Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Frankestein dýraríkis, epplingar og lyklar á Kletthálsi
Fréttir eru ekki alltaf fréttir í sjálfu sér heldur meira svona lýsing á stemmingu, jafnvel prívat skoðunum þess sem heldur á pennanum.
Á Ísafirði varð útlendur ökumaður fyrir því að loka bíllyklana inni í bíl þar sem hann var staddur á Kletthálsi.
Svona klúður hendir ekki Íslendinga. Aldrei nokkurn tímann. Við læsum ekki bíllykla inn í bílum og þá aldrei á Kletthálsum heimsins.
En ég fór á frábæran fyrirlestur hjá næringarþerapista í gær.
Varð margs vísari.
Veit til dæmis að spelt er ein af þeim mjöltegundum sem verður að vera lífræn til að það skili sér í gróða fyrir kroppinn.
Komst líka að því að venjulegt smjör (ekki mýkt) er hollara og betra en léttoglaggottið og systkini þess í hillunum í búðinni.
Við vindum okkur nú yfir í lífrænt ræktaða ávexti.
Ég keypti einu sinni lífrænt grjót, æi ég meina döðlur en þær eru auðvitað minni og harðari en risastóru spíttræktuðu döðlurnar. Fékk að vita að ég hefði átt að leggja þær í bleyti.
Þetta vissi ég ekki og notaði því þær lífrænt ræktuðu í mitt vikulega grjótkast við nágrannana.
Svo að eplunum.
Lífrænt ræktað epli, til dæmis, er lítið og aumingjalegt og það er vegna þess að epli eru ekki hlussustór og glansandi frá náttúrunnar hendi. Þau eru búin til á rannsóknarstofum og eru Frankensteinar ávaxtaríkissins.
Mér létti, þessi horrorepli sem ég hef verið að kaupa í stórmörkuðum og hræddu úr mér líftóruna með stærð sinni og glansi eru þess vegna ekki epli, í sannri merkingu orðsins, þau eru stökkbreytingar, meira svona epplingar.
Héðan í frá mun ég reyna að kaupa lífrænt ræktað þar sem því verður við komið.
Hver vill verða fyrir árás ógeðisepla sem gætu jafnvel farið að tala til manns frá ávaxtaskálinni.
Þessi epli sem ég kaupi fyrir jólin og má spegla sig í eru bónuð.
Ég meina það, kommon, maður ber ekki gólfefni á mat.
Nú verð ég leidd fyrir aftökusveit vegna þessara pælinga minna.
Það kemur einhver eplaheildsali og lemur mig í hausinn með kílói eða svo.
Gott að eplamálin í lífi mínu eru að komast á hreint. Einu vandamálinu minna að díla við.
Farin að skoða í grænmetisskúffuna.
Hver skyldi vera Swartzenegger grænmetissins?
Í alvöru, vitum við hvað við erum að leggja okkur til munns?
Ha?
![]() |
Læsti bíllykla inni upp á Kletthálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Hver hefur sinn djöful....
Ítalir eru með Berlusconi.
Við drögnumst með Davíð Oddsson.
Djöfuls leiðindi.
![]() |
Berlusconi snupraður í fjölmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Fáfíklar, þrífíklar og fjölþjófar
Það er hægt samkvæmt einhverjum geðlækni (?) að vera fjölfíkill og skorta vilja eða kjark til að taka á sínum málum!
Vá, hafa einhver undur og stórmerki komið fram í læknavísindunum sem rennir undir það stoðum að það sé eingöngu vilji og kjarkur sem til þarf?
Er búið að afsanna að fíkn sé sjúkdómur? Auðvitað er sjúkdómshugtakið umdeilanlegt en alkóhólismi (sama hvort rýkur, rúllar eða rennur) var skilgreindur sem slíkur innan læknisfræðinnar síðast þegar ég vissi.
Við þurfum að fá öppdeit frá þessum geðlækni hérna.
En að glæpamanninum.
Í fréttinni er hann greindur sem fjölfíkill.
Hm...
Ég var í róandi og áfengi, er ég þá fáfíkill?
Eða tvífíkill?
Ég heiti Jenný og ég er tvífíkill.
Aðrir þrífíklar, fjórfíklar og þegar efnin eru orðin fleiri þá fjölfíklar?
Ef maður reykir og étur eins og enginn sé morgundagurinn þá bætast væntanlega tvær fíknir við í nafnbótina. Úje!
Svo eru það endurkomumennirnir sem þurfa að fara aftur og aftur í meðferð áður en þeir ná að stilla sér upp sólarmegin á lífsgötunni.
Þeir eru pjúra þráfíklar.
"Maðurinn var fundinn sekur um ítrekuð umferðarlaga- og fíkniefnabrot. Þá var hann sakfelldur fyrir að stela kókflösku, neskaffi og mjólk úr verslun."
Halló, fjölþjófurinn þinn. Skammastín" Kók, kaffi OG mjólk!
Rólegur á græðginni.
Nei þá er betra að koma heilli þjóð á rassgatið og fá orðu á Bessastöðum í leiðinni.
Flytja svo lögheimilið sitt til útlanda og verða aldrei sóttur til saka.
Bilað ástand?
Nei, nei, allt í góðu og svona bara.
Rugl.
![]() |
Fjölfíkill í skilorðsbundið fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Hver hélt framhjá mér?
Ég elska heimskulegar kannanir.
Þær hafa oft og iðulega bjargað hjá mér heilu dögunum.
Eins og þessi; krakkarnir (lesist ökumenn af báðum kynjum, jájá) á lúxusbílunum eru líklegri til að halda framhjá en þeir á venjulegu rennireiðunum.
Fletti, fletti, flett í heilabúi. Nebb, ég slepp með mína kærasta og fjölmörgu eiginmenn. Allt lúserer í bílalegum skilningi.
Öðlingar í öðrum skilningi.
Sjúkkkkkitt.
Ekki að það skipti máli svona eftir á. Það sem er búið er búið og þeir mættu hafa átt tugi kvenna í takinu mín vegna meðan ég var hamingjusamlega ómeðvituð um það.
Svona eftirá sko, ekki á meðan ég var með þeim, þá hefðu höfuð einfaldlega fokið.
En nú vantar nýja rannsókn á strætófólkið.
Er fólk sem ferðast með strætó líklegra til að halda framhjá en reiðhjólafólkið?
Eru reiðhjólmenn alltaf skimandi upp í strætógluggana í leit að að hankí pankí bölvaðir?
Þetta er spurning sem heimurinn stendur frammi fyrir núna og bara verður að fá svar við.
Svo er það fólk eins og ég, sem þorir ekki að keyra bifreiðar og er því yfirleitt með einhvern sem gerir það fyrir mig í fylgdarliði sínu.
Er fólk í minni stöðu líklegra til framhjáhalds?
Úff, ég gæti sagt ykkur sögur.
En ég ætla ekki að gera það.
Þið getið lesið um það í endurminningum mínum sem koma í bókabúðir innan tíðar.
Jeræt, það sem þið eruð forvitin börnin mín á galeiðunni.
Súmí.
![]() |
Líklegastir til þess að halda framhjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 4. maí 2009
Mannréttindabrot?
Reykingar eru viðkvæmt mál hjá mér.
Af því ég er ekki enn hætt sko.
Málið er að það þrengir að mér meir og meir með hverjum deginum sem líður.
Hóst.
Ég hef farið mikinn um reykingafasisma hér á minni síðu, það mannréttindabrot að við sem reykjum megum ekki kveikja í á opinberum stöðum, eða á kaffihúsum og á djamminu, guð hjálpi mér, en ég er ekki á leiðinni þangað.
Þetta er auðvitað brot á réttindum og algjör tvöfeldni í þokkabót vegna þess að ríkið selur stöffið og vill svo ekki kannast við neytendurna.
Dílarinn gefur auðvitað skít í viðskiptavininn, gömul saga og ný.
En ég er sem sagt í vandræðum.
Það eru allir, nema auðvitað hinn kærleiksaðilinn sem eru hættir að reykja.
Stelpurnar mínar eru hættar.
Flest allar mínar vinkonur líka.
Og allt þetta fólk spennir í mig augun, mismikið samt, hefur áhyggjur af því að ég gangi frá mér.
Svo er það dálítið "trailortrassað" að reykja.
Og ég er sjálf farin að skammast mín fyrir að halda þessu áfram.
Alltaf að undirbúa hættingu.
En einhvern tímann hefði mér fundist þetta ógeðslega krúttlegt frétt.
Reykið eða yður mun refsað verða!
Tilbreyting í því.
Er það ekki fokkings mannréttindabrot líka?
Hm..
Farin í smók.
![]() |
Skipað að auka reykingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 2. maí 2009
Fyrir svo löngu
Þessi frétt kom mér á dúndrandi fortíðarfyllerí.
Breyttur útivistartími barna. Þetta er bara krúttlegt og hefur verið við líði svo lengi sem ég man eftir.
Reyndar minnist ég þess samt ekki að við höfum verið látin fara eftir honum í Vesturbænum í denn.
Í minningunni voru sumarkvöldin óendanlega löng og brennó, kýló, fallin spýta, Hollíhú, parís, teygjó, snúsnú og sipp í gangi langt fram eftir kvöldi. Í portinu á Verkó sko.
Lyktin situr eftir í minninu líka, svona fersk vor- og sumarlykt.
Það var aldrei kalt.
Alltaf sól.
Ég man að minnsta kosti ekki eftir annarri tegund af veðri.
Svo kölluðu konurnar út um gluggana eins og það stæði í samningi sem þær hefðu gert við ósýnilegan vinnuveitenda, svona fjórum sinnum á dag, ávallt hvor ofan í aðra.
Jenný; Matur/kaffi (drekkutími hét það á öðrum heimilum en amma mín hefði aldrei tekið sér það orð í munn) og svo var auðvitað gargað: Gættu þín/komdu/ekki óhreinka þig og svo fengu strákarnir sem stundum voguðu sér of nálægt sinn skammt líka: Sigurður; þú skalt eiga mig á fæti ef þú meiðir hana Jennýju, snáfaðu burt skömmin þín/ómyndin þín/pörupiltur/drengandskoti og önnur kærleiksorð voru látin falla gagnvart hinu gagnstæða kyni af mæðrum í gluggunum.
Ljúfir dagar.
Stundum hljóp á snærið og það var steðjað í sjoppuna, Reynisbúð, Kron, til Jafets og keypt nammi.
Haltukjaftibrjóstsykur, kúlutyggjó, fánakúlur, Krummalakkrísborða, gospillur og fleira dásamlegt.
Nú eða ég stillti mér fyrir utan mjólkurbúðina og beið eftir að vínarbrauðin kæmu í hús og fékk enda.
Og ekki má gleyma ferðunum í Frímerkjahúsið að kaupa servéttur og leikaramyndir.
Halló, hvert fór tíminn?
Mig langar að verða tíu ára aftur, sko fram á haust.
Mér finnst það lágmarks krafa eftir allt sem á mig hefur verið lagt.
Dæs, dæs, dæs.
Hvers á maður að gjalda.
Ég setti þarna inn myndir þegar verið var að malbika Hringbrautina mína og svo af róló við Vesturvallagötu.
Annars bendi ég áhugasömum á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, þar er nostalgíumeðal fyrir alla þjóðina, ég segi ekki meira.
![]() |
Útivistartíma barna breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 1. maí 2009
Fólkð búar - það skil ég
Ég hef aldrei unnið líkamlega erfiðisvinnu, ef frá eru taldar þessar vikur sem ég vann í frystihúsi, um það leiti sem Bobby Kennedy var skotinn en ég var rekinn þann dag vegna þess að ég sprautaði að gamni mínu úr þrýstislöngu framan í verkstjórann.
Honum var sem sagt ekki skemmt. Það kom til vegna gusanna sem lentu aðallega í andlitinu á honum, um áhrif dauða Bobbís á verkstjórann veit ég ekkert um. Hann minntist ekki á það einu orði.
Hann sagði reyndar ekkert, var eins og herptur handavinnupoki í andlitinu og benti mér út.
Föðurafi minn, Guðmundur Ingvarsson, sem útvegaði krakkakvikindinu vinnuna var miður sín, enda mátti hann ekki vamm sitt vita.
Jú, svo vann ég í einhverja mánuði sem gangastúlka á Landakoti þegar ég gekk með frumburðinn minn.
Þar held ég að mínum ævintýrum í líkamlegri vinnu sé lokið.
Ég hef reyndar alltaf verið í skemmtilegum störfum, nánast ótrúlega heppin með það.
En ég tilheyri auðvitað verkalýðnum, launþegum, en ekki hvað.
Ég kem af venjulegu alþýðufólki, ósérhlífnu og hörkuduglegu, langafi minn, t.d. mætti á niður á bryggju í úrvalið, þegar daglaunavinnan var og hét.
Stundum var hann sendur heim, eins og fleiri, enda margir kallaðir en fáir útvaldir.
Mér var sagt að það hafi verið ákaflega þungt í Jóni Jónssyni frá Vogum á þeim tíma.
Það sem ég er að reyna að koma að hérna er einfaldlega sú staðreynd að nútíma verkalýðsforkólfar snerta ekki streng hjá venjulegu vinnandi fólki.
(Að undanskildum einum eða tveimur, annar þeir heitir nafni sem byrjar á Guðmundur, hinn Aðalsteinn).
Enda eiga þeir ekkert sameiginlegt með umbjóðendum sínum, virðist vera himinn og haf þar á milli.
Þetta eru jakkaföt, framkvæmdastjórar og ekkert að því svo sem, ef þeir væru ekki að fara fyrir röngum hópi manna sem þeir þekkja vart.
Ég skil vel að fólk skuli búa á þá.
Svo sendi ég almennum launþegum þessa lands baráttukveðjur á þessum 1. maí í kreppunni.
Annars er það efni í aðra færslu, ævintýri mín á vinnumarkaði, þegar ég vann á Landakoti og var ólétt, ógift og var falin í eldhúsinu. Skömmin var nunnunum óbærileg.
Það kemur seinna.
Annars er ég alveg hipp og kúl í verkamannsins kofa hérna.
Því lýg ég ekki.
![]() |
Nýjan sáttmála um stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 1. maí 2009
Mensan og tærnar
Ég vaknaði ekki hress í morgun á þessum hátíðisdegi.
Eftir langan tíma af raddleysi, inntöku myglulyfja og alls kyns árásaróðum flensugerlum, er ég nánast búin að missa húmorinn.
Ég hef til að mynda engan húmor fyrir því að tveggja ára barni skulið troðið inn í gáfumannafélagið Mensu.
Mensa er eins og allir vita gáfumannafélag sem er til í vel flestum löndum. Inngönguskilyrði eru þau að þú komir vel út á gáfnaprófunum sem þeir hafa þróað.
Fyrir mér er þetta skortur á góðri sjálfsmynd, mikilmennskubrjálæði og gífurleg þörf fyrir að geta blakað félagaskírteini upp á að þú sért æðislegur, ofboðslega gáfaður, algjört séní og mikið klárari en vel flestir, sem veldur því að svona selskapur verður til.
Svo á að troða barni inn í félagsskapinn. Tveggja ára smábarni.
Halló!
En svo furðulegt sem það nú er þá er ekki eins og þú þjálfir þig upp í að vera klár í kollinum. Auðvitað geturðu lært og þjálfað heilann endalaust, en ef úthlutunin er ekki beysin í upphafi þá tekur heilinn ekki sönsum.
Það er svona jafn "gáfulegt" og að stofna félag fólks með fallegar tær.
Og þó ekki, það eru til lýtalæknar, má redda ljótustu tám, sem er fínt og hér er ég komin með hugmynd mér til handa. Er með forljótar tásur eftir áralangar misþyrmingar á þeim í alls kyns háhæluðum skóm.
Það er ekki hægt að drífa sig með heilabúið til lýtalæknis, nú eða skipta um og bæta við líffærið.
Við notum það varla, vitum mest lítið um innihald viðkomandi líffæris og verðum að gera það besta úr úthlutuninni sem við fengum.
Þrátt fyrir að hafa tæpast unnið til þess sjálfur að fá heila vel yfir meðallagi í fúnksjón þá á fólk í "gáfumannadeildinni" til að ganga um með attitjúd og láta eins og það standi á verðlaunapalli eftir harðan kappleik og hafi unnið sig upp frá núlli.
Halló.
En kannski er húmorinn á leiðinni.
Þetta er eiginlega of "gáfulegt" til að hlæja ekki að því.
Mensa here I come!
(Ókei, ég veit að Mensufólkið hittist og reynir að bjarga heiminum, blablabla og vonandi getur sú litla lagt sín lóð þar á vogarskálar).
![]() |
2 ára stúlka í gáfumannasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Hverjir voru sigurvegarar kosninganna 2009?
Það leiðinlega við kosningar er eftirákarpið um hver var sigurvegari.
Um það eru skrifaðar "lærðar" greinar og svo er blaðrað í sjónvarpi og útvarpi.
Einhvern veginn hefur það verið þannig að allir flokkar hafa sigrað kosningarnar og það hefur verið farið í langar hjáveituaðgerðir, hliðarvinkla og skurðgröft til að koma því til skila.
Að þessu sinni voru þó tveir flokkar sem klárlega töpuðu kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk svo illilega á lúðurinn að ekki er hægt að kjafta sig út úr þeim ósköpum, enda hefur mér sýnst að þeir reyni það ekki einu sinni.
Frjálslyndi flokkurinn tapaði auðvitað, þurrkaðist út, púff, farinn, týndur.
Ástþór með Lýðræðishreyfinguna tapaði ekki, enda ekki hægt að tapa einhverju sem maður hefur aldrei átt.
En nóg um það, eina sem ég fer fram á varðandi þetta að fólk hætti að lýsa sig sigurvegara hægri, vinstri, þetta er svo ansans ári þreytandi.
En nú hafa bæst við ný leiðindi.
Útstrikanir.
Nú fara dagarnir í að rífast um hvort um skipulagðar útstrikanir hafi verið að ræða, hver hafi verið strikaður mest út og svo framvegiiiiiis.
Útstrikanir eru ömurleg aðferð og engum bjóðandi, neikvæð alla leið.
Þetta er svo eineltislegt, en þó skömminni skárra en þegar útstrikanir höfðu lítið sem ekkert vægi.
En svo þetta röfl verði ekki fylgifiskur kosninga framtíðarinnar þá í máttugs bænum verður að koma hér á persónukjöri og það fyrir næstu kosningar.
Mér er nefnilega slétt sama hver strikar hvern út í hvaða tilgangi, en gleðst í mínu illgjarna hjarta þegar Gulli og Árni falla niður um sæti, það skal viðurkennast (skammastu þín).
Reyndar ættu báðir að sjá sóma sinn í að draga sig í hlé.
En mér kemur það ekki við.
Og hver var svo sigurvegari kosninganna 2009?
Einfalt mál: Allir flokkar sem ekki töpuðu frá því í síðustu kosningum.
Og hananú.
P.s. Skömm að þessu, gleymi kynsystrum mínum sem eru auðvitað hinir stóru sigurvegarar. Aldrei fleiri á þingi en nú.
Áfram stelpur!
![]() |
Fásinna að útstrikanir hafi verið skipulagðar í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Við hvern er að sakast?
Þó ég verði þúsund ára gömul mun ég aldrei skilja ofbeldi.
Fyrirfram útpælt ofbeldi framið af hóp á einum einstaklingi er þó það ljótasta sem ég heyri um.
Ég spyr hinna hefðbundnu spurninga út í loftið eins og við gerum þegar okkur er fyrirmunað að skilja það sem gengur á í kringum okkur.
Hvernig getur þetta gerst?
Hvernig verða börn og ungmenni fær um að fremja svona voðaverk?
Ég fæ verk í hjartað við að hugsa til þessarar stúlku og fjölskyldu hennar.
Það verður að bregðast við þessu með afgerandi hætti.
Aldrei aftur.
![]() |
Stúlka varð fyrir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr