Færsluflokkur: Matur og drykkur
Fimmtudagur, 10. september 2009
Úr haga í maga
Ég er ótrúlega skotin í hjónunum á Hálsi í Kjós sem selja m.a. hreint og ómengað nautakjöt.
Ég vil ekki borða unnar kjötvörur, reyni að vanda valið ofan í mig verandi með sykursýki og svona.
Einhver vís kona sagði mér einhvern tímann að nautahakk teldist ekki unnin kjötvara fyrir utan þá staðreynd að kjötið væri sett í hakkavél.
Ég gleypti þetta hrátt og elda reglulega danskt hakkeböff með lök er nú hrædd um það.
En nú ljóstrar bóndinn á Hálsi upp framleiðsluleyndarmáli kjötvinnslunnar í landinu.
Hakkið er blandað með hrossakjöti, svínafitu, þyngjandi efnum og kartöflumjöli.
Amk. á mörgum stöðum.
Halló, nú fer ég að safna saman liði í sætaferðir að Hálsi.
Þarna er til hellingur af mat úr haga sem fer beint í maga.
Vonandi verður kreppan til þess að við fækkum ónauðsynlegum milliliðum og kaupum beint frá framleiðanda.
Það er persónulegra, það eru stórar líkur á betri vöru og það verður örugglega ekki dýrara.
Milliliðir eru oftast algjörlega ónauðsynlegir að mínu mati.
En eins og amma mín sagði og hafði það rétt:
Milliliðir komu í stað handsals sem áður var látið duga manna í millum.
Hún var reyndar að kommenta á fasteignasala.
Sorrí fasteignasalar.
Nú verður það lamb á fæti í sunnudagsmatinn.
Eldað á staðnum með ull og alles.
Hrein og ómenguð nautasteik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. september 2009
Menningarlegt ísskápsinnihald og ekkert kynlíf
Ég er ákveðin í að halda mig við léttúðug bloggefni í dag og missa mig ekki í kreppu- og spillingarfréttir.
Hef ekki trú á að það haldi en ég reyni.
Ég bloggaði um píkur og brjóst í síðustu færslu þannig að það verður að duga í bili.
En ég var að velta fyrir mér einu sem er rosalega 2007!
Muniði eftir greinunum í blöðunum þegar "frægt" fólk var spurt hvað það væri með í matinn og hvað væri í ísskápnum og svona?
Auðvitað munið þið það vegna þess að það var alltaf rosa flott í matinn og innihaldið í ísskápnum var alveg eins og í lúxusdellí í New York.
Ég trúði því auðvitað ekki eitt augnablik að þegar blaðið hringdi í sóandsó og spurði hvað hún væri með í matinn í kvöld og hún alveg: Jú, ég er með antilópusteik al búllsjitt e lúxus du la sonofabits, með handplokkuðum villisveppum frá Himmalaya og kampavínssósu. Í forrétt er vatnakarfi frá Víetnam með ostrusósu og créme friggingbrulé í eftirrétt.
Sko á þriðjudagskvöldi. Ég garga.
Svo var hringt í annan sóandsó sem taldist frægur og hann beðinn um að kíkja í ísskápinn á mánudegi.
Sóandsó alveg: Jú, látum okkur nú sjá: Ostar frá Frakklandi, gapachio frá Ítalíu, nýkreistur djús úr ferskjum frá Ísrael, súrsuð froskaeyru frá fenjasvæðunum í Brasilíu, fjörmjólk og hamingjuegg týnt undan vímuðum hænsnum sem leika lausum hala fyrir austan fjall.
Halló, aldrei tómatsósa, mjólk og skyr og plokkfiskleifar.
Aldrei.
Hvað er í mínum ísskáp í dag?
Jú, tómatsósa, Mango chutney, ostur, smjör, nautahakk, laukur og annað grænmeti.
(Fruss og einn cola-drykkur en ekki segja neinum frá því börnin mín á fjallinu).
Sjúkkitt, eins gott að enginn hringi og spyrji mig að þessari spurningu, ég væri neydd til að ljúga upp á mig menningarlegu ísskápsinnihaldi!.
Hagið ykkur þann 090909.
Það ætla ég að gera. Jeræt.
Kynlíf fyrir heimilisfriðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Íslenska leiðin - "the en-word"
Þegar íslenskir stjórnmálamenn eru króaðir út í horn eins og SER þá er viðkvæðið alltaf það sama.
Ég gerði mistök... EN (eins og núna, ég neytti víns EN fann ekki á mér. Leim).
Væri ekki hægt að klippa "enið" aftanaf og segja: Ég gerði mistök. Punktur Basta.
Bankarnir hrundu, guð blessi Ísland, við gerðum smá mistök EN það var heimskreppa.
En, en, en. Þvílík ábyrgðarfælni í gangi á þessu landi hjá stjórnvöldum.
Mér finnast mistökin hans Sigmundar Ernis ekkert stórkostlega alvarleg varðandi rauðvínsþambið, að minnsta kosti ekkert til að setja neyðarlög út af.
Í besta falli eru þau hallærislegt dómgreindarleysi.
Það er hins vegar erfiðara að horfa fram hjá því að maðurinn var að borða og drekka með MP-banka.
Þar er hann kominn á hálan ís.
En í leiðinni fýsir mig að vita hvort alþingsmenn séu í því svona almennt og yfirleitt að væna og dæna með bönkum og öðrum fjármálastofnunum?
Mér dettur ekki í hug að það sé bara SER sem það hefur gert.
Og í Þórs nafni leynifélagsfrömuðir og ofstækismenn.
Farið nú ekki í að alkahólistavæða þingmanninn af ykkar alkunna spekingsskap og "sérfræðikunnáttu" og veina; meðferð, meðferð.
Fólk drekkur aktjúallí stundum á röngum stað og stund án þess að vera í þörf fyrir slopp.
Þetta segi ég sem útúrmeðferðuð með þriggja ára edrúmennsku á mínu fagra baki.
Á eigin vegum með stuðningi fólks sem svipað er ástatt um en engu helvítis heilagleika kjaftæði með innblöndun guðs, Billa og Bobs.
Ég hef heldur enga löngun til að breyta neinum öðrum en sjálfri mér og ætla að vera fullkomlega ábyrg á lífi mínu jafnt á góðum tímum og slæmum.
Enda það i och för sig ærið verkefni að vasast í eigin breyskleika.
Þar kem ég sko ekki að tómum kofanum, börnin mín södd og sæl.
Næsta mál á dagskrá takk.
Jamm.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Skammist ykkar!
Ég hef alltaf haft megna andstyggð á því að blanda saman skólastarfi og peningum.
Þ.e. að fjárhagsstaða foreldra geti haft áhrif á að þarfir barna í skólastarfi séu uppfylltar.
Það er í fyrsta lagi engin hemja að skólamáltíðir skuli ekki vera ókeypis, þ.e. við borgum skatta og útsvar, þaðan má taka þessa peninga.
Ég bjó um árabil í Svíþjóð og þar höfðu fríar skólamáltíðir tíðkast frá árinu 1947.
Núna í þessu árferði sem ekki fer fram hjá neinum er verið að gefa út rukkanir á foreldra sem skulda mataráskrift síðan í fyrra og þangað til að búið er að ganga frá því geta börnin ekki fengið að borða.
Sé skuldin ekki greidd innan 10 daga fer hún í milliinnheimtu.
Afskaplega er mikill Intrum-bragur á þessu orðalagi. Eru matarskuldirnar sendar í lögfræðiinnheimtu til að toppa ósómann?
Hvað er að gerast í hausnum á okkur Íslendingum ef okkur finnst svona framkoma við börnin okkar í góðu lagi?
Flestir meðal almennings telja sig saklausa af gróðærisástandinu og ég er nokkuð viss um að það er ekki fjarri lagi.
Til dæmis grunar mig að hið einstæða foreldri á strípuðum töxtum hafi ekki lagt mikið af mörkum til sukkpartísins, þyrlupallamenningarinar og gullátsins.
Það er svo algjörlega hafið yfir allan vafa að börnin í þessu landi bera ekki ábyrgð á kreppunni.
Skólayfirvöld í Reykjavík Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mega skammast sín og það ofan í tær fyrir að sjá sér ekki fært að gefa börnunum í borginni að borða og bíta svo höfuðið af skömminni með hótunum um innheimtu og loka fyrir mataráskrift til barnanna.
Hysjið upp um ykkur og lagið þetta.
Eða á að láta börnin í borginni sem eiga foreldra í fjárhagsvandræðum að líða fyrir það og ganga svöng í skólanum?
Er það lögmál á Íslandi að allt sem miður fer þurfi fyrst og fremst að koma niður á þeim sem alsaklausir eru?
Nú er mér fjandinn hafi það nóg boðið.
Hvernig getur þetta fólk sem svona hagar málum sofið á nóttunni og dragnast með sjálft sig í gegnum daginn?
Sagt að semja um eldri skuld til að fá nýja mataráskrift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Jeimíólíveravæðingin er að drepa mig -hjálp!
Svei mér þá það er aldrei hægt að halda neinu á krúttstiginu til langframa.
Þegar Jamie Oliver var með þættina sína "The naked chef" elskaði ég að horfa á þennan krúttmola sem eldaði í eigin eldhúsi og var létt manískur við eldavélina.
Sagði "wicked" og "beautiful" í öðru hvoru orði, hryllilega þmámæltur og bauð hersingum af vinum í mat og manni leið eins og einum boðsgestanna.
Svo var maðurinn fjölþjóðnýttur og núna er hann stofnun.
Nú má ekki setja kartöflu í pott í Bretaveldi öðruvísi en að fá Jamie til að koma að elduninni.
Þú getur ekki keypt þér ausu í búsáhaldabúðinni án þess að því sé logið að þér að Jamie hafi einmitt notað svona og að ausukvikindið sé "wicked".
Krúttelimentið er löngu farið veg allrar veraldar.
Þetta er svona svipað og með íslenska leikara.
Einkum gamanleikara.
Ef þeir slá í gegn þá eru þeir notaðir í allt árum saman þar til ekki er orðið líft fyrir þeim. Framboðið algjört og eftirspurnin engin.
Þeir eru notaðir í auglýsingar, í hvert einasta hlutverk sem kemur á fjalir, í sjónvarp eða hvar sem er þangað til að manni verður óglatt við að heyra nafnið þeirra hvað þá meira.
Alltaf verið að veðja á "the sure thing".
Dæmi á hraðbergi máli mínu til stuðnings:
Aldraða ofurbarnið Sveppi sem leikur barn fyrir hádegi og krúttlegan stríðnispúka með rafbyssur í öðrum þætti á kvöldin. Halló, algjör sveppavæðing hefur átt sér stað. Ég fæ útbrot í orðsins örugstu.
Jón Gnarr endalaust allsstaðar. Mér finnst hann alveg góður af og til en hefur einhverjum dottið í hug að framleiða auglýsingu án hans? Viss um að hún myndi vekja alveg súperathygli vegna fjarveru mannsins.
Sama með nætur- dag- og kvöldvaktina (eða hvað það nú heitir).
Einn var góður þá er gerð andskotans þáttaröð sem mun örugglega teygja sig út öldina.
Þetta lið ætti að taka Ladda til fyrirmyndar. Hann lætur sig hverfa reglulega til að hlaða batteríin.
Ég nenni ekki að telja upp fleiri dæmi um ofnotkun á sama fólkinu.
Gæti nefnt Hilmi Snæ sem mér fannst ótrúlega góður í fyrstu milljón skiptin í ÖLLUM íslenskum bíómyndum og ÖLLUM verkum í leikhúsum til sjávar og sveita en ég sleppi því. Urrrrrr!
Að tala um að ofgera. Ómægodd og ésú á fjallinu.
Við sem eigum svo mikið af hæfileikafólki.
Það er bókstaflega búið að jeimíólivera alla stéttina.
Arg.
Þessi færsla er í boði Icesave. Allur pirringur mun héðan í frá skrifast á þann ófögnuð nema einstaka sinnum á Hannes Hólmstein sem er næst mest annoying fyrirbæri sem ég man eftir í bráð.
Jamie Oliver færir út kvíarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"?
Það er auðvitað snarklikkað að brosa út í annað við lestur þessarar "fréttar".
Sérsök sæti hafa verið sett upp í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu fyrir offitusjúklinga.
Auðvitað er ekkert fyndið við þetta heilsufarsvandamál en ég fór bara að hugsa um allan fitumóralinn sem hefur verið landlægur hjá mér, systrum mínum og vinkonum í gegnum tíðina oftast án minnstu ástæðu.
2 kg. yfir og konur leggjast í þunglyndi. Skilaboðin hafa náð okkur. Konan skal vera grindhoruð.
Svo fór ég að hugsa um alla orkuna sem hefur farið í fitubömmera.
Ég tók þetta ansi langt, átröskun og allan pakkann.
Mjóslegin átti ég til að ráðast að systrum mínum þegar við vorum á leið í Klúbbinn í denn og hrópa ásakandi röddu:
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"!
Eða allar pælingarnar hjá okkur stelpunum; er ég feit í þessu? Er rassinn á mér ógeðslega stór?
Er ég feitari en sóandsó? Svarið var alltaf nei. Þá braust út móðursýki: Ég er víst feit þú villt bara ekki segja mér það og áfram og áfram og endalausar fitupælingar.
Þetta gekk síðan yfir til dætra okkar.
Ein dóttir kom heim úr skóla og spurði systur sína sakleysislega hvort kexið væri búið.
Hún fékk örvæntingaróp til svars og var spurð hvort það væri verið að gefa í skyn hvort hún væri feit!
Þegar við skoðum síðan myndirnar af okkur aftur í tímann sjáum við okkur til mikillar furðu að ef eitthvað var þá vorum við í grennra laginu.
Innrætingin skelfileg.
En af hverju blogga ég um þetta?
Jú ég get svarið það að á þessum árum hefði ég tekið það algjörlega til mín ef offitusjúklingasæti hefðu verið sett upp í strætó svo ég taki dæmi.
Ég hefði verið þess fullviss að sætin væru framleidd með mig í huga.
Djísúss.
Blá sæti fyrir feita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Algjör sveppur
Það eru sem betur fer kostir við kreppu.
Eins og t.a.m. það að fólk sest niður og endurmetur stöðuna, forgangsraðar og áttar sig jafnvel á að það sem talið hefur verið skipta mestu máli er hjóm eitt.
Eins og peningasöfnum, munasýki og endalaus sókn eftir vindi.
Bókalestur er að aukast sem aldrei fyrr.
Það gleður mig, því ég veit hversu heilandi og róandi lestur góðra bóka er fyrir innri manninn.
En að söfnun. Í staðinn fyrir að safna peningum, rolexúrum og Luis Voutton töskum (hm) þá má tína ber og sveppi.
Ég hef aldrei þorað að tína sveppi vegna þess að ég er skíthrædd um að eitra fyrir sjálfri mér og deyja um aldur fram.
Ef það á fyrir mér að liggja að deyja vegna eitrunar af einhverju tagi þá kýs ég að það sé af völdum annarra en moi.
Það er komin út bók um sveppi.
Með myndum og lýsingum. Þú getur ekki tínt þá eitruðu óvart sértu vopnaður (uð) þessari bók.
Vissuð þið að krúttlegi rauði sveppurinn með hvítu doppunum, þessi sem er í barnabókum og svoleiðis er baneitrað kvikindi? Í bókinni stendur að flestir viti það - halló, ekki ég.
Bókin er í plastkápu og það er reglustrika á jöðrunum, til að mæla, gera og græja.
Nú er tíminn.
Í garðinum hjá mér er allt fullt af sveppum.
Ég fór með bókina út í gær og generalprufaði hana.
Gekk svona líka ljómandi vel þó eflaust hafi sjónarvottum dottið í hug að hringja á babúbílinn þegar þeir sáu mig á hnjánum með bókina ofan í jörðinni.
Hvað um það, sveppakona er ánægð kona.
Svo eru það bláberin.
Eigum við ekki að drífa okkur út í náttúruna börnin mín á bjarginu?
Jú, gerum það.
P.s. Það eru líka uppskriftir í bókinni.
Úje.
Bækur rokseljast í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 9. ágúst 2009
Hipp og kúl að borða hvalkjöt?
Sumir borða hvalkjöt, aðrir ekki, ég er ein af þeim sem hrylli mig við tilhugsunina um lýsiskjötið.
Ég ber samt alveg virðingu fyrir þeim sem eru á annarri skoðun.
Sumum finnst líka hipp og kúl að borða hvalkjöt.
Alveg eins og sumum finnst hipp og kúl að vera á móti hvalveiðum.
Svo eru þeir sem eru eins og ég - sem eru einfaldlega á móti hvalveiðum, af því bara.
En jafnvel þeir sem elska kjötið verður ykkur ekkert hverft við þegar þið fáið svona upplýsingar?
Halló, hefur einhver lyst á sautján ára gömlu kjöti þó úr frysti sé?
Vá hvað mér yrði óglatt hefði ég gúffað í mig hvalkjöti í fyrra hjá Úlfari.
En sem betur fer er ég blásaklaus- aldrei þessu vant.
Úff.
Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. ágúst 2009
Nóg komið af rugli
Þegar maður les um þennan ævintýralega verðmun á grænmeti eftir verslunum allt upp í 800% þá veit ég ekki hvað skal halda.
Eða kannski þarf maður ekkert að halda eitt né neitt það dettur einfaldlega engum í hug annarsstaðar en hér trúi ég að verðleggja sig til gjaldþrots.
Því ég ætla rétt að vona að fólk (húsmæður aðallega) haldi ekki áfram að versla í stórmörkuðum þar sem verðlagið á einu kílói af gulrótum gæti nægt fyrir hálfu gróðurhúsi eða svo.
Kannski erum við bara stórkostlega klikkuð við Íslendingar.
Við keyrum til dæmis alla þjónustu við útlendinga upp úr öllu valdi í kostnaði í einhverri tilraun til að græða stórt en auðvitað hættir fólk að koma sem fær svoleiðis útreið.
Eru útrásarbjánarnir farnir að verðleggja fyrir viðkomandi stórmakaði eða hvað?
Verðið á grænmetinu hjá þeim er annað hvort verðmerkt af einhverjum með mikilmennskubrjálæði nú eða það eru fyllibyttur á sveppum í að taka ákvarðanir um verðlag.
Núna er kreppa (ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum) og stærsti kostnaðurinn í heimilisbókhaldinu er maturinn.
Ég get sárlega fundið til með barnafólki sem vill gefa börnum sínum sem hollasta fæðu og ef verðlagið heldur áfram að bólgna við þessar aðstæður sem nú ríkja er ég dauðhrædd um að fólk hafi hreinlega ekki efni á að kaupa nauðsynlega hollustu fyrir börnin sín.
En hvernig læt ég.
Börnin skipta bara máli á tyllidögum í ræðustólum undir blaktandi fánum.
Og fyrir kosningar offkors.
ARG.
Mikill verðmunur á grænmeti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Ástríðufullar kjötbollur - takk fyrir
Það er eitthvað óstjórnlega krúttlegt og í leiðinni heimóttarlegt við Ora.
Svo eru þeir með vægt mikilmennskubrjálæði upp á íslensku.
Slagorðið er "Ora - ástríða í matargerð".
Hvernig hægt er að taka upp niðursuðudósir af ástríðu með vatn í munninum af tilhlökkun er mér lokuð bók, en það er gott að hafa trú á sér og sinni framleiðslu.
Ég hef alist upp með grænum baunum og svoleiðis dósamat.
Það er svona kaupfélagslegur fílingur yfir niðursoðinni vöru. Svona fiftís eitthvað.
Man eftir saxbauta hérna í denn. Sem var tekinn með í ferðalög.
Svo sé ég að Ora er að innkalla kjötbollur í brúnni sósu.
Einhver framleiðslugalli.
Okei, það getur alltaf komið fyrir og ég er ekkert hissa á því.
Kjötbollurnar hafa eflaust verið eldaðar af ástríðufullum kokki á meðan hann fékk margar matarfullnægingar yfir pottinum.
Sé hann fyrir mér troða bollunum og sósunni ofan í blikkdósina með ofsafengnum tilburðum þess sem vill koma bestu kjötbollum í heimi ofan í kreppuþjáða Íslendinga.
Málið er að ég er svo hissa að fólk skuli enn vera að kaupa niðursoðna kjötvöru.
Þegar það er allt fullt af góðu hráefni.
En ég verð að trúa því að það sé ástríðuhitinn í innihaldi blikkdósanna sem er að ganga svona vel í fólk.
Kannski maður fái sér grænar í kvöld.
Ég finn hvernig ég hitna öll að innan.
Hér er auglýsingin.
Ekki missa af henni.
Ótrúlegt hvað hægt er að elska það sem maður trúir á.
Líka niðursoðinn mat.
Ora innkallar kjötbollur í brúnni sósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 13
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 2987315
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr