Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

STAUMURINN HEIM OG ALLIR Í SJOKKI

 

Bara smá fíflagangur með fyrirsögnina.  En skv.  Mogganum þá hefur umferðarstraumurinn úr Laugardalnum gengið vel fyrir sig.  Kannski er leiðin heim það besta við tónleikana. Hm..

Það sem ég sá var ekki neitt sérstakt og þá er ég nú frekar hógvær í dómum mínum.  En ég missti af Mugison og Pétri Ben og ég trúi Önnu bloggvinkonu minni (www.anno.blog.is) fullkomlega þegar hún segir að þeir hafi borið af. 

Við ræðum ekkert Stuðmenn, Bubba, Nylon, Helga Björns og fleiri hér á þessum fjölmiðli.  Látum það alveg liggja á milli hluta.

Annars var önnur bloggvinkona mín hún Garún eitthvað að tala  um að það væri sniðugra að fá lækkuð þjónustugjöld og svoleiðis kostnað niðurfelldan í staðinn fyrir einhverja tónleika sem landsbyggðin kemst ekki einu sinni á nema með einhverjum rosa tilkostnaði.  Ég er svolítið höll undir þá hugmynd.  Sting hér með upp á því.

Já, kannski var leiðin heim bara toppurinn á kvöldinu, þegar upp var staðið.

Fyrir suma að minnsta kosti.

Úje


mbl.is Umferð gengur vel úr Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÖMUL SAGA EÐA HVAÐ?

 

Ég man ekki betur en að Demi Moore hafi leikið fatafellu sem vann fyrir sér og barninu með fatafækkuninni.  Finnst ekki einu sinni svo langt síðan að ég horfði á þá mynd.  Nú er Jessica Biel búin að skrifa undir samning um mynd með sama innihaldi.  Þ.e. strippari með veikan dreng.  Að hún síðan ætli að bera rass og brjóst, mun vera aðalinntak fréttarinnar.

Ég spyr hinsvegar.

Eru þeir algjörlega hugmyndasnauðir í Hollýwood eða hafa þeir frétt það sem við hér á blogginu vitum nú þegar, að nekt og kynlíf selur?

Það skyldi þó aldrei vera.

Bítmíandbætmíandsúmítúdei.

Úje


mbl.is Jessica Biel fækkar fötum í næstu mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMSÆRISKENNINGAR GMG

1

Ég hef heyr að Hórsteinn í Tónus hafi keypt allan miðbæinn af Löðrungsfeðgum.  Arg.  Mikið rosalega er ég þreytt á samsæriskenningum.  Sumir ástunda að setja fram þessar kenningar eins og stórasannleika, sem þó oftar en ekki, á við nokkur rök að styðjast.  Þetta heitir á læknisfræðilegu máli að vera "paranoj".

Það er varla hægt að opna blað (né blogg), án þess að rekast á víðáttulangar greinar um samsæri hægri vinstri.  Auðvitað veit ég að það er hellingur í gangi á bak við tjöldin, en að eyða orku í hvað mögulega er í gangi, hver er mögulega að ganga frá hverjum og hver mögulega er skíthæll og ómenni, er nægjanlegt til að stefna geðheilsu konu í all verulega hættu. Ég vil gjarnan vera upplýst um hlutina þegar þeir hafa átt sér stað og eru áþreifanlegir og á borðinu.  Nú bið ég vinsamlegast alla samsæriskenningarfrömuðina (vá langt orð) að merkja skrif sín með "varúð ekki fyrir einstaklinga í andlegum óbalans".  Nei og þó, reynsla mín af sjálfri mér er sú að rekist ég á  viðvörun einhversstaðar þá fer ég samstundis og velti mér upp úr hvers vegna hún var látin þar.

Annars hef ég reynt að lesa nokkrar samsæriskenningar.  En ég verð að játa að fljótlega gafst ég upp.  Mitt auma höfuð hafði ekki getu í að skilja allar flétturnar sem þeystust fram og til baka í tíma og ná yfir heilu ættbálkana.  Úff þetta er heil fræðigrein!

Væruð þið ekki til í að snúa ykkur að raunveruleikanum gott fólk.  Hitt er svo þreytandi til lengdar.  Fyrir nú utan að það er stöðugt verið að vega að fólki með getgátum.  Það er ljótt sagði hún amma mín mér og hún hafði alltaf rétt fyrir sér sko.

Ég kem með friði.

It´s killing me I svear.

Úje


EINN ÍSKALDAN BJÓR OG OPN´ANN Á STAÐNUM

 

Ég vissi ekki að það væri hægt að kaupa bjór í stykkjatali.  Er kannski hægt að labba inn í ríkið, eins og maður gerði í sjoppurnar hérna í denn, kaupa einn kaldann og láta tak´ann upp og kaupa glerið?

Ég er hissa á að borgarstjórinn í Reykjavík skuli hafa farið fram á, bréflega við  ÁTVR,  að draga úr þessari þjónustu, þ.e. að geta keypt bjór í stykkjatali.  Þetta héti nú forræðishyggja ef einhver úr vinstri-grænum kæmi með viðlíka tillögu.  Það hefur hingað til ekki verið viðurkennt af hægri mönnum að minnkað aðgengi að áfengi, hjálpaði til við að draga úr drykkju og óreglu.

Vilhjálmur segist ekki munu gráta það, hverfi vínbúiðin úr Austurstræti. 

Ég fæ ekki sé hvernig ólæti í miðbæ Reykjavíkur tengjast téðri verslun, nema að það hafi farið fram hjá mér að hún sé opin á nóttunni.

Auglýsi eftir samhenginu þarna.  Vínbúð í Austurstræti, læti á nóttunni og þá oftast um helgar.

Anybody?

Úje


mbl.is Vill vínbúðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFMÆLSBARN DAGSINS.....

6            

..er miðstelpan mín hún Maysa eða María Greta Einarsdóttir, eins og hún heitir fullu nafni.  Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég hélt á henni í fyrsta sinni, en hún kom í heiminn á ofsahraða og hefur verið snögg að öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur, dugleg og snögg.  Maysan er falleg að utan og innan og (áður en ég verð væmin) á svona dögum óska ég þess að hún væri landfræðilega nær mér, stelpan mín, svo ég gæti knúsað hana.  Maysan er sem sagt 29 ára í dag (OMG).

Knús til þín Mays og sendu sama á Oliver, Robba og Brynju frá okkur og njóttu dagsins4.

 

Elska þig snúlla!

Smjúts.

Úje


REYKINGABÖGG

 

Það er engu eirt.  Mette-Marit má ekki reykja í friði. Hún var staðin að, takið eftir, staðin að (eins og hún sé forstokkaður glæpon) reykingum í brúðkaupsveislu í sumar.  Norska krabbameinsfélagið hefur lýst miklum vonbrigðum með tíðindin.

Ok, reykingar eru óhollar, ég veit það.  Kannski á konan að ganga á undan með góðu fordæmi, af því hún er prinsessa og svona, en fyrir mig er ekki til sá kjaftur, á himni og jörð sem yrði mér fyrirmynd til að hætta að reykja.  Enginn mannlegur máttur nema ég sjálf yrði kveikjan að því.  Enda ætla ég að hætta á árs edrúafmælinu mínu í október.  Ef Óli og/eða Dorrit reyktu, gæti mér ekki staðið meira á sama.  Það væri einhverveginn ekki mitt mál og myndi ekki snerta mig fyrir fimm aura.  Kannski er þetta öðru vísi hjá þjóðum með konungsríki.  Það má vera.

Rosalega er erfitt þarna hjá þeim í Noregi, nú um stundir.  Kóngafólkið hagar sér bara eins og almúginn.  Nú Metta og svo englafrömuðurinn, sem var að opna skólann sinn.  Ves að vera með svona ófullkomið fólk, þrátt fyrir að það sé stútfullt af bláu blóði.

For your information, þá var ég reykjandi á meðan ég skrifaði þessa færslu.  Sko andlegur stuðningur við Mette-Marit.

God natt mina nordiska vänner.

Úje


mbl.is Mette-Marit krónprinsessa átalin fyrir reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMARLOK OG ÓÐURINN TIL EBAY

1

Hjá mér er sumrinu lokið. Formlega.  Því lauk eftir verslunarmannahelgi.  Það sem kemur af hlýju og sólardögum eftir þann tíma er bónus og ekkert annað.  Það er komið hárbeittur kuldastingur í veðráttuna, þrátt fyrir að sólin skíni sem aldrei fyrr.  Einhver mótmæli?  Nei, ég hélt ekki.

Ég merki haustið á því hvernig fólk bloggar, þessa dagana.  Ég sjálf líka.  Alvarlegri málin eru að taka meira yfir.  Það er fleira að gerast í samfélaginu og sumardoðinn er að renna af fólki.  Auðvitað má alveg halda áfram að fíflast og hafa gaman, en samfélagið er að komast í eðlilega fúnksjón, smám saman.

Ég tek þessum tíma fagnandi.  Sumarið er frábært, að sjálfsögðu, en þegar það er búið þá er það búið og annað tekur við.  Ég nenni ekki að hanga yfir þessari árstíð á meðan hún er í dauðateygjunum.  Þetta er það góða við að búa við árstíðaskipti.  Alltaf einhvert nýtt tímabil að taka við.  Spennandi.

Nú er að bíða spennt, með regnhlífina, pollagallann og berjatínuna.  Eða þannig.  Halló haust.  Gaman að sjá þig.

P.s. fann þennan óð til Ebay í dag þegar ég var að hlusta á músik á netinu.  Alveg bráðskemmtileg parodía.  Hlustið endilega.

http://www.youtube.com/watch?v=cnS4NCMQFOI

Úje!

 


ÉG HRÓPA EKKI HÚRRA NÉ SEGI ÉG VÁÁ EN ÆÐSISLEGT

 

150 milljónir í geðheilbrigðisþjónustu er skiptimynt.  Með biðlista og þá lágmarks þjónustu sem er í boði, get ég ekki ímyndað mér að þessar krónur skipti miklu máli.  Kannski á fólk að vera þakklátt fyrir að eitthvað skuli látið af hendi rakna til geðheilbrigðismála, en mér finnst að það megi gera betur.  Mikið betur.

Ég man eftir því að síðast núna á vordögum var iðjuþjálfun á Landspítla lokað.  Það er stöðugt verið að skera niður í geðheilbrigðisþjónustunni.  Merkilegt að það skuli dregið úr en ekki bætt í.  Ég fer alltaf að efast um að við Íslendingar séum eins rík þjóð og við viljum vera láta.

Bítsmí!

Úje


mbl.is 150 milljónum varið aukalega til geðheilbrigðismála ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORLJÓTT LISTASAFN

1

Hefur einhver séð ljótari og meira ópassandi byggingu undir listasafn?  Ég á ekki orð yfir þessum forljóta kassa með flekann hangandi úti eins og hurð af hjörum.  Minnir á pakkhús.

Eru hugmyndir að einhverju skárra? 

Ó svo vont fyrir augað.

Úje


BÆTIÐ KJÖR LEIKSKÓLASTARFSFÓLS, ARG

Ég er orðin svo þreytt á þessu þjóðfélagi sem sýnir börnum sínum stöðuga vanvirðingu.  Það dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á eru börnin og samt er ekki vandað til verka þegar komið er að því að þau byrji menntun sína og þroska úti í leikskólum og frístundaheimilum.  Starfsfólk helst illa í vinnu, launin eru svo léleg að fólk hleypur um leið og því býðst eitthvað betra.  Á leiksóla barns sem teng er mér, er stöðugt að koma inn nýtt fólk.  Halló!  Vita ekki allir árið 2007 að leikskólar eru ekki geymslustaðir, heldur uppeldis- og skólastofnanir þar sem börnin taka út stóran hluta þroska síns?

Fólk sem vinnur við að höndla með peninga er metið að verðleikum svo ég taki dæmi.  Þar eru launin í einhverju hlutfalli við ábyrgð hefur mér skilist og oft vel umfram það.  Þegar kemur að umönnunarstörfum eldri borgara og leikskólastarfi, er eitthvað annað uppi á teningnum.  Er ekki kominn tími til að forgangsraða?  Ef þetta þjóðfélag hefur ekki efni á að búa börnum sínum eðlileg uppeldisskilyrði, þá held ég að við ættum að hætta að lofsyngja okkur sjálf, lúta höfði og skammast okkar.

I´m so damn mad!

ARG

 


mbl.is Mannaekla á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2988566

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband