Færsluflokkur: Kvikmyndir
Sunnudagur, 15. apríl 2007
SVONA GERUM VIÐ II
Ég get ekki látið hjá líða að birta hér nokkur gullkorn til viðbótar úr bók Helgu Sigurðardóttur "Bökun í heimahúsum" frá því Herrans ári 1934. Svona áður en hún fer í bókaskápinn aftur. Er búin að grandskoða þessa litlu bók og er orðin margs fróðari.
Við förum aftur í kaflann "ýmsar leiðbeiningar". Helga kann greinilega margt fyrir sér varðandi hina ólíklegustu hluti sem eiga sér stað í eldhúsi. Hún segir:
"Hjartarsalt: Hjartarsalt er hvítt duft og er mjög sterkur þefur af því. Hentast er að geyma það í glasi með glerloki. Það er mest notað í smákökur".
Það er rétt hjá Helgu þetta með hjartarsaltið og lyktina. Ég varð beinlínis veik sem stelpa þegar amma mín lét mig þefa að því. Og hvað með öll þessi ílát sem Helga er alltaf að nefna? Áttu íslenskar húsmæður allskyns blikk, járn- og glerdósir með varíerandi lokum á, á lager? Maður spyr sig? Áfram heldur eldhússérfræðingurinn:
"Að geyma eggjahvítur: Eggjahvíturnar eru geymdar á köldum stað og er örlitlu af salti stráð yfir þær eða köldu vatni helt yfir þær".
Þetta fer með mig. Á maður að hella vatni yfir eggjahvíturnar bara sí svona? Eyðileggjast þær ekki þegar vatnið blandast saman við?? Hef ég misst af einhverju í öllum þeim tímum í efnafræði sem ég skrópaði í? Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Og næst síðasta ráðleggingin kemur hér:
"Að hræra deig: Sama er til hvorrar handar deig er hrært. En gæta skal þess, að hræra ekta sandköku ætíð til sömu handar. Eftir að hveiti og lyftiduft er komið saman við má ekki hræra það meira en nauðsyn krefur.
Ég er svo forviða. Þarna er komin skýringin á endemisfrægð minni sem floppari á bökunarsviðinu. Ég hef ALLTAF hrært sandköku til beggja handa! Hehe ég skil varla orð af þessu fyrirkomulagi. Skil orðin en bökunarheimurinn er mér framandi. Og að lokum:
"Að smyrja brauð: Bezt er að smyrja brauð með eggi, sem hrært er saman við mjólk eða vatn. Einnig má gera það með hræðri eggjahvítu. Hentast er að gera það með pensli".
Hefur konan aldrei heyrt talað um smjör?? Var þetta viðbitið anno 1934? Kona spyr sig. Rosalega eru tímarnir breyttir.
Konur hljóta að hafa verið að í húsmóðurdjobbinu 24/7. Þetta hefur verið þrælahald. Þarna er nánast allt gert frá grunni. Konur búa meira að segja til sitt eigið lyftidúft, súkkat og fleira. Nánast allt sýnist mér.
Nú legg ég þessa fróðlegu bók Helgu Sigurðardóttur aftur í bókaskápinn og er orðin mun upplýstari um aðstæður húsmæðra á þessum árum. Það er svo margt hægt að lesa á milli línanna.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
EKKERT VÆL HJÁ VG. STÓRSIGUR Í VOR!
Það hlýtur að vera talsverður höfuðverkur fyrir aðra flokka þegar hver skoðanakönnunin af annari sýnir gott gengi hjá VG. Núna hafa VG dalað skv. nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag. Hvað þýðir það í þingmönnum? Jú við fengjum 11 þingmenn en vorum með 4 í síðustu kosningum. Ég er harmi slegin. Það hlýtur að vera nokkuð eðlilegt að fylgið sveiflist svolítið þessa dagana. Mikil umfjöllun hefur verið af landsfundum SF og Sjálfstæðisflokk og eins og allir vita þá hefur það áhrif. Við VG erum einfaldlega í góðum málum og þannig er ég viss um að það muni vera áfram. Við erum raunsær valkostur til vinstri.
Ég las á Mogganum að SF (fær mig alltaf til að hugsa um Svensk Filmindustri) ætli ekki að hjálpa VG að væla um vonsku heimsins og flutning bankanna úr landi! Merkilegt ef SF ætlar sér að ráðast á VG í staðinn fyrir höfuðandstæðinginn sem ég hélt að væri íhaldið. Leiðinlegt þegar svona lákúra kemur úr þessari átt.
Við í VG höfum brett um ermar. Málstaður okkar er góður málstaður og við komum til með að sigra stórt í vor.
![]() |
Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 15. apríl 2007
AF GÍVÖFFUM, KÓKÓFÍLUM OG JÁKÖRLUM
Hún Jenny á mikið af dýrum. Bæði heima hjá sér og hér hjá okkur. Í morgun tókum við allt upp úr dótakassanum og í honum voru spennandi dýr. Jenny þekkir skil á þeim öllum. Upp úr kassanum tókum við ma: "Kókófíl", "Jákarl" og "Gívaffa". Jenny Una er dálítið hrædd við járkarlinn heldur að hann geti verið nokkuð grrrimmurrr. Við skoðuðum banxa, bíflufu og mörrrrgæs. Svo voru þarna hversdagsleg dýr ens og voffi, mjámjá (litla mjámjá og stóra), nuffnuff og hoho svo við nú minnumst ekki á meme og mömö.
Þetta var dýralífið á Íslandi í dag.
Vildi bara að þið fengjuð að fylgjast með dýrafræðinni.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 14. apríl 2007
AÐ KVÖLDI DAGS
Hér sit ég nú nær dauða en lífi úr þreytu eftir annasaman dag, geyspandi við tölvuna. Ég er komin með "blogghvörf" þar sem ég hef ekki getað bloggað síðan um miðjan dag í dag. Alveg rosalegt. Hef heldur ekki getað tekið minn hefðbundna bloggvinahring nr. 2 þannig að ég er illa farin af þessum fráhvörfum. En ég hef gert skemmtilega hluti.
Nú er það svo að elsta barnabarnið mitt hann Jökull er orðinn svo stór og þar á bæ er að bresta á með gelgju og hann á fullu með vinum að sinna sínu og hann kominn yfir það að koma til gistingar. Oliver er í London svo ekki tek ég hann til dvalar. Jenny er hins vegar "laus" um helgar og ég væli og suða í foreldrum hennar að fá hana til að gista. Þeim er farið að þykja nóg um enda Jenny elskuð og dáð af þeim þeim líka. Þó það nú væri. Ég er staðföst kona þegar ég bít í mig hluti og hætti sjaldan fyrr en ég fæ mínu fram. Jenny Una Errriksdóttirrrrr kom því í dag til ömmu og Einarrrrrrs. Við erum búin að gera mikið. Eftir annasaman dag þegar Jenny var búin að fara í bað og sollis og við búnar að lesa hina sívinsælu bók "Emma meiðir sig" þá varð amman að segja sögur sem hún bjó til á hraðbergi. Barnið hafði ofuráhuga á sögum ömmunnar og var sko ekki á því að sofna undir frásögninni. Þetta var því löng saga. Þegar Jenny svo hvarf á vit draumanna talaði ég í tæpan klukkutíma við Maysuna mína í London. Þar var yfir 20C°hiti í dag og verður enn betra á morgun. Nú er ég sem sagt að rapportera um sum örlög mín og ævintýr á þessum degi. Þegar því er lokið ætla ég einn blogghring og lesa skemmtilegar færslur vina minna. Ég held áfram að geyspa og bið ykkur góðrar nætur.
Síjúgæs
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14. apríl 2007
NÚ BRETTUM VIÐ VINSTRI GRÆN UPP ERMAR
Við vinstri græn sláum sjálfum okkur við í hverri skoðanakönnuni (þessum marktæku) á fætur annari. Það er flott og ég er komin með kosningatitring. En við fögnum að leikslokum. Það sem skiptir máli er atkvæðafjöldinn sem kemur upp úr kassanum. VG er að höfða til fólks fyrir margra hluta sakir. Vegna kvenfrelsismálanna, fyrir stóriðjustefnu sína, fyrir aðgerðir til handa þeim sem verst hafa farið út úr Mammonstryllingi núverandi ríkisstjórnar og.. og.. og.. Brettum nú upp ermar gott fólk. Kjósum Vg þ. 12. maí og verðum afgerandi sigurvegarar kosninganna. Aðeins þannig erum við örugg með að okkar stefna fái einhverju ráðið í komandi ríkisstjórn.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 14. apríl 2007
LÁI MUMMA HVER SEM VILL
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að erfitt sé að heita nöfnum eins og til dæmis Guðmundur, Jón, Guðrún, Sigríður og þh. Mummi í Götusmiðjunni hefur heldur betur fengið að finna fyrir því. Fjáröflun Götusmiðjunnar fyrir jólin fór í vaskinn út af Byrgismálinu. Menn mega ekki heita Guðmundur og vera vel hærðir án þess að þeim sé líkt við Guðmund í Byrginu. Mörgum finnst þessi meðferðarmál svo ómerkileg að þeir hafa ekki haft fyrir því að kanna hver er hvað og hvernig staðið er að hinum ólíku meðferðarúrræðum.
Ég fagna því að Götusmiðjan hafi nú loksins fengið almennilegt og varanlegt húsnæði. Mummi og hans fólk vinna gott starf með unga fíkniefnaneytendur. Mummi ætlar að skipta um nafn á Efri-Brú. Hann vill sem sagt ekki verða "Guðmundur í Byrginu" og lái honum hver sem vill. Hann ætlar sennilega að skíra Efri-Brú nafni úr Ásatrú. Nafnið Ásgarður kemur sterklega til greina.
Til hamingju Mummi og Götusmiðjufólk.
![]() |
Efri-Brú fær nýtt nafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. apríl 2007
SVONA GERUM VIÐ
Ég var að endurraða og þurrka af í bókaskápunum mínum í gærkvöldi. Ég gekk fram á ýmsar bækur sem ég hafði ekki séð lengi. Sú merkilegasta var þó lítil og snjáð bók frá árinu 1934 "Bökun í heimahúsum" eftir Helgu Sigurðardóttur sem er höfundur hinnar víðfrægu bókar "Matur og drykkur". Það er bæði fróðlegt og jafnframt sprenghlægilegt að skoða svona gamlar bækur. Mikið rosalega hafa konur þurft að hafa fyrir lífinu á þessum árum. Í kaflanum "Ýmsar leiðbeiningar tendur t.d.:
"Margir hyggja, að fyrirhafnarminna og ódýrara sé að kaupa allt brauð í brauðbúðum. vera má, að áhyggjum og ýmsum öruðleikum sé létt af húsmæðrum á þann hátt. En ef því verður við komið, er hentugra, kostnaðarminna og skemmtilegra að baka heima, auk þess er heimagert brauð miklu betra, ef bakstur og tilbúingur lánast vel".
Helga kemur með hagnýtar upplýsingar:
"Hveiti: Það er nauðsynlegt hverri húsmóður, að nota gott hveiti. Mér hefir reynzt amerísk hveiti bezt. Ekki má geyma hveitið á votum eða rökum stað.... Er það háttur fljótfærinna og óreglusamra húsmæðra, að mæla af handahófi. En slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra"
Bókin er skrifuð til kvenna sem er auðvitað ekki undarlegt á þessum tíma. Það er samt óneitanlega broslegt á stundum. Þetta með fljótfærnu og óreglusömu húsmæðurnar hitti mig beint í solar plexus, ég átti það til að mæla af handahófi og er því ein af þeim sem Helga skrifar um hér í ásökunartón. Ég gríp niður í ráðleggingar Helgu:
"Að þeyta rjóma: Gæta ber þess, að rjóminn sé kaldur og þykkur. Er hann látinn í vel þurrt og hreint ílát og þeyttur, þangað til hann er svo þykkur, að hann drjúpi ekki af þeytaranum. Gæta þarf þess að þeyta hann ekki of mikið, því að þá aðskilst hann og verður að áfum og smöri."
Hér er svo sem ekkert merkilegt og öðruvísi á ferðinni annað en það að Helga hnykkir á með að ítlátið skuli vera vel hreint. Ég veit ekki hvernig hreinlæti var háttað á þessum tíma en ráðleggingar um hrein ílát, hægri-vinstri eru eins og rauður þráður í gegnum þessa skemmtilegu bók.
Og áfram. Helga er praktísk húsmóðir. Hún býr til sitt eigið stöff:
"Lyftiduft: 200 gr. vínsteinsduft (kremor tartan) 100 gr. natron, 15 gr. hartarsalt, 15 gr. hrísmjöl. Allt er þetta sáldað 5-6 sinnum. Geymt í glasi með glertappa (ekki í blikkíláti). Ger þetta er ódýrara og betra en það sem keypt er í búðum".
Vei þeirri húsmóður sem sem hefur keypt notað ger úti í búð. Ég er orðlaus. Er virkilega hægt að búa til sitt eigið ger?
Bara svo þið vitið það kæru "húsmæður" hvað við höfum það gott. Árið 1934 þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum. Helga þessi mæta kona sem hefur bjargað mörgum eldhúsfrömuðinum með bókinni sinni Matur og drykkur ásamt þessari kökubók hér, skrifar í blíðum móðurlegum tón með smá uppeldislegu ívafi. Hún minnir okkur á þá nauðsynlegu staðreynd að skortur á hreinlæti og galgopaháttur verði ekki liðinn í hinu hefðbundna íslenska eldhúsi.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 13. apríl 2007
EIKINN ALLTAF FLOTTASTUR!
Mér finnst spjallþátturinn sænski mikið skemmtilegri en Júróvisjón útsendingin. Þessi fyrsti þáttur í ár var þar engin undantekning. Eikinn stóð sig vel eins og vanalega í spjallinu og stigagjöfinni. Myndbandið var flott þrátt fyrir að rauða hárið lýsti með fjarveru sinni. Svo fékk drengurinn fullt hús stiga. Ekki dapurt það. Ég er ekki sérstakur aðdáandi söngvakeppninnar. Þau lög sem þrælað var í gegn í kvöld voru flest alveg hroðaleg. Einhverjar melódíur með þjóðlagaívafi viðkomandi lands. Ég fékk aumingjahroll í 80% tilfella. Stjarna kvöldsins var norski "kommentarinn" sem fyrir utan að vera hrifin af Íslenska laginu, var að ég held ekki hrifin af neinu öðru lagi. Vel pirraður náungi en skemmtileg týpa.
Nú er að bíða næsta föstudags. Svona bara til að það sé á hreinu. Ísland burstar þetta.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 13. apríl 2007
HINIR EINU SÖNNU UMBOÐSMENN GUÐS?
Mikið rosalega finnst mér það skiljanlegt að prestarnir í Digraneskirkju vilji ekki ferma eitthvað untansafnaðarlið úr tam Fríkirkjunni. Ég meina, að hin eina sanna trú er í þjóðkirkjunni. Það vita allir. Aðrir söfnuðir eru að sjálfsögðu ekki Guði þóknanlegir. Hvernig veit ég það? Jú prestar þjóðkirkjunnar eru umboðsmenn Guðs á jörðinni. Þeir hafa marg oft sagt það þó ekki með þessum orðum kannski. Svo lítilþægir þjónar Guðs. Núna hafa þeir sent fermingarbarninu sem þeir neituðu að ferma, opibert afsökunarbréf. Svo stórmannlegt af þeim.
Án gríns. Afhverju er fólk í þessari ríkisreknu þjóðkirkju? Það fyrirbrigði er svo ósjarmerandi sem frekast getur verið. Þjóðkirkjan er svona álíka spennandi og annað opinbert batterí sem er Tollstjóraembættið. Enginn vill vera þar en þar eru allir skyldugir að vera með.
![]() |
Prestar Digraneskirkju útskýra afstöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 13. apríl 2007
FORLAGATRÚ - BÖLVAÐEKKISENSKJAFTÆÐI
Iss-piss hvað fólk getur verið forlagatrúar. Það trúir því í alvöru að neikvæðir hlutir geti gerst á föstudögum þann þrettánda. Ég kastaði þessu rugli fyrir mörgum árum og er búin að sefja sjálfa mig í að trúa að góðir hlutir gerist á þessum dögum eins og alla aðra daga. Útgangspunkturinn verður að vera jákvæður. Í dag er ég viss um að ég fæ happadrættisvinning (spila ekki í happadrætti en örlagadísirnar gera sér ekki grillur út af smámunum). Ég trúi því að ég muni bara eiga skemmtileg samskipti við fólk og að svartir kettir séu vísar nornir í dulargerfi sem ég er brjáluð í að hitta og eiga í þýðingarmiklu augnsambandi við. Hvað um það. Hefur einhver bloggara múr- og naglfasta reynslu af þessum degi varðandi óhöpp og sollis? Segið mér endilega frá því.
Lofjúgæs
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr