Leita í fréttum mbl.is

Úr haga í maga

Ég er ótrúlega skotin í hjónunum á Hálsi í Kjós sem selja m.a. hreint og ómengað nautakjöt.

Ég vil ekki borða unnar kjötvörur, reyni að vanda valið ofan í mig verandi með sykursýki og svona.

Einhver vís kona sagði mér einhvern tímann að nautahakk teldist ekki unnin kjötvara fyrir utan þá staðreynd að kjötið væri sett í hakkavél.

Ég gleypti þetta hrátt og elda reglulega danskt hakkeböff með lök er nú hrædd um það.

En nú ljóstrar bóndinn á Hálsi upp framleiðsluleyndarmáli kjötvinnslunnar í landinu.

Hakkið er blandað með hrossakjöti, svínafitu, þyngjandi efnum og kartöflumjöli.

Amk. á mörgum stöðum.

Halló, nú fer ég að safna saman liði í sætaferðir að Hálsi.

Þarna er til hellingur af mat úr haga  sem fer beint í maga.

Vonandi verður kreppan til þess að við fækkum ónauðsynlegum milliliðum og kaupum beint frá framleiðanda.

Það er persónulegra, það eru stórar líkur á betri vöru og það verður örugglega ekki dýrara.

Milliliðir eru oftast algjörlega ónauðsynlegir að mínu mati.

En eins og amma mín sagði og hafði það rétt:

Milliliðir komu í stað handsals sem áður var látið duga manna í millum.

Hún var reyndar að kommenta á fasteignasala.

Sorrí fasteignasalar.

Nú verður það lamb á fæti í sunnudagsmatinn.

Eldað á staðnum með ull og alles.


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki gleyma ollu því Soyja-mjöli sem er dembt í hakkaullið.

Bjarni Kjartansson, 10.9.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: Eygló

Kannski múslímarnir séu að forðast kartöflu- og sojamjölið þegar þeir leggja sér ekki til munns, a.m.k. kindakjöt, nema hafa sjálfir eða allavega horft á, þegar slátrun byrjar með því að skera "bráðina" á háls.

Hver veit nema við verðum að fara að taka þetta upp.

Það mætti "kaupa" rollu á fæti, elta hana uppi og farga. Þannig kæmist maður nær því að fá lítið blandaða hagabráð.

Eygló, 10.9.2009 kl. 13:27

3 Smámynd:

Það verður kannski sport í kreppunni að veiða sér til matar

, 10.9.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við amma þín erum búin að margzegja þér þetta zíðan fyrir lángri löngu zíðan.

Steingrímur Helgason, 10.9.2009 kl. 15:49

5 Smámynd: Laufey B Waage

Ég er með í sætaferð að Hálsi.

Laufey B Waage, 10.9.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband