Færsluflokkur: Sjónvarp
Mánudagur, 5. maí 2008
Tjónajöfnun Gísla græna
Ef höfuðið á mér gæti snúið sér, eins og hjá stelpunni í Særingarmanninum, þá myndi það vera á öflugum snúningshraða, við að reyna að ná og skilja Borgarstjórann og Co í Reykjavík.
Hvernig er þetta eiginlega, þarf maður túlk á þetta fólk til að ná lágmarksskilningi á hvert það er að fara, hvað það meinar?
Í síðustu viku töluðu þeir tungum, íhaldið annars vegar og Ólafur hinsvegar vegna REI og ég og fleiri vorum eitt spurningarmerki.
Nei, nei,
og núna sá ég Óla í sjónvarpinu um helgina, messa á borgarafundi um skipulag Vatnsmýrarinnar, sem hann taldi búið til að fólki sem hefði ekki skilning á þörfum nútíma samfélags. Svo sá ég endursýnt viðtal við hann frá því í febrúar þegar hann tók þátt í að samþykkja sama skipulag og þá var hann nokkuð glaðbeittur með málinu.
Nú kemur Gísli Marteinn í fréttir og reynir að tjónajafna yfirlýsingar Borgarstjórans. Að það ríki einhugur, jájá, allir glaðir saman. Þessi einhugur sem alltaf er verið að segja frá eftir að einhver hefur misst út úr sér óheppilega hluti, er þá bara prívat. Hann birtist mér ekki í fjölmiðlum, svo mikið er víst.
Og Borgarstjórinn tjónajafnar líka og kemur með yfirlýsingar um að orð hans séu rangtúlkuð, að hann sé í GRUNDVALLARATRIÐUM sama sinnis og í febrúar.
Ók, ég hlýt að vera skemmd í höfðinu. Fyrir mér er þetta ekki bara katastrófurugl í meirihluta sem hangir saman á óskinni um að fúnkera en engu öðru, þetta er glundroði. Algjört mess.
Kannski er þetta merkjamál þeirra í meirihlutanum. Hvað veit ég sitjandi hér uppi í Gólanhæðum.
En þetta horfir við mér eins og handónýtur samstarfshópur og best væri að þeir segðu af sér og það strax.
Helst vildi ég fá að kjósa aftur.
En ekki hvað?
![]() |
Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Músík í myndum
Það er langt síðan að ég hef eytt svo löngum tíma í sjónvarpsgláp og það á íslenskum þáttum. Fyrst var það evróvisjón undirbúningurinn á RÚV, með Palla í brúnni. Algjör eftiröpun reyndar frá sænsku þáttunum sem Eiki var í, í fyrra og undanfarin ár, en það kemur ekki að sök.
Sko, ef lögin hugnast mér ekki, þá mjúta ég sjónvarpið og hlusta svo með athygli á panelinn.
Ég hef nefnilega afskaplega litla ánægju af lögunum en settöppið í kringum þáttinn er svona félagslegt fyrirbæri, þó maður sitji bara með sjálfum sér heima í stofu. Allir sameinast í heitri bæn. Látum Ísland vinna.
Svo horfði ég á hátíðina í Háskólabíó, hlustendaverðlaun FM957. Gaman að því. Páll Óskar rakaði til sín verðlaununum. Á þau örugglega skilið en ég er ekki með smekk fyrir þeirri tónlist heldur.
Mér fannst hins vegar gaman að hlusta á Ný-danska og Gus-Gus.
Restin var til uppfyllingar fyrir mig.
Af hverju glápir maður á sjónvarp?
Ég veit það ekki, en stundum er það bara gaman. Ekki öðruvísi.´
Vindurinn gnauðar eins og að hausti. Hér beinlínis hriktir í öllu.
Ég held að ég fari tímanlega í rúmið.
Góða nótt rúslurnar mínar.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 2. maí 2008
Beðmálsbömmer
Ég gæti alveg hugsað mér að læsa húsinu með slagbrandi, setja fjórfalt gler í glugga, draga niður gardínur og horfa stanslaust á alla Beðmálsþættina, þar til yfir lyki. Þrátt fyrir að ég hafi séð þá alla, oftar en einu sinni.
Mér fannst þeir skemmtilegir en ekki svona skemmtilegir. Það sem ég hef svo gaman af er að taka út skó og föt persónanna. Ók, nú heldur fólk að ég sé brjáluð. Auðvitað myndi ég ekki nenna að horfa á alla þættina út af þessu atriði, en það er bara vegna þess að allt stöffið í þeim er löngu komið úr tísku. Got you!
Annars dauðsé ég eftir þessum þáttum. Þeir hittu svo í mark hjá undirritaðri. Þeir voru svo ekta eitthvað. Maður þekkti sig og vinkonurnar í nánast hverju skoti.
Enginn þáttur um konur hefur komist í hálfkvisti við þessa, ekki Aðþrengdar, ekki Varalitafrumskógurinn og hvað þeir heita allir saman.
Ég mun mæta á Beðmálin í bíó og svo mun ég leigja hana og taka út klæðin. Gæti fengið hugmyndir.
Það er draumur minn og margra sem ég þekki (þori ekki að alhæfa, það er bann við alhæfingum dagurinn í dag) að geta skipt um föt allan guðslangan daginn.
Eða það held ég. No?
![]() |
Skiptir 81 sinni um föt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Af týndum gleraugum og maístjörnu
Þetta kvöld, frá kvöldmat eða svo, hefur verið lyginni líkast. Ég týndi nefnilega gleraugunum mínum. Ég er nærsýn með afbrigðum. Ég byrjaði ekki að nota gleraugu fyrr en fyrir 10 árum, fannst ekki nógu hipp og kúl að vera gleraugnaglámur. Ég fór í gegnum erfitt nám í Svíþjóð, t.d. án þess að sjá á töfluna. Veit ekki hvernig ég glósaði, en það tókst.
Ég eignaðist fyrrverandi vini í búntum, þar sem ég lét hjá líða að heilsa þeim á götu. Sá þá ekki, enda sé ég ca. 15 cm. frá mér, það sem lengra er burtu er í móðu. Og nú get ég ekki fúnkerað án þess að hafa gleraugun.
Þau eru nærri því ósýnileg, með títanumgjörð, þetta eru týpugleraugu (víst Ibba, þetta eru mín týpugleraugu) og ég fann þau ekki þegar ég fór að horfa á fréttir. Ég ein heima og ég sé ekkert frá mér þannig að ég hríslaðist um og leitaði og fann ekkert. Ég var ekki sjón að sjá, hefði einhver séð mig. Góð ráð voru dýr, fréttir voru að hefjast og ég verð að sjá þær, báðum megin.
Hafið þið prufað að halda á sjónvarpinu á meðan þið horfið á það? Ekki? Það er hm.. sérstök lífsreynsla.
Ég skreið síðan um allt hús og leitaði, ég legg hluti frá mér á ólíklegustu stöðum, stundum hef ég lagt frá mér brillurnar inni í fataskáp og ég finn þau aldrei, húsband geri það. Ég rak hausinn af alefli í bókaskápinn þar sem ég skreið um allt, án árangurs.
Minn heittelskaði brunaði heim áðan, mér til bjargar. Hann gekk inn, beygði sig niður við borðstofuborðið og tók upp gleraugun. Jájá, heldur að hann sé eitthvað.
Ég gat horft á Kiljuna óruglaða, en það gera reyndar allir Íslendingar en í mínu tilfelli var það kraftaverk "in the making".
Ég sé!
Gleðilegan 1. maí og þið látið ykkur auðvitað ekki vanta í baráttuna á morgun.
Fram þjáðir menn í þúsund löndum!
Maístjarnan gjöriðisvovel!
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Ég skammast mín..
Ég skil núna letina og kyrrsetuna í sjálfri mér bæði í gær og í dag. Ég álpaðist nefnilega til að mæla mig. Er með bullandi hita (Hallgerður, ekki orð). Þetta er frábært, nú get ég bloggað, lesið og gert það sem mér sýnist án þess að vera með samviskubit.
Vér húsmæður (hélt aldrei að ég ætti eftir að kalla mig þessu starfsheiti) erum vanmetin stétt. Það segi ég satt. Ég er að djóka, ég lulla mér í gegnum það litla sem þarf að gera hér á kæleiksheimilinu.
Ég skammast mín fyrir sumt. Ég er snobbuð á vissan hátt. Ji, hvað þetta hljómar agalega. Ég vil t.d. ekki að fólk viti eftirfarandi..
..að ég borða sviðakjamma af og til (mjög sjaldan), það er eitthvað svo lítið cosmopolitan að borða andlit sem liggur bara í öllu sínu hálfa veldi á disknum manns. Svo smalalegt og ódannað.
..að ég þjáist af sjúklegri kurteisi þegar ég hringi í stofnanir og fer í búðir og banka. Það er algjörlega ógeðslegt hvað ég kann mig vel. Mig langar að vera töffari. Kúl og snörp í tali. Ekki fokka í mér hérna bankakona, þið vitið.
..að mig getur hlakkað til að horfa á American Idol, alveg allan mánudaginn. Halló, maður er ekki sterkur á hinu andlega svelli með svona glataðan sjónvarpssmekk. Enda segi ég ykkur það að ég dreg fyrir gluggana og lækka hljóðið, til vonar og vara af því ég er beisíklí á því að fólk haldi að ég horfi bara á Kiljuna og Mannamál, sem ég geri auðvitað. En plebbagenið er alltaf að hrjá mig með reglulegu millibili.
..að ég er ekkert hipp og kúl þegar ég fer í ferðalög, ekkert vön og "ekkert að kippa mér upp við strætóferðir á milli landa syndrómið", eins og flestir Íslendingar sem eru alltaf á ferð og flugi. Ferðalög eru ennþá alveg biggtæm gigg hjá mér og ég er uppveðruð í marga daga áður og eftir. Sama hvað ég ferðast mikið. Ég er svo leim að mér finnst það ennþá stórviðburður að koma í fríhöfnina.
Halló, þetta er hitinn sem talar.
Ég er auðvitað ekkert svona mikill plebbi. Eða hvað.
Yfir og út, ég er farin í rúmið með Guðbergi Bergssyni. Ekkert svona aularnir ykkar. Bók eftir manninn. Róleg með ykkar saurugu hugsanir.
Arg
Laugardagur, 26. apríl 2008
Blóðfurstinn ógurlegi
Húsbandið á afmæli, hann fékk að ráða sjónvarpsglápi kvöldsins.
Myndin sem "við" ákváðum að horfa á er "The exorcist, the beginning". Það má svo sem koma fram að það var ekkert nema Yaya sisterhúddið sem seinni valkostur í stöðunni.
Ég horfði á "The Shining" fyrir misskilning 198-tíuogeitthvað og hef síðan ekki borið mitt barr. Í fleiri mánuði gat ég ekki gert upp við mig hvort ég ætti að sofa með ljósið kveikt eða slökkt, þar sem ég var skelfingu lostin vegna helvítis myndarinnar. Here´s Jhonny, hefur meitlast óafturkallanlega inn í sálina í mér. Þetta leiddi til ákvörðunar. Aldrei myndi ég horfa á djöflahryllingsmyndir, né aðrar, ef út í það er farið.
En nú skyldi vaðið í særingarmanninn. Ég tolldi í hálftíma, en þá var mér orðið óglatt, hjartað komið upp í háls og mér varð ljóst að ég var stödd mitt í minni eigin sjálfspyntingu.
Ég: Heyrðu, af hverju erum við að horfa á þennan viðbjóð.
HB: Þetta er spennandi. Þetta er bara ævintýri. Þú veist að þau enda öll vel.
Ég: (pirruð) en ef þau enda vel og við vitum það, getum við ekki bara gert eitthvað annað, mér er óglatt.
HB: Þetta er bíómynd, óþarfi að láta eins og þetta séu aftökur í beinni.
Ég játa það að stundum skil ég ekki karlmenn og alls ekki þann sem ég gekk með upp að altarinu síðast þegar gifti mig. Ég vissi ekki að ég væri að giftast blóðfurstanum ógurlega.
En ég er á netinu og afmælisbarnið situr og horfir án þess að skammast sín. Verð að játa að þetta er nýr eiginleiki hjá manninum, ekki skammleysið sko, heldur áhuginn á særingamanninum.
Nú þori ég ekki að fara að lúlla. Hvað veit ég nema hann tæti mig í öreindir sínar, þar sem ég ligg blásaklaus í rúminu. Ég held að hann sé haldinn einhverjum anda.
Muhahahahahahaha!
Föstudagur, 25. apríl 2008
..og svo fóru bloggheimar af stað..
Ég horfði á viðtalið við Láru Ómarsdóttur í Íslandi í dag. Mér finnst hún ferlega flott stelpan. Þarna tók hún ábyrgðina á mistökunum, hikstalaust og mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar.
Mér finnst reyndar þetta mál engan veginn svo alvarlegt að Lára þurfi að segja upp. Ég trúi henni þegar hún segir þetta hafa verið kaldhæðni og að það hafi aldrei átt að heyrast.
Ég held að Lára ætti að endurskoða sína uppsögn.
En að öðru. Þegar málið var rætt, bæði í Íslandi í dag og svo í Kastljósinu, þá heyrðust setningar frá spyrlum sem dæmi:
"Einhverjir bloggarar" og
"svo fóru bloggheimar af stað". Dæs.
Það er ekki laust við að mér finnist að fjölmiðlamenn séu margir rosalega pirraðir út í bloggara. Eins og það að blogga geri mann að ótýndum lýð,.
Kannski hugsa sumir með eftirsjá til þeirra tíma, þegar almenningur hafði ekki tök á að láta rödd sína heyrast, ég veit það ekki.
Við sem bloggum erum misjöfn og öll gerum við mistök. Ég persónulega ét mín ofan í mig þegar ég fer offari, eða leitast að minnsta kosti við að gera það.
En Lára Ómarsdóttir á virðingu mína óskipta. Svo má hún hætta við að hætta.
Og nú hef ég lokið máli mínu... í bili.
![]() |
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Lára Ómarsdóttir - kommon
Vei, hugsaði ég þegar ég sá yfirlýsingu frá Láru Ómarsdóttur, fréttamanni á Stöð 2.
Málið er nefnilega, að öllum getur orðið á, einkum og sér í lagi í hita leiksins.
Svo er ekkert óeðlilegt við það að vera með klikkaðan húmor, ég ætti að kannast við það.
En, hamingja mín stóð ekki lengi. Þegar hér var komið sögu svegldist mér á:
"Mér þykir afar miður að þessi orð skuli hafa farið fyrir eyru almennings og að það hvarfli að einhverjum að draga trúverðugleika minn, eða minna samstarfsmanna, í efa á forsendum þessara mistaka. Það ætti að vera næsta augljóst að þessi ummæli voru ekki sett fram í alvöru og ég ítreka að sviðsetning atburða í fréttatíma er svo alvarlegt brot á meginreglum míns starfs að ég léti mér slíkt aldrei til hugar koma."
Róleg á hrokanum kona. Þú ert ekki yfir vafa hafin, fremur en allir aðrir.
En ók, Lára, það er þá eitthvað að fólki sem lætur hvarfla að sér að taka alvarlega sem sagt er í fréttum? Almenningur á að vita að þegar þú segir eitthvað sem hljómar undarlega, að þú sért í gráglettnisfíling við vinnufélagana, á meðan "óreirðir" geysa allt um kring?
Af hverju tókstu ekki bara fulla ábyrgð á þessum klaufaskap? Þú hefðir getað sagt, þetta var ósmekklegt grín, mér varð á, ég biðst afsökunar.
Þá hefðir þú verið flott.
Núna er ég með aumingjahroll.
En að öðru.
Ég held að atvinnubílstjórar ættu að huga að nýjum talsmanni og hvíla Sturla. Mér finnst dálítið undarlegt að hann láti sem hann þekki ekki manninn sem réðst á lögregluna í dag. Maðurinn hefur verið einn af talsmönnum bílstjóranna.
Hm.. þetta er nú meira ástandið.
![]() |
Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Ég er með einfaldan smekk
Þetta hefur verið undarlegur og æsandi dagur. Blóðþrýstingur upp úr öllu valdi og spennufíkillinn ég lá yfir sjónvarpinu, báðum stöðvum, og æsti mig upp í fár í lögguóeirðunum.
En ég nenni ekki að tuða um það meira. Ég styð bílstjórana.
En þegar ég horfi á fréttir er ég með einfaldan smekk.
Ég vil láta flytja mér þær á ómengaðan hátt, eins fljótt og hægt er að koma því við.
Mig varðar ekkert um hvað fréttamönnum/konum finnst um málefnin sem þau fjalla um.
Þeir eiga að halda persónulegum skoðun fyrir utan fréttirnar. Og svo væri sniðugt að vera ekki í rimmu og þræl upp á móti þeim sem er í vitalinu.
Stöð 2, plís, geta a grip.
ARG.
![]() |
Mótmælaaðgerðir á YouTube |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Svo gay að það gargar
Ég hef alltaf verið yfirlýsingaglöð kona/stelpa/kornabarn. Alveg frá byrjun hef ég kallað hátt og í hljóði að þennan eða hinn hlutinn myndi ég aldrei gera, eða fara, eða segja eða, eða, eða.
Það eina sem stendur eftir, er að ég brýt mín eigin prinsipp reglulega, til þess eins að geta sett ný. Það er í sjálfu sér orðið mitt helsta prinsipp.
Ég á þó enn, nokkur óbrotin.
Kjósa aldrei Íhaldið.
Verja aldrei ofbeldi.
Úpps, þar með er það upp talið. Fargings.
Og svo er glás af öðrum sem ég er löngu búin að brjóta, fjandinn hafi óstöðuglyndið.
Ég ætlaði aldrei aftur að nota vísakort (sko eftir að það brann yfir 199tíu og eitthvað). Komin með amk tvö kreditkort. Jájá sæl.
Ég ætlaði aldrei á sólarströnd og þess vegna hef ég farið fjórum sinnum og á örugglega eftir að fara aftur.
Ætlaði aldrei að reykja, aldrei að drekka áfengi og í beinu framhaldi aldrei að HÆTTA að reykja og aldrei að hætta að drekka. Nú það er allt þverbrotið. Ég er byrjuð og hætt að drekka, byrjuð að reykja og á leiðinni að hætta. Leim? Heldnú það. Sökkar.
Ég ætlaði aldrei að horfa á Bandið hans Bubba, Eurovision myndbandið og Eurovision almennt.
Eurovisonmyndbandið sem er svo gay að það gargar, horfði ég á í Kastljósinu af því að því var beinlínis KASTAÐ framan í mig (fórnarlambið hérna).
Ég horfði á Silvíu Nótt, auðvitað og svo aftur í fyrra og ég gæti best trúað að ég myndi gjóa á keppnina aftur núna. Megi ég skammast mín niður úr öllu valdi - fyrirfram til tilbreytingar.
Og s.l. þrjú föstudagskvöld hef ég horft á Bandið hans Bubba, þvert gegn vilja mínum, en strákurinn hann Eyþór sjarmeraði mig upp úr skónum, þegar ég óvart rakst inn í miðju kafi þáttarins.
Og í kvöld gekk ég gjörsamlega fram af sjálfri mér. Haldið þið að enn eitt prinsippið hafi ekki fokið út um gluggann, ég sverða og lýg því ekki, en ég GREIDDI ATKVÆÐI í gegnum símann, sem er svo smáborgaralegt að ég er að kafna úr móral.
Mér er ekki treystandi, ég segi það satt. Næst tek ég lögregluna með mér í kjörklefann, þannig að ég merki ekki X við D. Svei mér þá, því mér er ekki sjálfrátt.
Góða nótt.
Ég ætlaði aldrei að blogga á nóttunni eftir að Össur andskotaðist á blogginu á næturnar og uppskar vafasamar athugasemdir um eitthvað í blóði.
Þar fauk það, kl. er 0l.03.
Farin áður en ég sendi Hannesi Hólmsteini ástarkveðju!
![]() |
Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2987760
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr