Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Morð, nauðgun og brotin nögl
Fyrirsögnin er: "Ofbeldi, ölvun og biluð lyfta."
Vá, svo líbó eitthvað.
Ætli við eigum næst eftir að lesa:
"Morð, nauðgun og brotin nögl"?
Eru allir að verða ónæmir fyrir alvarleika ofbeldis á þessu klikkaða landi?
Ofbeldi, ölvun og biluð lyfta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Játningar kanasleikju
Eins og mér var illa við veru setuliðsins hér á landi þá var ég samt tvöföld í roðinu langt fram eftir aldri.
Jú það kom kanasjónvarp á heimilið þegar ég var 10 ára.
Eina í hverfinu fyrir utan sjónvarp nágrannans sem vann á vellinum.
Vinsældir mínar, sem voru ærnar fyrir () jukust um 400% og ég lýg því ekki.
Biðraðir barna mynduðust við Hringbraut 84 á þriðjudagskvöldum því þá var Combat í sjónkanum.
Á mánudögum var Lawrence Welk sem amma mín elskaði.
Lucille Ball, Þriðji maðurinn, Kötturinn Felix og fleira og fleira.
Svo hlustaði ég á Kanann.
Útvarpið sko.
Til að bíta svo höfuðið af skömminni vann ég nokkur ár sem einkaritari forstjóra Ísl. Aðalverktaka og var í leiðinni flokksbundin í Alþýðubandalaginu.
Ég velti mér upp úr unaðsemdum vallarlífsins.
Fór í Officeraklúbbinn í hádeginu og að djamma með vinnufélögunum eða "klúbbast" eins og það hét, á fimmtudagskvöldum.
Algjörlega siðlaus í tvöfeldninni og í hróplegu ósamræmi við skoðanir mínar.
Og af því ég er farin að velta mér upp úr þessum æskusyndum þá fór ég að velta því fyrir mér að með þetta siðlausa hugarfar þá hefði ég auðvitað átt að stefna hátt í pólitík.
Svona ómerkingar eins og ég hefðu náð langt.
En ég hafði ekki vit á því sem betur fer.
Löngu, löngu síðar, en það skal taka fram að ég var afskaplega seinþroska á siðferðissvellinu, fór ég að samræma orð og gjörðir.
En mikið rosalega tók það langan tíma.
Í guðanna bænum ekki segja neinum frá þessu.
Það gæti einhver farið að skvetta málningu á húsið mitt.
En umboðsmaður Íslands Mr. Bárðarson mun þroskast seint og illa.
Og hver í fjandanum er þessi Gulli Helga?
Ekki svara því, hingað til hef ég lifað ágætis lífi án vitneskjunnar.
Skelli hér inn sönnunargangi "exibit A" hvar ég sit í einkaritaradjobbinu "on the base"
Over and out.
Gulli Helga gengur Kananum á hönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Eins og hver önnur beinagrind
Ég hef komið mér upp lífsreglu nýlega (ókei, fyrir þremur árum þegar ég varð edrú) og hún er sú að reyna að lifa í núinu og njóta lífsins á meðan ég lífsandann dreg.
Ekki láta ykkur detta í hug að nú ætli ég að fara að hljóma eins og sjálfshjálparbók sem gæti heitið;
"Lifðu lífinu lifandi" nú eða "Elskaðu sjálfa þig".
Eða eitthvað annað viðurstyggilega væmið og ofnæmisvekjandi yfirborðssnakk.
Ónei, fyrir mér þýðir núið og lífið að vera glöð, reið, spennt, óróleg, pollróleg, hrygg og í banastuði.
Sem sagt allur tilfinningaskalinn svona beisíklí.
En þegar ég dey, sem ég á sterklega von á að ég geri þá er mér sama hvar afgangurinn af mér lendir.
En ég myndi gjarnan vilja verða í jarðaförinni minni til að taka status á mætingu og sjá hverjir af vinum mínum eru grátandi og svona.
Til að bústa egóið.
Svo finnst mér dapurlegt að geta ekki lesið minningargreinarnar um mig því ég er viss um að þær hljóta að verða mergjaðar.
Af hverju?
Jú af því að ég er svo bilaður persónuleiki.
Þið sem enn eruð að lesa verðið að fara að drífa ykkur á bókasafnið og ná ykkur í almennilegt lesefni þetta gengur ekki lengur að láta mig fokka svona í ykkur.
En aftur að alvöru málsins.
Hver nennir að eyða milljónum í að kaupa grafreitinn við hliðina á afganginum af Marilyn Monroe.
Ég kann mína anótómíu og ég get fullvissað ykkur um að Marlilyn er jafn óspennandi og hver önnur beinagrind af Jónu Jóns.
Það hringlar jafn hátt í báðum.
Þið megið grafa mig við hliðina á Jóa á hjólinu þess vegna.
Þið megið jafnvel dreifa ösku minni yfir Morgunblaðshúsið til minningar um bloggtímabil mitt sem ég ástundaði áður en ég fór að skrifa bækur og verða heimsþekktur rithöfundur á Íslandi.
Ég bið bara um eitt.
Aðeins eitt.
Ekki láta Framsóknarmann við hliðina á mér.
Það myndi ég ekki afbera.
Ég gengi aftur.
Lagst til hvílu hjá Marilyn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Guð forði mér frá umhyggjustjórnmálum
Ég hef verið að skoða hug minn til atburða undangenginna daga sem hafa hreyft við mér svo ég noti nú ekki sterkari lýsingarorð.
Borgarahreyfingin stendur mér nærri hjarta, hún spratt upp úr búsáhaldabyltingunni þó hún eigi fráleitt eignarrétt á henni, enda fólk úr öllum flokkum sem stóð þar í allan vetur.
Ég stend með Þráni Bertelssyni þó ég þekki hann lítið sem ekki neitt.
Þ.e. ég þekki hann sem rithöfund og mann með djúpan skilning á lífinu og síðast en ekki síst þá er hann með húmor fyrir sjálfum sér og hann hefur ekki látið sig muna um að skrifa opinskátt um sjálfan sig í bókunum sínum.
Eflaust er ÞB ekkert alltaf til lags. Sem betur fer. Svoleiðis fólk er leiðinlegt og það er hægt að fá það til að gera allan andskotann bara til að fá að vera með.
Fólkið sem tekur ekki afstöðu og bíður álengdar í átökum lífsins á heldur ekki upp á pallborðið hjá mér.
Það misbýður réttlætiskennd minni þegar farið er fram gegn fólki eins og þessi kasúldna þremenningaklíka hefur gert sig seka um gagnvart ÞB.
Og af hverju er ég að skrifa um þetta aftur?
Jú, í Fréttablaðinu í morgun lætur Birgitta Jónsdóttir hafa eftir sér þá skoðun að henni finnist umhyggja Margrétar Tryggvadóttur í rógsbréfinu til Katrínar Snæhólm sem "bjarnaharðaðist" svo um víðan völl af "misgáningi", sé aðdáunarverð!
Ógeðslegar dylgjur um heilsu ÞB eru aðdáunarverðar. Umhyggjan lætur ekki að sér hæða.
Birgitta Jónsdóttir er formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar. ALLS þingsflokksins ímynda ég mér.
Í staðinn fyrir að hafa í sér þor og dug til að harma þessar bréfaskriftir Margrétar, jafnvel skrifa þær á ólguna í flokknum til að halda andlitinu, þá gengst hún upp í því siðleysi að dást að umhyggju vinkonu sinnar fyrir Þráni.
Eftir undangegna daga hefur orðið "umhyggja" fengið svo ógeðslega merkingu í mínum huga að ég held ég taki mér það ekki í munn ef ég mögulega kemst hjá því.
Að minnsta kosti vona ég að umhyggjustjórnmál Borgarahreyfingarinnar líði sem fyrst undir lok.
Borgarahreyfingin er á síðustu metrunum, í öndunarvél nánast og öll umhyggja í heiminum fær því ekki breytt.
Það er sprottinn á atgervisflótti úr borgarahreyfingunni, svo ég gerist nú hátíðleg.
Umhyggjustjórnmál BH munu þó hrjá þjóðina næstu fjögur árin ef engin kraftaverk gerast sem ekki er mikið útlit fyrir.
Á þremur mánuðum hefur tær orka búsáhaldabyltingarinnar sem myndbirtist í BH úldnað að því marki að nú liggur ýldulyktina yfir Alþingishúsið sem aldrei fyrr.
Lilja Skaftadóttir birtir í dag ljóð Páls J. Árdal á heimasíðu sinni og ég tek það til handagagns.
Páll hefur hreinlega verið skyggn og séð fram í tímann, þó líklegra sé að hann hafi verið naskur á mannlegt eðli.
Ráðið
Ef ætlarðu' að svívirða saklausan mann,
þá segðu' aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu, að til séu nægileg rök,
en náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
Og gakktu nú svona frá manni til manns,
uns mannorð er drepið og virðingin hans,
og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
En þegar svo allir hann elta og smá
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helst eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
Og segðu: "Hann brotlegur sannlega er,
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir."
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,
með hangandi munnvikum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja þá fáir þú náð,
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
En - máske að þú hafir kunnað þau áður!
Höfundur: Páll J. Árdal
Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Æi hvað heitir hann nú aftur sjúkdómurinn sem ég er alveg að byrja að þjást af?
Í dag eftir að hafa lesið í gegnum tugi athugasemda, bloggfærslur og hlustað á fréttir um aðför þingflokks BH að eigin tilvist, en hann virðist vinna ótrauður að því að afmá sig, minnka sig og fækka sér, rámaði mig óljóst í eftirfarandi klausu úr stefnuskrá hreyfingarinnar:
Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
(Markmiðin munu þá væntanlega vera ný vinnubrögð í pólitík, gegnsæi, heiðarleiki, höfnun á hrossakaupum og virk grasrót).
Hér er kínverskt eða japanskt spakmæli sem ég held mikið upp á og hljómar eitthvað á þessa leið:
"Þegar engar orrustur er að heyja sem herinn veldur snýst hann gegn sjálfum sér".
Þetta börnin mín södd og sæl ætti að vera á bréfhaus órólega þingflokksins og félaga hans þessa dagana, vikuna og mánuðina.
Á ekki að leggja sig niður hið snarasta?
Á mánudaginn bara?
Svona áður en skaðinn verður stærri og fleiri verða sjúkdómsvæddir?
Segi sonna.
Annars er ekkert að marka mig sko.
Er með þunglyndisgreiningu og sykursýki ásamt því að vera alkóhólisti og til að bíta höfuðið af skömminni er einhver annar sjúkdómur sem ég held að ég sé alveg að fara að þjást af að hrjá mig en í augnablikinu man ég bara alls ekki hvað hann heitir.
Ég man samt að byrjunarstig þessa sjúkdóms felur í sér að muna eftir loforðum sínum og fyrir hvað maður stendur.
Damn, damn, damn.
Helvíti vont hvað ég er að verða gleymin eitthvað.
Annars er þessi geðsjúkdómafaraldur sem nú geysar ekkert gamanmál krakkar mínir.
Bara allir að veikjast.
Um að gera að halda sig inni og láta sér ekki verða kalt.
Hóst.
Þingmenn okkar hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Svartur dagur í stjórnmálum
Nú jæja.
Nú geta einhverjir andaða léttað og merkt við á tékklistann sinn.
Búið að koma Þráni úr þingflokknum og hreyfingunni - tékk.
Svo mun það væntanlega vera næsta mál á dagskrá að fá hann til að bugast að því marki að hann hverfi úr stjórnmálum.
Mikið skelfing vona ég heitt og innilega að hann gefist ekki upp.
Annars ætla ég ekki að hafa um þetta fleiri orð.
Borgarhreyfingin er búin að vera.
Þá á ég við það sem hún lagði upp með.
Markmiðin um gegnsæi og heiðarleg vinnubrögð hefur verið skipt út fyrir baktjaldamakk og hrosskaupastjórnmál.
En svona btw.
Getur ekki einhver tölvumaður tekið alþingismenn í smá kennslu í hvernig senda skal tölvupósta?
Það virðist vera gargandi nauðsyn.
Eða nei annars, höfum þetta svona.
Það er ágætt að fá að skyggnast á bak við tjöldin og fylgjast með hvernig kaupin gerast í pólitíkinni.
Svartur dagur.
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Hurð skellist - lylki fleykt
"Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi eftir að hann var handtekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli í gær samkvæmt heimildum vefsíðunnar visir.is."
Þetta er greinilega maður sem les blöðin og fylgist með.
Ef ég væri eftirlýstur glæpamaður í útlöndum (god forbid) þá væri Ísland góður kostur í stöðunni.
Ætlaði maður að flýja sko.
Maðurinn kann sitt fag og hefur auðvitað séð hvernig réttvísinni er framfylgt á Íslandi.
Eina sem maður þarf að gæta sín á er að stela sér ekki til matar.
Þá er maður í vondum málum, hurð á klefa er skellt í lás og lyklum hent.
Áður en þér hefur tekist að kyngja síðasta blóðmörsbitanum.
Ójá.
Þekktur glæpamaður handtekinn á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Og hér er komið bréf ársins - Bjarni Harðar hvað?
Það er ekki öfundsverð staða að vera þingmaður í Borgarahreyfingunni og heita Þráinn Bertelsson.
Þegar hann er ekki til lags þá taka menn til sinna ráða.
Þeir leita til sérfræðinga.
Bjarni Harðar hvað?
Hann sagði af sér.
Hvað gerir Margrét Tryggvadóttir?
Þegar allt um þrýtur þá má alltaf grípa til þess að sjúkdómsvæða andstæðinginn.
Það hefur verið reynt áður í pólitík á Íslandi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Þráinn beittur "hefðbundnu pólitísku ofbeldi"
Skemmtilega fréttir halda áfram að berast.
Líka fyndnar og fáránlegar.
Að þessu sinni, enn og aftur reyndar, í boði þremenninga Borgarahreyfingarinnar.
BH ætlaði að ástunda öðruvísi vinnubrögð en fjórflokkarnir sem þau tala fyrirlitlega um.
Með réttu reyndar oft á tíðum.
En ég held reyndar að enginn fjórflokkur hafi lagst svona lágt eins og þremenningaklíkan í BH gerir með bréfi sínu til til stjórnarfundar BH á þriðjudag.
Þar lagði þetta lýðræðiselskandi tríó til að Þráinn tæki sér frí frá þingstörfum þar sem hann hefur að þeirra mati hætt samstarfi um málefni hreyfingarinnar á Alþingi.
Nú myndi ég hlæja ef ég væri ekki bálill fyrir.
Þvílíkt lýðræðiselskandi hyski (fyrirgefið orðbragðið).
Þráinn er ekki til lags og þá má hann ekki vera með.
Fáum einhvern í staðinn sem spilar með og er til friðs.
Einelti?
Að minnsta kosti er af þessu fnykur sem gjarnan kemur þegar lýðræðið er hunsað.
Fari þau og veri.
Svo vona ég að ÞB láti ekki undan þessu "hefðbundna pólitíska ofbeldi" sem þau Birgitta, Margrét og Þór Saari eru að beita hann.
Enn og aftur:
Gó Þráinn!
Vilja Þráin af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. ágúst 2009
Gó Þráinn
Ég er viss um að enginn stjórnmálamaður á Íslandi hefur fengið eins miklar skammir og Þráinn Bertelsson fær yfir sig nú um stundir.
Skammir er kannski ekki rétta orðið heldur eru þetta árásir og skítkast bæði á Eyju og Moggabloggi.
Þráinn er nefnilega í sérstakri stöðu.
Ég man ekki eftir neinum stjórnmálamanni sem hefur fengið viðlíka útreið og ÞB.
Og fyrir hvað?
Jú, fyrir að fylgja eftir stefnu þeirrar hreyfingar sem hann bauð sig fram fyrir.
Fyrir þá dæmalausu ósvífni að standa við kosningaloforðin.
Merkilegur fjandi.
Til að toppa svo þetta flippaða mál allt saman þá hafa þeir sem hæst hafa látið verið nánast búnir að innrita Þráinn í Samfylkinguna.
Af hverju?
Jú, maðurinn þekkir Össur Skarphéðinsson og er að kjafta við hann og fleiri úr Samfó í mötuneytinu.
Það hefur örugglega aldrei gerst á Íslandi áður.
Að menn séu í góðum fíling þvert á flokkslínur.
Nei, nei.
Nú hefur Þráinn tekið af allan vafa - hann er auðvitað ekki á leið úr sínum flokki.
Enda hvernig ætti fólki að detta það í hug?
Hann hefur staðið við loforð flokksins upp á punkt og prik.
Fyrr held ég að "sumir þrír" gangi í Sjálfstæðisflokkinn og það kæmi mér ekki á óvart.
Gó Þráinn.
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr