Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Kjánaprik í bílaleik?
Fjórir menn í sjálfheldu í Esjunni. Björgunarsveit á leið upp til að bjarga þeim. Ef mennirnir hafa verið þarna í eðlilegum tilgangi, við vinnu eða eitthvað, þá biðst ég afsökunar, en mér finnst ólíklegt að svo sé.
Ég er satt að segja orðin þreytt á fullorðnum smástrákum sem leika sér að hættunni með bílaleikjum uppi um fjöll og firnindi og svo fara dauðþreyttir björgunarsveitarmenn að bjarga þem úr vitleysunni. Svo tala þessir óábyrgu við fjölmiðla þegar þeir eru komnir til byggða heilir á húfi og tala eins og þeir séu einhverjar sérstakar hetjur.
Ég er ekki að tala sérstaklega um þessa menn sem í fréttinni eru nefndir. Veit ekki hverra erinda þeir voru uppi í Esjuhlíð í gær. Bara alla þessa kalla sem sífellt eru að þvælast þvert ofan í aðvaranir frá lögreglu og björgunarsveitum.
Ég er á því að í þannig tilfellum borgi þeir reikninginn.
ARG sumir eiga ekki að vera með bílpróf á veturna.
![]() |
Í sjálfheldu í Esjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Samkvæmt beiðni og almennri viðkvæðmni..
bloggvina minna, þá skrifa ég nýja færslu hérna svo þessi blóðuga hér fyrir neðan, taki fólk ekki á taugum þegar það kemur blásaklaust inn á síðuna mína, til að lesa um blómarækt, matargerð, leirpottagerð, skotapilsasaum og kryddjurtaræktun.
Ég bið afsökunar á ljótu færslunni en ég varð að skrifa hana. Morð er morð, Ég vildi sýna fram á það með þessu ullabjakki.
Annars er ég í þokkalegu formi bara, miðað við veður og almennt ástand vega á landinu.
Amma-Brynja keypti fyrir mig Stellu MaCartney ilmvatnið, þannig að ég kem til með að anga eins og pabbi hennar á næstunni.
Við Brynja fengum smá sjokk í kvöld. María Greta sem gegnir flottri stöðu hjá Arrogant Cat fyrirtækinu og þegar Brynja hringdi í kvöld og ætlaði að tala við hana, þá var hún búin að skipta um stöðu innan fyrirtækisins og var stödd í Köben á fundi. Halló, láta vita hérna. En gangi þér vel krúsa mín og skamm smá.
Nú þetta var gleðifærslan fyrir nóttina. Á morgun verður haldið áfram með horðbjóðinn.
Djók.
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Lyktin verður verri og verri
Hversu lengi á þessi farsi með fyrrverandi borgarstjóra, Vilhjálmi, í aðalhlutverki að ganga óáreittur, með nýjum fullyrðingum eða beinum ósannindum, fremstum í flokki.
Vilhjálmur hefði aldrei skrifað undir án umboðs og það var borgarlögmaður sem tjáði honum að hann hefði það.
Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, mun ekki hafa verið sá borgarlögmaður, sem Villi átti við.
Villi fékk álit fyrrvernadi borgarlögmanns, Hjörleifs Kvaran á málinu, en sá ágæti maður er nú forstjóri Orkuveitunnar.
Að tala um spillingu.
Gott fólk, nú er að fara og fá kauphækkun hjá fyrrverandi yfirmanni í gömlunni vinnunni og önnur fríðindi sem munu þá gilda á nýja vinnustaðnum. Þetta hlýtur að svínvrirka.
Nú æli ég.
Ætlar maðurinn virkilega ekki að segja af sér?
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Ég vaknaði fyrir allar aldir - ég legg ekki mikið meira á ykkur...
..en ég fór á gamlar slóðir, Kr-heimilið, þar sem ég var nánast daglegur gestur i fleiri ár, vegna þess að Maysa og Sara voru í stífri fimleikaþjálfun.
Nú er hún Jenný Una Eriksdótir komin í íþróttaskóla. Fyrir þriggja ára börn. Alls kyns leikir og þrautir sem börnunum finnst rosa skemmtilegt að taka þátt í.
Jenný Una er virkur þátttakandi, í sumu, sumt finnst henni baddnalegt. Hún ætlar að fara í fLimleika og allt í íþróttaskólanum sem hefur tengingu í flimleikana elskar hún, eins og að dingla í hringjum, fara kollhnísa, ganga á jafnvægisslá, finnst henni skemmtilegast. En hún tekur þátt í hinu auðvitað líka, hún er svo vel upp alin. En það kemur á hana smá þreytusvipur, eins og t.d. í blöðruleiknum, alveg: við erum nú engin beibí hérna.
En ég hafði óskaplega gaman að þessum litlu krúttum, leikgleðinni, einbeitninni og félagsandanum, þó ég hafi alltaf haldið að hann væri nú ekki svo mikið mótaður á þessum aldri. En þau tóku svo sannarlega tillit.
Á leiðinni heim í bílnum sagði Jenný: Amma, þú kom koma með í þróttakskólann minn alltaf! Og það veit ég að er rausnarlega boðið. Ég var mjög upp með mér og var nærri búin að tárast þarna í framsætinu. Krúttkast.
Smá sýnishorn af æfingum.
Efri myndin er af Unu og Söru KAMBAN ásamt mínum íþróttaálfi.
Og hér eru teknar alvarlegar armbeygjur fyrir komandi flimleikaþátttöku.
Later!
Úje
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Ekki kúl að skrifa miða
Mynduð þið fara ótilneydd til að versla í matinn í þessu veðri? Nei ég hélt ekki. Það dæmdist á bandið að fara með sjálfum sér og auðvitað skrifaði ég miða. Hann veit ekkert hvað ég er að hugsa hvað varðar matargerð og hreinsiefni og aðrar nauðsynjar. Hann notar þær bara.
Nú ég settist niður með A-4 örk.
Hann: Vá er Þorláksmessa?
Ég (utan við mig) er vond lykt af ganginum?
Hann: Halló miðinn, af hverju er hann eins og handrit að skáldsögu.
Ég (pirruð) ég minnka hann þegar ég er búin að skrifa og farðu og hringdu í mömmu þína eða eitthvað, þér finnst gaman að því.
Hann sest á móti mér við borðið þrátt fyrir að hann viti að ég vilji vera í friði með mínar miðaskriftir, þær eru vandasamar, en ég ákvað að þegja.
Hann: Rosalega ertu að skrifa mikið. Drög að handriti?
Þögn, ísköld þögn.
Hann: Er ég að fara að kaupa fyrir helgina, vikuna eða mánuðinn? Hann var brosandi ég er ekki að ljúga.
Ég: Fyrir daginn í dag. Það krimtir í mér.
Hann: Má ég sjá, tekur miða, lesí, lesí, lesí, kjúklingabringur æi, hvernig er með þennan aspas? Þú kaupir búnt á hverjum degi og engar sætar kartöflur á listanum? Hvernig hefurðu hugmyndaflug í þetta allt?
Ég: Nú fer ég og klæði mig og geri þetta sjálf.
Hann: Ég er að fíflast í þér kona, ég er að flippa á veiku blettunum þínum, hlægja, liffa lífinu.
Ég: fáðu mér listann? Ég er ekki búin.
Neðst skrifaði ég:
Stór dós af Arseniki og poka af Haltukjaftibrjóstsykri.
Hann fór syngjandi glaður með miðann í búðina.
Sá veit ekki hvað bíður.
En ég elska hann samt.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Smá krúttsería
Jenný er mjög flottur trúður
Á leið í gistingu yfir nótt til ömmu og Einars, mamman og pabbinn hafa hana grunaða um að vera að flytja að heiman svona smátt og smátt.
Mamma og pabbi eru heppin að eiga okkur Hrafn Óli, þvílíkt sko!
Hrafn Óli byrjaður að æfa sig á trommunum með pabba, ekki er ráð og allt það
Og hér erum við að horfa á fallegasta prinsinn í London, hann Oliver, kóngafólk, snæðið hjarta
Það er allt löðrandi í ömmum og öfum hjá Oliver. Hér á gamló með Afa-Tóta og ömm-Brynju.
Já svona er nú það. Jökul vamtar frummi senda nýjar.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ljótasti staðurinn á jarðríki
Hún var tæpra tíu ára, stelpan sem valhoppaði heim úr skólanum, um hádegisbilið. Þetta var upp úr miðri síðustu öld. Heima beið amma með matinn en afi var á sjónum.
Það var vor í lofti, svona parísvor, snú-snú og sippvor, rétt handan við hornið.
Sú stutta fauk inn um dyrnar, snarstoppaði, því þar stóð ókunnugur maður, sem var að setja nýjan vask í eldhúsið. Amma sat á sínum venjulega stað við borðið og sagði henni að koma að borða.
Maðurinn gekk brosandi að telpunni, spurði hana nafns, rétti út faðminn og þrýsti henni að sér. Hún vissi ekki hvað það var sem gerði það að verkum að hana langaði að hlaupa langt út í buska, en hann gerði eitthvað ljótt, nuddaði henni upp að sér og brosti allan tímann. Svo sleppti hann telpunni, blikkaði hana, eins og þau ættu saman oggulitið leyndarmál. Svo hleypti hann henni fram hjá sér inn í eldhús.
Öruggu veröld stúlkunnar hafði verið svipt á brott í einu vetfangi og hún hafði ekki einu sinni vit né orð til að skilgreina þetta ljóta sem hafði sest í sálina hennar og breytt vorinu í ískalt skammdegi. Hún vissi bara að aldrei yrði neitt skemmtilegt framar.
Hún sat álút yfir matnum sínum og amma spurði hvort hún væri lasin hvort eitthvað hefði komið fyrir.? Hvernig gat hún svarað ömmu, sannleikanum samkvæmt um eitthvað sem hún vissi ekki einu sinni hvað var. Sem hún átti ekki orð yfir Að hún væri grútskígug og ógeðsleg að utan sem innan.
Hún tók töskuna sína og fór inn í herbergi. Áður en hún komst þangað endurtók maðurinn leikinn og hún ákvað að í herberginu skyldi hún vera þangað til hann færi burt. Hún dró rúmið sitt fyrir hurðina á hvergerginu. Og dagurinn leið. Hún þurfti að pissa, hún pissaði á sig. Amma kallaði á hana og stelpan muldraði eitthvað um að hún væri lasin.
Það kvöldaði og maðurinn lauk verkinu og fór. Afi kom heim.
Við kvöldverðarborðið spurði hún afa hvort maðurinn kæmi aftur. Ekki hélt afi það nema ef vera skyldi einhvertímann seinna þegar hann þyrfti pípulagningarmann. Hún þráspurði, getum við ekki fengið annan svoleiðis mann? Jú hélt afi það ætti að vera hægt, en svo merkilegt sem það var spurðu þau hvorki amma né afi, af hverju telpan lét svona. Að lokum spurði stúlkan ákveðinni röddu hvar maðurinn ætti heima. Í Hlíðunum svaraði afi.
Sú stutta hugsaði með sér. Ef ég fer aldrei inn í Hlíðar þá kannski gerir hann mér ekkert aftur.
Og í mörg ár voru Hlíðarnar í Reykjavík, ljótasti staðurinn á jarðríki.
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Ég játa það að ég hef rosalega fordóma gagnvart köllum sem fara nektardansstaði og mér finnast þeir ógeðslegir plebbar..
..en það er auðvitað til skammar að vera fordómafullur þannig að ég skal alveg horfast í augu við að svona hámark fimm eru í lagi af öllum haugnum, hafa lent þar óvart á fylleríi bara. En varðandi þessa kalla fulla af kvenfyrirlitningu, sem þurfa að borga stúlkum til að klæða sig úr á súlunni (örugglega með æluna upp í kok af ógeði á kúnnunum), þá er ég bara með rosalega fordóma. Og ég er ekkert að hugsa um að breyta því.
Hahahaha, svo sá ég þessa frétt á visi.is og stak henni samstundis. Hvað sagði ég ekki um þessa dúdda'? Ha?
"Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk.
Þegar konan sá vísa-reikninginn sinn brá henni heldur í brún þegar hún uppgötvaði að um fimmtíuþúsund krónur höfðu verið settar á kortið á nektardansstað á Íslandi. Grunur hennar beindist strax að eiginmanninum sem hafði verið á Íslandi á sama tíma.
Málsvörn mannsins var á þá leið að hefði ekki eytt svona miklum peningum á staðnum, heldur í mesta lagi um þúsund krónum. Hann klagaði málið því til norska bankaeftirlitsins sem fór í málið. Það hefur þí sljákkað eitthvað í karli þegar í ljós kom að hann hafði sjálfur kvittað fyrir öllum færslunum sem settar voru á kortið umrædd kvöld."
Halló! Það bendir ekki á mikla heilavirkni hjá þessum? Er það nema von að ég sé með fordóma. Notaði kort eiginkonunnar. OMG, sá er í vondum málum. Hversu vitlaus er hægt að vera. Hvaða líffæri notaði maðurinn til að hugsa með þarna. Hm...
Ég held að þessi maður sé flutur á hótel með leppana sína, en hann getur orðnað sér við minningarnar við súluna.
Stundum er gaman að lifa.
Hi á Norsarann.
En bíðið aðeins hérna, nú er ég í erfiðleikum með að skilja súlu. Eru þær ekki bannaðar?
Lögregla: Upplýsa um súlustað. Má ekki vera með svona starfsemi.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Brennvín að drepa fólk?
Ég heyri oft sagt um illa farna alka að þeir séu á drepa sig á brennivíni.
Það hefur örugglega verið sagt um mig þegar ég leit ekki upp úr mínum áfengisglösum nema til að anda af og til. Fólk hefur sagt sín á milli, mjög áhyggjufullt, þessi drykkja er að ganga af henni dauðri, hreinlega að drepa hana. Og það var alveg rétt, ég var heppin.
En í Íran hafa þessir frasar sömu merkingu að hluta. Þar drepur fólk sig á áfengisdrykkju. Að vísu er böðull inni í myndinni, fjöldi áhorfanda og þessi maður varð uppvís að áfengisdrykkju sinnum fjórir.
Hann verður hengdur.
Þetta er auðvitað örlítið fréttabrot frá landi sem virðir mannslíf ekki nokkurs.
Í gær var frétt um að yfir100.000 þúsund börn væru í fangelsum í Bandaríkjunum, allt niður í 9 ára gömul. Flest í morðglaða ríkinu Texas.
Ég sé ekki stóran mun á villimennskunni í þessum tveimur löndum.
Hvar eru öll þessi mannréttindasamtök? Er ekki allt löðrandi i mannréttindasamtökum í Bandaríkjunum? Þau mættu fara að taka til í eigin garði, þessir hræsnar, áður en aðrar vestrænar þjóðir fá nóg, spýta í lófana og fara inn í þessi lönd, þ.e. Íran og USA, sem eru að fremja glæpi gegn mannkyninu án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.
ARG
![]() |
Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Um bloggvini og blogvinahegðun
Þegar ég byrjaði að blogga, hélt ég að ég ætti að lesa allan minn bloggvinahring, og gerði það lengi vel. En þeim fjölgaði og fjölgaði, þannig að ég komst ekki yfir allan listann en las reglulega hjá þeim. Svo kvitta ég þegar ég hef eitthvað að segja, stundum hefur maður engu við að bæta. Og þá fer maður sporlaust út.
Ég var svei mér þá með samviskubit stundum, ég var eins og kona í fullri vinnu að "fara hringinn", þangað til að ég horfðist í augu við að þetta þyrfti endilega ekki að vera svona.
Ég neita fólki aldrei um bloggvináttu, en sundum hef ég hreinsað út, fólk sem ég hef aldrei lesið.
Nú er mér farið að líða þannig, að í hvert skipti sem ég samþykki bloggvin þá sé ég að skrifa undir einhverja skuldbindingu. Mér er illa við skuldbindingar sem svífa yfir vötnunum.
Ég er með 146 bloggvini. Halló, gaman að því.
Undanfarið hef ég rekist á færslur (eða verið bent á) einhverjar færslur um persónu mína þar sem ég er tekin í gegn fyrir að kvitta aldrei, að ég sé merkileg með mig og Guð má vita hvað.
Svona á bloggið ekki að virka fyrir mér. Ég les alltaf sama fólkið, þ.e. mína fyrstu bloggvini, fólk sem ég þekkti áður en ég kom hér inn og svo fólk sem ég hef kynnst náið hér inni. Svo les ég það sem ég kemst yfir. En ég kvitta svo sannarlega ekki eftir pöntum. Bara svo það sé á hreinu.
Það sem ég er að segja með þessari færslu er einfaldlega að útskýra afstöðu mína. Bara svo enginn taki því illa þó ég sé ekki að kvitta. Ég geri það sjaldnast nema þar sem ég hef eitthvað til málana að leggja. Það fer fátt meira í pirrurnar á mér en skyldukvittin. Þessi héra. Kvitta fyrir mig búin að lesa. Minnir mig á Mamma: búin að kúka.
Þeir sem eru eitthvað ósáttir við mig í bloggvinabransanum henda mér þá bara út. Ekki málið, hinir verða inni og vita þá hér með hvernig ég nota mitt sýstem.
Úff, hvað það var gott að koma þessu frá sér.
Svo vona ég að þið eigið góðan dag og ég verð að upplýsa að ég les fullt af bloggurum sem ekki eru sk. bloggvinir mínir og geri það af mikilli ánægju.
Hverjar eru ykkar hugmyndir um þetta sýstem? Segið endilega frá.
Kikkmítúðevollækenteikit
Úje
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2988128
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr