Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 22. september 2007
Margra manna maki!
Þúsund rósir og fleiri, á hún Jóhanna Sigurðardóttir inni hjá mér, fyrir að vera sá stjórnmálamaður sem stendur við það sem hún lofar og gott betur. Jóhanna er með slagkraft á við heilan her stjórnmálamanna og ég óska þess að það væru fleiri til eins og hún.
Kona eins og Jóhanna gefur mér trú að það sé hægt að breyta hlutunum til hins betra og hún er alvöru málsvari þeirra sem þurfa að heyrast og sjást en gera það sjaldnast.
![]() |
Boðar frekari stuðning við fjölskyldur langveikra barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Hallærishefð aflögð.
Skelfing yrði ég glöð ef við Íslendingar fetuðum í fótspor sænskra frænda okkar og dömpuðum þessari hallærislegu hefð að láta feður "gefa" dætur sínar í hjónabandið, eða til brúðgumans. Eins og um bústofn eða fasteign sé að ræða. Hefðir eru ágætar nema þegar þær standa í vegi fyrir breyttum hugsunarhætti sem auðvitað fela í sér nútímalegri siði.
Séra Hallin ætlar að verða einn af þeim fjölmörgu prestum sem neitar að leyfa þetta miðaldafyrirkomulag í sínum athöfum.
"Pör sem gifta sig eru jöfn þegar kemur að fjármálum, stjórnmálum og gildum, en þegar þau koma í kirkjuna er konan skyndilega eign mannsins, segir Hallin og bendir á að það sé ekki sænskur siður að fylgja brúði að altarinu, heldur hafi Svíar tekið þetta upp úr breskum og bandarískum bíómyndum."
Höfum við ekki líka apað þetta upp frá amerískum bíómyndum, eins og slaufubílana, hrísgrjónaregnið og allt hitt krúsidúlluverkið?
Svíar eiga það til að vera ári flottir á því.
Ójá.
![]() |
Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Íhaldið í ham!
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gefur út yfirlýsingar um breytingar á leikskólastarfsemi, gæsluvallapólitík og annað í þeim málaflokki fer um mig skelfingarhrollur.
Þegar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir talar um "nýja kynslóð gæsluvalla" grunar mig að þarna sé niðurskurður á þjónustu í farvatninu.
Það má vera að mínir fordómar gagnvart uppeldisstefnu Sjálfstæðisflokksins, tilkomnum vegna tilhneigingu þeirra til að húrra uppeldinu aftur heim í eldhús, í gegnum árin, séu að verki.
Ef eitthvað jávætt kemur út úr þessum breytingum, borða ég alla mína sjóvettlinga.
Ójá.
![]() |
Hlutverk gæsluleikvalla endurskoðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 21. september 2007
Með töluverðri virðingu fyrir lögreglunni..
..en róið ykkur á dramatísku tilburðunum.
Þeir láta eins og það eigi að afhjúpa eitthvað stórkostlegt listaverk.
Dópið er hulið pappírsrenningi og var "afhjúpað" kl. 10.
Hvað kostaði inn?
Ef konur létu svona, hvað ætli það yrði kallað?
Móðursýki? Fyrirtíðaspenna? Tunglsýki? Dramakast?
Kannski allt þetta og meira til.
Á að blóðmjólka þenna fíkniefnafund til síðasta dropa?
Give me a farging break here!
![]() |
Lögreglan sýnir fíkniefnin sem fundust í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Sprautufíklar - áhöld.
Það þarf að gera áhöld fyrir sprautufíkla aðgengilegri en nú er og þau eiga að vera ókeypis.
Landlæknir óttast að HIV-faraldur sé í uppsiglingu meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi. Við þessu þarf að bregðast strax.
Það er nógu sorglegt samt að fólk sé að deyja úr neyslu án þess að þessi ófögnuður bætist ekki við.
Komasho.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 20. september 2007
Nú krullast ég upp..
..miðaldra konan Mér finnst ekki par huggulegt að Spaugstofukarlarnir skuli ekki hafa staðið með félaga sínum, Randver, þegar honum var sparkað úr Spaugstofunni, en að fara að safna undirskriftum um málið er ótrúlegt. Maðurinn hefur ekki einu sinni sýnt fram á neina löngun til að fá djobbið aftur. Kannski er hann bara dauðfeginn heima hjá sér og þá er eitthvað lið með "samstöðu" að reyna að húrra honum í vinnuna með eða án vilja hans. Kommon ég er ekki svona illa haldin af samkennd.
Bloggvinkona mín hún Heiða (www.skessa.blog.is) bloggar um þetta líka. Ég spyr; eru engin stórvægilegri mál sem hvetja fólk til bregðast við, bara núna í vikunni, svo dæmi séu tekin? Hvað með dóminn fyrir nauðgunina, sem Hæstiréttur lækkaði? Hvað um að menn geti verið viðstaddir yfirheyrslur í Barnahúsi og verið samtímis grunaðir um barnaníð? Hvað með húsnæðisleysi einstæðra foreldra? Og svo mætti lengi telja.
Ég las reyndar einhversstaðar að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, keyrði um á rándýrum Audi, á kostnað skattgreiðenda. Ég man þá tíma, þegar fólk sá ekkert athugavert við að borga og reka sína bíla sjálft. Hvaða snobb og fíflagangur er þetta?
Frusssss, ég á ekki orð og skrifa ekki staf undir undirskriftalistann fáránlega.
Ég er hinsvegar með pennann á lofti þegar réttlætismál í þjóðfélaginu eru annars vegar.
Súmíbítmíbætmí.
Úje
![]() |
Styðja Randver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Nú ríður á fyrir Tyrki
Þegar Durex smokkaframleiðandi gerir kynlífskönnun, þá tek ég ekki mark á henni. Svo einfalt er það.
Nú ríður á fyrir Tyrki að fara að svara heiðarlega. Nema að þeir vilji vera lauslátastir allra þjóða en þeir eiga skv. þessari rannsókn metið í fjölda kynlífsmaka um ævina, að meðaltali 14, 5 manns (ég myndi vilja sjá þennan hálfa í aksjón)
Við erum í 10. sæti þjóðanna á listanum yfir hversu oft við gerum það, eða 119 sinnum á ári.
Ég á ekki orð svo hneyksluð er ég.
Hvers lags eiginlega stóðlífisþjóð erum við?
Hm.
![]() |
Tyrkir stunda kynlíf með fleira fólki en aðrar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. september 2007
Eftir Kompás.
Eins og sjá má af kommentakerfinu hér við færsluna fyrir neðan, hafa skapast góðar umræður um réttlæti nafnbirtinga á barnaníðingum í fjölmiðlum, áður en dómur hefur verið kveðinn upp.
Nú er ég búin að horfa á Kompásþáttinn og það er ekki vafi í mínum huga. Í því máli sem þar er til umfjöllunar og öðrum slíkum, á að birta nafn gerandans. Já, já, það er ekki góður siður að birta nafn þeirra sem eru grunaðir um afbrot en hafa ekki hlotið dóm, en í þessu tilfelli er maðurinn búinn að viðurkenna að hann hafi haft kynferðismök við þolandann, en eins og barnaníðinga er siður, heldur hann því fram að þetta hafi verið eðlilegt samband, eins og um væri að ræða tvo fullorðna einstaklinga en ekki karl á sextugs aldri og 14 ára gamla telpu. Mér er ólglatt.
Í þessu tilfelli á að fórna minni hagsmunum (gerandinn) fyrir meiri (þolandendanna, sem í umræddu máli eru amk fimm talsins). Það er ekki spurning.
Kompásþátturinn var vel gerður. Viðtölin við fulltrúa Stígamóta undirstrikar það sem ég reyndar vissi, að gerendurnir eru allsstaðar. Þær vita þetta stelpurnar enda eiga þær trúnað þolenda kynferðisofbeldis. Það er eins gott að fólk fari að átta sig á því að ofbeldi af öllu tagi þrífst í öllum stéttum og það er mun erfiðara að uppræta það eftir því sem gerandinn hefur meira vald.
Miðvikudagur, 19. september 2007
Samviskuspurning!
Ég vil að barnaníðingar, nauðgarar og aðrir ofbeldismenn, séu teknir úr umferð og þannig búið um hnútana að þeim sé gert eins erfitt fyrir að stunda viðbjóðslega iðju sína eins og hægt er.
Ég sá ekki Kompásþáttinn og get því ekki tjáð mig um hann, en ég veit fyrir víst að þar var lögmaður nokkur, nefndur með nafni og einhverstaðar heyrði ég að það hafi verið lögð fyrir hann beita.
Hvað um það. Ég er að velta fyrir mér eftirfarandi:
1. Er rétt að nafngreina menn, áður en þeir hafa hlotið dóm?
2. Er siðferðilega rétt að leggja snöru fyrir grunaða barnaníðinga og nauðgara?
3. Hvar eiga mörkin að liggja?
Ég er einfaldlega að velta þessu fyrir mér vegna þess að þessar aðferðir hafa ekki tíðkast áður á Íslandi. Ég man líka eftir manninum fyrir vestan, sem fyrirfór sér vegna greinar í DV. Rannsókn á því máli var rétt að hefjast.
Hvað finnst ykkur? Þetta er að þvælast fyrir mér, ég er einfaldlega ekki viss um hvað mér finnst.
Komasho í kommentakerfinu.
Miðvikudagur, 19. september 2007
Hallokar dauðans!
Ég veit fátt hallærislegra en her. Þeir eru allir með sama markinu brenndir. Þeir eru að springa úr gamaldags karllægu viðhorfi og auðvitað er viðhorf þeirra til kvenna á miðaldastigi. Hermenn myrða fólk en ólíkt öðrum morðingjum þá komast þeir upp með það refsingalaust. Þeim er meira að segja hampað fyrir ódæðin sem þeir fremja.
Danska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að ekkert hafi verið athugavert að birta mynd af þremur kvenkyns hermönnum þar sem þær sitja á hækjum úti náttúrunni og pissa. Konurnar hafi gefið samþykki sitt fyrir myndatökunni. Mér þætti fróðlegt að vita hvers vegna þær hafa samþykkt birtinguna.
Hörð gagnrýni hefur komið fram á myndbirtinguna í Danmörku og hefur því m .a. verið haldið fram að birting myndarinnar sé tákn karlrembuviðhorfs og kynjamismunar innan danska hersins
Nú bíð ég eftir að danski herinn gefi út myndabók með karlkynshermönnum sínum að kúka, að þvo á sér "vininn" og fleira í þeim dúr. Það hlýtur að vera hægt að fá strákana í myndatöku, svona í nafni jafnréttis, eða hvað?
Ætli það sé stór markaður fyrir myndir af pissandi og kúkandi hermönnum í Danmörku?
Niður með her, þó´ann sé ber.
Úje
![]() |
Ráðuneyti ver myndbirtingu af berrössuðum kvenhermönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr