Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Eins og að vera á staðnum
Brúðkaup aldarinnar, þá er ég ekki að tala um brúðkaup Ellenar og Eyþórs, sem eru auðvitað megakrútt og hafa verið trúlofuð síðan 1984, heldur hitt, þetta stóra, er orðið að framhaldssögu á visir.is.
Í hvert skipti sem ég fer inn á visi.is eru komnar viðbótarupplýsingar um atburðinn, þannig að nú líður mér nánast eins og ég þátttakandi í dæminu (já nú þegar). Þetta er geysispennandi framhaldssaga.
Ég veit;
..að Jón Ásgeir var steggjaður á sveitasetri
..að það er komin tímabundin "viðbygging" við Listasafnið
..að brúðhjónin vilja ekki brúðargjafir heldur benda á að fólk styðji góðgerðarstarfsemi (flott hjá þeim)
..að Gus-Gus og Ný Dönsk muni spila fyrir gesti.
..að Páll Óskari hafi verið boðið að syngja en óvíst sé hvort hann muni geta það
..að Nubu, einhver rosa kokkur muni hafa yfirumsjón með veitingunum
..að Balti mágur muni verða veislustjóri
..að kjólinn hennar Ingibjargar er svartur (flott hjá henni) og hannaður af Karli Lagerfeldt.
Auðvitað er þetta rosalegur áhugi á þessum verðandi hjónum hjá visi.is, en allir vilja fá að fylgjast með.
Ég held reyndar að þessi tilteknu brúðhjón séu dálítið töff par, að þau séu ekki þyrlupallsfólk og Eltondjonnarar þegar kemur að veislum.
Ég get alveg glaðst fyrir þeirra hönd og geri það hér með,
en vísisfólk, rólegir á áhuganum. Þið vitið örugglega meira um þessa veislu en brúðhjónin sjálf.
Svo óskar ritstjórn þessa fjölmiðils þessu ágæta fólki til hamingju þrátt fyrir að engum úr ritstjórninni hafi verið boðið í partíið og hún sé þar með hætt að versla í Hagkaupum og farin yfir í Nóatún.
Tatatata
Brake a leg.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Himnaríki pervertanna
Það er vandræðalaust og léttur leikur að ná sér í þjónustu vændiskvenna, ef áhugi er fyrir hendi. Það virðist bara vera erfitt að hafa upp á því þegar koma á í veg fyrir það.
Það hlýtur að vera hreint yndislegt fyrir alla fylgismenn lögleiðingar vændis að geta misnotað sér bágindi þeirra sem selja líkama sinn.
Erlend nuddkona býður erótískt nudd og mjög góða þjónustu sem kostar 20 þúsund. Ef kúnninn vill meira, þá er það í boði en kostar auðvitað meiri peninga.
Vændi er löglegt frá því í vor.
Allir pervertar hljóta að gleðjast.
Hvernig er það með kallana sem kaupa þessa þjónustu? Snara þeir ekki út summum og kaupa sér vini líka? Það hlýtur að vera hægt að kaupa sér mannleg samskipti. Er það ekki?
Krípí.
Oj.
![]() |
Þeir sem áhuga hafa geta fundið vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Burt með súlurnar!
Borgarráð fjallaði í dag að nýju um rekstrarleyfisumsóknir veitingastaðanna Bóhem, Club Óðal og Vegas en þessir staðir eru allir skilgreindir sem nektarstaðir.
Nú virðast öll gögn málsins fyrirliggjandi en umfjölluninni var frestað.
Ég legg til að borgarráð hætti að vafstra í kringum súluna eins og Geiri á Goldfinger og taki afstöðu.
Taki afstöðu gegn nektarstöðum, gegn misnotkun á konum, mansali og vændi.
Komasho.
![]() |
Enn frestað að afgreiða rekstarleyfisumsóknir nektarstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Magnafsláttur í Héraðsdómi Reykjavíkur?
2-1/2 árs fangelsi fær maður fyrir kynferðisbrot gegn sex ungum stúlkum á aldrinum 4-13 ára þegar brotin voru framin.
Ég verð svo sorgmædd, ætlar viðhorf dómstóla aldrei að breytast í þessum málaflokki?
Ég tek fram að ég hef enga ofurtrú á refsingum en það á að hafa afleiðingar að beita ofbeldi. Og það á svo sannarlega að hafa afleiðingar að meiða börn.
Dómar á Íslandi eru í engu samræmi við alvarleika brota, a.m.k. ekki í ofbeldismálum.
Þegar ég las þessa frétt þá hugsaði ég, þarna er magnafsláttur í gangi. Sex fyrir einn.
Vont mál.
![]() |
Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 6 stúlkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Málamyndadómur
Maður réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með ofsafengnum hætti og að tilefnislausu.
Það kostar hann 5 mánuði í fangelsi.
Hann var líka dæmdur fyrir gripdeildir og hylmingu.
Sú staðreynd að 4 ára dóttir parsins horfði á árásina hefur ekki hrist neitt svakalega upp í dómurunum.
Þetta er ekki einu sinni klapp á kollinn í viðvörunarskyni.
Þessi dómur er svona "farðu að lúlla ljúflingur og ég skal vagga þér í svefninn" dómur.
Konan fær 300 þúsund krónur í miskabætur.
Þessi dómur er í boði Héraðsdóms Reykjavíkur.
Ég áfram á vaktinni.
![]() |
Réðist á fyrrum sambýliskonu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Og mér er ekki boðið!
Ég er ósátt, mjög ósátt.
Það er búið að steggja Jón Ásgeir og mér var ekki boðið.
Reyndar voru bara strákar þarna en samt. Ég er búin að versla við manninn í fjölda ára. En nananabúbú á hann, því það var enginn útlenskur og frægur í partíinu.
Hjörtur Magni ætlar að gifta brúðhjónin á laugardaginn og mér var ekki boðið. A.m.k. ekki ennþá.
Þetta er brúðkaup aldarinnar. Frusssssssssss, það eru 94 ár eftir af öldinni og ekki hægt að toppa.
Án gríns, þá las ég í 24 Stundum í gær allt um eignir og veldi Jóns Ásgeirs og fjölskyldu og miðað við þær upplýsingar, þá ætti brúðkaupið að verða eitthvað í líkingu við hollígongið þegar Díana giftist rolunni honum Karli pretaprins um árið, vansællar minningar. Allt annað er pjúra níska.
Annars er ég ekkert öfundsjúk. Ónei.
Ég er farin að reyna að ná græna litnum úr andlitinu á mér.
Ég þarf nefnilega að fara í Hagkaup og versla í matinn, hm.. nei höfum það Nóatún, á enginn eftir að gifta sig þar?
Síjúgæs!
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Ruslblogg
Ég vaknaði í morgun, eins og vanalega, nema að þessu sinni fór ég öfugu megin fram úr rúminu.
Ég byrjaði á að draga fána að húni, syngja þjóðsönginn, hylla forsetann og ríkisstjórnina
Síðan fór ég með mínar hefðbundnu morgunbænir.
Mér leið nokkuð vel.
Dagur sykursjúkra er í dag og í tilefni dagsins batt ég bláa slaufu á insúlínsprautuna og sprautaði mig síðan með viðhöfn. Það var mjög hátíðlegt.
Ég hafði gleymt hálffullri sódavatnsflösku á borðinu í gærkvöldi.
Af minni alkunnu röggsemi, arkaði ég með viðkomandi flösku til tæmingar í eldhúsvask.
Ég rankaði við mér þegar ég var búin að tæma hana í ruslafötuna!!!
Það er eitthvað reglulega sjarmerandi við það að þrífa ruslaskáp fyrir dögun.
Án þeirrar reynslu hefur maður ekki lifað!!
Að þessu sögðu, geri ég aðra tilraun með start á degi.
Ég er farin að sofa.
Lífið er dásamlegt.
Úje.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Bloggtimburmenn
Í dag hringdi síminn, ring, ring, ring. Ég svaraði. Vinkona mín úr fortíðinni var í símanum.
Eftirfarandi samtal átti sér stað:
Hún: Þú varst að skálda þetta með hringinn er það ekki? (þessi færsla)
Moi: Nebb.
Hún: Jú, víst, þetta getur ekki hafa gerst því þú hentir hringnum á árshátíð Aðalverktaka á Hótel Sögu og ég var vitni að því.
Moi: Það var þá. Þetta var annar hringur og annað tilfelli.
Hún: Þú ert biluð, ég sver það, stórbiluð. Ætlarðu aldrei að fullorðnast?
Moi: Ég er löngu hætt að henda hringjum og yfirleitt öllu. Ég hendi ekki nokkrum sköpuðum hlut lengur.
Hún: Þú hefur ekki hent hringnum, ég trúi því ekki.
----
Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju henni finnst það svona ótrúlegt.
Ég var 24 ára (eða u.þ.b.)
Ég var ung og ör og á þessum tíma voru orðin ekki nóg, aðgerðir þurftu að fylgja.
---
En hvað um það. Hringurinn flaug, en það má svosem geta þess að þessi eiginmaður fjárfesti í öðrum hring nokkru seinna.
Ég hef alltaf átt svo góða menn.
Amen og úje
P.s. Ég vildi ekki svekkja vinkonuna, né þá sem lesa, að hér er reglulega tekið skáldaleyfi. Ekki alltaf og aldrei að vita hvar. Ójá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Hálfvitarannsókn
Enn ein hálvita rannsóknin hefur litið dagsins ljós. Konur sem eru eins og stundaglös í laginu virðast vera gáfaðri en við hinar, og þær eignast einnig gáfaðri börn. Hm...
Ástæðan mun vera sú, að í fitunni á mjöðmum kvenna eru omega-3 fitusýrur, sem næra bæði heila móður og barns meðan á meðgöngu stendur. Fita á kvið inniheldur hins vegar omega-6 fitusýrur sem hafa engin áhrif á þroska heilans.
Ég þekki nokkrar stundaglasakonur, þær eru gáfaðar. Ég þekki líka mjaðmalausar konur og þær eru líka gáfaðar. Svei mér þá ef ég þekki einn einasta kvenmann sem er ekki meira og minna brilljant. Þetta er nú meiri bölvaðekkisens kjaftæðið.
Á nú að reyna að koma inn enn einni innrætingunni í hausinn á okkur gáfukvendunum?
Er aldrei friður?
Konur eru rétt búnar að ná því að fegurðin liggur ekki í kílóafjöldanum.
Sjitt og arg.
Súmíbítmíbætmí.
Úje.
![]() |
Stundaglasavöxtur til marks um gáfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Fyrirgefið á meðan ég slengi mér í vegg
Fyrirgefið "nefnd" um jólagjöfina í ár, en er ekki í lagi heima hjá ykkur? Allir týndir á fjöllum eða alltaf stingandi af? Þetta er ein sú furðulegasta niðurstaða á því sem líklegt er að flestir kaupi til jólagjafa, þ.e. GPS staðsetningartæki. Jú mikil ósköp, ef ég ætti mann á fjöllum, leiðsögumann eða ættingja með heilabilun, myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar og tækið færi í jólapakkann, en kommon, mikið rosalega yrði ég lítið glöð ef ég fengi þessa s.k. jólagjöf í ár.
Það er kannski ég sem er ekki með í jólaneysluhyggjunni. Er þetta hið nútíma fótanuddtæki, sem ég varð aldrei svo fræg að kaupa, hvað þá heldur Ljósálfinn eða Gufugæjann?
Mjög sniðugt að geta séð hvar maður er staddur. Ætli ég myndi t.d. geta séð hvar húsbandið væri staðsett, brygði hann sér af bæ? Er ekki jafn sniðugt að lyfta bara upp símtólinu, hringja ....... og segja: "Hæ hvar ertu?"
Kona spyr sig.
41 dagur til jóla.
GMG
Úje.
![]() |
Jólagjöfin í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988545
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr