Færsluflokkur: Umhverfismál
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Of breysk fyrir þennan heim fullkomnunar
Kannski er svo fyrir okkur komið að við verðum að fá skammtinn okkar af krúttfréttum í öllu þessu kraðaki af neikvæðni.
Bara gaman.
Ég þekki hins vegar mann sem fór að heiman með seðlaveskið sitt og kom heim með nýja konu og ekkert veski.
Konan hans, sú sem fyrir sat á bekk og beið hans þakkaði sínum sæla fyrir að vandamálið með karlasnann leystist svona líka þægilega og áreynslulaust og sendi þeirri sem tók við jólagjafir í mörg ár á eftir.
Alveg þangað til að sú fékk fyrir sig afleysingu til langframa.
Já, ég þekki stórbilað fólk en það er best að taka það fram að þessi maður var útlendingur í útlöndum því svona ógeðsframkomu stunda íslenskir karlmenn ekki. Það vitum við vel.
En þetta snýst um að fara að heiman með eitthvað og skipta því síðan út eða bæta við.
Fara út með hundinn og koma heim með önd.
Sem ég myndi auðvitað matreiða á stundinni enda endur og annar gargfénaður ekki til nýtni hæfur nema á diski með grænmeti, kartöflum og dassi af sósu.
Hér á kærleiks förum (fórum) við reglulega að heiman með tómar kókflöskur úr plasti offkors.
Og komum heim flöskulaus með peninga.
En ég er ekki nógu græn verandi VG því allt þetta ár eftir að kreppa hófst greip mig kæruleysisbrjálæði og nú hendi ég öllu flísefni í flöskuformi beint í ruslið og ég stend í forherðingu minni og það hreinlega rignir upp í nefið á mér.
Og af því ég veit að það er alls ekkert hipp og kúl að haga mér eins og hvítt hyski í umhverfismálum, þá fæ ég einhverra hluta vegna rosalegt kikk út úr þessari losunarathöfn á flísefni í fjárhagslega herptum heimi.
Alveg: Jei, hvað það er gaman að gera hluti sem sökka biggtæm og sussusussu má ekki.
Svona er fyrir mér komið.
Það er af sem áður var, þegar ég hefði gefið alla útlimi fyrir að vera pólískt rétthugsandi.
Þetta er síðgelgja ég sver það.
Fyrirgefðu umhverfisráðherra.
Hvað get ég sagt?
Ætli ég sé ekki of breysk fyrir þennan heim algjörrar fullkomnunar?
Hmprf...
En hér má sjá ágætis húsráð fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra í verndun jarðar.
Sápa fer ógeðslega illa með náttúruna.
Út að viðra hundinn og kom heim með önd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 9. ágúst 2009
Hipp og kúl að borða hvalkjöt?
Sumir borða hvalkjöt, aðrir ekki, ég er ein af þeim sem hrylli mig við tilhugsunina um lýsiskjötið.
Ég ber samt alveg virðingu fyrir þeim sem eru á annarri skoðun.
Sumum finnst líka hipp og kúl að borða hvalkjöt.
Alveg eins og sumum finnst hipp og kúl að vera á móti hvalveiðum.
Svo eru þeir sem eru eins og ég - sem eru einfaldlega á móti hvalveiðum, af því bara.
En jafnvel þeir sem elska kjötið verður ykkur ekkert hverft við þegar þið fáið svona upplýsingar?
Halló, hefur einhver lyst á sautján ára gömlu kjöti þó úr frysti sé?
Vá hvað mér yrði óglatt hefði ég gúffað í mig hvalkjöti í fyrra hjá Úlfari.
En sem betur fer er ég blásaklaus- aldrei þessu vant.
Úff.
Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. maí 2009
Ótímabær taugaveiklun
Það er rosaleg taugaveiklun í gangi sem gengur út á þann möguleika að menntamálaráðherra ráði Kolbrúnu Halldórsdóttur í starf Þjóðleikhússtjóra.
Eigum við ekki að bíða og sjá.
Það væri skynsamlegt að bíða með samsæriskenningarnar og hamaganginn þar til konan hefur sótt um og í framhaldi af því fengið stöðuna.
Ég gef mér sem kjósandi VG að við ráðningu Þjóðleikhússtjóra verði farið eftir faglegum verklagsreglum og sá umsækjandi sem hæfastur er verði ráðinn en ekki sá sem er með flokksskírteini upp á vasann.
Auðvitað á fólk heldur ekki að gjalda fyrir að vera í pólitík en ég held að það séu afskaplega margir hæfir einstaklingar sem muni sækja um þessa stöðu.
Okkur hefur verið lofað gegnsæi í vinnubrögðum á Nýja Íslandi. Okkur hefur jafnframt verið lofað að tími kunningja- og flokkssystkinareddinga heyri til fortíðar.
Að pólitískum ráðningum verði sagt stríð á hendur.
Þess vegna hef ég ekki minnstu áhyggjur af þessu máli.
Ég trúi því einfaldlega þar til annað kemur í ljós að mitt fólk standi við stóru orðin.
Þess vegna kaus ég þá.
Og slakið þið síðan á elskurnar mínar.
Kolbrún í Þjóðleikhúsið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Heyrðu mig kæri samflokksmaður og frú ráðherra
Fyrirgefðu Kolbrún Halldórsdóttir, en sem kjósandi VG og í góðum fíling vegna stöðu flokksins, má biðja þig að vera róleg á yfirlýsingumm, einkum og sér í lagi þegar þær eru ekki í takt við stefnu flokksins.
Ég get ekki orða bundist en mér finnst þessi annars frábæri ráðherra stundum eins og hún sé að ögra öllu og öllum.
Auðvitað viljum við láta leita að olíu og gera það eftir öllum kúnstarinnar reglum hvað varðar megnunarvarnir og allan þann pakka.
Svei mér þá Kolbrún, ef það þarf ekki að setja þig í geymsluna ásamt fleiri góðum mönnum fram yfir kosningar.
Hemja sig, hemja sig og hugsa.
Já, ég sagði það, hugsa.
VG ekki gegn olíuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. apríl 2009
Gluggaperrar
Ég er alfarið á móti álverum og það er ekkert nýtt.
Ég sé enga ástæðu til að selja erlendum auðhringjum rafmagnið okkar á útsöluverði og láta þá menga og eyðileggja náttúruna í kaupbæti.
Hvað er að, af hverju geta Íslenskir ráðamenn (flestir) ekki hugsað aðeins út fyrir kassann.
Af hverju kviknar ljós í augunum á þessu fólki þegar minnst er á álver?
Hefur einhver reiknað út fórnarkostnaðinn við þessi tiltöulega fáu störf sem skapast og af hverju ekki er hægt að nýta auðlindirnar okkar á mann- og náttúruvænni hátt?
Eftir Silfrið í gær þar sem John Perkins útskýrði "the evil empire" er ég vissari en áður.
Ég vona að það renni upp sá dagur, áður en Össur og hinir strákarnir ná að gera landið mitt að stærsta álveri í heimi, að það eru aðrir möguleikar og við eigum sjaldgæfan fjársjóð sem sem er orkan okkar og önnur landgæði.
Samt virðast margir stjórnmálamenn ekki getað beðið eftir að setja Ísland í hendurnar á erlendum álrisum sem er skít sama um íslenska náttúru og fólkið sem byggir landið.
Það er svo hryllilega 2007 eitthvað að hanga með slefuna í munnvikunum eins og gluggaperri á gluggunum hjá Alcoa og hvað þeir heita allir saman og hreinlega grenja í þeim að fá að vera með.
Djöfuls bilun.
Skamm.
Alfarið á móti álverssamningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Svar óskast
Talandi um hvalafriðunarsvæði fyrir þá sem skoða dýrin.
Hvernig ganga veiðarnar?
Er ekki búið að ráða í þessi þrjúhundruð störf sem áttu að detta í hús þegar veiðarnar hæfust?
Og hvernig gengur að selja?
Miðað við fullyrðingarnar á þinginu þegar veiðarnar voru leyfðar þá hlýtur að vera rífandi sala í hvalkjöti.
Nú hef ég áhyggjur af því hvort þeir anni eftirspurn á bátunum.
Einhver?
Svar óskast.
Svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. mars 2009
Kreppuskógur
Auðvitað er skelfilegt að bílaframleiðendur fari á hausinn og fullt af fólki missi þar með vinnuna.
En eru þessi gengdarlausu bílakaup fólks ekki út úr kortinu og það nauðsynlegt að koma þessu á eðlilegt plan?
Það er regla frekar en undantekning að það sé bíll á mann á heimilum víða um heim og hér auðvitað líka.
Bílar menga, gleypa bensín, hamla för (umferðarteppur sko) og fólk spikfitnar undir stýri. Smá dramatík hérna og ööööörlitlar ýkjur en þið vitið hvað ég meina.
Ég er ekki með bílpróf (nei missti það ekki, tók það og endurnýjaði ekki, er stórhættuleg í umferðinni) og hef á tímabilum notað strætó. Mér fannst það flott ef frá eru taldar tímatöflur sem eru búnar til af einhverjum sem notar EKKI strætó.
Mér er næst að halda að hugbreytandi efni hafi verið með í för í tímatöfludeildinni hjá Strætó á stundum.
Þessu þarf að kippa í liðinn.
Nú eigum við að gangast upp í því að vera sparsöm, umhverfisvæn og kollektív.
Látum kreppuskóginn verða minni eitt.
Halló, þetta átti ekki að verða nein prédikun.
En svo "varðaði" það bara.
Excuse.
Mikil óvissa í bílaiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Gamlar syndir
Kannski er í lagi að veiða hval.
Ég veit það ekki, en ég er ekkert afskaplega spennt fyrir málinu, held bara að það kosti okkur helling í péerri að gera það.
Svo er alveg bráðfyndið að lesa sum blogg vegna þess að fundist hefur gömul mynd af Steingrími J. að skera hval. Fólk lætur eins og það hafi fundið sönnunargögn í morðmáli.
Steingrímur er sekur, hann myrti hval.
Ég vann einu sinni hálfan mánuð í frystihúsi þegar ég var 14 ára hjá Júpíter og Mars.
Var að snyrta karfa og pakka honum inn. Lyktin var ógeðsleg en félagsskapurinn skemmtilegur og við unnum fram á nótt.
Ég var rekin af því ég fór að leika mér með vatnsslöngu og sprautaði á hálfbrjálaðan verkstjóra sem hafði engan húmor fyrir því að fá vatn úr kraftslöngu framan í sig.
Reyndar hélt ég að hann myndi drepa mig.
Það sem ég er að segja ykkur hérna börnin mín sæt og góð er að ég borða ekki karfa en er sek um að hafa skorið í hann, pikkað úr honum hringorma og farið ómannúðlegum höndum um þessa matvöru sem seld var til Rússlands.
Ég hef karfadráp á samviskunni en ég er algjörlega með verndun fiskistofnanna við landið.
Sjálfstæðisþingmenn halda því allir fram sem einn að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá fyrrverandi Einari K. Guðfinnssyni að leyfa hvalveiðar þegar hann var starfandi sjávarútvegsráðherra.
Allir vita hins vegar að þetta var gert til að koma væntanlegum sjávarútvegsráðherra illa, nokkurs konar hefndarráðstöfun á lokasprettinum.
Nú þarf Steingrímur fyrrverandi hvalaskurðarmaður að taka á málinu og allir eru óðir í að fá að myrða hval í samlede verker.
Hvar er markaðurinn fyrir kjötið ef einhver getur sagt mér það?
En ég hef engar áhyggjur af stóra hvalamálinu, ég held nefnilega að Steingrímur leysi þetta mál þannig að allir geti vel við unað.
Sumir munu segja; mikil er trú þín kona.
Og við því segi ég; hvað er að, hafið þið eitthvað á móti bjartsýni?
Ég veit að hann gerir sitt besta og það er nógu gott fyrir mig.
Vond stjórnsýsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Ekta Silfur
Ég verð að óska okkur öllum til hamingju með nýja forsætisráðherrann.
Hvar sem fólk stendur í pólitík eru flestir sammála um að Jóhanna sé strangheiðarlegur stjórnmálamaður.
Svo sjáum við til hvernig til tekst hjá Rauðkunni.
En Silfrið brást ekki frekar en venjulega og á bráðskemmtilegum vettvangi dagsins var það hann Viðar sem kom sá og sigraði vegna þess að hugmyndafræðin hans á alla leið upp á pallborð hér á kærleiks.
Mergur máls er nefnilega að mannfjandsamlegt stjórnarfar sem nú hefur hrunið ofan í hausinn á heiminum snýst ekki bara um peninga.
Það snýst líka um viðhorf til stríðs, svo ég taki dæmi.
Annað dæmi er um afstöðu til náttúruauðlindanna.
Ég er sammála Viðari með að það dugir lítið að setja nokkrar konur hér, einhverja úr grasrót þar til að ná fram róttækum breytingum á samfélagsgrunngildunum.
Hér þarf grundvallar byltingu á hugsunarhætti.
Þeir sem trúa á ofurmátt fjármagnsins eru þeir sem vilja virkja alls staðar sem því verður við komið.
Það eru þeir sem aðhyllast nýfrjálshyggjuna sem gjarnan vilja byggja eiturspúandi stóriðjuver á kostnað komandi kynslóða. Skammtímagróðinn er þar primus motor.
Og það eru þeir sem trúa á mátt fjármagnsins sem tala fyrir stríði.
Það heitir að fara í stríð til að bjarga einhverjum x-hópi fólks á kostnað annars hóps.
Nú eða vegna trúarbragða.
En hin raunverulega ástæða er hergagnaframleiðsla og landtaka.
Já, mér datt þetta bara svona í hug.
Svo bíð ég spennt eftir sjónkanum kl. 16,00
Jabb, ég geri það.
Jóhönnustjórnin tekur við undir kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Skítlegt eðli
Hér er "frétt" yfir persónur og leikendur þeirra sem sitja og æfa fyrir nýja leikverkið "bráðabirgðakreppustjórnin".
Það telst kannski fréttaefni að sumir hafi verið lengi í pólitík.
Það væri gaman að sjá lista yfir íhaldsþingmenn. Þeir eru þaulsætnari en árinn sjálfur.
Annars vill ég reglulega endurnýjun í pólitík.
Annars fer allt í bölvaða stöppu.
Svo finnst mér enginn koma til greina í dómsmálin í nýrri stjórn ef af verður, annar en Atli Gíslason. Hann nýtur víðtæks, þverpólitísks stuðnings og fólk treystir honum.
En..
Eruð þið ekki eins og ég að fylgjast með hvað starfstjórnarráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru að bardúsa núna á síðustu metrunum?
Einar K. Guðfinnsson sýndi sitt skítlega eðli með að gefa út hvalveiðikvóta á tíma sem hann á bara að halda ráðuneytinu gangandi.
Flestir og eiginlega allir sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi hvalveiðar eru gapandi yfir þessu hefndarbragði ráðherrans sem kemur nýrri stjórn í töluverðan vanda.
Slægvitur maður sjávarútvegsráðherrann á plani.
Hvað er svo Gulli að bedrífa?
Ég ráðlegg öllum að fylgjast vel með.
Já þið lásuð rétt, ég kalla þetta skítlegt eðli.
HÉR ER SVO MARTRÖÐIN HENNAR KATRÍNAR
Nýtt verk, sömu leikarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987144
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr