Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Sveppi bjargar málinu

Ég er orðin sérfræðingur í morgunbarnatíma beggja stöðva.

Jenný er reglulega hjá okkur um helgar og þá er vaknað fyrir allar aldir og kveikt á sjónvartinu og horft á baddneddni.

Ætli það sé bara ég eða krullast fólk ekkert upp yfir þessu tilgerðarlega íslenska tali?

Þar sem allir hrópa í stað þess að tala eðlilega í einhverri vonlausri tilraun til hressleika?

Og Dóra landkönnuður - ésús minn almáttugur.  Hún er líka á sunnudögum, sama rödd heyrist mér en þá í líki Díegos sem er líka einhvers konar könnuður.

Hugmyndin fín og ég hef hlustað á Dóru á ensku, en það er reyndar uppáhaldsprógrammið hans Olivers.  Þar er þetta ekki svona hryllilega uppspennt.

Eftir að hafa haft barnatímann í eyrunum er ég búin á því eftir tvo klukkutíma.  Mig verkjar í eyrun og langar til að tékka mig inn í klaustur einhvers staðar til að fá þögn og ró.

Reyndar nennir Jenný ekki svona lengi og guði sé lof fyrir það.

Ég veit ekki hvort er verra, fullorðnir að tala fyrir börn eða börn sem eru poppuð upp í ýktan hressleika sem sker í eyrun og er ekki nálægt eðlilegu tali á milli manna.

Sveppi hins vegar og Ilmur sem er með honum núna eru brilljant og mér finnst þau jafn skemmtileg og barninu.

Sveppi hreinlega reddar baddnaebbninu.

Ég lít svo á að það eigi að framleiða sjónvarpsefni fyrir börn sem er þeim sæmandi.

Það er hægt að gera svo miklu betur.

Komasho!


"Það er gott að búa í Kópavogi" ekki til í Amríku?

Hvað er að fá greitt í fríðu?

Fyrirsögnin á fréttinni hljómar þannig og ég skil ekki hvar fríðleiki kemur inn í málið.

Er hægt að fá greitt í blíðu, stríðu, fríðu, ófríðu og óblíðu?

Sennilega.

En þeir eru búnir að svipta lögfræðing málflutningsréttindum í Illinois fyrir að taka einkadansa sem greiðslu upp í skuld.

Mér þykir þeir ekki hafa fylgst með fréttum frá Íslandi þessir barbarar í US of A.

Vita þeir ekki að hér á Íslandi er svona súluhangs listgrein?

Að það jaðrar við mannréttindabrot að banna mönnum að kaupa einkadansa og súludansa?

Að það er beinlínis atvinnuofbeldi að meina konum að dingla á stönginni og karlfauskum að slefa yfir viðkomandi snúningi?

Nei, þeir fylgjast ekki með.

Eins gott að "Það er gott að búa í Kópavogi" er ekki staður í Norður Ameríku.

Annars tek ég ofan fyrir Lögmannafélagi Illinoisborgar. 

Þeir eru í þessum rituðum orðum komnir á jólakorta- og partýlistann hjá mér.

Ekki spurning.

Ég er nefnilega dedd á móti konum til sölu.

Upp í skuldir sem og að öðru leyti.

Alexander Gústaf, rólegur og þið hinir líka.

Ekki frelsisræðuna plís.

Gunnar Birgisson hvað?


mbl.is Lögmaðurinn fékk greitt í fríðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hong Kong - sería

Maya mín er að vinna að verkefni í Hong Kong og er búin að vera þar í tvær vikur með Oliver.  Þau vor að opna Arrogant Cat búð þar í borg.  Jájá.

Hún var að setja inn myndir í kvöld og auðvitað smelli ég þeim inn.

Mig dauðlangaði í ferðalag get ég sagt ykkur.

But here goes.

hong konghk1

Halló, sundlaugin er á þakinu.  Lúxus hvað.  Jésus Pétur hvað hann er fallegur þetta krútt.

hk2hk3

Og búðin er opnuð, mikið fjör og mikið gaman.

hk5hk6

Maysan þreytt og Oliver líka.        Og London börnin eru auðvitað í partíinu.

Later.

Jabb.

P.s. Myndirnar stækka þegar klikkað er á þær.

 


Þetta er fokkings bænaskjal

Vilhjálmur Vilhjálmsson er elskaður af mörgum og mér finnst ekkert athugavert við að það séu haldnir minningartónleikar um þennan frábæra listamann.

Tónlistin sem hann flutti er ekki að mínum smekk og sem betur fer erum við ekki öll eins hvað það varðar.

Ég er hins vegar með ofnæmi og það illilegt gagnvart "sýningum" þar sem ákveðnir listamenn eru teknir fyrir. 

Þessi andskotans uppákomur ríða yfir á hverju ári og þær eru flestar slæmar og sumar svo slæmar að fólk þarf að vera útúrdrukkið til að njóta þeirra.

Tina Turner t.d. Hver vill í alvöru setja sig í stellingar og reyna að ná upp í að flytja músíkina hennar og reyna að gera konunni góð skil?

Mér finnst það listrænt sjálfsmorð að ætla sér það óvinnandi verk.

Sama hversu góðar söngkonur það eru sem fara í hlutverkið.

Með fullri virðingu fyrir Siggu Beinteins þá er það pjúra klám að níðast á Tínu svo ég taki nú ekki till sterkara orðalags.

Þetta er eins og gerviefnið Formaica.  Muniði; Eretta marmari? Nei Formaica.  Eretta eðalviður?  Nei Formaica.

Er etta Tina Turner?  Nei, Sigga Beinteins.

Þetta er íslenskt plebbafenómen (eða skandínavískt) sem dynur yfir mann á hverju ári.

Broadway (held ég að staðurinn heiti) þar sem maturinn er í besta falli skítsæmilegur og eftirhermusýning með eftirréttinum er sirkabát það síðasta sem ég myndi fleygja peningunum mínum í.

Við eigum svo mikið af frábæru listafólki.  Af hverju fá þeir ekki tækifæri til að vera með tónleika þar sem frumleikinn og sköpunin eru í hávegum hafðar í staðinn fyrir upprifjanir og eftirhermur sem gerir bæði flytjendunum og sárasaklausum orginölunum skömm til?

Ábreiður þurfa að vera betri en orginallinn ef þær eru fluttar á annað borð.

Magni gerði þetta ágætlega í Rock Star.

Einn af okkar bestu söngvurum er litli Jesú, man ekki hvað hann heitir en hann er sérdeilis frábær söngvari drengurinn.  Hann getur endurflutt hvað sem er án þess að verða sér til skammar.  Fáum gefið skal ég segja ykkur.

Ég held að það sé verið að róa á örugg mið með þessum sífelldu ábreiðusýningum.

Algjört "money in the bank" eða "Sure thing".

Vegna þess að pöpullinn vill heyra gömlu fylleríslögin væntanlega til að geta sungið með.

Almenningur er ranglega vanmetinn í þessu sem öðru.

Ég held að "we the people" séum alveg fær um að njóta þess sem nýtt er.

Það segi ég með nokkurri vissu verandi meðlimur í viðkomandi grúppu.

Þetta er fokkings bænaskjal.

Gerið eitthvað nýtt og skapandi. Plís.

Úje og allir glaðir í boðinu.


mbl.is Aðrir aukatónleikar til heiðurs Vilhjálmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vildi að ég væri bindishnútur

Tækifærin til að leggjast í þunglyndi koma á færibandi þessa dagana.

Jarðskjálfti í morgun og hamfarir um allan heim gefa ekki tilefni til sérstakrar gleði.

Fjármálaheimurinn er á þvílíkri hraðferð til helvítis að enginn yrði hissa þó fólk yrði flutt í förmum á geðdeildir heimsins.

Bindishnútarnir í heiminum sem eru ábyrgir fyrir fjármálakreppunni keppast við hver um annan þveran að útskýra málið og sjá; þeir hafa ekkert með ástandið að gera, "utanaðkomandi og ófyrirsjáanlegar aðstæður" er glæpasnifsið í málinu.

Það er catch 22 hundalógían sem blívur.

Enginn er ábyrgur þessa dagana.

Ekki Geir, ekki Solla, ekki Áddni og svo yppa allir öxlum og hrista hausinn.

Við almenningur misskiljum bara og náum ekki (sökum heimsku vænti ég) hvað allir eru að fórna sér biggtæm fyrir okkar hönd.

Hundalógían er í hávegum höfð hjá lögreglustjóranum í Reykjanesbæ.

Við skiljum ekki málið, segir hann ábúðarfullur, rökstuddur grunur er fyrir hendi um ólöglegt athæfi hælisleitenda.

Þess vegna má rífa af þeim allt lauslegt. 

Ef einhver hringdi á bjöllunni hjá mér núna frá ríkislögreglustjóra og segði við mig að ég væri grunuð um landráð þá færi ég auðvitað á límingunum vitandi að ég er búin að rappa þjóðsögnin og taka hann í öllum öðrum mögulegum útgáfum og það er bannað með lögum.

Ég myndi spyrja fyrir hvað eins og hvítþvegin engill í andlitinu.

Og þeir væru eins og sprúttsalar í framan og myndu segja mér að það væri rökstuddur grunur um að ég hafi framið voðaverk gegn landi og þjóð.

Ég: Rökstuddur grunur?  Hver er hann?

Þeir: Við látum ekkert upp um það, við verðum að halda heimildum okkar leyndum.

Svo yrði ég sett í bönd, leidd út í Blökku Maríu og látin í svarthol.

Rökstuddur grunur er öflugt vopn í baráttunni við vonda og hættulega fólkið.

Ég vildi óska að ég væri bindishnútur.

Þá væri bókstaflega andskotans ekkert mér að kenna.

Blame it on the weather!

Annars í stuði og ég hjala eins og geðgott smábarn.

Later my friends.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matarnostalgía

 

Sniðug sýning hjá Laufeyju um mataræði á Reykvískum heimilum í 100 ár.

Ég var barn upp úr miðri síðustu öld og ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hvað matarvenjur hafa breyst.

Seytt rúgbrauð með smjöri og osti á morgnanna eða korfnlexi og alltaf Sanasól þar sem ég strækaði á lýsið. 

Osturinn úti í SS á Bræðró var skorinn niður við búðaborðið og ég man eftir að það voru tvær tegundir á borðum.  Svo var bitanum pakkað inn í sellófan.

Áleggin í sömu búð voru skinka, malakoff (bleikt með stórum fituskellum), spægipylsa, steik (lambakjöt) og hangikjöt.  Og það var beðið um eitt eða fleiri bréf af álegginu.

Fransbrauðið þetta hvíta fengum við með rabbbarasultu ofaná og ég er viss um að næringarráðgjafar nútímans flippuðu út ef þeir hefðu séð aðfarirnar.Mjólkin var í pottum, þe. heils- eða hálfslítra.

Þegar hyrnurnar komu, þessar köflóttu þá var það bylting.

Saltkjöt, Gunnusteik, Kótelettur í raspi, lærisneiðar í raspi sömuleiðis og læri eða hryggur á sunnudögum.  Pylsur á laugardögum - þvílík hamingja.

Fiskur alls staðar þess á milli.  Karlarnir komu svo alltaf heim í hádeginu.  Fólk borðaði stöðugt.

Klukkan þrjú görguðu mömmurnar á börnin.  Dreeeeeeeekkutími.

Konurnar voru stöðugt eldandi, bakandi, saumandi, prjónandi og þeim entist ekki dagurinn.  Stelpur, mæður okkar voru súperkonur, ekkert minna.

Grænmeti var nánast ekki til nema gulrófur, gulrætur, hvítkáll, tómatar og agúrka.

Fiskurinn var þá eins og nú vandamál fyrir hina klígjugjörnu mig. Ég borðaði hann steiktan en tók á rás út ef ég fann suðulykt af fiski.  Hlýt að hafa verið rækja í fyrra lífi.

Halldór Laxness sagði einhvers staðar að Íslendingar borðuðu ekki ófríða fiska.

Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið.

Ég er komin í nostalgíukast þar sem ég sit og skrifa um mat fyrir "nokkrum" árum.

Mig langar í snúð, eða vínarbrauð, eða franska vöfflu, nú eða eitthvað svona bernsku.

Ég mann ennþá eftir bragðinu af djúsþykkninu.  Svo dísætt að það var óhugnanlegt. 

Þetta fór maður með í skólann á flösku og brauðsneið með.

Dagar víns og rósa í fákeppnilegum skilningi.

Ég kann betur við nútímann þegar kemur að því að kaupa í matinn.

P.s. Ég hef aldrei látið hamsatólg eða annan slíkan feitiviðbjóð inn fyrir mínar varir en ég man lyktina af henni.

Farin að gubba.  Fyrirgefðu hamsatólg.


mbl.is Reykvíkingar sólgnir í þrumara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnalokkar úr hvítagulli - GMG

 

Ég læt ekki klukkast.  Bara svo það sé á hreinu.

Tvær góðar vinkonur mínar, þær Jóna og Edda Agnars hafa klukkað mig og ég sinni því ekki afturenda.

Ég er svo lítið fyrir leiki.

Svo verður að vera einhver mýstik yfir persónu manns.  Ekki get ég farið að kjafta því í ykkur að ég hafi verið gagnnjósnari í volga stríðinu - hafi dansað aðalhlutverk hjá Þjóðdansafélaginu, unnið við að fægja kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju og verið ferjukona við Don.  Þið mynduð einfaldlega líða út af vegna aðdáunaraðsvifs.

En ég á þrjár yndislegar dætur.  Ólíkar en svo frábærar og skemmtilegar.  Svo eru þær góðar við mömmu sína og hafa verið lengi.

Voru að sjálfsögðu fjandanum óþekkari í uppvextinum að því marki að ég lét þær allar á heimavistarskóla.  Nei, nei, ég hef verið heppin með börn.

Um daginn var ég hálfan mánuð í vesturbænum að halda elsta barnabarninu mínu selskap meðan turtildúfurnar Helga Björk og Björn fóru til Ítalíu.

Í dag kom frumburðurinn með hvítagullseyrnalokka handa mömmu sinni ásamt wraparoundi sem mig var búið að langa í lengi.

Ég var orðlaus.

En..

Ég er að flytja.  Fyrir neðan snjólínu.

Hvert og hvenær verður upplýst seinna.

Er það nema von að það sé brjálað að gera.


Pilsmaður - eða sokkabuxnanörd?

Ég er alltaf pælandi í fötum.  Jájá, það vita þeir sem hér lesa.

Og nú hef ég af gefnu tilefni lagst í rannsóknir á skotapilsum.

Ég játa það hér með og skammast mín ekki afturenda fyrir að vera svag fyrir mönnum í pilsum.

Þegar ég nefndi þetta við húsbandið í gær var hann dálítið hissa á þessum smekk mínum og vildi vita hvað væri aðlaðandi við háruga karlmannsleggi í pilsi.

Ég átti ekki erfitt með að segja honum það.  Ég er nefnilega á því að það sé smá ertandi þegar karlmenn sveipa sig hefðbundnu kvennaklæði eins og pilsið óneitanlega er - EN - án þess að vera að klæða sig til konu.

Þegar konur fóru að klæða sig í jakkaföt (Frida Khalo og Cocco Channel) þá gengu þær algjörlega á skjön við ríkjandi tísku og hugmyndir manna um hvernig konur ættu að vera til fara.  Auðvitað slógu þær í gegn kerlurnar.

Menn í sokkabuxum eru hins vegar algjört törnoff (nema í ballett og það telst ekki með.  Maður er ekki að fiska í balletttjörninni skiljið þið).

Fötin eru ógeðslega stór hluti af ímynd fólks.  Þá er ég ekki að meina að allir þurfi að vera uppstrílaðir í merkjafötum, heldur er ég að meina svona mun eins og á gráum útþvegnum joggingbuxum - versus gallabuxum.

Einu sinni voru sokkabuxur í tísku hjá körlunum.  Það má vel vera að Hinrik VIII og félagar hans hafi verið að skora feitt í sokkabuxunum en ímyndið ykkur eftirfarandi:

Geir Haarde að hundskamma Sindra í Markaðnum fyrir framan stjórnarráðið í  hvítum sokkabuxum.

Árni dýralæknir með attitjút í Kastljósinu í grænum sokkabuxum með krosslagða fætur, alveg bálillur og ábúðarfullur.

Egill Helga á vappi við tjörnina í bláum tæturum og í jakkanum og bindinu. Hm..

An on and on and on.

Ég er biluð - á alls ekki að vera að upplýsa fólk um ömurlega fánýtar hugsanir mínar á meðan heimurinn er að fara til helvítis.

Sorrí - hraðallinn splundraði ekki jarðarkringlunni.

Farið með þessa færslu eins og mannsmorð.

Halló Hafnarfjörður hvað þið eruð miklar dúllur.

Fyrir mér eru Skotarnir beisíklí búnir að vinna - út af pilsunum sko.

En - áfram Ísland.

Úje.


mbl.is Allt klárt fyrir Skotaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgarblogg

Það er helmikið að gerast í kringum mig og ég segi ykkur nánar frá því seinna.

En eins og fram hefur komið þá hef ég verið að taka skápana í gegn, flokka, gefa og henda.

Ég er búin að skemmta mér stórkostlega í allri vitleysunni eins og þið vitið sem lesið bloggið mitt.

En það eru ekki allir hlutir skemmtilegir.

Á þessum árstíma, fram til 17. september er ég alltaf dálítið meyr. 

Aron Örn sonur hennar Mayu minnar fæddist þennan dag en lést svo 3. desember sama ár.

Tíminn hefur tekið burtu sársaukann að mestu en það stingur af og til í hjartað.

Þegar ég fór í gegnum skápana áðan fann ég teppið hans og gallann sem hann fór heim í af fæðingardeildinni.

Í sorginni var allt látið í burtu, skiljanlega en amman stakk þessu undan. 

Þegar ég hélt á þessum smáhlutum hentist ég ellefu ár til baka í tíma í smá stund.

Auðvitað er það sárt en oftast er minningin um þennan yndislega litla dreng bara eins og lítið ljós sem lýsir í hjartanu.

Nú á hann bróður, litla Oliver sem nú er með mömmu sinni í Hong Kong þar sem hún er að vinna í augnablikinu og lífið heldur áfram.

Það þýðir ekki að dvelja í sorginni en það má ekki afneita henni heldur.

Ég elska Emilíönu Torrini.  Hún er frábær listakona auðvitað og ég hvet alla til að kaupa nýju plötuna hennar.

En þegar Aron dó hafði þessi bráðunga stúlka nýlega sungið þetta dásamlega lag inn á disk.

Við Maya og reyndar öll fjölskyldan fundum huggun í þessu fallega lagi.  Emilíana treysti sér ekki til að flytja það sjálf í jarðaförinni, hún var svo ung og tilefnið svo sorglegt að hún treysti sér ekki. En lagið var til og hér er það.

Og nú held ég áfram að taka til.

Love you


Samkenndin á Skaganum

Ég er svo glöð fyrir hönd flóttafólksins frá Al Walleed-flóttamannabúðunum í Írak.

Ég hef fylgst með Gurrí, þeirri frábæru konu en hún er einn af stuðningsmönnum sem taka á móti fólkinu og hafa undirbúið komu þess á Skagann.  Hún hefur eina fjölskyldu á sinni könnu. 

Skagamenn hafa svo sannarlega tekið höndum saman og lagst á eitt til að taka vel á móti fólkinu og það er greinilega nóg af hjartahlýju þarna á Akranesi.

Ég verð alveg mössí, mössí þegar ég les inni hjá Gurrí og ég vildi óska að við gætum boðið fleiri konur með börnin sín velkomnar. 

Það var svo sannarlega óþarfi að hafa áhyggjur af Skagamönnum varðandi þetta mál.

Magnús Þór virðist ekki hafa átt marga skoðanabræður í þessu máli.

Virðing og hamingja!

Úje


mbl.is Erlendir fjölmiðlar fjalla um komu flóttamanna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2988373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband