sverða.
En það er eins gott að Mogginn slær varnagla í þessari frétt og tekur fram að fíllinn á myndinni tengist ekki fréttinni.
Annars hefði blaðið getað lent í meiðyrðamáli.
Fíllinn á myndinni hefði hreinlega getað stefnt þeim.
Hvaða brandarakall setti þetta í blaðið?
En svona í förbifarten:
Ætli það sé enn verið að leita að páskaeggjum í Elliðaárdalnum?
Nei, nei, segi svona, datt það í hug bara.
P.s. Ég verð að segja ykkur að mér finnst þessi fíll á myndinni smá hommalegur og ég vona svo sannarlega að hann sjái ekki þessa bloggfærslu.
Hehemm.
Skammast yfir samkynhneigðum fíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Óreiðumennirnir í Árnessýslu
Hátt í fjögurhundurð handtökuskipanir hafa verið gefnar út í Þvagleggnum.
Þvagleggur sýslumaður vinnur vinnuna sína og það stendur blóðbunan aftan úr honum.
Hann gerði þetta í fyrra líka, ábyggilega með góðum árangri.
Og nú geta "óreiðumenn" í Árnessýslu átt von á lögreglunni í heimsókn, á vinnustaði og heimili og þeir færðir fyrir yfirvaldið.
Það má vera að þetta sé sniðug aðferð til innheimtu.
En í þessu tilfelli hefði ekki verið hægt að vera ósmekklegri þó viðkomandi hefði sótt sérstakt námskeið í að kynda undir reiði fólks og hella olíu á eldinn.
Það gerir mig snakilla að sjá hlaupið eftir venjulegu fólki með þessum hætti þegar stórglæpamennirnir og hinir eiginlegu óreiðumenn njóta einhverskonar friðhelgi og fá að halda iðju sinni áfram óáreittir þrátt fyrir að hafa framið rán á heilli þjóð.
Vitið þið; ég verð ekki hissa þótt þetta endi með byltingu.
Og henni ekki friðsamlegri ef fram heldur sem horfið.
Er umræddur sýsli á leið í pólitík?
Kæmi mér ekki á óvart.
Hátt í 400 handtökuskipanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Manstu eftir mér fíflið þitt?
Hér á kærleiks gerast hlutir.
Eitthvað spennandi og ævintýralegt hendir mig á hverjum degi.
Áðan hringdi dyrabjallan t.d. og ég er ekki að ýkja.
Úti stóð hávaxinn maður með andlit nánast hulið alskeggi.
Ég: Góðan daginn.
Hann: Góðan daginn, Manstu eftir mér?
Ég: Nei, á ég að gera það?
Hann: Þekkirðu mig virkilega ekki?
Ég: Nei, bara alls ekki, því miður. Reyndar myndi þín eigin móðir ekki þekkja þig, það rétt sést í augun á þér.
Hann (hlægjandi): Þú ert nú meira fíbblið. Hahahahaha. Breytist aldrei, alltaf jafn ósvífin. Hahaha.
Hann aftur: Við unum saman á skrifstofu sóandsó í denn.
Ég: Já, nú man ég. Hvert er erindið?
Hann: Ég er með blöð sem eru skrifuð út frá biblíunni og mig langar til að bjóða þér þau.
Ég: Nei, nei, nei, nei, kemur ekki til greina, ekkert biblíuvesen inn á mitt heimili. Sérstaklega ekki hliðarskrif við viðkomandi bók.
Hann: Áttu ekki kaffisopa, við getum spjallað og ég sýnt þér þetta í rólegheitum.
Ég: Jú ég á kaffi og nei þú kemur ekki inn til að troða inn á mig einhverju sértrúarsafnaðarriti.
Hann (ætlar að taka mig á idjótasálfræðinni): Ertu hrædd við Guð?
Ég: Já er það ekki meiningin?
Og svo var þetta svona smá blablabla og blíblíblí áður en hann fór og bað guð að blessa mig.
En nú verð ég að segja ykkur leyndarmálið. Ég hef ekki grænan grun um hver þessi maður er, man ekki eftir honum enda vann ég á skrifstofu sóandsó fyrir þrjátíu árum eða svo.
Guð forði mér frá trúboðum.
Á krepputímum er sótt að manni úr öllum áttum.
Þetta er að gera mér hluti.
Farin að fikta í nefinu á mér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 21. september 2008
Algjörlega fallin fyrir EI
Ég er algjörlega "head over heals" í honum Eddie Izzard sem dóttir mín er nýbúin að kynna mig fyrir.
Sko myndböndunum hans, ekki honum persónulega.
Ég læt ykkur um að dæma.
Það er gott að hlægja fyrir svefninn.
Later.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 20. september 2008
Frá stjónarhóli steingeitar
Að pæla í stjörnuspám er skemmtilegt tómstundagaman sem ég btw stunda ekki.
En ég hef fengið stjörnukort og svo finnst mér gaman að reyna að geta, í hvaða stjörnumerkjum fólk er.
Ég ulla svo auðvitað á stjörnu"spár" í dagblöðunum því þær eru húmbúkk og blaðamaður vinur minn sem var á gamla DV sagði mér að sá sem verst stæði sig í djobbinu fengi stjörnuspá dagsins til að setja saman. Skelfilegt alveg, sko meðferðin á blaðamönnunum í denn.
Stjörnuspá Moggans er heimur út af fyrir sig. Hún er oftast svo illa unnin, beinþýdd úr framandi tungumáli, amk. hlýtur það að vera framandi fyrir þann sem stendur að þýðingunum, hrein kínverska segi ég. Eða þannig var það þegar ég fylgdist með.
En núna áðan rakst ég á mína eigin(s) persónulegu stjörnuspá.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Mykjudreifarar
Algjörlega stórundarlegur dagur, þessi í dag sko.
Í fyrsta lagi rigndi, í öðru lagi breytti ég um útlit á síðunni minn og svo var ég hálf rúmliggjandi líka og það telst vera í þriðja lagi. Einhver að telja?
Og ég talaði við gamla vinkonu í síma sem spjallaði um heima og geima.
Í miðju spjalli sagði hún:
V: Ég er svo fegin að haustið er að koma og vetrarstarfið að hefjast!
Ég: Ha, vetrarstarfið? Ertu í Framsókn?
Hún: Noj ertu ekki í lagi, hjónaklúbburinn og leirnámskeiðið er að byrja?
Ég: Ha, ertu svona mikill lúði kona, ég dey.
Og við hlógum.
En aftur að Framsóknarflokknum sem ætla mætti að ég væri komin með á heilann, en það er ekki þannig. Ónei.
Þegar ég var stelpa heyrði ég á haustin auglýst fyrir kvöldfréttirnar í útvarpinu: Framsóknarmenn, Framsóknarmenn, vetrarstarfið er að hefjast, vinsamlegast skráið ykkur í félagsvistina sem fyrst.
Og ég spurði ömmu hverjir væru í Framsóknarflokknum (það fólk spilaði stöðugt alltaf fjör hjá þeim) og amma sagði mér í ekki svo fáum orðum að þeir væru beisikklí bændur.
Síðan þá hefur "vetrarstarf" og þannig fyrirkomulag verið tengt bændum í Framsókn órjúfanlegum böndum í hausnum á mér.
Og svo glumdi í útvarpinu fyrir hádegisfréttir; Bændur og búalið, bændur og búalið. Vorum að taka upp mykjudreifara.
Síðan hefur alltaf verið í mér einhver andskotans óhugur gagnvart Framsóknarflokknum.
I wonder why?
Hm...
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Hvar er Kobbi? - Ó hann var ekki týndur!
Ég nenni ekki að blogga mikið meira um ruglið í borgarmálunum.
Allir komnir með upp í kok, en samt er eitt mál hérna sem ég hef verið að velta fyrir mér. Þið verðið að hjálpa mér með það gott fólk.
Hvar er Kobbi Magg?
Málið er að ég hef ekki séð mynd af Ólafi Eff, nema keðjumyndina, án þess að Kobbi sé þar fast á hæla honum. Óaðskiljanlegir og samvaxnir á mjöðm síðustu misseri drengirnir. Algjör tenging í gangi, hveví ástarsamband.
Hvað varð svo um Jakob?
Hefði hann ekki átt að sitja við hlið Guðföðurins á blaðamannafundinum í fyrradag?
Ólafur segist koma aftur og aftur..
..en ætlar Jakob bara að koma einu sinni (sjitt, þetta hljómar illa)?
Við reynum aftur..
ætlar miðborgarstjórinn ekki að standa með sínum manni sem hann trúir svo svakalega mikið á?
Óli er svo einn án Jakobs og Jakob er ekkert án Ólafs.
Ómæ - farin að gera eitthvað skemmtilegt eins og að klóra mér í höfðinu.
Ó, hér eru nýjustu fréttir.
Miðborgarstjórinn er niðri í ráðhúsi að spila á harmóníkku.
Málið er leyst, samband heldur, allir glaðir, ég líka.
Farin til læknis. Jájá.
Borgarstjórinn: Kemur alltaf aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Jia-you Maó formaður
Húsband (spenntur): Hvernig fór leikurinn í morgun?
Ég: (kúl eins og agúrka): Við unnum sá ég á blogginu.
Hb: Ha, unnum við, váváá, veiveivei, ég meina það, algjör gapandi brilljans. Ertu ekki glöð?
Ég: Ha, jújú, en það var ekki verið að leysa hungurvandamál heimsins, rólegur á gleðilátunum.
Hb: Gerir þú þér enga grein fyrir hvað þetta er mikið afrek, við erum komin í úrslitabaráttuna??
Ég: Jú ég heyri það og sé bæði á þér og bloggheimum. Þið eruð í skýjunum yfir strákunum "ykkar".
Hb: Hvernig er hægt að verða ósnortinn? Og Þorgerður Katrín á leiðinni út aftur bara allt að gerast (hér læddist kvikindislegt glott yfir ásjónu eiginmanns, hann veit hvað ég er viðkvæm fyrir ferðalögum ráðamanna til Kína).
Ég (kuldalega): Villtu ekki slást í för með henni bara.
Hb: Þú ert algjört gleðispillir. Þetta er stórkostlegt fyrir Ísland.
Ég: Jia-you Þorgerður Katrín, Jia-you þú elskan og Jia-you Mao formaður.
Hb. Ha???
Ég var búin að lesa Moggann ekki hann.
1-0 fyrir mér.
Úje
Jia-you Is-land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Varamenn með skapahár
Ókí, Nasa búin að fatta hvers vegna Norðurljósin bregða á leik.
Gott mál.
En ég heyrði af geimfara sem staðfastlega heldur því fram að geimverur séu til og að þessar upplýsingar séu stjórnvöldum í USA löngu ljósar.
Ég vissi að geimverur voru til um leið og ég sá þessa mynd.
Ég veit að maður á ekki að gera grín að útliti fólks, flestir ráða engu um hvernig guð leggur til gjafirnar, en þessi púkkar upp á sköpunarverkið með tilfæringum, væntanlega úr lærinu á sér og ég tel mér fullkomlega leyfilegt að æla, ef þið vilduð gjöra svo vel að bíða rétt á meðan.
Ég lagði það á mig að horfa á þennan þátt (Britain´s next top model) til að berja konuna augum og ég gat ekki fylgst með neinu nema vörunum á henni sem lifðu sjálfstæðu lífi og voru á leiðinni eitthvað í hvert skipti sem hún opnaði munninn.
Svo var hún tæfuleg í dómum sínum, frekar köld og andstyggileg í stíl við varirnar.
Annars las ég um konu sem fór í varadjobb og byggingarefnið var tekið úr svæðinu nálægt Gunnu litlu. Eftir nokkrar vikur fóru að vaxa skapahár úr vörunum. Þetta er ekki flökkusaga heldur beinharður sannleikur. Sá viðtal við konuna á sænskri sjónvarpsstöð og þátturinn hét því skemmtilega nafni Torg Hégómans (Fåfängans torg).
Ég vona að viðkomandi hafi tekið hintinu frá almættinu.
Ég hef hingað til ekki séð varaverk sem lítur út fyrir að vera annað en það er. Sjálfstæðar varir sem passa ekki andlitinu.
Sjáið eina af mínum uppáhaldsleikkonum, hana Goldie Hawn. Hún er varamanneskja eins og Huggy og fleiri fagrar konur.
Ég vil ekki vera varamaður, ég vil vera úrvalskona.
Og hafðið þið það aularnir ykkar.
Bloggað af Leifsgötu, á hundleiðinlega lappann hans Einars míns.
En það viðrar vel til mótmæla.
Kettlingurinn Núll var að gera mig brjálaða í nótt með því að leika sér að hárinu á mér.
En þessi mjallahvíti hnoðri er ungviði og mér er nokkuð hlýtt til þeirrar kategóríu og þess vegna lifir hún og er í góðu yfirlæti.
NASA uppgötvar hvers vegna norðurljósin dansa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 10
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987141
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr