Færsluflokkur: Spil og leikir
Sunnudagur, 13. júlí 2008
Plebbalisti Jennýjar Önnu - varúð - ekki fyrir viðkvæma!
Ég hef haft nógan tíma í dag til að hugsa. Já, ég verð stundum lostin sterkri löngun til að nota heilabúið, þess á milli liggur það í algjörum dvala.
Og ég var að pæla í plebbisma. Hvað mér finnst plebbalegt og að öðrum finnist ekki það sama og mér um málið. Sumum finnst kannski eitthvað sem mér finnst hipp og kúl, algjörlega glatað.
Og hvað er plebbi, art.plebius(), plebbaskapur?
Ég get nefnt dæmi um rakinn plebbisma.
Ef þú færð raðfullnægingar yfir lágu verði á grænum baunum og keyrir bæinn á enda til að nálgast baunadósina ertu sennilega plebbi.
Ef þú hrósar kjólnum vinkonunnar og hún segir; "takk bara 2000 kall í Hagkaup" eða þú dáist að garðsláttuvél nágrannans og hann svarar sömuleiðis; "takk bara 3000 karl í Ellingsen" þá ertu að tala við verðlagsplebba sem geta aldrei látið hjá líða að romsa upp úr sér góðum dílum. Þeir setja merkimiða á lífið og þeir leita jafnvel tilboða í útfarir þegar þeir missa náinn ástvin og deila útkomunni glaðir með erfisdrykkjusyrgendunum.
Og ef þú ferð á Þorrablót, þá ertu kannski í plebbahættu, þ.e. ef þú úðar í þig hákarli og sviðnum augum og heldur því fram að hvorutveggja kitli bragðlaukana og þig langi sífellt í meira.
Ef þú ert fyrstur í röðinni á öll svona endurkomusjó. Ef þinn æðsti draumur er að Herman Hermit´s komi saman aftur og ef þú neitar að trúa að Presley sé dáinn eða þá Jim Morrison, þá erum við sennilega að tala um tónlistarplebba.
Ef þú ert karlmaður með líkhvíta loðna leggi í svörtum dralonsokkum, og þér finnst ekkert að því að ganga um á nærbuxunum og sokkunum fyrir framan elskuna þína, þá ertu vonlaus og veikur plebbi á lokastigi sjúkdómsins.
og að lokum, amk. að þessu sinni, ef þú grætur af söknuði eftir eitístískunni, bæði herðapúðum og hárgreiðslu, þá ertu sennilega staðnaður plebbi og mættir alveg fara að henda úr fataskápnum og sonna.
Meira seinna.
Bara góð sko.
Lögst í rannsóknir á snobbhæsnum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Mánudagur, 30. júní 2008
Unaðslegur skilnaður
Það er varla að ég þori að blogga um þetta frábæra framtak Dana í skilnaðarmálum.
En það er vegna þess að sumir sem lesa bloggið mitt hafa ekki húmor fyrir viðhorfum mínum til allra minna fyrri hjónabanda og skilja ekki að ég er að grínast með málefnið. Skil ekki afhverju sumir vaða stöðugt inn á síður sem fara í taugarnar á þeim.
En auðvitað þori ég, bara smá fokk hérna í morgunsárið fyrir alla þessa húmorslausu sem vaða í gegnum lífið eins og hertir handavinnupokar og skilja eftir sporin sín í athugasemdakerfum heimsins.
Mér finnst þetta svo krúttlegt framtak hjá þeim í Danmörku, þ.e. að nú er hægt að fá kirkjulega afvígslu eða skilnaðarathöfn.
Ég sé alveg fyrir mér hjónin ganga eftir kirkjugólfin með erfingjana í einni sorgarbunu á eftir sér, ganga upp að altarinu, skiptast á hringum, eða réttara sagt skila þeim, kýla eða sparka hvor í annað, en auðvitað bara laust, svona sýmbólskt, og vaða svo frjáls út úr kirkjunni með börnin.
Svo má taka þetta aðeins lengra. Það má efna til veislu þar sem uppboð verður haldið á brúðargjöfunum, borðað og drukkið, farið á trúnó, grátið smá og svo fara allir til síns heima voða glaðir.
Það gæti jafnvel endað með sögulegum sættum hjá pari dagsins, hver veit.
Um að gera að poppa svolítið upp skilnaði. Nú mér hefur alltaf fundist jarðarfarir í daufari kantinum, Danirnir ríða kannski á vaðið og djassa þær örlítið til líka.
Eftir mína skilnaði þá hef ég nú yfirleitt farið á kaffihús, sko með vinkonum, nú eða næsta tilvonandi eiginmanni
Dem, það væri hægt að slá skilnaðar- og giftingarathöfn saman í eitt.
Og nú set ég upp hauspoka.
Farin með veggjum og úje.
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Helvítið hann Bördí Jennýjarson
Ég hef áður bloggað um Bördí Jennýjarson. Bördí er gári og hann tilheyrir Jenný Unu, en við keyptum hann handa henni í fyrra svo hún gæti átt sitt eigið gæludýr.
Hm..
Bördí stundar ennþá lausagöngu upp á bókaskápunum. Hann hafði tekið undir sig bók Einars Más, Bítlaávarpið, sem ég hafði skutlað upp á skápinn af því ég varð fyrir vonbrigðum með bölvaða bókina. En svo kom sú nýjasta. Einari Má var snarlega fyrirgefið og Bítlaávarp tekið undan fugli og Valdatafl í Valhöll, fórnað undir fuglskrattann. Loksins kom sú vesæla bók að gagni. Ég veit ég á ekki að blóta þessu eðalkvikindi honum Bördí, en hann er að gera mig stjórnlaust geðveika, ég sver það.
Bördí er með skoðanir og attitjúd. Hann vill vera laus, hann fer í búrið til að borða, annars er hann með stofuna sem leikvang og hann hlýðir engu. Hann á sín móment, fuglinn, eins og í gær þegar húsband var að spila ljúfa menúetta á gítarinn sinn, þá dansaði hann og söng í rosalegum fíling, allur púffaður af hamingju.
Bördí elskar að fara í bað. Nú má ég ekki skrúfa frá krana öðruvísi en að hann gargi frekjulega og það ískrar rosalega í þessum litla kroppi og fer inn í merg og bein.
Og hann er fálátur við mig. Elskar húsband og Jennýju. Fer að syngja þegar þau koma inn úr dyrunum. Stundum öskrar hann af frekju ef Jenný sinnir honum ekki og þá segir blessað barnið: "Bíddu Bördí minn, ég er aeins að horfa á sjónvartið". Fuglræksnið sinnir því engu.
Nú í þessum skrifuðu orðum ískrar í honum eins og ryðguðum hjörum. Hann flýgur í hringi yfir hausnum á mér og ég veit að hann er með kröfur um eitthvað. Ég læt sem ég sjái hann ekki, þrátt fyrir að taugakerfið sé eins og fakírabretti og það geysi morðfár innra með mér.
Ég hélt einu sinni að ég réði mér sjálf og heimilinu í samvinnu við hitt eintakið af Homo Sapiens sem er með skráð lögheimili hér á bæ.
Svona getur maður verið vitlaus. Hér ríkir fjandsamlegt einræði fugls, sem er ponsulítill blár og púffaður dúskur.
Svo mikið krútt en ég gæti dre... hann!
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Vér prímadonnur
Það er þetta með prímadonnurnar. Ég tengi við þær. Er með dass af prímadonnu í mér (ofan á geðveikina sem ég var greind með um daginn í athugasemdakerfinu).
Friðrik Ómar er búinn að skrá sig úr símaskránni. Prímadonna? Halló! Á ekki að henda sér í vegginn bara og hoppa út um kjallaragluggann?
Ég hef skráð mig úr símaskránni, Óli frændi, Guðbjörg frænka, Sigga systir, Vladislav pennavinur minn og fleira merkilegt fólk sem ég þekki. Meira að segja mjög náið.
Ekki kjaftur sem hafði eitthvað um það að segja.
Mér er stórlega misboðið.
Bætmítúþebón!
Úje
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Millan að bresta á
Kæru lesendur, aukið sjálfsánægju mína og takið þátt í þessari dásamlegu upplifun minni af sjálfri mér. Millan er að slá inn í dag. Viljið þið ekki verðlaun ódámarnir ykkar? Kvitta og setja teljaratölu með. Það eru alvöru verðlaun í boði fyrir þann sem næst kemst.
Og þau eru enginn sviðakjammi eða annar viðbjóður.
Milla í flettingar á innan við ári er stórvirki.
Guð ég myndi kyssa mig ef ég væri ekki ég sjálf.
Lalalalala
Komasho
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Næ ég milljón fyrir 26. febrúar?
Mér varð svona rétt litið á teljarann minn í bríaríi, (sem ég geri næstum því aldrei, hehemm) og þá blasir við að flettingar á þessu tæpa ári sem ég er búin að blogga eru orðnar 993 þúsund og eitthvað. Sem sagt millan næsta. Nú er spurning????? Næ ég milliunni fyrir 26. febrúar, á árs bloggafmælinu mínu? Það væri flott. Annars er mér svo sem sama, jeræt. Sko þið lufsurnar ykkar sem eruð hér inni eins og gráir kettir að fylgjast með gleði minni og sorgum, ábyrgðaröxlun, niðurdragningu, upphafningu, sjálfsdýrkun, hörmum, sækóköstum og öðrum karakterútspilum mínum, hvort þið hjálpið mér ekki við þetta lítilræði.
ÞAÐ ERU VERÐLAUN Í BOÐI FYRIR ÞANN SEM NÆST KEMST MILLUNNI og það verður engin Sómasamloka, eða pulsa með öllu nema lauk, remúlaði, hráum og rauðkáli.
Það verða verðug verðlaun. Millunni á að ná sem lengst fyrir afmælisdag.
Komsoho. Flettí, flettí, flett.
Lífið er frábært.
Úje
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Ég vaknaði fyrir allar aldir - ég legg ekki mikið meira á ykkur...
..en ég fór á gamlar slóðir, Kr-heimilið, þar sem ég var nánast daglegur gestur i fleiri ár, vegna þess að Maysa og Sara voru í stífri fimleikaþjálfun.
Nú er hún Jenný Una Eriksdótir komin í íþróttaskóla. Fyrir þriggja ára börn. Alls kyns leikir og þrautir sem börnunum finnst rosa skemmtilegt að taka þátt í.
Jenný Una er virkur þátttakandi, í sumu, sumt finnst henni baddnalegt. Hún ætlar að fara í fLimleika og allt í íþróttaskólanum sem hefur tengingu í flimleikana elskar hún, eins og að dingla í hringjum, fara kollhnísa, ganga á jafnvægisslá, finnst henni skemmtilegast. En hún tekur þátt í hinu auðvitað líka, hún er svo vel upp alin. En það kemur á hana smá þreytusvipur, eins og t.d. í blöðruleiknum, alveg: við erum nú engin beibí hérna.
En ég hafði óskaplega gaman að þessum litlu krúttum, leikgleðinni, einbeitninni og félagsandanum, þó ég hafi alltaf haldið að hann væri nú ekki svo mikið mótaður á þessum aldri. En þau tóku svo sannarlega tillit.
Á leiðinni heim í bílnum sagði Jenný: Amma, þú kom koma með í þróttakskólann minn alltaf! Og það veit ég að er rausnarlega boðið. Ég var mjög upp með mér og var nærri búin að tárast þarna í framsætinu. Krúttkast.
Smá sýnishorn af æfingum.
Efri myndin er af Unu og Söru KAMBAN ásamt mínum íþróttaálfi.
Og hér eru teknar alvarlegar armbeygjur fyrir komandi flimleikaþátttöku.
Later!
Úje
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Ólafur Eff, snarstoppaði þegar hann rakst á skrítnu konuna á gangi ráðhússins, vitandi að spákonan Ellý Ármanns hafði spáð að hann myndi finna ástina um leið og hann hætti að pæla í þessari geðveiki.
Hvað myndi Ólafur F, ég og fleiri merkilegar persónur gera ef við gætum ekki leitað til spákvenna eins og t.d. hennar Ellýjar Ármanns, sem er mjög margt til lista lagt, ma. að sjá inn í framtíð okkar, fyrir nú utan þann hæfileika að hafa horft á mann í stofunni heima í fjölda ára. OMG.
Ég veit nú ekkert hvort hún vill spá fyrir mér, enda svo sem engar snekkjur og bankar í minni nánustu framtíð, þannig að það er ekki neitt spennandi þannig framundan, sem ég þarf endilega að vita.
Á gríns þá finnst mér þjóðfélagið og maður sjálfur meðtalinn (stundum) sé að verða að einum stórum farsa. En hér er þessi merkilegi spádómur um Ólaf og verðandi kærustu, sem nb. virðist nokkuð skrítin í byrjun en hva, hún kemur til. Ólafur á líka að hætta að hugsa um þessa geðveiki.
Gjörsvovel:
Það birtist kona í spádómnum. Hún er mjög dul, og virðist skrítin við fyrstu kynni, en þegar borgarbúar fá að kynnast henni er hún hjartahlý og góð", segir Ellý Ármanns, spákona, en hún lagði nokkur spil fyrir Ólaf F. Magnússon fyrir þáttinn Mér finnst á ÍNN sjónvarpsstöðinni.
Ellý segir að konan muni birtast borgarbúum á árinu, en Ólafur sé jafnvel búinn að kynnast henni nú þegar. Þetta er akkurat kona sem hentar manni eins og honum. Þau eiga eftir að leiðast, ganga á fjöll og njóta þess að vera úti í náttúrunni", segir Ellý og bætir því við að þetta sé einmitt það sem Ólafur þarf núna. Hann er svolítið einmana og þarf á góðri konu að halda".
Ellý segir að konan eigi eftir að styrkja Ólaf mikið, og bætir við að Ólafur þurfi að fara að láta að sér kveða, Hann þarf að fara að láta verkin tala og hætta að hugsa um þessa geðveiki", segir Ellý að lokum. "´
Ó svo sætt, ég sé þau alveg fyrir mér, valhoppandi hönd í hönd upp um Esjuhlíðar, hann með prjónahúfu með nafninu hennar og hún með prjónahúfu af merkta F-listanum. Krúttkast.
Ég spyr nú bara: Er í lagi heima hjá fólki, sko ekki konunni og Ólafi Eff heldur okkur hinum?
The hills are a live
Úhúje
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Bara einn klefi - hvar er hin alræmda óhlýðni??
Ég er svolítið hissa á að bara einn bar skuli ganga í berhögg við hið illræmda og ósveigjanlega reykingabann. Hélt satt best að segja að það yrðu amk. nokkrir sem létu ekki segja sér að láta gestina sína standa úti í blöðrubólguaðgerðum, en svona geta hlutirnir komið manni á óvart´
Ekki að ég sé að mæla með lagabrotum hérna, en reykingarbannið á opinberum stöðum og þá er ég aðallega að tala um kaffihús og skemmtistaði, er gerræði og illa ígrundað. Við búum fjandinn hafi það vart á byggðu bóli, veðurfarslega séð.
Heilbrigðisráðherra, þessi sem stendur dedd með því að fíkniefnið alkahól verði selt í búðunum, var eitthvað búinn að ýja að því að þetta yrði endurskoðað með reykingarnar ef ekki gengi nógu vel.
En það þarf vart að endurskoða neitt þegar allir hlýða, allt gengur eins og smurt og lungnabólgur og blöðrubólga, flensur og bronkítis eru meðhöndluð hjá sama heilbrigðiskerfi og enginn segir neitt.
Ég verð að játa að ég dáist pínu að þeim á Barnum við Laugaveg sem eru með reykklefa og ætla að láta reyna á hver útkoman verður.
Ég stend með þeim.
Það sem gerir mig hissa er hversu hlýðnir hinir skemmtistaðirnir eru, því mér hafa alltaf þótt íslenska þjóðarsálin óþekk í eðli sínu.
Ekki að þetta skipti máli fyrir mig. Fer ekki á bari, fór stundum á kaffihús fyrir bann, en ætti ekki annað eftir nú þegar ég má ekki fá mér eins og eina síu með kaffinu. Ekkert liff í því.
Komasho Barinn.
Borgin ráðalaus vegna reykklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Með óbragð í munninum
Ég er þokkalega lent eftir mína einstöku ævintýraferð til London, og þegar höfuðið fer að starfa eftir að andinn hefur náð heim eftir flugferðina, en eins og allir vita, þá mætir andinn aðeins seinna á svæðið en líkaminn eftir flug, þá er mér beinlínis óglatt.
Mér er óglatt yfir þessum köllum, honum Ólafi F. og Villa Vill, undirferli þeira og óheiðarleika, gagnvart öllum sem á þá eiga að geta treyst.
Ég hef ágætis álit á Hönnu Birnu og Gísla Marteini, þrátt fyrir að vera þeim eins ósammála í pólitík og hægt er að vera, en mér hefur fundist þau virðingarverðir stjórnmálamenn. Hafa þau, t.d. geð í sér til að setjast að völdum í borginni við þessar aðstæður? Ekki að ég búist við kraftaverkum, Sjálfstæðismenn eru svo hlýðnir að það þarf eitthvað mikið að gerast til að þeir fari að vera með múður.
Ætli fylgi Ólafs fylli heilar strætisvagn? Fleiri en 50 kjósendur eða svo á bak við borgarstjórann?
Er Villi allt í einu hvítþveginn af Rei?
Lýðræði, smýðræði.
Ég er hætt að trúa á hið góða í manneskjunni, amk. þeim sem svínast í pólitík á svona forsendum.
Í mínum augum eru þessir karlasnar bölvaðir valdaræningjar og ekkert annað. Og enginn ætti að styðja þá í þessum ljóta gjörningi.
Og nú verður ekki líft í borginni fyrir fokkings mislægum gatnamótum.
Afsakið meðan ég æli.
Frusssssssssssssssssssssss
P.s. Þessi færsla fer undir "Spil og leikir" því þar á hún heima. Þær ættu að kaupa sér Matador eða eitthvað þessir kallar addna.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr